Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1989. Andlát Snorri Rögnvaldsson múrarameist- ari lést á heimili sínu í Lundar í Manitoba, Kanada, 1. nóvember. Svavar Sigurðsson lést að morgni 4. nóvember í Landakotsspítala. Ósk Sveinbjarnardóttir, Ljósheimum 4, er látin. Guðrún Þjóðbjörg Jóhannsdóttir, Þórsmörk 1, Hveragerði, andaðist sunnudaginn 5. nóvember á Land- spítalanum. Kristján Úlfarsson, Bjarnhólastíg 24, Kópavogi, lést að kvöldi 3. nóvember. Agnar Bragi Guðmundsson, Sól- heimum, Blönduósi, lést á heimili sínu sunnudaginn 5. nóvember. Arnór Halldórsson gervilimasmiður, Hvassaleiti 1, Reykjavík, lést á heim- ^ ili sínu aðfaranótt 4. nóvember. Sigríður S. Sigurðardóttir frá Víði- völlum, Fljótsdal, Berugötu 7, Borg- amesi, andaðist sunnudaginn 5. nóv- ember. Jarðarfarir Reynir Steingrimsson, Hvammi, Vatnsdal, andaðist á heimili sínu fóstudaginn 3. nóvember. Útforin fer fram frá Undirfellskirkju laugardag- inn 11. nóvember kl. 13. Dóra Halldórsdóttir, sem lést 28. okt- óber í Hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð, Kópavogi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Jón Sveinbjörnsson vélstjóri, Safa- mýri 69, lést á heimili sínu aðfara- nótt miðvikudagsins 2. nóvember. Jarðarforin fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 9. nóvember kl. 15. Herdís Jónsdóttir frá Hurðarbaki, Kjós, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 8. nóv- ember kl. 15. Sigurður Sævar Ásmundarson, Strandaseli 1, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 9. nóv- ember kl. 15. Jóhanna Björg Jónsdóttir, dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, lést 29. október. Jarðarforin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 7. október, kl. 13.30. Sigurður Líkafrónsson lést 26. októb- er á Sólvangi, Hafnarfirði. Hann fæddist í Kvíum í Jökulfjörðum 27. febrúar 1912. Hann ólst upp í Kvíum hjá hjónunum Kristínu Alexanders- dóttur og Jóni Jakobsyni til 20 ára aldurs en þá flutti hann til foreldra sinna sem þá bjuggu að Hrafnsfjarð- areyri. Þau hétu Bjamey Guðmunds- dóttir og Líkafrón Sigurgarðsson. Sigurður giftist Hallfríði Jóhannes- dóttur 1942 á ísafirði, þau fluttu suð- ur 1950 og bjuggu lengst af á Vestur- braut 1, Hafnarfirði. Sigurður var til sjós og vann yfir 20 ár hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Þau hjónin eign- uðust fjögur börn, eitt lést í frum- bemsku, einnig ólu þau upp dóttur- son sinn, Sigurð Breiðfjörð Grétars- son. Sigurður missti konu sína fyrir réttu ári. Hann verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Jóhannes Jóhannesson lést 27. okt- óber. Hann fæddist í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal 17. maí 1904. Foreldrar hans voru hjónin Bergrós Jóhannes- dóttir og Jóhannes Bjamason. Jó- hannes starfaði óslitið í rúm 40 ár við afgreiðslu Eimskipafélagsskipa við Kaupvangsbryggjuna og síðar við afgreiðslu Eimskips á Akureyri. Þau hjónin fluttust suður til Reykjavíkur 1976. Eftirlifandi eiginkona Jóhann- esar er Karólína Jósefsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvær dætur. Útfor Jóhannesar verður gerð frá Fossvog- skapellu í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Hailgrímskirkja -starf aldraðra Opið hús verður á morgun, miðvikudag, í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Þar mun Hálfdán Ólafsson lesa upp. Einnig munu Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson leika létt sígild lög á selló og píanó. Þeir sem óska eftir bílfari hafi samband í fyrramálið í síma 10745. Fót- og handsnyrting er á þriðjudögum og fóstudögum, einnig er leikfimi undir umsjón sjúkraþjálfara sömu daga. Myndakvöld Ferða- félags íslands Ferðafélagið efnir til myndakvölds mið- vikudaginn 8. nóvember í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst það kl. 20.30 stund- víslega. Efni: Karl Ingólfsson og Jón Við- ar Sigurðsson segja frá í máli og myndum ferð sem þeir fóru í sumar til Kákasus- fjalla, en þar klifu þeir hæsta tind í A- Evrópu sem heitir Elbrus (5642 m). Kákasusfiallgarðurinn liggur milli Svartahafs og Kaspíahafs í Rússlandi. Forvitnilegt og ffamandi ferðalag. Þor- steinn Bjamason sýnir myndir frá Aust- fiörðum og víðar, eftir kaffihlé. Aðgangur kr. 200. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Miðvikudaginn 22. nóvember verður fyrsta kvöldvaka vetrarins. Vesturgata 7, þjónustumiðstö aldraðra Frjáls spil alla þriðjudaga kl. 13.30. Léttar æfingar með Ingu íþróttakennaraþriðju- dags- og fóstudagsmorgna kl. 10.45-11.30. Stund við píanóið með Sigurbjörgu fóstu- daga kl. 13.30. Skiptinema- samtökin Alþjóðleg ungmennaskipti (A.U.S.) munu halda haustfund fyrir þá 16 er- lendu skiptinema, sem nú eru staddir á íslandi, helgina 10.-12. nóvember í Grundarskóla á Akranesi. ITC deildin Irpa heldur fund í kvöld, 7. nóvember, kl. 20.30 að Brautarholti 30. Fundurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar gefa Kristín s. 74884 eða Guðrún í s. 675781. Leiðrétting við grein Eiríku Með kjallaragrein Eiríku A. Friö- riksdóttur hagfræðings, sem birtist í DV miðvikud. 18. þ.m. undir fyrir- sögninni „Fólk með réttindi í um- ferðinni“, átti að vera mynd til skýr- ingar. Það er myndin sem hér fylgir er féll út. - Hún sýnir gangbraut sem til skamms tíma var á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykja- vík og í nágrenni þriggja skóla. Nú hefur gangbrautin verið færð lítið eitt til vinstri en merkingin er enn sú sama og opni reiturinn hefur verið fylltur upp með mold og grasi. - Enn er erfitt að komast þama yfir Ld. með barnavagna og fólk i hjólastólum. Friðarömmur ætla að koma saman á Hótel Sögu þriðju- daginn 7. nóvember kl. 20.30. Brúðusala í Kolaporti undirbúin og fleira. Kvennadeild Barðstendinga- félagsins heldur fund á Hallveigarstöðum í dag, 7. nóvember, kl. 20. Kvenfélag Seljasóknar Nóvemberfundurinn verður í kvöld, 7. nóvember, kl. 20.30 í Kirkjumiðstöðinni. Gestur fundarins er Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona sem talar um breytinga- skeið kvenna. Komið allar með hatta. Gestir velkomnir. Tónleikar Háskólatónleikar Aðrir háskólatónleikar vetrarins verða haldnir miðvikudaginn 8. nóvember kl. 12.30 í Norræna húsinu. Að þessu sinni kemur fram gitarleikarinn Uwe G. Esc- hner. Eschner er fæddur 1963 i Hamborg. Hann stundaðu nám við Hamburger Konservatorium og tónhstarháskólann í Freiburg og lauk þaðan prófi í febrúar í ár. Eschner er nú búsettur á íslandi og stundar kennslu. Hann hefur haldið nokkra tónleika hérlendis við góðar und- irtektir. Á efhisskránni eru eftirfarandi verk: Fantaise Elegiaque eftir F. Sor, Pi- ezas Caracteriisticas eftir F. Moreno- Torroba og Sónata í C-dúr op. 15 eftir M. Giuliani. Tapað fundið Hálf angóralæða fannst á flækingi í Seljahverfi í síðustu viku. Hún er brún, svört og gráyijótt og ómerkt. Eigandi vinsamlegast hafi sam- band í s. 76206. Merming__________________ „Minning sem breytir auga þínu í tæra lind“ Þótt Erlendur Jónsson sé orðinn sextugur og hafi aldrei ort við ljóðstaf svo að ég viti, eða talist geti, ei* hann enn sami ljóðasveinninn úr sveitinni fyrir stríð og þreytir fast þann róður að yrkja hana tú sín inn fyrir borgarmúrinn í skarti rómantískrar minningar að una við. Þær sýnir lifir hann af tilfinningu í ljóði sínu, en bregði hann upp myndum, sem ber fyrir augu hans á göngu um malbikið, er hann glöggskyggn gest- ur, jafnvel gagnrýninn og getur örlað á háði, þótt hann haldi því vel í skefjum. Þetta er fimmta ljóðakver Erlendar á rúmlega tutt- ugu ára skáldferh, og hann hefur ekki tekið neinum stökkbreytingum, er enn samur við sig, yrkir enn í sama farvegi, með sama oröknappa en fijálsa stílnum, orðin vel og nákvæmlega valin til að segja það sem þau þurfa svo að erindi þeirra fari ekki milli mála. Hann varast mælgina og sterkyrðin, fer hvergi á sprettum en kappkostar jafnvægi og hófsemi. Erlendur nefnir ljóðakverið Borgarmúr. Ég skil það helst svo að hann vilji minna á það sem að honum þrengir og erindi hans með ljóðum sé öðru fremur að þoka múmum íjær eða kalla minningar inn fyrir hann til þess að bregða ljósi á lífsmyndimar þar. Þijú kaflaheiti bókarinnar benda til þessa erindis. Þau em: Landslag - Borgarmúr - Endurskin. Fyrsta ljóðið í Landslagi heitir Sveitasæla, þar sem hann bregður sveitinni og íjallahringnum í orð og segir: Horfðu á þetta allt, og lokar svo kvæðinu með þessari stefnuskrá: » Horfðu á þetta allt og skrifaðu ljóð þitt í sand . og þú verður skáld eina dagstund. Og auðvitað heitir næsta kvæði Eyöibýli. Hvað ann- að, sveitin sem var fyrir hálfri öld er ekki lengur til. Lífssagan þar er gleymd öðrum en þeim sem kunna hana í minningu. Eitt kvæðið í þessum kafla heitir aö sjálfsögðu Landslag og því lýkur svo: Veistu að landslag er ekki fiöll og dahr heldur draumur sem eitt sinn bar þig áfrarn svo þú gekkst svifléttum skrefum yfir gráar urðir. Nú minning sem breytir auga þínu í tæra hnd. Og síðan er haldiö áfram að yrkja um skýjamyndir, sæluhús, heiðina, skarðið og ána sem er líka orðin minning sem streymir „og mun halda áfram að bera drauma þína tíl hafs“. En eftir þessa minningaferð minnir skáldið sig á það að þetta eru aht saman bláar hillingar. „Heiðið er blátt, blómið er blátt, vonin er blá. En fjarlægðin vih- ir, á leiðarenda blasir við gijótið grátt“, - og hann hverfur að svo mæltu inn fyrir borgarmúrinn. Þar er engin blá minning í „húsi úr steinsteypu" heldur „það Bókmenntir Andrés Kristjánsson sem þú hefur löngu gleymt". Þar verða yrkisefni eins og deihskipulag, næsta gata, þokumúr, félagsfræði og þjóðhátíð, þar sem „unglingar fara með köllum og fyrirgangi og neita að erfa landið... og gömul hjón halda heim fyrir miðnætti og minnast héraðsmóta í sólskini fyrir norðan“. Og svo þetta hugtæka smáljóð sem heitir Borgarvirki: Utan múranna: naktar konur að lesa rauð blóm í heitu rjóðri. Innan múranna: þöguhr menn með stjarfar hendur og augu brostin. Komdu inn fyrir múrana: í skiptum fyrir rauð blóm færðu svarta grímu. Síðasti ljóðakafhnn heitir Endurskin - eins og áminning um það að efni ljóðanna sé endurskin af reynslu og minningu. Þama eru nokkur vel gerð smá- ljóð, hehsteyptar myndir, fáorðar en skýrar ályktanir, hfsviskubrot og dæmi um endurskinið sem bregður ht á dagana. Síðasta ljóðið í kverinu heitir Endurskin og er um sóhn og mánann, unga stúlku og skáld og lýkur svo: Þú ert sólin og sérð mig ekki. Ég er máninn og þetta ljóð er draumur minn. Þessi ljóðaflokkur er ekki afmarkað svið að efni þeg- ar ahs er gáð en þó eins og jafnarma þríhyrningur sem lokast í samræmdri hehd, og flest ljóðin eru sjálf sama marki brennd, vönduð smíð og rökvísleg og í fáum dráttum skhríkra orða á fogru máh sem leitar einfald- leika en hvorki upphafningar né ofurskrauts. Þetta er fáguð ljóðabók og góðum höfundi samboðin. Ef til vhl besta ljóðabók hans. Erlendur Jónsson: Borgarmur Bókautgáfan Smáragil, Rvik 1989. Andrés Rristjánsson Fjölmiðlar Hverjir vinir þínir eru Olafur Ragnar Grímsson þagnar ekki, þegar hann kemst í vandræði á opinberum vettvangi, heldur skiptir um umr.æðuefni. Nú er hann hættur að tala um erlenda vini sina, þá Alfonsín í Argentínu, de la Madrid í Mexíkó, Gandhí álndlandi og Papandreú í Grikklandi. Ekki er aö furöa. Alfonsín hrökkl- aðist viö illan leik frá völdum í Arg- entfnu hálfu ári áður en kjörtíma- bili hans lauk. Veriö er að sækja Papandreú til saka í Grikklandi fyr- ir mútur og brask í stjórnartið hans. Stjómarandstaöan á indverska þínginu hefur hætt störfum í mót- mælaskyni við gersphlta stjórn Gandhís. Og de la Madrid skhdi við Mexíkó skuldum vafið þrátt fyrir geipilegan olíuauð. Segöu mér, hveijir vinir þínir eru, og þá skal ég segja þér, hver þú ert, hefur stundum heyrst. Margt bendir til, að Olafur og samstarfsmenn hans í ríkissjóm stefni að þvi aö koma hér á svipuðu stjórnarferi og er í löndum þeirra Ólafsvína. Stefán Valgeirsson fær ótal sjóði th úthlut- unar og aðstoðarmann á launum í forsætisráðuneytinu, Borgaraflokk- urinn er keyptur th stuðnings við ríkissfjómina með tveimur ráð- herrastólum, NT og Svart á hvítu fá sérstakar ívilnanir í fjármála- ráðuney tinu, og þannig má lengi telja. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.