Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989. LífsstQl Verulegur verðmunur er á jólapappir, kortum og fleiri jólavörum sem nauðsynlegar teljast. DV-mynd GVA Jólakort og jólapappír á ýmsu verði Ódýrustu jólakort, sem DV fann viö lauslega leit í bókabúðum borgar- innar, kostuðu 5,90 krónur stykkið í Hagkaupi á Laugavegi. Ekki voru þau sérstaklega falleg eða stór en jólakort engu að síður. Dýrustu jóla- kort sem við fundum kostuðu 282 krónur stykkið. Ef meðalheimUi sendir frá sér 20 jólakort þá er ljóst að þau geta kostað 118 krónur eða 5.640 krónur og allt þar á milli. Algengasta verð á jóla- kortum af venjulegri stærð er á bil- inu 25 til 40 krónur. Jólapappír er einnig til á mismun- andi verði. Stakar arkir, sem duga utan um einn meðalstóran pakka, kosta almennt 40-60 krónur. Pappír í rúllum, 2 m sinnum 70 cm að stærð, kostaði minnst 85 krónur rúllan í Hagkaupi. Hæsta verð, sem fannst á þessari stærð, var 180 krónur. Al- gengt verð á 70 cm x 1 m af jólapappp- ír var 85-120 krónur. Lítil kort til þess að merkja jólagjaíir kosta á bil- inu frá 4-8 krónur stykkið. Af þessu má ljóst vera að hægt er að stilla í hóf kostnaði við kort, papp- ír og fleira sem óumflýjanlegt er æth fólk sér á annað borð að taka þátt í hefðbundnu jólahaldi. -Pá Dökkt súkkulaði mengað kadmíum Dökkt súkkulaði getur innihald- ið meira kadmíum en hollt er, sam- kvæmt niðurstööum rannsóknar sem danska matvælaeftirlitið hefur framkvæmt. í 100 grömmum af dökku súkkulaði getur verið það magn af kadmíum sem óhætt er að innbyrða daglega. „Kadmíuminnihaldið er mismik- ið og fer það aöallega eftir uppruna kakaósins sem notað er,“ er haft eftir Knud Voldum-Clausen, deild- arstjóra matvælaeftirlitsins. Sé kakórunninn ræktaður í menguðum jarðvegi drekkur plant- an í sig þungmálma úr jarðvegin- um. Kadmíum getur valdið nýrna- skemmdum í fólki því það safnast fyrir í líkamanum og er 25 ár að skiljast út. Fólki er ráðlagt að neyta ekki meira kadmíums en svarar til 7 mikrógramma á hvert kíló líkams- þunga á hverri viku. Það eru 500 míkrógrömm á viku fyir þann sem er 70 kíló að þyngd. Mengaðasta súkkulaðið í rann- sókn matvælaeftirlitsins innihélt 600 mikrógrömm á kíló. Voldum-Clausen deildarstjóri segir þó að meðaltalið sé ekki hærra en svo að venjulegum súkkulaðiætum stafi ekki veruleg hætta af. Hitt er svo annað mál að með aukinni mengun er þetta vax- andivandamál. -Pá Reynsla af bifreiðum: Faestir ánægðir með Lödu og Fiat í könnun Neytendasamtakanna á reynslu notenda af bifreiðum kom í ljós að fæstir voru ánægðir Lödu og Fiat. Aðeins 60% eigenda þessara tegunda voru mjög ánægðir með þá. 9% Citroen-eigenda sögöust vera óánægðir, 8,3% Renault-eigenda, 8% Skoda-eigenda og 7% Suzuki-eig- enda. Sé litið á hvaða bifreiðir eigendur voru ánægðastir með er röð tíu efstu bíla þannig: AMC/Jeep, Volvo, Mercedes Benz, Saab, Mitsubishi, Subaru, Toyota, Chrysler, Audi og Chevrolet. Spurt var um hvort eigendur treystu sér til þess að mæla með bif- reiðinni. Flestir, eða 95,7%, mæltu með Saab en næstur kom Subaru með 94,9%. Fjórar tegundir fengu meömæli frá færri en 80% eigend- anna. Það eru Suzúki, Skoda, Fiat og Daihatsu. Umrædd könnun náði til 2.850 manns í Reykjavík, á Suðurnesjum og Suðurlandi og eru niðurstöðurnar birtar í nýjasta tölublaði Neytenda- blaðsins. Algengustu bilanir, sem eigendur tilgreindu, voru í pústkerfi. Þegar skoðað er hvað bilar oftast í hverri tegund kemur í ljós að mest er um tjón á BMW. Gallar eru algengastir í Lödu og Citroen. Bremsur virðast oftast bila í AMC/Jeep, pústkerfi oft- ast í Opel, rafkerfi bilar oftast í Lödu. Gír og drif bilar áberandi oftast í Renault. Bílar virðast oft skipta um eigend- ur á íslandi samkvæmt þessari könn- un. Aðeins 32% bifreiða 3-5 ára voru enn í eigu þeirra sem keyptu bílinn nýjan. 16% bíla, 6-8 ára, voru enn í eigu þeirra sem höfðu keypt þá nýja. -Pá 35 Góéar veislur enda vel! Eftir einn -ei aki neinn Ú UMFERÐAR RÁÐ iiiiisirlva Jólafundurinn verður haldinn í Félagsheimili Bú- staðakirkju fimmtudaginn 14. desember kl. 20.30. Jólahugvekja: séra Pálmi Matthíasson. Sagt frá áramótafagnaði. Jólakaffi. Stjórnin Range Rover Vogue árg. ’87, ekinn 49.000, sjálfsk., 4ra dyra, blár. Verð 2.800.000. wtabir bíiar BRAUTARHOLTI 33 — SÍMI 695660 Frábær myndbönd frá torfærukeppnum sumarsins: Hella. Jósepsdalur 1. Jósepsdalur 2. Jósepsdalur 3. Egilsstaðir Grindavík - Akureyri x Frábært skemmtiefni í skammdeginu fyrir yngri sem eldri Verð; hver spóla kr. 1.600,- 4 eða fleiri kr. 1.440,- Dreifing ( 'jsmt póstverslun Pöntunarsími 64 22 30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.