Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Síða 9
9
fCW’ «••• TrntfírwrifM
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja takast i hendur í lok friðarmessu í San Jose
í Costa Rica í gær. Lengst til vinstri er Jose Azcona, forseti Honduras, þá
Alfredo Cristiani, forseti El Salvador, Oscar Arias, forseti Costa Rica, Vinicio
Cerezo, forseti Guatemala, og Daniel Ortega, forseti Nicaragua.
Símamynd Reuter
Samkomulag
■ augsyn
Forseti Honduras, Jose Azcona,
yfirgaf skyndilega fund forseta fimm
Mið-Ameríkuríkja í San Jose í Costa
Rica í gærkvöldi, augsýnilega eftir
deilur við forseta Nicaragua, Daniel
Ortega. Heimildarmenn segja að leið-
togamir tveir hafi deilt um afvopnun
kontraskæruliða. Azcona sneri síðan
aftur til fundarins og kvaðst þá vera
reiðubúinn að undirrita sainkomu-
lag.
Brottför Azcona varpaði skugga á
leiðtogafundinn því að allir aðilar
voru sammála um að samkomulag
um tillögu um vopnahlé í E1 Salvador
væri ekki langt vmdan og einnig um
vopnahlé milh kontraskæruhða og
sandinista í Nicaragua. Leiðtoga-
fundinum, sem hófst í fyrradag, átti
að ljúka í gærkvöldi en svo virtist
sem honum yrði haldið áfram í dag.
Talsmaður stjómarinnar í Hond-
uras kenndi í gær efnahagsstuðningi
Bandaríkjanna við kontraskæruhða
um að þeir hefðu ekki yfírgefið stöðv-
ar sínar í Honduras þann 5. desemb-
er eins og ákveðið hefði verið. Kvað
hann Azcona forseta myndu biðja
Bandaríkjastjóm um að hætta að
veita kontraskæruhðum fé. Reuter
Útlönd
Bátafólkið sent heim:
Hörð gagnrýni á
bresku stjórnina
Grátandi og hrópandi var bátafólk
frá Víetnam neytt til að fara um borð
í flugvél í Hong Kong og til Hanoi í
nótt. Þar með hófust nauðungar-
flutningar á þeim Víetnömum sem
ekki flokkast sem raunverulegir
flóttamenn í Hong Kong.
Fyrsti hópurinn, níu karlmenn,
sextán konur og tuttugu og sex böm,
var keyrður á vömbílum að alþjóða-
flugvellinum í Hong Kong og fylgd-
ust tvö hundmð lögreglumenn og
öryggisverðir með flutningunum.
Ekki kom til neinna átaka.
Orðrómur komst á kreik um miðj-
an dag í gær að nauðungarflutningar
stæðu fyrir dyrum en yfirvöld neit-
uðu að tjá sig um máhð. Fréttamenn
tóku sér stöðu fyrir utan bygginguna
sem flóttamennimir vom í og sáu
gegnum glugga að ábreiður vora
brotnar saman og lagðar á rúmin.
Ljósin vora heldur ekki slökkt. Þegar
Víetnamamir sáu fréttamenn fyrir
utan gluggana laumuðu þeir pappírs-
spjöldum út um gluggana sem á stóð:
„Við deyjum frekar en að fara aftur
th Víetnam. Við erum allir flótta-
menn en ekki bátafólk.“
Af þeim 57 þúsund víetnömsku
flóttamönnum sem era í Hong Kong
era bara rúmlega 13 þúsund viður-
kenndir flóttamenn, þeir sem komu
áður en reglumar vora hertar síðast-
hðið sumar. Aðstæður þeirra sem
komið hafa síðan verða rannsakaðar
sérstaklega og þeir sem einungis era
taldir hafa verið að flýja fátækt verða
sendir heim. Er jafnvel tahð að það
geti verið tugir þúsunda.
Ákvörðun bresku stjómarinnar og
yfirvalda í Hong Kong um að senda
flóttamennina aftur th Víetnam hef-
ur sætt harðri gagnrýni stjómarand-
stöðunnar í Bretlandi og alþjóðlegra
mannréttindasamtaka. Brugðust
þau einnig harkalega við fréttinni
um nauðimgarflutninga í nótt. Enn
hafa ekki borist viðbrögð frá Banda-
ríkjastjóm en í gær sagði talsmaður
hennar í Hong Kong að Bandaríkin
væra andvíg nauðungarflutningum.
Yflrvöld í Víetnam era sögð hafa
samþykkt flutningana með því skh-
yrði að flóttamennimir yröu ekki
beittir ofbeldi þegar þeir væra
neyddir th að fara.
Rúmlega sex hundrað víetnamskir
flóttamenn hafa farið aftur heim th
Víetnam af fúsum og ftjálsum vftja
frá því í mars síðastliðnum.
Reuter, Ritzau
Myndin af flóttamönnunum var tekin stuttu áður en lögregla kom til að ná í
þá I nótt. Símamynd Reuter
ntQtTAL SYNTHesam TUNtn tu-X701
i|
i 30.5
í yfír tuttugu.ár hafa hljómtækin frá Sansui þjónáð dyggilega
þúsundum Islendinga. Sansui tœkin eru annáluð fyrir einstök
hljónigæði, ótrúlega endingu og glæsilega hönnun.
Sansui fjárfesting tii framtíðar.
15—20% jólaafsláttur.
V*
• SKIPHOLT 7 * SÍMI62 25 55’