Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. Fréttir Sjávamtvegurinn vill ekki treysta á EB-EFTA vlðræðumar einar: Ottastað veriM „Við teljum aö önnur EFTA-ríki verði fegin að þurfa ekki að karpa um fisk og mál tengd honum og því sé rétt að fjalla um þau mál sér. Við viljum hins vegar gjarnan að það verði farið út í þessar EB-EFTA við- ræður og reynt að ná öllu út úr því sem hægt er en við viljum að það séu öll ráð notuð til þess að ná fram samningum um tollamál og það telj- um við að verði best gert í tvíhliða viðræðum," sagði Halldór Árnason, starfsmaður samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi, þegar hann var spurður um ástæður þess að fulltrúar sjávarútvegsins leggja svo mikla áherslu á tvíhhða viðræð- ekki ur við Evrópubandalagið. Halldór sagði að það væri misskiln- ingur að sjávarútvegurinn krefðist beinna viðræðna strax heldur vilja þeir aö pólitískur jarðvegur fyrir slíkt verði undirbúinn. Þegar EFTA- EB viðræðurnar hefjast, sem flestir gera ráð fyrir, verði sjávarútvegur- inn tekinn út fyrir og um hann fjall- að í tvíhliða viðræðum við EB. Menn í sjávarútvegi telja að önnur EFTA ríki hafi ekkert um sjávarút- veginn að segja og því sé rétt að ís- lendingar ræði þau mál sér - því að á sama hátt muni hinar EFTA-þjóð- imar fjalla um sín sérmál í tvíhliða viðræðum við EB. fiskurinn á dagskrá Forðast mistökin frá 1986 En hvaða rök hefur sjávarútvegur- inn fyrir því að treysta ekki á aðal- viðræðurnar? Timaþátturinn skiptir miklu fyrir sjávarútveginn en þar sjá menn fram á að EB-EFTA viðræðumar taki langan tíma - sem kosti sjávarútveg- inn verulegar upphæðir. Á hverju ári sé borgaður milljarður króna í tolla af fiski en mikil bjartsýni er meöal manna í sjávarútvegi um að þá megi fella niður eftir tvíhhða við- ræður um bókun 6. Sjávarútvegsmenn vitna gjarnan til þess hvernig tókst til 1986 þegar Spánn og Portúgal gengu í EB. Þeir telja að þá hafi hagsmunir íslands verið fyrir borð bornir í þeim viðræð- um sem fóru fram á milli EFTA og EB. íslendingar hafi setið eftir með helmingi hærri tollgreiðslur af fiski en þeir höfðu fyrir en þá var farið að tolla saltfisk um leið og þessi stóru saltfiskkaupendur komu inn í Evr- ópubandalagið. Sjávarútvegsmenn vilja að þeirra mál verði tekin upp framarlega á þeim ferli sem hefst þegar EB og EFTA byrja að ræða saman. Annars óttast þeir að þau verði látin mæta afgangi. -SMJ Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði 1989 Norðurland eystra Sorðwkutd vestra Austurland Vesturlaud Fjöldi gjaldenda Vestjtróir Reykjavík /^~N, 1.232 f 1 Suóurland J O Reykjanes 112 437 Upphæð í krónum Reykjavík 349.065.300 Reykjanes 60.410.770 Vesturland 6.672.030 Vestfirðir 5.246.030 Norðurland vestra 5.567.280 Norðurland eystra 19.604.560 Austurland 4.567.680 Suðurland 13.023.810 Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði: Nær 90 prósent á suðvesturhorninu „Það er ljóst að þessi skattur leggst af langmestum þunga á Reykjavík og Reykjanes. Ef þessi skattur væri umreiknaður til jafnvægis við áætlað meðaltal landsbyggðarinnar, í sam- ræmi við fasteignamat, væri álágn- ingin að minnsta kosti 120 milljónum krónum lægri á þessu svæði,“ sagði Hreggviður Jónsson, þingmaöur Fijálslynda hægriflokksins, en hann fékk nýlega svar frá fjármálaráð- herra við fyrirspurn sinni um það hvemig álagning sérstaks skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sltiptist á milh kjördæma árið 1989. í svarinu kemur í ljós að Reykjavík og Reykjanes standa til samans und- ir rúmlega 88% af skattinnheimt- unni. í ár hafa innheimst 349.065.300 kónur af þessum sérstaka skatti í Reukjavík eða um 75% af skattlagn- inguni. Heildarinnheimta er 464.157.460 krónur. Af 2.224 gjaldendum á landinu öllu koma 1.669 úr Reykjavík og af Reykjanesi. Þessi umræddi skattur var lagður á í fyrsta skipti áriö 1979 og hefur verið lagður á hvert ár síðan. Það hefur verið gert í hvert sinn með sérstökum lögum sem gilda fyrir eitl ár í senn. Er frumvarp _þar um tii umræðu á þingi núna. I fyrra var skatthlutfalhð hækkað verulega og er núna 1,5% af skattstofni. í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir að tekjur vegna þessa tekjustofns verði 500 milljónir króna. -SMJ Tvíhliöa viöræöur við Evrópubandalagið: Þær standa bara ekki til boða - segir Einar Benediktsson sendiherra „Okkur standa tvíhliöa viðræður bara ekki til boða svo að við getum ekki tekið þær upp eftir áramót ef við höfum engan viðræðuaðila. Menn setjast ekki að einhveiju samningaboröi nema það sé mótaðili hinum megin við borðið," sagði Ein- ar Benediktsson, sendiherra í Brussel, þegar hann var spuröur að því hvort tvíhliða viðræður við Evr- ópubandalagi kæmu til greina. Einar sagði að það þyrfti að átta sig á því að það væri aðeins fram- kvæmdastjóm Evrópubandalagsins sem gæti samið fyrir hönd banda- lagsins. Framkvæmdastjómin hefði enga heimild til þess að standa i tví- hliða viðræöum og það væri ljóst að hún tæki það ekki upp hjá sjálfri sér. „Af hálfu framkvæmdastjómar- innar er ekki um neitt annað að ræða en þennan alhliða samning sem unn- ið er að. Við íslendingar höfum haft fríverslunarsamning viö EB frá 1972. Það hggur ljóst fyrir að EB er ekki til viðræðu um að breyta frá honum enda héfur bandalagið ekki umboð til sérstakra viðræöna við ísland,“ sagði Einar. Einar sagði að það lægi ljóst fyrir að framkvæmdastjómin væri ekki til viðtals um frekari ívilnanir nema á móti kæmi aðgangur að fiskimiðum. Það kæmi að sjálfsögðu ekki til greina. -SMJ Þyrla landhelgisgæslunnar birtist hér nýlega, ekki vegna þess að slyshefði orðið heldur til þess að þjálfa nemendur stýrimannaskólans á Dalvík i björg- un úr sjó, frá skipi, úr björgunarbát og við þær aðstæður aðrar sem sjó- menn geta hugsanlega komist i. Þessar æfingar eru orðnar fastur liður í starfsemi skólans og hann er stöðugt að efla stöðu sína innan skólakerfis landsins. DV-mynd Geir A. Guðsteinsson, Dalvík Þjófar á Bíræfnir þjófar fengu lánaðan Mercedes Benz bO til reynsluaksturs á Bílasölunni Start í Skeifunni á fostudaginn. Þegar þeir skiluðu bíln- um skiluðu þeir ekki lyklunum og tóku þá með sér. Um nóttina tóku svo þjófamir bílinn traustataki og stálu stereohljómflutningstækjum úr hon- um. Að því loknu skildu þeir bílinn bflasölu eftir í húsasundi við Einholt. Lögreglan tilkynnti síðan forsvars- mönnum Bílasölunnar um hvar bíh- inn var á laugardagsmorgun. Enginn á bílasölunnu hafði þá saknaö lykl- anna. Bíllinn er að verðmæti um 1,2 miUjónir króna og var hann óskemmdur eftir þjófana. -ÓTT Sandkom Einsogfyrir flest undanfar- injólereitt- iivaðafævisög- um ogævi- sögu-/viölals- . bókumámark- aönuinþarscm menngeraupp viðmennog málefniogafhjúpa sittlítiö afhverju. Það er misfoitan gölt að flá fyrir les- endur hvaö það varðar en eitt og annaö forvitnilegt kemur þó fyrir í skræðum þessum. Athýgli Sand- kornsritara var vakin á því að Ólafur heitinn Jóhannesson fær ekki par fína afgreiöslu í heilum tveimur jóla- bókum sem verður út af fyrir sig aö teljast nokkuð sérstakt. í bók Lúðvíks Jósepssonar um landhelgisstríðiö segir á einum stað: „Það var í raun- inni ótrúlegt að Ólafur Jóhannesson skyldi glutra niður sterkri stöðu okk- ar í landhelgisdeilunni við Breta.“ Og i DV-viðtali í tengslum við útkomu bókarinnar sagðí Lúövík ennfremur um Ólaf aö hann hefði fariö á fund súómarinnar i London, gcfist upp og gertvondan samning. Af óþurftar- Ibókinnium Swri iH'ii- mannsson, sem lndiiði G. skrá- ír,erekkert veriðaðskera viðnöglþegar fjailaðerum menn ogkonur semorðiðhafa ávegiSverris. Og eim fær Ólafur Jóhannesson sneið og Gunnar Thoroddsen heitinn lika. Þannig segir í bókinni: „Og menn héldu áfram aö friðmælast þangað tii Gunnar klauf ílokkinn og gerðist mikill óþurftarmaður í íslenskri póli- tik. Ég hef lengi verið þeirrar skoðun- ar að tveir mestu óþurftarmenn ís- lenskrar pólitíkur fram að árinu 1987 hafi vcrið Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhannesson." Þarhöfum viö það. Skyldí vera einh ver kandidat fyrir síöastliöin tvö ár? Leyndarráð Sverris Höldumokkur aðeinsvið SverriJáður- nefndribók kemurframað Sverrirknm séruppeins konarieyndar- ráðiítíðsinni semmennta- málaráðheiTa. Leyndarráö þetta sat fundi með menntamálaráðhera í Ráðhen-abú- staðnum einu sinni í viku að jafnaði og meðlimir þess hafa haldið áfram að hittast eftir að dagar Sverris í stjórnmálum voru taldir. í leyndar- ráðinusátuGylflÞ. Gíslason, Jó- hannes Norda), Matthías Johannes- sen oglndriði G. Þorsteinsson. Áfram Hafskip HjáEimsltipa- félaginusparka menn bolta regluicgaog UACrci^'ID takaþáttí rlArOrvln firmakeppn- um. Þeir Eimskipsmenn hafa haft prýðilegu fótboltaliði fram að tefla udanfarin ár og þannig er því cinnig farið i ár. Það kostar ailtaf einhvern pening að taka þátt í firrnakeppni í fótboita og þy kir eðlilegt að fyrirtæk- in styrki menn sina til þátttöku. Það mvm Eimskipafelagið alltaf hafa gert - þar til um daginn. Tíðindamaður Sandkorns segir að einn liðsmanna hafifarið venjulega bónleið á skrif- stofuna og vænst þess að fa greiddan kostnað við þátttöku í móti sem fram fór á dögunum. Var honum hins veg- ar neitað um stuðning. Varð úr að liðsmemi greiddu þátttökugjaldið sjálfu-. Einn liðsmanna vann áður hjá Hafskip og var að sjálfsögðu í fót- boltaliði Björgúifs ogRagnars. Hann á búningana frá þeim tima og til að þakkafyrir smðninginnfékkhaim / alla íliðíEimskip til að klæðast gömlu Hafskipstreyjunum. Vakti þetta rauöklasdda lið mikla athygli á mótinu sem fór fram í Mosfellssveit- inni fyrir skemmstu. Umsjón: Haukur L. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.