Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Rússneskur vetur Veturinn verður Gorbatsjov erfiður í Rússlandi. Opn- un atvinnulífsins hefur ekki bætt kjör almennings í kjarnalandi Sovétríkjanna. íhaldssamir andstæðingar hans munu eiga auðvelt með að kenna honum og stefnu hans um ýmislegt, sem aflaga mun fara í vetur. í Leningrad stóð flokkurinn fyrir fjölmennum fundi, þar sem hver flokksleiðtoginn á fætur öðrum réðst á stefnu Gorbatsjovs við góðar undirtektir fundarmanna. Einkum beindu þeir geiri sínum að glæpamönnum og millum, sem þeir sögðu stefnu hans búa til. Komið hefur í ljós, að meðal verkafólks í Rússlandi ríkir mikil öfund í garð hinna nýju samvinnufélaga og allra þeirra, sem hafa grætt á þátttöku í þeim. Margir Rússar eru svo rótgrónir í að vera á lágu kaupi í tryggri vinnu hjá ríkinu, að þeir óttast aflar breytingar. Þetta er ekkert óeðlilegt. Á íslandi er líka mikið um fólk, sem lítur á viðskipti sem eins konar klám, á vexti sem eins konar okur, á gróða sem eins konar glæp. Við þurfum ekki að vera hissa, þótt margir Rússar taki lág ríkislaun fram yfir óvissu og harðneskju markaðarins. Ástandið er ekki svona óhagstætt annars staðar í Austur-Evrópu, þar sem miðstýring og ríkisdýrkun á sér styttri feril. Álmenningur í flestum löndum Austur- Evrópu er að stórum hluta mjög fylgjandi vestrænum markaðsbúskap og áhættunni; sem honum fylgir. c Sama er að segja um Eystrasaltslönd Sovétríkjanna. Búast má við, að þar rísi fjölflokkakerfi á næstu mánuð- um á svipaðan hátt og hefur verið að rísa í hinum sjálf- stæðu ríkjum Austur-Evrópu og að samhflða því rísi kerfi markaðsbúskapar að vestrænni fyrirmynd. Fjölflokkakerfi og markaðsbúskapur pru óaðskiljan- legir þættir í vefi valddreifingar. Stjórnmálavald dreifist frá einum flokki til margra flokka, sem skiptast á um völd. Fjölmiðlavald og efnahagsvald slítur sig laust frá stjórnmálavaldi og dreifist út á markaðinn. Svo virðist sem Gorbatsjov átti sig ekki á ýmsum lögmálum markaðsbúskapar. Hann minnir að því leyti á Steingrím Hermannsson og fleiri íslenzka stjórn- málamenn, að hann telur, að markaði beri að setja mjög þröngar skorður undir stjórn manna úr ráðuneytunum. Við búum við sovézkt hagkerfi í landbúnaði og Hall- dór Ásgrímsson hefur verið að reyna að byggja upp svipað skömmtunarkerfi í sjávarútvegi. Um allt land eru ráðamenn fyrirtækja að komast á þá skoðun, að bezt sé að forðast gjaldþrot með því að halla sér að ríkinu. Undan þessu er Austur-Evrópa að losa sig. Þar vilja menn gera atvinnulífið virkt á nýjan leik, með þvi að neita forstjórum um stuðning úr sjóðum hins opinbera og aðra fyrirgreiðslu ríkisins. Þetta er það, sem kann að takast í frjálsu ríkjunum og Eystrasaltslöndunum. Ósennilegt er hins vegar, að það takist í Rússlandi. Þar hefur fólk ekki þekkt annað en miðstýringu og ríkis- dýrkun í þrjár kynslóðir. Gorbatsjov er því að reyna að koma upp í staðinn eins konar haltu-mér-slepptu-mér stefnu, perestroiku eða miðstýrðum markaðsbúskap. Stefna Framsóknarflokksins í efnahagsmálum mun ekki verða Gorbatsjov til framdráttar. Hann mun finna fyrir, að markaðsbúskapur virkar ekki, nema að mið- stýringunni á honum sé slegið út. En hann skilur þetta ekki frekar en íslenzkir stjómmálamenn og kjósendur. Gorbatsjov veit, að hann stendur og fellur með, hvort málamiðlunin færir Rússum brauð. En hann veit ekki, að stefnan er grautur, sem nú er gjaldþrota á íslandi. EFTA/EB-viðræðumar: Ef nahagsbandalagið öðr- um þræði haftabandalag Fríverslunarkenningin er komin allmikiö til ára sinna. Veruleikinn um framkvæmd hennar einkennist líka af bugðum og beygjum frá ýmsum þáttum hennar. Undir- stöðuatriði hennar setti skoski heimspekiprófessorinn . Adam Smith fram í tímamótabók sinni, Auðlegð þjóðanna, árið 1776. Þá sagöi hann m.a. „Það er og hlýtur alltaf að vera svo í hverju landi að það sé hagkvæmt fyrir meginþorra þjóðarinnar að kaupa hvaðeina sem hún þarfnast af þeim sem selja þaö ódýrast." Ýmsir fylgjendur Adams Smith, fyrst einkum þeir David Ricardo og John Stuart Mill, en síðar ýmsir síðari tima hagfræöingar, bættu svo viö fríverslunarkenninguna en í örstuttu máli og með mikilli ein- földun má selja grófustu útlínur hennar fram á þennan hátt: Hagkvæmast er fyrir þjóðimar að beita verkaskiptingu og sér- greiningu við framleiðsluna. Við það fæst meira vöruframboð með minni tilkostnaði. Það skilar líka auknum ábata að þjóðimar sér- greini framleiðslu sína og einbeiti vinnuafli, fjármagni og hugviti að framleiðslu þeirra hráefna og þeirrar vöru sem landsgæði, þekk- ing og erföavenjur gera ábatasam- ast að framleiða á hverjum stað. Ábatasamast er svo fyrir alla að þjóðimar skipti á hinum sér- greindu framleiðsluvörum sínum í frjálsri óg óhindraðri milliríkja- verslun þar sem hvorki vemdar- tollar né innlend styrkjapóhtík við atvinnustarfsemina hindri að frjáls samkeppni njóti sín. Með þessu móti nýtur kaupandinn á markað- inum og neytandinn hins hagstæð- asta verðg sem samkeppnin getur skapað. Þannig verður auðlegð þjóðanna mest, framleiðslan mest, verðið lægst, hagsældin almenn- ust, enda reiknaö með fljótandi gengi sem lagi sig eftir framboði og eftirspum og frjálsum og óhindruðum gjaldeyrisviðskiptum. Spuming er hvort þessi kenning hefur í raun nokkurs staðar og nokkum tíma verið útfærð sem hagfræðilegur veruleiki í fram- kvæmd? Sennilega hefur Bretland Viktoríutímabilsins og Bandaríkin fyrri áratuga þessarar aldar komist næst því að upplifa fríverslunar- kenninguna sem efnahagslegan veruleika. Tilhneigingin til að hlaða upp tollmúrum á erfiöleika- tímum með vemdartollum og/eða styrkja eigin framleiöslugreinar í sama tilgangi hefur löngum og viða skotið upp kollinum. Auk þess hafa á þessari öld orðið til heil lokuð ríkisforsjárkerfi sósíáhsmans sem andhverfa fríverslunarkenningar- innar. Fríverslunarhugmyndir dr. Erhards í fríverslunarkenningunni er þó lífseigur neisti sem aldrei hefur með öhu kulnað út. Ég minnist þess t.d. að ég átti þess kost sem ungur staðgengill dr. Helga P. Briem, sendiherra í Bonn, að sitja hádegisveröarfund erlendra við- skiptafulltrúa á Hótel Königshof í Bonn í júh 1956. Gestur fundarins og fyrirlesari var prófessor Ludwig Erhard sem var efnahagsráðherra Sambandslýðveldisins Þýskalands á ámnum 1949-1963 og kanslari 1963-1966. Hann var bæði sem hag- fræðiprófessor, efnahagsráðherra Adenauerstjómarinnar og stjórn- málaforingi eftir Adenauer einn helsti talsmaður fríverslunarkenn- ingarinnar og markaðsbúskapar- ins við efnahagslega endurreisn Þýskalands og er tahnn vera einn helsti höfundur og framkvæmda- aðili „efnahagsundurs þýska- lands“ við enduruppbyggingu þess eftir stríð. í þessum hádegisverðarfyrir- lestri sagði dr. Erhard m.a. að stærsta efnahagsviðfangsefnið, sem Evrópuríkin þyrftu að glíma KjaUarinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra við, væri að koma á algjörlega frjálsum viðskiptum þeirra á milh og fijálsum samræmdum skiptan- legum gjaldmiðh með fljótandi gengi. Kjami máls hans var í raun sá að gamla fríverslunarkenningin gæti bjargað efnahag V-Evrópu- ríkjanna. Samræma þyrfti laun og verðlag í Evrópulöndunum, skapa þar frjálsan markað með vöruvið- skipti, frjálst samræmt gengi sem lyti lögmálum framboðs og eftir- spumar. Á þessum gmndvelli gæti V^Evrópa vænst vararlegra efna- hagslegra framfara. Efnahagsbandalagið Greinilegt er að hugsunin í erindi dr. Erhards var mjög í anda þeirra hugmynda sem Rómarsamningur- inn frá 1957 byggðist á og varð grundvöllur að stofnun Efnahags- bandalags Evrópu 1958. Samkvæmt Rómarsamningnum frá 25. mars 1957 skyldu aöildarrík- in stofna „sameiginlegan markað" og á grundvelli hans voru bæði Efnahagsbandalag Evrópu og Euratom, Kjarnorkubandalag Evr- ópu, stofnuð 1. janúar 1958. Sam- hliða var samið um að helstu stofn- anir bandalagsins, þ.e. ráðherra- nefndin, framkvæmdaráð embætt- ismanna, Evrópuþingið og Evrópu- dómstólhnn, skyldu vera sameigin- legar fyrir bæði bandalögin, svo og Kola- og stálbandalag Evrópu sem stofnað hafði verið 1951. Það er villandi einföldun að tala um Efnahagsbandalagið sem að- eins tollabandalag eins og ýmsir hérlendir menn hafa gert í seinni tíð. í aðfararorðum Rómarsamn- ingsins er greinilega tekið fram að þetta séu pólitísk samtök sem stefni að póhtískri sameiningu Evrópu, eða, eins og segir orðrétt í aðfarar- orðunum eru samningsaðilar „ákveðnir í að stofna grundvöll að stöðugt nánari sameiningu þjóða Evrópu". Hitt er svo rétt að kjarni samn- ingsins og fyrsta viöfangsefni bandalagsins var að koma á sam- eiginlegum vörumarkaði aðhdar- ríkjanna með iðnvörur, fríverslun og tollabandalagi þeirra í viðskipt- um sín á milli. Jafnframt tóku þau upp sameiginlega viðskiptastefnu út á við, reistu sér sameiginlega tollmúra gagnvart öðrum, settu sér sameiginlega vemdar- og styrkja- stefnu í landbúnaði og sjávarút- vegi. Af þessu má sjá að Efnahags- bandalagið framkvæmir aðeins að hluta hina klassísku fríverslunar- stefnu. Að verulegu leyti hindrar það framkvæmd fríverslunar. Frí- verslun þess hefur fyrst og fremst náð til takmarkaðs vörusviðs, iðn- vöra. Settar voru viðskiptahömlur með sameiginlegum tollmúrum til þess að skerða samkeppnisstöðu utanbandalagsríkja. Rekin hefur verið styrkjapólitík til þess að bæta stöðu landbúnaðar og sjávarútvegs í aðildarríkjunum. Aht er þetta andstætt fríverslunar- kenningunni. Hefur Ástraha, Nýja-Sjáland og Bandaríkin aftur og aftur mótmælt hafta- og styrkja- póhtík bandalagsins innan Gatt. Stofnaðilarnir 6, þ.e. Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lux- emburg og Sambandslýðveldiö Þýskaland, settu sér einnig þaö markmið að koma á frjálsum í]ár- magnsflutningum á bandalags- svæðinu, óhindruðum atvinnu- og búseturétti, þ.e. einum vinnumark- aði, frjálsum þjónustuviðskiptum, auk fríverslunar með iðnvörur. Nú hefur verið ákveðið að Bandalagið taki öll þessi markmið að fullu til framkvæmda árið 1992. Hinn sameiginlegi markaður bandalagsins tekur nú til 320 millj- ón manna og 12 ríkja því Bretar, Danir og írar gerðust aðilar 1973, Grikkir 1981, Spánverjar og Port- úgahr 1986. Fríverslunarsamtök Evrópu: EFTA Stofnun Efnahagsbandalags Evr- ópu 1958 setti þau Vestur-Evrópu-. ríki, sem utan við stóðu, í nokkum vanda. Fyrst og fremst óttuðust þau neikvæð áhrif hins sameigin- lega tollamúrs bandalagsins á mik- il viðskipti þeirra við aðildarríkin. Auk þess óttuðust þau varanlegan klofning V-Evrópu og veikari stöðu þeirrar heildar sem Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu (OEEC) vildi stuðla að. Önnur Evrópuríki með Breta í forustu fóru því á árinu 1957 að tala fyrir hugmyndinni um Fríverslunarsvæði Evrópu. Innan þess skyldu allir tollar og höft í viðskiptum með iðnvöru afnumin í innbyrðis viðskiptum en sjálf gætu ríkin ráðið eigin efnahags- og viðskiptastefnu að öðru leyti, svo og tollum gagnvart öðrum ríkjum. Var Efnahagsbandalagsríkjunum boðið upp á samning um þannig fríverslunarsvæði í Evrópu. Efna- hagsbandalagsríkin höfnuðu þess- um hugmyndum algjörlega og samningaviðræður fóru út um þúf- ur í árslok 1958. Sjö Evrópuríki, sem stóðu utan við Efnahagsbandalagið, þ.e. Aust- urríki, Bretland, Danmörk, Noreg- ur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð, ræddu máhn á fundi í Genf 1958 og í Ósló 1959 með þeim árangri að ákveðið var að stofna Fríverslun- arsamtök Evrópu með Stokk- hólmssamningnum 4. janúar 1960. Hann tók gildi 3. maí 1960 eftir að öll aðildarríkin höfðu afhent sænsku ríkisstjórninni fullgilding- arskjöl sín. Finnland varö aukaðili 1961 og fullgildur aðfli 1986, ísland fullgildur aðili 1970, en Bretland og Danmörk sömdu um aðild að Efna- hagsbandalaginu og gengu úr Efta 1973, Portúgal 1986. Eftir eru þá í dag 6 ríki: Austurríki, Finnland, ísland, Noregur, Sviss og Svíþjóð en sameiginlegt markaössvæði þeirra telur 32 milljónir íbúa. Tilefni Efta/EB-viðræðnanna núna eru einmitt ákvarðanir EB um að taka öll ákvæði Rómarsamn- ingsins að fuhu til framkvæmda árið 1992 og boð EB til Efta um samninga um nánari tengsl frá og með þeim tíma, svo sem við mun- um skoða í annarri grein. Hannes Jónsson „Það er villandi einfoldun að tala um Efnahagsbandalagið sem aðeins tolla- bandalag eins og ýmsir hérlendir menn hafa gert í seinni tíð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.