Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÖVEMBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Karólína prinsessa í Monakó hefur í æ meira mæli orö fyrir furstafjöl- skyldunni og telja margir að þaö veröi hún sem taki viö af Ranier fööur sínum en ekki Albert prins sem þykir frekar .daufur náungi og hafa lítinn áhuga á málum furstadæmisins. Þaö nýjasta, sem sannar þessa kenningu, er að hún var í forsvari fyrir fjölskylduna og var fjúkandi vond um daginn þegar fjölskyldu hennar var ekki boðiö í kóngaveislu ársins, silfur- brúðkaup Konstantins, fyrrver- andi Grikkjakóngs, og drottning- ar hans, Önnu Maríu. Sagöi Ka- rólína að með því að bjóða þeim ekki væri verið að segja að fjöl- skylda hennar væri annars flokks aðall og hún sætti sig ekki við þaö. Hún bætti við aö fjöl- skylda hennar réði þó yfir landi, nokkuð sem Konstantin gerði ekki. Isabella Rossellini móðgaðist heilmikið um daginn þegar framleiðendur sjónvarps- kvikmyndar, sem á að fjalla um móður hennar, Ingrid Bergman, buðu henni hlutverk hennar. Geysihá peningaupphæð nægði ekki til að freista hennar, enda ekki nema von, því sjónvarps- myndin mun nær eingöngu fjalla um ástalíf kvikmyndastjörnunn- ar þar sem samband hennar og föður Isabellu, Robertos Rossell- ini, er aðalviðfangsefnið. Florence Grifílth-Joyner hlaupastjaman frá ólympíuleik- unum í Seoul er ákveðin í aö ger- ast leikkona. Hún hefur þegar leikiö gestahlutverk í Fyrir- myndarföðurnum. Hún er samt ekki ánægö með tilboðin sem hún hefur fengið frá Hollywood dg telur þau ekki sæma sér. Hún tók því tilboði, sem henni barst frá Japan, um að leika gestahlutverk í vinsælli sjónvarpsseríu þar og fylgir það sögunni að hún fái mun meira fyrir að leika í japanska sjónvarpinu heldur en því banda- ríska. Clint Eastwood virðist hamingjusamur með gömlu kærustunni sinni, Jane Magee. Hér er ungum dreng leiðbeint um hvernig skuli renna sér eftir björg- unarsnúru en 200 metra löng snúra var strengd og fengu þeir sem vildu að renna sér eftir henni. Kynning á starfi hjálpar- sveitar Hjálparsveit skáta í Kópavogi boð- aði til kynningar á starfsemi sinni í tilefni tuttugu ára afmælis sveitar- innar á sunnudaginn. Komu milli 500 og 600 manns til aö læra og fræðast um starfsemi hjálparsveitarinnar. Fór fram"fræðsla og sýning bæði innandyra sem og utan. Meðlimir sveitarinnar sýndu aðferðir við björgun fólks á sjó og landi og kynntu starfsemi sveitarinnar. Þá kom þyrla Landhelgisgæslunnar og sýndi björgunaraðferðir úr sjó og var áhorfendum sýnt hvemig hún kem- ur að sem bestum notum viö björg- unaraðgerðir. Fjöldi fólks kom til að fylgjast með sýningu og fræðslu Hjálparsveitar Kópa- vogs sem meðlimir sveitarinar héldu um síðustu helgi. Meðal annars sýndi þyrla Landhelgisgæslunnar björgun úr sjó. DV-myndir S Clint brosir aftur Clint Eastwood hefur ekki haft margar ástæður til að brosa mikið að undanförnu. Hann hefur staðið í málaferlum viö slúðurblöð ásamt því að vera í heiftúðugum deilum viö fyrrverandi sambýliskonu sína, Söndru Locke, sem ákveðin er í að hafa af honum hvem einasta eyri sem hann á og hefur ekki vandaö honum kveðjumar í fjölmiðlum að undanfömu. Eastwood hefur nú fundið konu til að hugga sig. Sú er ekkert unglamb því um er að ræða gamla vinkonu, Jane Magee, sem hann var frúlofað- ur fyrir tuttugu ámm. í millitíðinni á hann að baki eitt hjónaband og áðumefnt sambýli með Söndm Locke. Jane er einnig fráskilin en hún var gift leikaranum James Brol- in. Meðal gesta við opnun sýningar Veturliða var þessi eldri kona sem þótti vissast að setja upp gleraugun til að skoða myndirnar sem best. Veturliði Gunnarsson fyrir framan nokkur verk sín. DV-myndir KAE SýningVeturliða í Llstasafni ASÍ Hinn þekkti listmálari, Veturliði Gunnarsson, opnaði málverkasýningu á krítarmyndum eftir sig í Listasafni ASÍ á laugardaginn. Sýnir Veturhði þar krítarmyndir sem opna áhorfandanum sýn inn í síkvika veröld þorps og strandar. Myndverk Veturliða em landslagsmyndir þar sem sjórinn er oftast nálægur. Hann hefur haldið margar einkasýningar á löngum listamannsferli og era verk hans víða til í listasöfnum og opinbemm stofn- unum. Þessi skemmtilega mynd var tekin fyrir stuttu þegar hinn þekkti bílasaii, Guðfinnur Halldórsson, varð fertugur. Vinir hans og kunningjar höfðu oröið sér úti um amerískan „dreka“ sem var síðan skreyttur á hinn skemmtileg- asta máta og var meðal annars komið fyrir sæti á toppi bílsins. Þar settist „Guffi" hinn hróöugasti og tók við árnaðaróskum félaga og ættingja. DV-mynd S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.