Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1989, Qupperneq 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989.
; Andlát
'/^sgeir Guðjohnsen lést 8. desember
í Dallas, Texas.
Bjargmundur Jónsson frá Stykkis-
hólmi andaðist 10. desember í
Landspítalanum.
Björný Hall lést aðfaranótt 10. des-
ember á heimili sínu, Skólavörðustíg
18, Reykjavík.
Helga Jónsdóttir, áður til heimilis í
Sólheimum 25, Reykjavík, lést í
Hafnarbúðum sunnudaginn 10. des-
ember.
Jarðarfarir
Kolbeinn Guðmundsson, Auðnum,
Vatnsleysuströnd, lést í Landspítal-
anum föstudaginn 8. desember. Út-
förin fer fram frá Kálfatjamarkirkju
fostudaginn 15. desember kl. 14.
Útför Bjarna E. Guðmundssonar frá
Seli, Grímsnesi, Hlaðhömram, Mos-
fellsbæ, verður gerð frá Lágafells-
kirkju miðvikudaginn 13. desember
kl. 11. Jarðsett verður á Mosfelli í
Grímsnesi.
Margrét Samúelsdóttir, Fossvogs-
bletti 13, Reykjavík, er lést á Drop-
laugarstöðum 6. desember, verður
jarösungin frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 13. desember kl. 13.30.
Útfór Kristínar Pétursdóttur, fyrrum
húsmóður á Spítalavegi 8, síðast til
heimilis á Dvalarheimihnu Hlíð,
Akureyri, fer fram frá Akureyrar-
kirkju miðvikudaginn 13. desember
kl. 13.30.
Elín Þorsteinsdóttir frá Svinárnesi,
er látin. JarðarfÖrin hefur farið fram.
Styrkár Sveinbjarnarson prentari
lést 2. desember. Hann fæddist 23.
febrúar 1927. Foreldrar hans voru
Sveinbjöm P. Guðmundsson og
Margrét Guðmundsdóttir. Styrkár
var við nám í Héraðsskólanum á
Reykjanesi við ísafjarðardjúp, lærði
setningu í prentsmiðju Þjóðviljans
og lauk sveinsprófi í faginu árið 1953.
Hann starfaði lengi við iðn sína í
prentsmiðju Þjóðviljans og síðar í
prentsmiðjunni Odda. Styrkár giftist
Herdísi Helgadóttur. Þau skildu. Þau
eignuðust sex böm. Útför Styrkárs
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 15.
Finnur S. Richter lést 2. desember.
Hann fæddist 29. febrúar 1920 á
ísafirði, sonur hjónanna Stefáns
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Ásbraut 21, 2. hæð t.h., þingl. eigandi
Sólrún Þorgeirsdóttir, fer fram á eign-
inni sjálfri föstud. 15. des. ’89 kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Kristirm Hall-
grímsson hdl., Landsbanki íslands,
Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjar-
sjóður Kópavogs, Friðjón Öm Frið-
jónsson hdl. og Borgarskrifstofur.
Fagrabrekka 31, talinn eigandi Sig-
hvatur Blöndai Magnússon, fer fram
á eigninni sjálfri föstud. 15. des. ’89
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em: Bæj-
arsjóður Kópavogs, Útvegsbanki ís-
lands, Ágúst Fjeldsted hrl., Ásgeir
Thoroddsen hdl. og Jón Þóroddsson
hdL___________________________
Kársnesbraut 112, 01-04, talinn eig-
andi Bjöm Kristjánsson, fer fram á
■eigninni sjálfri föstud. 15. des. ’89 kl.
15.45. Uppboðsbeiðendur em: Bæjar-
sjóður Kópavogs, Guðmundur Jóns-
son hdl. og Fjárheimtan hf.
Þinghólsbraut 52, þingl. eigandi Reyn-
ir Þorgrímsson, fer fram á eigninni
sjálfri föstud. 15. des. ’89 kl. 15.15.
Úppboðsbeiðendur em: Gjaldheimtan
í Reykjavík, Magnús Guðlaugsson
hdl. og Skattheimta ríkissjóðs í Kópa-
vogí-_______________________
BÆJARFÓGEHNN í KÓPAVOGI ,
I>ekkir þú
einhvern sem heyrir illa
í sjónvarpi eða útvarpi?
Kíktu í smáauglýsinga-
dálkinn „TIL SÓLU“,
„Einkahlustarinn“.
Richter og Ingibjargar Magnúsdótt-
ur. Finnur fluttist th Reykjavíkur
árið 1937 og lærði þar til skipasmiðs
og lauk sveinsprófi en vann ekki
lengi við iðn sína. Hann hóf störf hjá
Slökkviliöi Reykjavíkur 1943 og vann
þar óshtiö til ársins 1980. Auk þess
aö vera í slökkviliðinu rak hann
innrömmun frá árinu 1957, í fyrstu
sem aukavinnu en frá árinu 1980,
þegar hann hætti í slökkviliðinu, sem
aðalstarf. Eftirlifandi eiginkona hans
er Ragnhildur Jóhannesdóttir. Þau
hjónin eignuðust fimm böm. Útför
hans verður gerð frá Bústaðakirkju
í dag kl. 13.30.
Tilkyimingar
Lúsíuhátíð
íslensk-sænska félagið og Norræna húsið
halda að vanda lúsíuhátíð á lúsíudag-
inn, miðvikudaginn 13. desemberkl. 20.30
í Norræna húsinu. Þar koma fram kór
-Kársnesskóla sem syngur lúsíusöngva
og jólalög undir stjóm Þórunnar Bjöms-
dóttur. Þá mun vísnasöngvarinn Hanne
Juul syngja og segja frá heilagri Lúsíu.
Lúsíuhátíðin er ætluð allri fjölskyldunni,
ekki sýst yngri kynslóðinni. Allir em
velkomnir meðan húsrúm leyfir og aö-
gangur er ókeypis.
Fundir
Fræðslusamtök um ísland og
Efnahagsbandalagið
efha til ábnenns fundar miðvikudaginn
13. desember kl. 18 í salnum uppi í Gauki
á Stöng. Ræðumenn verða alþingismenn-
imir Kristin Einarsdóttir, Hjörleifur
Guttormsson og PáU Pétursson, Gunn-
laugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttar-
sambands bænda, og Magnús Gunnars-
son frá Samstarfsnefnd atvinnurekenda
í sjávarútvegi. Ræðumenn munu svara
fyrirspumum áheyrenda úr sal. Fundar-
stjóri er Gerður Steinþórsdóttir, formað-
ur Kvenréttindfélags fslands. Nú em
þáttaskil að verða í samningaviðræðum
Efta og EB. Óformlegum viðræðum er
lokið og ákvörðunar að vænta um hvort
hefja_skuli formlegar viðræður bandalag-
anna'tveggja. Jafnhliða hafa komið fram
kröfur frá fiskvinnslunni um beinar við-
ræður milli íslands og Efnahagsbanda-
lagsins. Hvað er átt við með því og hveij-
ir em möguleikamir?.
Stofnfundur íslands-
deildar OMEP,
alþjóðasamtaka um uppeldi bama innan
átta ára aldurs, verður haldinn í Nor-
ræna húsinu í dag, 12. desember, kl. 17.
Alþjóðasamtökin OMEP vom stofnuð
1948 og em 50 lönd aðilar að þeim. Sér-
stök nefnd hefur starfað að undirbúningi
að stofnun íslandsdeildar OMEP-samtak-
anna. Nefndina skipa Armann Snævarr
prófessor, Bergur Felixson fram-
kvæmdastjóri, Halldór Hansen bama-
læknir, Ingibjörg Kr. Jónsdóttir forstöðu-
maður, Kristjana Stefánsdóttir dagvist-
unarfulltrúi, Svandís Skúladóttir deild-
arstjóri og Valborg Sigurðardóttir upp-
eldisfræðingur. Fundarstjóri á stofn-
fundinum verður Guðrún Erlendsdóttir
hæstaréttardómari. Forseti áljþjóðasam-
takanna er nú EváBalke, dósent í Osló.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
Jólafúndur félagsins verður haldinn
fimmtudaginn 14. desember kl. 20.30 í
safnaðarheimili kirkjunnar. Kristniboðs-
hjónin Valdís og Kjartan Jónsson segja
frá jólahaldi og staifi sínu í Kenýa í máh
og myndum. Þá koma lúsíur í heimsókn
og syngja jólasöngva undir stjóm Þor-
gerðar .Ingólfsdóttur. Á borðum verður
súkkúlaði, jólabrauð o.fl. Að lokum flyt-
ur sr. Kjartan Jónsson jólahugvekju. Fé-
lagskonur, sem vilja notfæra sér bílferð á
fundinn, hringi fyrir kl. 15 á fimmtudag
í síma kirkjunnar, 10745, eða í síma 39965,
Dómhildur.
Tónleikar
Háskólatónleikar
Á morgun, miðvikudaginn 13. desember,
verða ljóðatónleikar haldnir í Norræna
húsinu kl. 12.30. Að þessu sinni koma
fram Signý Sæmundsdóttir sópransöng-
kona og Frfða Sæmundsdóttir píanóleik-
ari. Á efnisskránni em eingöngu lög við
texta Goethe, m.a. öll ljóð Mignon úr
bókinni „Wilhelm Meisterjahre" við tón-
listz Schumann og einnig ljóð Grétu úr
Fást við tónlist Shubert og Hugo Wolf.
Vonandi látaíj ölmiðlar mál
Magnúsar Thoroddsen ekki niður
falla eftir rangan dóm hins sérskip-
aða Hæstaréttar. Æðstu yfirmenn
ríkisins brugðust þar gersamlega
skyldum sínum, forseti Sameinaðs
Aiþingis með því að lauma upplýs-
ingum um máiið til fréttamanns
Ríkisútvarpsins, flármálaráðherra
með ósönnum yfirlýsingum í fjöl-
miðlum og dómsmálaráðherra með
vanhugsaðrí frávikningu Magnús-
ar. Þetta mál átti auövitað að leysa
í kyrrþey, veita Magnúsi munnlega
áminningu og fella síðan öl) áfengis-
iríðindí úrgildi.
En nú hlýtur almenningur aö
spyrja, og vonandi hafa fjölmiðlar
kjark til að geraþaðlíka: Ef Magn-
úsi Thoroddsen var vikið frá fyrir
að nota i óhófi heimild sina til áfeng-
iskaupa á sérkjörum á þá utanríkis-
ráöherra. sem keypti ekki aðeins
ínnvíntileinkanota,heldurlíka ■
fyrir vini útiííbæ, ekki aðsegja
af sér? Hvernig svarar Halldór As-
grímsson - maðurinn, setn vék
Magnúsifrá-því?
Og á þá forsætisráðherra, sem
hefur augljóslega notaö heimild sina
til áfengiskaupa í því skyni að koma
uppvínkjallara, að sitjasemfastast
í stöðu sinni? Og hvað um þá hand-
ltafa forsetavalds aöra en Magnús
Thoroddsen sem hafa birgt sig upp
afáfengi?
Eru lslendingarekkijafnir fyrír
lögunum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Menning
Af hrossasjúkdómum
Orðið „hestaheilsa" merkir samkvæmt orðabókum
„mjög góð heilsa“ eða „fullkomin hreysti“ og er auð-
velt að geta sér þess til að þessi merking stafi af því
að mönnum hafi þótt hross vera hraust vel frá náttúr-
unnar hendi.
En þegar maöur blaðar í „Hestaheilsu", nýútko-
minni handbók um hrossasjúkdóma eftir Helga Sig-
urðsson dýralækni, kemur á daginn að ýmsir kvillar
geta hijáð þessar viðkvæmu skepnur. Þar er að finna
á annað hundrað lýsinga á sjúkdómum og kvillum.
Þar má fræðast um barkabólgu og bronkítis, harð-
sperra og hófsperru, klums og kiáða og Hvanneyrar-
veiki, streng og stjarfa og stag og stífkrampa og svo
náttúrulega múkk og spatt þannig að einfaldur hesta-
maður, sem blaðar í þessari bók, verður í senn hissa
og feginn þegar hann síðan kemur að hestum sínum
alheilbrigðum þrátt fyrir þann aragrúa hrossasjúk-
dóma sem þeir gætu verið haldnir.
Að bæta líðan hrossa
í formála sínum segir höfundur meðal annars: „Bók-
inni er fyrst ogfremst ætlað að vera handbók fyrir
hestamenn, þegar þeir þurfa hennar nauðsynlega við
eða sem liður í kennslu eða fræðslu á sviði hrossasjúk-
dóma. Bókinni er skipt í 32 kafla, sem að mati höfund-
ar koma inn á flest það sem hestamenn eru að fást við
í dag. Mat þetta er byggt á starfsreynslu höfundar á
sviði hestalækninga síðastliðin 11 ár.“
Og í aðfaraorðum segir Brynjólfur Sandholt yfir-
dýralæknir: „Bókin er skrifuð á léttu máli og auðskilj-
anlegt hverjum sem les. Að auki er þar að finna mik-
ið af myndum sem gefur lesandanum lifandi lýsingu
á þeim sjúkdómum eða vandamálum sem hann leitar
skýringar hverju sinni. Ég er þess fullviss aö efni bók-
arinnar á eftir að auka fróöleik hestamanna og bæta
meðferö og líðan hrossa í landinu, því aö þessi bók
Bókmenntir
Þráinn Bertelsson
mun ekki seifna ryki á hiilu, heldur verður stöðugt
slegið upp í hénni ef vanda ber að höndum og reyndar
miklu oftar.“
Holdhnjóska
Sá kvilli sem oftast herjar á sunnlensk hross fyrri
hluta vetrar nefnist holdhnjóska. Um holdhnjóskima
segir Helgi Sigurðsson dýralæknir meðal annars í bók
sinni:
„í votviðrasömu veðri, þegar skiptast á rigningar og
kuldi, er hætta á að sum hross fái svokallaða hold-
hnjósku, en það eru hrúður og sár sem einkum koma
á lend og hrygg. Þessa hesta þarf að hýsa eins fljótt
og kostur er. Holdhnjóska er lengi að hverfa og er
nauðsynlegt að reyna að mýkja hana upp með parafín-
olíu, því annars geta myndast sár undir. Ágætt er að
gefa bíótín, en það hvetur hárvöxtinn og á þann hátt
lyftist hrúðrið fyrr upp.“
Þaö er óþaríi aö kynna Helga Sigurðsson dýra-
lækni, höfund bókarinnar, fyrir hestamönnum en
hann hefur um árabil verið ötull í starfi og ennfremur
óspar á að miðla hestamönnum af fróðleik sinum með
ágætum skrifum í Eiðfaxa.
Það er ástæða til af fagna útkomu þessarar bókar
og líklegt að hestamenn taki henni tveimur höndum.
Hestaheilsa.
Handbók hestamanna um hrossasjúkdóma.
Höfundur: Helgi Sigurðsson dýralæknir.
Útgefandi: Eiðfaxi hf.
Kvíkmyndir
Háskólabíó - Sendingin:
Þokkaleg sending
Fyrri jólamynd Háskólabíós telst sennilega vera
pólitískur tryllir. Þau tíðindi hafa oröiö að leiðtogar
beggja stórvelda hafa komist aö samkomulagi um
gagnkvæma eyöingu alfra kjamorkuvopna. Samning-
inn skal undirrita með viðhöfn í Chicago um jólaley-
tiö. Allt virðist vera í lukkunnar velstandi og friður
og velsæld framundan.
En ófriðarins menn eru lítt hrifnir af samkomulag-
inu og vilja ólmir halda í hlíf kjamorkuvopnanna.
Hershöfðingjar beggja stórvelda leggja á ráðin með
andstyggileg vélabrögð og samsæri til þess að afstýra
því að friður brjótist út. Til sögunnar kemur óbreyttur
liðsforingi nokkur John Gallagher að nafni sem dregst
inn í atburðarás sem hann tæplega skilur í fyrstu en
um síðir rennur upp fyrir honum ljós og hann afstýr-
ir voðaverkinu sem friðarspillarnir höfðu næstum
hrint í framkvæmd.
Gene Hackman leikur Gallagher stríðsgarp af miklu
öryggi. Hackman er firna góður leikari og nær að bera
myndina uppi að mestu. Tommy Lee Jones fer með
hlutverk skúrksins og gerir það býsna vel. Aðrir sem
við sögu koma era síðri og sumar persónur, t.d. fyrrum
eiginkona Gallaghers, að mestu óþarfar.
Atburðarásin er hröð og leikurinn berst vítt um álf-
ur allt frá Austur-Berlín til Chicago. Skotbardagar,
glæfraatriði og geggjaður akstur Hackmans þvert yfir
Chicago ríghalda athygli áhorfandans.
Þar með er tilgangnum náð því myndir af þessu tagi
Gene Hackman fer á kostum að vanda í fyrri jóla-
mynd Háskólabiós og ber leikur hans myndina uppi
að mestu.
eiga fyrst og fremst að vera spennandi. Standi þær
undir því er hægt að fyrirgefa þótt handritið sér afar
klént með slæmum brotalömum og sagan sem sögö
er mjög ótrúleg og langsótt.
Leikstjóranum Andrew Davis tekst, með hjálp
trausta leikara, aö gera frambærilega afþreyingu úr
slökum efniviö.
Stjömugjöf ★ *
The Package. Bandarisk
Leikstjóri Andrew Davis.
Aðalhlutverk: Gene Hackman, Tommy Lee Jones, Kevin
Crowley, John Heard, Joanna Cassidy og Dennis Franz.'
Páll Ásgeirsson
Fjölmidlar