Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. Fréttir________________________ Helgi Magnússon, fyrrverandi endurskoðandi Hafskips: Færði dómurunum bók sína að gjöf - Hafskips- og Útvegsbankamálið í Sakadómi Helgi Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson i Sakadómi. í dag koma fyrir dóminn fyrrverandi bankastjórar og bankaráðsmenn Útvegsbankans. DV-mynd GVA Helgi Magnússon, ritstjóri Fijálsr- ar verslunar og fyrrverandi endur- skoöandi Hafskips, færði dómurun- um þremur, sem fara meö Hafskips- og Útvegsbankamálið í Sakadómi Reykjavíkur, bók sína um Hafskips- máliö aö gjöf þegar hann mætti fyrir dóminn í gær. Bókin var ekki lögð fram sem gagn í málinu heldur var hún hugsuö sem vinnugagn fyrir dómarana. Páll Amór Pálsson, fulltrúi sak- sóknara, var spuröur hvort hann hefði eitthvað á móti aö dómamir fengju bókina. „Ég tek þetta ekki sem. . . “lengravarðsvarPálsekki. ídómsalnum Sigurjón M. Egiisson Jón Steinar Gunnlaugsson, veij- andi Helga, óskaöi aö leggja fram ný gögn í málinu. Blaðaumfjöllun og umræður í Alþingi um reiknings- skilavenjur. Dómurinn á eftir að taka afstöðu til gagnanna. Helgi sagði aö ákæran á hendur sér væri gjörsamlega út í hött. „Ég tel aö ég hafi unnið mín störf, sem end- urskoðandi Hafskips, með eðlilegum hætti og í samræmi við venjulegar starfsaöferðir endurskoðenda á ít landi. Ég tel að það uppgjör sem hér er til meðferðar sé unnið í samræmi við varúðarsjónarmið og þess vegna sé rangt að efnahagsreikrúngur Haf- skips í þessu uppgjöri hafi verið fegr- aður. Þá vil ég láta kom fram að ég átti engra hagsmuna að gæta hjá Hafskipi. Ég var hlutlaus utanað- komandi ráðgjafi. Aðkeyptur sér- fræðingur utan úr bæ. Ég var ekki fjárhagslega háður eða tengdur fyrir- tækinu. Ég var ekki hluthafi, ekki tengdur stjórnendum fyrirtækisins eða skyldur þeim og ég vann ekki fyrir þá persónulega eða önnur fyrir- tæki á þeirra vegum. Ég hlýt því að spyrja hvers vegna ég hefði átt aö hætta starfi mínu, starfsferli, starfs- réttindum, framtíð og mannorði með því að taka þátt í röngum eöa blekkj- andi vinnubrögðum? Mínir hags- munir gengu í þveröfuga átt,“ sagði Helgi Magnússon meðal annars þeg- ar hann fjáði sig um ákæru á hendur sér í Hafskips- og Útvegsbankamál- inu. Stórgallaðar og villandi „Skýrslur þær sem ákæra á hendur mér byggist á í 1. og 3. kafla ákær- unnar eru að mínu mati stórgallaðar og að mörgu leyti villandi. Þær eru um margt ólíkar enda hefur komið fram við lestur þeirra að skýrsluhöf- undar eru í ýmsum veigamiklum at- riðum ósammála." Þetta sagði Helgi meðal annars um skýrslur þær sem ákæruvaldið hefur stuðst viö í þeim kafla málsins sem lýtur að endur- skoðun. „Ákæran á hendur mér virðist hvíla í aðalatriðum á hugtakinu góðri reikningsskilavenju. Þar virð- ist ákæruvaldið ganga út frá að það hugtak hvíli á traustum grunni hér á landi, en svo er ekki og af því til- efni hafa verið lögð fram ný gögn sem eru sýnishom af þeim ruglanda sem viðgengst um reikningsskil hér á landi.“ Lét Björgólf fá víxla Ámi Ámason, fyrrverandi deildar- sfjóri fjárreiðudeildar Hafskips, stað- festi aö hann hefði látið Björgólf Guðmundsson hafa nokkra víxla vegna óska Björgólfs. í ákærunni segir að Árni hafi látið Björgólf hafa níu víxla, að fiárhæð 1.442.214 krón- ur. Ámi véfegndi ekki að það hefðu yerið sömu víxlar og lýst er í ákæm. Ingi R. Jóhannsson, endurskoðandi Útvegsbankans, kom næstur fyrir dóminn. Hann sagðist vera saklaus af ákæmnni. Hann sagðist hafa á árinu 1982 vakið athygli á því að nokkuö vantaði upp á að tryggingar væm til fyrir öllum lánum sem Haf- skip hafði fengið hjá bankanum. Eins hefði hann kannað tryggingar á ár- inu 1984 og þá komist að því að trygg- ingar voru ekki nægar. Hef ekki þekkingu Axel Krisfiánsson, sem var aðstoö- arbankastjóri, sagði að hann hefði, meðal annars, haft þann starfa að vera tengiliður milli bankans og framkvæmdastjómar Hafskips. Hann sagði aö sér hefði ekki verið cfalið að kanna réttmæti uppgjöra, reikninga og áætlana Hafskips - enda hefði hann ekki bókhaldsþekk- ingu til þeirra starfa. Hann sagðist hafa komið öllum slíkum gögnum til hagdeildar og bankastjómar bank- ans. Axel sagði, varðandi áætlanir um Atlantshafssiglingamar, aö hann hefði alls ekki verið fær um að meta þær enda hlyti að þurfa mann með sérþekkingu til þess. Áxel sagði ákæmna vera ranga og vanhugsaða. -sme Enn eykst atvinnuleysi Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu óx at- xdnnuleysið hér á landi enn í nóv- embermánuði. Þá voru skráðir 47.400 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem skiptast þannig aö 27 þúsund atvinnuleysisdagar vora hjá konum en 20.400 hjá körlum. Þetta svarar til þess að 2.200 manns hafi verið án atvinnu sem er 1,7 prósent af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði. Þetta er fiölgun um 18,5 prósent frá því í oktober. Borið saman við nóvember í fyrra hefur atvinnu- leysið aukist um helming. Á tveimur svæðum minnkaði atvinnuleysi frá því í október, en það var á Suðurnesjum og Aust- fiörðum. Auking varð í öllum öðrum landshlutum, mest á Norðurlandi eystra eða um 2.500 atvinnuleysisdaga. Á fyrstu 11 mánuðum þessa árs hafa verið skráðir 495 þúsund atvinnuley sisdagar sem svarar til þess að 2.100 manns hafi að jafn- aöi verið á atvinnuleysisskrá. Þetta er meiri fiöldi atvinnuleys- isdaga en þekkst hefur síðan farið var að skrá atvinnuleysi hér á landi árið 1975. -S.dór Rotmassi fyrii' sveppi: Hættulaust efni - segir sveppabóndi „Þessi innflutningur á rot- massa var með samþykki Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og jilrdýralæknis. Þetta er hættulaust efiú sem gengið hefur í gegnum gerilsneyöingu og það er alrangt að í þessu sé húsdýra- áburður,“ sagði Pálmi Karlsson, forsfióri Ártúnssveppa, en hann er einn þeirra aðila sem flutt hafa inn rotmassa til sveppagerðar. Pálmi sagði að ílestir sveppa- bændur þyrftu að flytja þetta efni inn og það yrði mikiö áfall fyrir rekstur þeirra ef innflutningur yrði bannaður. Þá sagði hann að þeir yrðu að hækka vöra sina verulega ef bann yrði sett á og auk þess væri erfitt aö fá hálm hér á íslandi. „Þaö væri til skammar ef nýj- ung eins og svepparækt yrði tek- in af lífi með þessum hætti,“ sagði Pálmi. -SMJ Alþýðudómstóll Dagfari hefur alltaf sagt það og seg- ir það enn: Dómstólamir í landinu eru raglaðir. Þeir kunna ekki aö dæma og kunna ekki lögin. Þeir komast alltaf að vitlausri niður- stöðu. Þetta kom skýrt fram í máh Magnúsar Thoroddsen. Sjónvarps- stöðvamar báðar vora svo al- mennilegar að leiða Magnús fram í sjónvarpssal, sem er hinn eini og sanni réttarsalur landsmanna. Það er að vísu ekki á hverjum degi sem sakbomingum er gefinn kostur á því að verja mál sitt frammi fyrir alþjóð eftir að búið er að dæma þá. En það kemur í ljós að þetta þyrfti að gera í hverju máli. Hinir dæmdu hafa rétt á því að verja sinn mál- staö og útskýra þaö fyrir þjóðinni hvað dómstólamir era vitlausir og kunna lítið í lögum. Sjónvarps- stöðvamar eiga að gera þetta að reglu, ef ekki skyldu, að láta menn standa fyrir máli sínu eftir aö búið er að dæma þá. Þetta er gott sjón- varpsefni og þar fæst réttlætið fram, eftir að réttlætið hefur verið fótum troðið hjá þeirri stétt manna sem hefur þaö fyrir atvinnu aö taka ranglætið fram yfir réttlætið. Magnús Thoroddsen hefur verið dómari í þijátíu ár. Loksins núna hefur hann áttað sig á þessu órétt- læti. Það var fyrir einskæra tilvilj- un. Hann var dreginn fyrir dóm og þurfiti að sitja á sakabekk. Þá upp- götvaði þessi margreyndi og glöggi dómari þann sannleika að dómstól- arnir kunna ekkert fyrir sér í lög- um. Þeir komast aö rangri niður- stöðu. Það var kominn tími til að Magnús uppgötvaði þetta og það var mikið lán fyrir hann að vera sviptur dómaraembætti. Nú ætlar hann að snúa sér að málflutningi og reyna að koma vitinu fyrir dóm- stólana. Það var þá loksins kominn tími til. Magnús segir að niðurstaða Hæstaréttar í hans eigin máli hafi verið löglaus moðsuða. Lögmaður hans bætir um betur og segir að Magnús hafi ekki verið dæmdur án dóms og laga heldur með dómi án laga. Þetta era báðir virtir og lögfróðir menn og ættu að vita hvaö þeir segja. Það er miklu nær að taka mark á þeim heldur en Hæsta- rétti sem ekki kann lögin og fer ekki eftir þeim. Það er í rauninni alvarlegur hlutur þegar Magnús Thoroddsen er sviptur embætti og hans gömlu vinir verða að víkja úr dómnum vegna þess að þeir hafa kennt Magnúsi þumalputta- regluna um meint afbrot Magnús- ar. Þá þarf að skipa nýtt fólk í dóm- inn sem skilur ekki þumalputta- reglur og leggur huglægt mat*á réttvísina og siðferðiö í landinu. Þetta setur dómstólakerfið úr skorðum og kippir stoðunum und- an réttarsögunni. Enda er Magnús þeirrar skoðunar að komandi kyn- slóðir munu dæma hann saklausan þótt ólögfróður Hæstiréttur dæmi hann sekan. Magnús vísar máli sínu til alþýðudómstóls framtíöar- innar og segir þann dómstól vera mun réttlátari heldur en þennan varadómstól sem nú sat í Hæsta- rétti. Þetta hefur alltaf verið skoðun Dagfara. Ef menn era dæmdir sek- ir, sem telja sig saklausa, þá eru þeir saklausir, hvað. sem öllum dómum líður. Og þeir sem era dæmdir saklausir en eru sekir eiga líka rétt á því að vísa máli sínu til alþýöudómstólsins í sjónvarpinu, því dómamir era jafnvitlausir, hvort menn era sekir eða saklaus- ir, þegar dómstólarnir kunna ekki lögin, eins og sannast hefur í máli Magnúsar Thoroddsen. Við eigum að leggja niður þetta dómstólakukl og leiða sakbom- inga, ákærða og saklaus fóm- arlömb réttvísinnar í sjónvarpssal til að þau geti staðið fyrir máli sínu og sýnt alþýðu manna fram á sak- leysi sitt. Alþýðudómstóll sjón- varpsins er miklu áhrifameiri. Þar geta hinir seku og dæmdu lýst sín- um málstað og kornið því á fram- færi að þeir ætli sjálfir að gerast málflutningsmenn þegar þeir hafa verið sviptir embættum eftir að hafa verið ofsóttir af kerfinu. Það er kaldhæðnislegt en mátu- legt á réttarkerfið að eini maður- inn, sem sat í Hæstarétti og kann lög, skuli nú hafa verið dæmdur frá embætti. Hann ætlar nú að snúa sér að því að verja aðra fyrir þess- um dómi og þeirri réttvísi sem ger- ir réttlætið að ranglæti. Hann veit þó að minnsta kosti það, sem Dag- fari hefur alltaf vitaö, að Hæstirétt- ur kann ekkert í lögum. Það tók hann þijátíu ár að uppgötva sann- leikann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.