Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989.
Útlönd
Krafðir skýrínga
Eftiilitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna að störfum í Namibíu.
Símamynd Reuter
UtanriMsráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, hefur beðið eftirlits-
sveitir Sameinuðu þjóöanna í Namibíu um útskýringu í kjölfar skrifa
norska blaðsins Dagens Náringsliv um að eftirlitssveitirnar-geri um 90
prósent innkaupa sinna í Suður-Afríku.
Samkvæmt blaðinu auglýsa sveitirnar tilboð sín eingöngu i suður-afrí sk-
um blöðum og hefur það kallað á viðbrögð í nágrannalöndunum. Um er
að ræða viðskipti upp á 200 milljónir dollara og eru það tjöld, farartæki,
fatnaður, matvæli, fjarskiptatæki, tilbúin hús, skrifstofuhúsgögn og meira
að segja vopn sem keypt eru frá Suður-Afríku, að því er blaðið segir.
Eftirlitssveitirnar hafa ekki sett neinar auglýsingar í blöðin í Zimbab-
we, aö þvi er fullyrt er.
Eitt atkvæði tryggði meirihluta
Við endurtalningu í héraðinu Murcia á Spáni kom í Ijós að Sósíalista-
flokkur Fehpe González forsætisráðherra náði meirihluta á þingi landsins
og ultu úrshtin á einu atkvæði.
Kommúnistar og bandamenn þeirra höfðu krafist endurtalningar þegar
i ljós kom að sósíalistar höfðu unnið sæti í Múrcia meö 125 atkvæöa mun
í kosningunum 29. október síðastliðinn. Niðurstaða endurtalningarínnar
var kunngerðí gær, 50.512 greiddu sósíalistum atkvæði en 50.511 kommún-
istum og bandamönnum þeirra.
Þar með fékkst staðfest að sósíalistar hafa 176 sæti í neðri deild þings-
ins en stjórnarandstaðan 174.
Maradona kvænist
Maradona ésamt föður sinum í Ðuenos Aires í Argentínu i gær.
Símamynd Reuler
Diego Maradona, sem af mörgum er talinn besti knattspymumaður í
heími, flaug til Argentínu í gær í þotu sem hann hafði tekíð á leigu. Um
borð voru 280 gestir sem boðnir voru í brúðkaup hans og Claudiu Villaf-
ane sem haldið veröur í dag. Hundruð fféttamanna, ljósmyndara og aðdá-
enda voru mættir á flugvöllinn í Bueonos Aires til þess að taka á móti
hetjunni sem eitt sítt átti heima i fátækrahverfi.
Meðal veislugesta, sem verða um tólf hundruð, verður Carlos Menem,
forseti Argentínu. Veislan verður haldin í stærstu hnefaleikahölhnni í
BuenosAires.
Maradona þarf að vera kominn aftur til Napóh á fimmtudag vegna fót-
boltans.
Dóntarar enn i verkfalli
Fjórir biðu bana og sex særðust er bíiasprengja sprakk í Bogota i Kól-
umbiu um helgina. Símamynd Reuter
Dómarar í Kólumbíu hafa ítrekað kröfur sínar um lögregluvemd og í
gær kváðust þeir ekki binda enda á verkfall sitt nema Virgiho Barco for-
seti tæki á móti þeim. Dómsmálaráðherrann, Roberto Salazar, sagði hins
vegar aö forsetinn vhdi ekki taka á móti fulltrúum dómaranna fyrr en
þeir heíðu snúið aftur til vinnu.
Rúmlega þúsund dómarar sem fjalla um fíkniefnamál hafa fengið morð-
hótanir að undanförnu. Hafa fikniefnasalar hótað að myrða tíu dómara
fyrir hvero grunaöan fíkniefnasala sem framseldur er tíl Bandarikjanna.
Nokkur sprengjutilræöi hafa veriö í Kólumbíu undanfama daga og
þeim meðal annars beint aö tveimur dagblöðum.
Rúmlega tuttugu þúsund Austur-Þjóðverjar hafa farið yfir landamærin við Tékkóslóvakíu áleiðis til Bæjaralands
í Vestur-Þýskalandi síðustu þrjá daga. Hér má sjá einn Austur-Þjóðverja fagna komunni til vesturs.
Símamynd Reuter
Austur-Þýskaland:
Stöðugur straumur
vestur á bóginn
Fjórfalt fleiri Austur-Þjóðverjar
hafa farið yfir landamærin við
Tékkóslóvakíu áleiðis til Vestur-
landa síðustu þrjá daga en gert haföi
verið ráð fyrir. Búist hafði verið við
því að sex þúsund færu yfir frá Aust-
ur-Þýskalandi th Vestur-Þýskalands.
En þegar stjómvöld í Austur-Berlín
heimhuðu tékkneskum yfirvöldum
að hleypa öllum í gegn varð raunin
önnur. I gærkvöldi höföu tuttugu og
þrjú þúsund Austur-Þjóðverjar kom-
ið til Bæjaralands og ekkert lát virt-
ist á straumnum þrátt fyrir loforð
um aukið ferðafrelsi og lýðræðisleg-
ar umbætur austur-þýskra ráða-
manna. Það sem af er ári hafa rúm-
lega 180 þúsund Austur-Þjóðverjar
farið vestur.
í Vestur-Þýskalandi er farið aö
bera á kvíða landsmanna um hvern-
ig bregðast eigi við hinum gífurlega
mikla straumi fólks inn i landið. Stór
hluti Austur-Þjóðverjanna er ungt
fólk sem bætist við vinnuaflið í
Vestri. í V-Þýskalandi er atvinnu-
leysi 7,3 prósent og húsnæðisskort
má þegar finna fyrir víða.
Hálf milljón manns gekk um götur
átta austur-þýskra borga í gær. Fólk-
ið krafðist aukins lýðræðis, frjálsra
kosninga og fordæmdi nýju lagabálk-
ana um ferðaheimildir þegna Þýska
alþýðulýðveldisins. Samkvæmt þeim
eiga allir A-Þjóðverjar rétt á vega-
bréfi og vegabréfsáritun til Vestur-
landa og geta dvahst erlendis í allt
að þijátíu daga. Vantrú og efasemda
gætti meðal mótmælenda á götunum
bæði vegna loforðanna um ferða-
frelsi og umbætur í lýðræðisátt.
Margir þeir sem þegar hafa náð til
vesturs kveðast efast um að hinn nýi
leiðtogi austur-þýskra kommúnista,
Egon Krenz, munu efna loforð sín.
Sumir fréttaskýrendur telja að ein
milljón Austur-Þjóðverja muni
reyna að grípa tækifærið og fá feröa-
leyfi vestur á bóginn. Vestur-þýskir
embættismenn hvetja nú ráðamenn
í austri til að hrinda í framkvæmd
raunverulegum umbótum til að
koma í veg fyrir slíka búferlaflutn-
inga. Reuter og Ritzau
Stjórnarmyndunarviðræður
hafnar í Líbanon
Hinn nýkjörni forseti Líbanons,
Rene Muawad, hefur hafið samn-
ingaviöræður um myndun nýrrar
stjómar. Búist er við að Muawad
haldi til Beirút innan tveggja sólar-
hringa frá bænum Ehden þar sem
hann dvelur nú.
Muawad mun í þessari viku mynda
stjóm sem koma á í stað tveggja
stjóma, kristinna og múhameðstrú-
armanna, sem barist hafa um völdin
síðan þinginu mistókst að kjósa þjóö-
höföingja í fyrra.
En stúðningsmenn harðlínu-
mannsins Aouns, yfirmanns herafla
kristinna, hafa þegar látið í ljós and-
úö sína á forsetakjörinu. í gær gengu
þúsundir þeirra í annað sinn að að-
albækisföðvum patríarkans Butros
Sfeir sem þeir saka um að hafa svik-
ið málstaðinn með því að lýsa ekki
yfir samstöðu með Aoun þegar hann
fordæmdi forsetakjörið. Veifuðu
mótmælendumir fánum og myndum
af Aoun. Sfeir var ekki heima í gær
þar sem hann haföi flúið til sumar-
húss síns eftir að mótmælendur
höföu ráöist aö bústað hans á sunnu-
dagskvöld og neytt hann til að kyssa
mynd af Aoun.
Sjálfur hefur Aoun fordæmt að-
gerðir stuðningsmanna sinna og beð-
iðþáumaðsýnasthlingu. Reuter
Harðlinumenn setja upp mynd af Aoun hershöfðingja utan á glugga aðal-
bækistöðva patríarkans í austurhluta Beirút. Simannynd Reuter