Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Page 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
Menning
Margra hæða sögur
Þetta er fjórða smásagnasaín Svövu en hið
fyrsta birtist 1965. Auk þess hefur hún sent
frá sér tvær skáldsögur og sex leikrit. í þessu
safni eru sex smásögur og hefur ein þeirra
(Endurkoman) birst áður, í smásagnasafni
Ustahátíðar 1986.
í hverri sögu er ein persóna í miðpunkti,
þannig að fylgst er með hugsunmn hennar,
stundum segir hún söguna. Flestar sögumar
eru einkum hugleiðingar miðaldra kvenna
um ýmislegt sem fyrir hefur borið. Ein sagan
er þó hugleiðingar gamals manns, þegar
uppkomin böm hans em komin til að flytja
móður sína á elliheimili.
Bókin ber nafn af fyrstu sögunni sem ger-
ist á sumarbústaðarlandi roskinni hjóna.
Sonur og tengdadóttir em í heimsókn með
lítið bam sitt, þama er rætt um margra alda
gróðureyðingu á staðnum og skógrækt eldri
hjónanna. Sagan leggur saman myndir af
viðkvæmu ungviði af ýmsu tagi, tijám, fugls-
ungum, bömum, andspænis eyðingaröflum
elli og uppblásturs. Sagan er sögð frá sjónar-
miði eldri konunnar. Önnur saga er bemsku-
minningar fullorðinnar konu, um búferla-
flutninga í Ameríku og skrítið atvik í Bret-
landi á stríðsárunum. Þar skynjar bamið
vanmátt sinn og gamallar íslenskrar konu í
því að hvorag nær valdi á málinu. Minning
um tæmdan nautsskrokk tengir þetta við
þriðja umkomuleysingjann, sem hefur þó
vald á málinu og lítur glæsilega út, það er
klæðskiptingur. Um báðar þessar sögur gild-
ir að of lítið tengir einstök atriði þeirra, þær
em gisnar, þar sem aðrar sögur hér em þétt-
ar. Mér fmnst auk þess há síðamefndu sög-
unni verulega að hún er sögð frá sjónarmiði
smástelpu, en málfar hennar er fullorðins-
legt, jafnvel ritmál, t.d.: „Raðir af innrömm-
uðum mannamyndum stóðu uppi á kommóð-
unni en hún var svo há að ógjömingur var
fyrir telpuna að skoða myndimar að gagni
úr sæti sínu. Því síður sá hún inní skúffum-
ar.“ Það bætir ekki úr þessu ambagan að
kalla skúffumar misbreiðar þegar greinilega
er átt við að þær séu misdjúpar. Málfar er
miklu áhrifaríkara í síðustu sögunni, þar
sem telpa notar talmál, en færist yfir í hefð-
bundið ritmál þegar hún fer að segja htla
bróður sínum þjóðsögur (bls. 103).
En ailar em sögumar á fleiri en einni
hæð, ef svo má að orði komast, það er mikið
um vísanir í foma atburði og sagnir. Útskúf-
un og samkennd er áleitið efni í bókinni.
Álfasaga
Síðasta sagan finnst mér einna athyglis-
verðust. Þar fléttast saman ýmsar sögur.
Annars vegar era álfasögur, sem fylgja ætt
aðalpersóna. Ættfaðir þeirra hafði verið
tældur inn í álfarann af áifkonu, en á síðustu
stundu hafnaði hann ástum hennar. Fyrir
slíkt hefna álfkonur ævinlega með því aö
Svava Jakobsdóttir.
leggja á menn auðnuleysi, eins og alkunna
er. Síðan bera ýmsir karlmenn ættarinnar
fæðingarblett á enni. Þessi álfasaga er svo
endurtekin í nútímanum; maður heldur við
konu vinar síns, hefur loks sagt skilið við
hana, en vitjar hennar í síðasta sinn í sumar-
bústað sem er einangraður í heiðinni. Þar
hittir hann fyrir mann hennar og þeir fara
saman glæfraferð. Okkur er sagt að þeir séu
mjög samrýndir, enda þótt öðrum verði allt
að gulli en ekkert festist við hinn. Þetta leið-
ir hugann að sögunni um Kaen og Abel,
ásamt blettinum á enni, enda er oft vikið að
þeirri sögn beinlínis og sagt að í henni skipt-
i bróðurmorðið ekki mestu máli, heldur upp-
haf sögunnar, að fóm var hafnað. Og þetta
tengist álfasögninni, sem sögð er vera tilraun
ættarinnar til að skýra auðnuleysi sitt.
Enn flækist málið við það að öll sagan er
frásögn eldri systur mannsins sem fór í bú-
staðinn, hún lýsir líka-því sem ekkert vitni
var að. Og hún hafði alla bemsku verið að
segja honum sögur, einkum þó álfasögur
ættarinnar. Við kynnumst þessari konu þeg-
ar í upphafi sögu, þar kemur fram að hún
er beisk yfir því að hafa alla ævi þurft að
annast þennan bróður sinn, auk þess sem
hún er síþrælandi einstæð móðir teggja
barna. Og í frásögn hennar skín hvarvetna
í gegn löngunin til valda, með því einkum
að breyta sögum að eigin geðþótta. En þessi
saga virðist ætla að fá farsælan endi, gegn
vilja hennar.
Bókmeraitir
Öm Ólafsson
Þannig er sagan fléttuð úr ýmsu efni, fomu
og nýju, sem allt er kunnuglegt lesendum.
Forboðar þétta hana líka, t.d. fylgir frá upp-
hafi ískaldur gustur manninum sem seinast
verður úti. Og með því að sagan er á fleiri
en einni liæð, ef svo mætti segja, samtímafrá-
sagnar og goðsagna, þá verða persónur
margbrotnar og koma við lesendur á óvænt-
an hátt.
Þetta munu lesendur Svövu kannast við frá
fyrri ritum. En sfimdum finnst mér þetta
ekki takast eins vel, eins og þegar Palestínu-
farinn fer allt í einu að finna fyrir „flís í
auga“ sínu og sjá eigin uppeldisaðgerðir
gagnvart unglingnum syni sínum sem eitt-
hvað hliðstætt við kúgunina á Palestínuaröb-
um. Hún er einfaldlega ekki nógu grimm við
strákinn til að það réttlæti þessa samlíkingu,
ætlaði bar aö finna að þvi að hann lægi í
bælinu til hádegis.
Endurkoma er frásögn konu sem kemur
heim til íslands eftir fjömtíu ára fjarvem.
Svava hefur fínleg tök á því að sýna sálar-
ástand aðalpersónunnar. Garður þessarar
konu er fyrsta vísbendingin um að eitthvað
sé að, hún ræður ekki við illgresið. „Hún
reyndi svo sem að halda í horfinu hér fram-
anvert við húsið. Öðra máli gegndi um bak-
garðinn. Þar hafði hún alveg gefist upp. [...]
skammaðist sín fyrir arfagarðinn, flúði það-
an svo hratt að háir slímugir stönglamir
vöfðust um fótleggina meðan hugsanimar
þutu í óreiðu um hugann... hvers vegna
ekki að sýna honum... hvað var hún að
dylja" [auðkennt af E.ÓJ. Þetta er táknrænt
fyrir sálarástand hennar. Alla ævi hafði hún
verið fangi sárra minninga og hve nærri
henni þær gengu sést á því að lesendur upp-
götva minningarnar smám saman undan
fargi bæhngar. Einnig á því að þegar hún
gengur fjömtíu ámm síðar um fomar slóðir
fylgjumst við með huga hennar í fyrirvara-
lausu stökki úr nútíð í fortíð og aiftur til baka.
Við finnum loks fyrir frelsun hennar á svip-
aðan hátt í því að skynjun hennar á nánasta
umhverfi fer að brenglast, hún veit ekki
hvort bjargvætturin, sem hún hitti, er eftir-
mynd hennar sjálfrar, maðurinn hennar eða
hvað. Hún fann fyrir félagslegri útskúfun í
bemsku en frelsast þegar hún skynjar að
hún er hluti heildar, hennar vandi var í
grundvallaratriðum almennur.
Þessi bók sýnir að ekki skortir hæfileika
en kannski eitthvað á sjálfsgagnrýni höfund-
ar, of mikið að hálíklámðum hlutum fer út.
Svava Jakobsdóttir:
Undir eldfjalli.
Forlagið 1989, 122 bls.
-ö.ó.
Af Skuggabjörgum
Ný bókaútgáfa hefur tekið til starfa í
Reykjavík. Það em í sjálfu sér ekki stórar
fréttir, nema af því að fyrirhugað er að hún
gefi eingöngu út bækur fyrir börn. Bama-
bókaútgáfan fer af stað með útgáfu á sögu
Áma Árnasonar Óvænt heimsókn, sem
Anna Cynthia Leplar hefur myndskreytt.
Óvænt heimsókn er ævintýri og byggir á
ýmsum hefðum sem þeim tilheyra. í upphaf-
skynningu sögunnar segir: „Á tilteknu svæði
á miðju Atlantshafi er næstum því alltaf
þoka. Öldum saman hafa sæfarendur sneitt
framhjá því án þess að kanna það.“ Sagan
segir frá mannlífinu á þessu svæði.
Aðalpersónan er Hugi kóngssonur. Hann
er orðinn leiður á ofvemduðu lífi innan
veggja Skuggabjarga, hallarinnar á Þokueyj-
um. Með hjálp gamals vinar síns tekst hon-
um að komast út úr höllinni og inn á yfir-
ráðasvæði Strandveija sem em næstu ná-
grannar. Þar kynnist hann bömum og leikj-
um þeirra.
Skarpar andstæður
f óvæntri heimsókn er persónusköpun
mjögaf skomum skammti. Það er einna helst
að Hildur, stelpa í nágrannabyggðinni, hafi
Bókmenntir
Sigurður Helgason
greinanleg persónueinkenni. Hugi er hins
vegar flatur og litlaus persónuleiki. Her-
menn komungs em gerðir helst til vitgrann-
ir, en það er væntanlega til að sýna fram á
tilgangsleysiö og heimskuna sem fylgir hem-
aði og stríðsrekstri.
Höfundurinn mótar mjög skarpar and-
stæður í sögunni. Annars vegar er það
drunginn og leiðinlegheitin í höllinni, en hins
vegar glaðværð og lífsgleði Strandverja.
Kannski kemur þetta ljósast fram í nafni
hallarinnar, Skuggabjörgum, annars vegar
og nafni á íbúum nágrannabyggðarinnar,
Strandveijum, hins vegar.
Kímnigáfa höfimdar fær hann til að gera
óspart grín að hermennskunni og segja má
að þetta sé lýsing á herferðinni sem aldrei
var farin. Hermennimir em gerðir að ein-
feldningum og allar athafnir þeirra gefa það
til kynna.
Árni Arnason.
Agætt byrjandaverk
Fyrir fáeinum árum bar langmest á sögum
fyrir böm, sem fjölluðu um raunveruleik-
ann. Ævintýri vom þá helst ekki skrifuð.
Lífið á heimilinu, með félögunum, í skólan-
um og í leikskólanum vom áberandi á bama-
bókamarkaði. Núna kemur hvert ævintýrið
út á fætur örðu. Raunsæið- er í fríi - ævin-
týraheimarnir í tísku.
Ég held að Óvænt heimsókn sé áreiðanlega
fyrsta bók Árna Ámasonar. Hún telst hið
ágætasta byijandaverk, en þó em á henni
þeir hnökrar sem fyrr em nefndir, að persón-
usöpun er með einfaldasta móti. En það er
líka hátturinn í ævintýmnum og því hugsan-
lega gert af ásettu ráði.
Myndir Önnu Cynthiu Leplar þjóna mikil-
vægum tilgangi í heildargerð bókarinnar.
Þær falla mjög vel að efni bókarinnar og ljá
hugblæ sögunnar aukna dýpt. Ég óska
Bamabókaútgáfunni til hamingju með þetta
fyrsta útgáfurit og vona að áfrarn verði hald-
ið við að gefa út bækur fyrir böm, sem bera
það með sér að útgefendur hafi metnað og
beri virðingu fyrir bömunum sem njótend-
um góðra bókmennta.
Árni Arnason og Cynthia Leplar:
Óvænt heimsókn. Reykjavik,
Barnabókaútgáfan, 1989.
S.H.