Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Utlönd
beinar forsetakosningar 1 Tékkóslóvakíu?
„Havel í kastalann" segir á þessum spjöldum sem bar fyrir augu Tékka í
gær. Kastalinn sem hér um ræðir er forsetahöllin. Sfmamynd Reuter
Tékkneski kommúnistaflokkurinn
hvatti í gær til beinna kosninga um
arftaka Gustavs Husaks forseta. í
dag, á sérstökum fundi þingsins,
verður líklega ákveðið hvort gengið
verður til slíkra kosninga eða hvort
þing skuli kjósa forseta. Verði kosið
á þingi skal það gerast eigi síðar en
á aðfangadag samkvæmt lögum en
samþykki þing að leyfa beinar kosn-
ingar um forseta þýðir það að breyta
þarf stjómarskrá landsins.
Vaclav Havel, leikritaskáld og einn
helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar,
er talinn líklegasttu-.arftaki Husaks.
En möguleiki er þó talinn á að þing,
þar sem kommúnistar halda enn
meirihluta þrátt fyrir minnihluta í
nýrri ríkisstjóm, {ísi gegn Havel og
kjósi annan kommúnista í forseta-
stólinn, t.d. Ladislav Adamec, fyrr-
um forsætisráðherra.
iólagjafir gegn
udiiickiim
Hér eru jólagjafírnar fyrir allar konur sem eru áhugasamar um
frísklegt og gott útlit.
Tvenns konar frábær húðnæring, svo áhrifarík að hún er skráð í Svíþjóð sem
náttúrumeðal.
SuperGlandin húðnæringin er einstaklega góð gjöf fyrir eiginkonur, dætur,
mömmur, ömmur, tengdamömmur, vinkonur, samstarfskonur. . . eða bara allar
konur sem þú veist að vilja líta vel út og viðhalda húðinni á náttúrulegan og
SuperGlandin inniheldur mikið af GLA fjölómettuðu
fitusýrunni (gammalínólsýru) sem er nauðsynleg fyrir
teygjanleika, viðhald og vöxt húðarinnar. Með GLA
fitusýrunni byggir SuperGlandin upp frumuveggina,
eykur blóðstreymi og kemur jafnvægi á fitu og raka í
húðinni. Með því að nota SuperGlandin má laga þurra
og sprungna húð, auk þess að bæta mein eftir of mikla
notkun sápu og hreinsikrems. SuperGlandin er nátt-
úruleg húðnæring og inniheldur aðeins efni sem eru
líkamanum eiginleg, eins og t.d. GLA fitusýruna sem er
SuperGlandin
gj afapakkningar
20% afsláttur
í móðurmjólkinni. SuperGlandin vinnur gegn ótíma-
bærri öldrun húðarinnar vegna skorts á GLA.
SuperGlandin eykur endumýjunarstarfsemi og mót-
stöðuafl húðarinnar gegn útfjólublárri geislun. Su-
perGlandin húðnæringin er notuð sem dagkrem enda
fullnægir hún þörfum flestra kvenna fyrir raka- og
mýkingarkrem yfir daginn. SuperGlandin Intensive
Night Care inniheldur tvöfalt meira af GLA fitusý-
runni og er ætlað sem næturkrem, eða 24 stunda krem
fyrir þá sem eiga við sérstakan húðvanda að stríða.
Utsölustaðir:
Apótek og heilsuverslanir
Kristín innflutningsv., sími 641085
Krefjast sameiningar
þýsku ríkjanna
Krafan um sameiningu þýsku ríkj-
anna veröur æ háværari meðal þátt-
akenda í hinni hefðbundnu mánu-
dagskröfugöngu andófsmanna í
borginni Leipzig, vöggu mótmæla
gegn kommúnistum í Austur-Þýska-
landi. í gær söfnuðust allt að þrjú
hundruð þúsund saman á götum
borga víðs vegar um land. Hrópaði
fólkið slagorð gegn kommúnistum
og krafðist sameiningar Þýskalands.
Sumir reyndu að kveða sameining-
arraddirnar í kútinn en allt kom fyr-
ir ekki. Fréttamenn sem voru í Leipz-
ig sögðu að tveir þriðju fundarmanna
hefðu verið fylgjandi sameiningu.
Eftir tveggja vikna stanslaus mót-
mæli, sem hafa knésett kommúnista-
flokkinn, verða kröfur um samein-
ingu þýsku ríkjanna sífellt háværari.
Þær hafa haft í íör með sér vaxandi
spennu á stjórnmálasviðinu og
munu án efa einnig setja svip sinn á
fyrirhugaðar viðræður Bakers, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og
Kohls, kanslara V-Þýskalands, sem
fara fram síðar í dag. Kohl kom
mörgum bandamönnum sínum, sem
og stjómvöldum í Moskvu, á óvart í
síðasta mánuði þegar hann lagði
fram tillögur er miða að sameiningu
þýsku ríkjanna. En margir kröfu-
manna í gær voru ekki í neinum
vafa og kröfðust sameiningar.
í gær komu sendiherrar banda-
manna úr síðari heimsstýrjöldinni,
Bandaríkjanna, Frakklands, Bret-
lands og Sovétmanna, saman í A-
Berlín í fyrsta sinn í átján ár til að
ræöa framtíð borgarinnar. Lítt er
vitað um niðurstööur fundarins en í
yfirlýsingu að honum loknum segir
að mennirnir hafi rætt framtíð borg-
arinnar á grundvelli hugmynda fyrr-
um Bandaríkjaforseta, Reagans, frá
árinu 1987. Þar er gert ráð fyrir að
Berlín verði alþjóðaleg vegamót.
^ Umrót í Búlgaríu
í Búlgaríu gerast tíðindi ekki síður
en í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýska-
landi. Þar hefur leiðtogi kommúnista
Mladenov, heitið frjálsum kosning-
um, viðræðum við andófsmenn og
að alræði flokksins verði afnumið.
Viðræðurnar eiga að hefjast tafar-
laust, að sögn talsmanns flokksins.
í A-Evrópu standa nú eftir tvö lönd
sem umbótabylgjan virðist engin
áhrif hafa á, AJbanía og Rúmenía.
Reuter
Heimsækja Vín
Trygcjvi M. Baldviusson, DV, Vín;
Það verður ekki annað sagt en að
Tékkar hafi notfært sér ferðafrelsið
sem þeir hafa fengið. Tugir þúsunda
Tékka hafa nú komið til Austurríkis
,og komu langflestir þeirra hingað til
Vínar. Það hefur því verið þröng á
þingi á helstu verslunargötum borg-
arinnar, einkum í kringum raftækja-
og matvælaverslanir. Ekki voru þó
innkaup Tékkanna mikil því þeir
máttu aðeins hafa með sér sem sam-
svaraði um fimmtán hundruð ís-
lenskum krónum. Helst voru það
appelsínur, bananar og aðrir fram-
andi ávextir sem seldust og eflaust
hafa margir smakkað þessa ávexti
nú í fyrsta sinn.
Vínarborg bauð þessa nágranna-
þjóð sína velkomna með því að bjóða
ókeypis aðgang að söfnum og öðrum
opinberum stofnunum, þar á meðal
óperunni. Og til að koma til móts við
hina miklu umferð var opnuð ný
landamærastöð sem Tékkar og Aust-
uiríkismenn einir mega nota.
í gær hófu Tékkar aö rífa jámtjald-
ið sem þeir höfðu reist við austur-
rísku landamærin.
Vaxandi ólga
í A-Evrópu