Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Page 11
iHRaiRA
Blse-Maric Nohr Erik Nerlöe
KU.OBЮ SVIKAVEFUR
SKUGGSJA
-ÖfUGQs^U
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Utlönd
Sovéskir kommúnistar
Afvopnun á höfimum:
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST. Theresa Charles.
Annabella hafði verið yfir sig ástfangin af Davíð, og var niðurbrotin, þegar
hann fór skyndilega til Ástralíu. En hún var viss um að hann myndi snúa
aftur til hennar, þó aðrir væru ekki á sama máli.
LYKILORÐIÐ. Else-Marie Nohr.
Hugo liein bíður ásamt lítilli dótturdóttur sinni eftir móður litlu telpunnar.
En hún kemur ekki. Skelfingu lostinn sér gamli maðurinn að dóttur hans
er rænt. Litla telpan stendur einmana og yfirgefin. Mamma er horfin.
ALJÐIJG OG ÓERJÁLS. Barbara Cartland.
Til að bjarga föður sínum frá skuldafangeisi giftist Crisa Silas P. Vander-
hault. Nokkru síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af ríkustu mönnum í
Ameríku. En nú er hún eins og fangi í gylltu búri.
SVIKAVEFUR. Erik Nerlöe.
Hún hefur að því er virðist allt, sem hugurinn girnist. Elún hefur enga
ástæðu til að stela, en samt er það einmitt það sem hún gerir. Eða hvað?
Er einhver að reyna að koma rangri sök yfir á hana?
Forysta Islands
biðla til kjósenda
vekur athygli
- Sovétforseti vill bann á skammdræg vopn á herskipum
Mikhail S. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna (til vinstri), lagði til á fundi sín-
um með George Bush Bandarikjaforseta (til hægri) i byrjun mánaðarins
að stórveldin samþykktu bann á skammdræg kjarnorkuvopn um borö í
herskipum. Simamynd Reuter
Tribune var nýlega fjallað um víg-
búnað stbrveldanna á höfunum og
nýjar tiliögur Sovétmanna þar að
lútandi. Var í blaöinu skýrt frá for-
ystu íslendinga er varðar kröfur um
að stórveldin setjist að samninga-
borðinu um afvopnun eða hömlur á
kjarnorkuvígbúnað á höfunum.
Umfjöllun blaðsins kemur í kjölfar
nýafstaðins leiðtogafundar stórveld-
anna en hann var haldinn í byrjun
þessa mánaðar. Þar lagði Gorbatsjov
Sovétforseti til, að því er háttsettir
bandarískir embættismenn hafa
skýrt frá, að Sovétríkin og Bandarík-
in samþykki bann á öll skammdræg
kjarnorkuvopn um borð í herskip-
um. Tilboð forsetans myndi ná til
þúsunda kjarnorkuvopna beggja
stórvelda.
Að sögn heimildarmanna hafnaði
Bush umræðum um tillögur Sovét-
forsetans á fundinum. En þrátt fyrir
að hann hafi vísað þessu á bug er
ljóst að hann er undir sívaxandi
þrýstingi frá sumum aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins, þ.á m. ís-
landi, að láta af andstöðu sinni við
að afvopnunarviðræður stórveld-
anna nái einnig til vígbúnaðar á höf-
unum.
Bretland og Frakkland styðja þá
afstöðu Bandaríkjanna að vígbúnað-
ur á höfunum sé Vesturlöndum
nauðsynlegur til að tryggja stöðug-
leika á meðan vopnum á landi er
fækkað. En önnur smærri aðildar-
ríki Nato, s.s. ísland, Noregur, Dan-
mörk og Kanada, hafa hvatt til
sveigjanlegri afstöðu af hendi banda-
lagsins og segja aö það ætti að und-
irbúa sig undir viðræður um fækkun
eða hömlur á vígbúnað á höfunum.
Island hefur verið í forystu fyrir
þessum þjóöum, segir í grein blaðs-
ins, og hafa fulltrúar þess formlega
farið fram á að Nato undirbúi tillögur
um fækkun vígbúnaðar á höfunum,
þar á meðal fækkun kjarnorkukaf-
báta. _Og þó Danir, Norðmenn og
Kanadamenn hafi ekki kynnt form-
legar tillögur á sömu nótum leggja
þeir einnig aö bandalagsríkjunum að
vígbúnaður á höfunum verði hluti
afvopnunarviðræðna stórveldanna.
Bandaríkjamenn hafa áður lýst sig
andvíga tillögum Sovétmanna um
hömlur á vígbúnað á höfunum. En
Paul H. Nitze, fyrrum samningamað-
ur Bandaríkjaforseta, telur að hið
nýja tilboð Sovétríkjanna sé mjög
jákvætt. Segir hann að í raun sé eng-
inn tilgangur með skammdrægum
vopnum um borð í herskipum. Við
værum betur stödd án þeirra, segir
Nitze, því meiri líkur eru á að sjóher
Bandaríkjanna beri sigur úr býtum
í hernaðarátökum þar sem kjarn-
orkuvopnum yrði ekki beitt.
William Arkin, sérfræðingur í
kjarnorkuvígbúnaði, telur að Banda-
ríkin og Sovétríkin hafi milh 3.000
og 3.500 kjamaodda á 395 herskipum.
En, sagði hann í samtali við blaða-
mann greinarinnar, margir hta svo
á að kjamorkuvopn á höfunum séu
ónauðsynleg. Á síðustu fjórtán mán-
uðum hefur Bandaríkjaher lagt
hundruð kjamorkubúinna djúp-
sprengja, sem em ætlaðar til nota í
kafbátahernaði, sem og kjarnorku-
búinna loftvarnaflugskeyta, að því
er Arkin segir. Bandaríski sjóherinn
hvorki neitar né viðurkennir að um
borð í herskipum hans séu kjarn-
orkuvopn.
International Herald Tribune
Sovéskir ráðamenn, sem standa
nú frammi fyrir vaxandi óánægju
almennings í landinu með hríðfall-
andi lífskjör og versnandi efnahag,
hafa lagt að sovéskum kjósendum
að sýna stuðning sinn við komm-
únistaflokkinn í bæjar- og sveita-
stjómarkosningum víða um land á
næstu vikum og mánuðum. í gær
tóku flokksfélagar á sig sökina fyr-
ir hvemig komið er fyrir efnahag
þjóðarinnar og í yfirlýsingu mið-
stjómar flokksins var ástandið sagt
alvarlegt.
Yfirlýsingin, þar sem biðlað var
til kjósenda í fyrirhuguðum kosn-
ingum, kom sama dag og tíu daga
fundur löggjafarþings hófst. Á
þeim fundi mun efnahagshfið og
tillögur til úrbótar - hvernig rétta
megi við fjárlagahalla og binda
enda á hinn þráláta vöraskort -
verða efst á baugi. En á fundinum
munu fulltrúarnir án efa einnig
ræða um ástand mála í mörgum
bandalagsríkjum Sovétríkjanna en
í mörgum þeirra hefur forystuhlut-
verk kommúnistaflokksins verið
lagt af.
Á fundi miðstjómar flokksins í
gær kom fram gagnrýni á umbóta-
stefnu Gorbatsjovs forseta. Á fund-
inum sökuðu íhaldsmenn forset-
ann um að yfirgefa sósíahsmann
með umbótum sínum og deildu
miðstjómarmenn ákaft. Að sögn
heimildarmanna bauðst forsetinn
til að víkja úr embætti en ritstjóri
málgagns kommúnistaflokksins,
Prövdu, vísað síðar öhum slíkum
fréttum á bug. Að sögn heinúldar-
manna varð ekkert úr afsögninni
þar sem flestir þeir sem á fundinum
voru lýstu yfir stuðningi við Gor-
batsjov. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem forsetinn er sagður hafa boðist
tíl að víkja úr embætti, að sögn
fréttaskýrenda.
Yfirlýsing miöstjórnarinnar frá í
gær kom á svipuðum tíma og fyrstu
tölur bárast um niðurstöður sveit-
arstjórnarkosninga sem fram fóra
um helgina í tveimur Eystrasalts-
ríkjunum. Niðurstöður Uggja ekki
fyrir en líkur benda tíl að róttækir
hópar aðskilnaðarsinna í Lettlandi
Ritstjóri málgagns sovéska komm-
únistaflokksins, Prövdu, Ivan
Frolov, neitaði í gær fregnum um
að Gorbatsjov forseti hefði boðist
til að segja af sér.
Simamynd Reuter
og Eistlandi muni bera sigur úr
býtum. Fyrstu niðurstöður, birtar
í gærkvöldi, sýndu að hreyfmg
umbótasinna hefði þegar unnið átj-
án sæti af áttatíu í borgarstjórn
TalUn, höfuðborgar lýðveldisins. í
Lettlandi benda líkur tíl að Þjóð-
fylkingin - sem m.a. krefst sjálf-
stæðis frá Moskvu - hljóti sextíu
prósent atkvæða.
Endanlegar niðurstöður hggja
ekki fyrir enn sem komið er.
Fréttaskýrendur telja kosningar
þessar mælikvarða á afstöðu íbúa
lýðveldanna tveggja tU Moskvu og
krafna um aukiö sjálfsforræði. En
þeir lögöu áherslu á í gær að þó svo
virtist sem umbóta- og aðskUnaðar-
sinnar hafi forystuna í kosningun-
um enn sem komið er þurfi það
ekki endUega að þýða ósigur fyrir
kommúnista. Klofningur er í flokk-
unum í lýðveldunum og afstaðan
til Moskvu misjöfn. Benda þeir
einnig á t.d. að margir frambjóð-
enda í Þjóðarfylkingunni í Lett-
landi séu einnig félagar í komm-
únistaflokki lýðveldisins.
Reuter
ENGINN SÁ ÞAÐ GERAST. Eva Steen.
Hún erdaufdumb. Hún héfur búið hjá eldri systursinni, frá því aðforeldrar
þeirra fórust í bílslysi. Systirin hefur haldið vandlega leyndu fyrir yngri
systur sinni leyndarmálinu, sem foreldrar þeirra tóku með sér í gröfina.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEMS SF