Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989. ÚtLönd__________________________________________________________________dv Rúmenía: Valdabarátta hafin Lát varö á bardögum í Búkarest í Rúmeniu í gærkvöldi og heyrðist aöeins skothríð á stöku stað en eng- inn vildi þó útiloka að til harðra átaka kæmi á ný. Hins vegar á valda- barátta sér stað og höfðu lík Ceauses- cus og konu hans Elenu varla kólnað er hún hófst. Nýir flokkar fóru strax að ögra hinni nýju bráðabirgðastjórn Þjóð- frelsishreyfmgarinnar, sem stofnuð var í gær, þrátt fyrir að hún gerði þegar í stað ráðstafanir til að hætta skömmtun á matvælum og legði nið- ur áætlanir Ceausescus um að rífa niöur þorp og flytja fólk frá lands- byggðinni til stórborga. „Niður með kommúnistaflokkinn. Við viljum ekki meira af kommún- isma,“ hrópaði mannfjöldi fyrir framan aðalbækistöðvar kommúni- staflokksins í Búkarest í gær ög slag- orð gegn kommúnistum voru skrifuð á veggi byggingarinnar sem varð fyr- ir miklum skemmdum í skotbardög- um milli hermanna og öryggissveita. „Viö þörfnust ekki miðstýringar," sagði Doina Cornea, sem lengi hefur verið ofsótt vegna skoðana sinna. Hún er nú leiðtogi nýs Kristilegs bændaflokks. Hópur manna neyddi í gær Þjóðfrelsishreyfmguna til að leyfa öðrum nýjum keppinaut, Rúm- enska lýðræðisflokknum, að sjón- varpa stefnuskrá sinni. Hveturtil samvinnu Ion Iliescu, hinn nýi forseti Rúmen- íu, fyrrum ritari miðstjórnar komm- únistaflokksins, hvatti til samvinnu til þess aö hægt yrði að rétta við efna- hag landsins jafnvel áður en kosn- ingar fara fram í apríl eins og lofað hefur verið. Rúmenska þjóðin hefur aldrei ver- ið kommúnísk, að sögn formanns samtaka fijálsra Rúmena í Bret- landi. Og af fyrstu þúsund félögum í kommúnistaflokknum í Rúmeníu voru fimm hundruö útlendingar. Rúmenar taka með varúð orðum kommúnista og segir formaðurinn það útskýra að hluta hvers vegna réttarhöldin yfir Ceausescu voru ekki opinber. „Ceausescu lifði eins og hryðjuverkamaður og hann dó eins og hryðjuverkamaður," sagöi formaðurinn. Ýmsar sfjómir hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna leyndarinnar sem hvildi yfir réttar- höldunum en hafa samt viðurkennt hina nýju sfjóm Rúmeníu. Hrokafull til dauðadags Sjálfur sagði Ceausescu í yfir- heyrslum sem teknar voru upp á myndband og sjónvarpað var að hluta í gær: „Ég viðurkenni ekki þennan rétt. Ég vil bara vera dæmd- ur af þjóðinni. Hún ætti aö berjast gegn þessari sveit sem ásamt erlend- um öflum vill eyðileggja landið og sem framið hefur valdarán." „Hver fyrirskipaði að skjóta ætti á almenn- ing?“ var Ceausescu spurður. „Ég svara engu. Og túlkið ekki þögn mína sem svar,“ sagði hann og strauk öðm hvom hendur konu sinnar. Sagöi Ceausescu það lygi að þjóðin hefði þurft að svelta og sagði almenning hafa haft allt sem hann hefði þarfn- ast. Elena var beðin að svara því hvað það hefði kostað að gefa út bækur hennar erlendis. „Ég helgaði líf mitt þjóð minni,“ sagði hún reiði- lega. Og við eiginmanninn sagði hún: „Hvemig geturðu látið tala svona til þín? Ætlarðu að leyfa þeim að tala viö menntamann á þennan hátt?“ Viðbrögð hans og Elenu viö dauða- dóminum vom ekki sýnd en Ceau- sescu heyrðist segja: „Það skiptir ekki máli. Þaö kemur ekki til með að hafa nein áhrif." Margir buðu sig fram til að skjóta hjónin. Samsæri Hin nýja stjóm sagði að Ceauses- cuhjónin hefðu verið tekin af lifi þar sem komist hefði upp um samsæri Lík karla, kvenna og barna sem fundust í fjöldagröf i Timisoara. Á líki einnar konunnar iiggur fóstur. Höfðu meðlimir öryggissveitanna rist á kvið hennar og tekið fóstrið úr leginu. Símamynd Reuter Dóttir Ceausescus, Zoia, reiddist er hún var gripin meö gull og peninga. Ceausescu reynir að þagga niður í konu sinni við yfirheyrsluna. Símamynd Reuter Simamynd Reuter til aö frelsa þau. Einnig var sagt að aftökunni hefði verið flýtt til að reyna að fá öryggissveitimar til að gefast upp. í ákæmnni á hendur Ceausescu var honum gefið að sök að vera vald- ur að dauða sextíu þúsund manna. Óljóst er hversu margir hafa falliö í átökunum undanfama daga en heyrst hafa tölur allt frá nokkrum þúsundum upp í sextíu þúsu'nd. Margir fullyrða að líkin hafi verið falin og erfitt geti reynst að komast að hinu sanna. í Búkarest heijuðu öryggissveit- imar frá neðanjaröarbyrgjum sem sum vom fimm hundruö metra und- ir jörðu. Franska blaðið France-Soir segir að Frakkar hafi teiknaö og byggt þetta neðanjarðarkerfi fyrir öryggissveitimar. Ofan jörðu líta byggingamar út eins og venjuleg hús en em tengd hvert öðm með margra kílómetra löngum neðanjarðar- göngum sem vernduð em með há- tæknibúnaði. Sagt er að sprengjum hafi verið komið fyrir í sumum göngunum. Samkvæmt France-Soir hafa Rúmenar í útlegö komist yfir teikningamar aö kerfmu og afhent þær hinum nýju valdhöfum í Rúm- eniu. Tugir franskra tæknifræðinga Hinn nýi forseti Rúmeníu, lon lliescu. Sfmamynd Reuter eiga að hafa unnið fyrir Ceausescu í mörg ár að gerð neðanjaröarkerfis- ins. í göngunum geymdu öryggis- sveitirnar mikið magn vopna og skotfæra. Dyr að göngunum fundust á ýmsum neðanjarðarbrautarstöðv- um og í ýmsum húsum, þar á meðal nýjum híbýlum Ceausescuhjónanna. Milljarður dollara Þau voru sökuð um aö hafa komið undan einum milljarði dollara til útlanda, þar af fjögur hundmö millj- ónum dollara til Sviss. Áður en hjón- in vom tekin af lífi ákváðu yfirvöld í Sviss að frysta eigur þeirra. Á skrif- stofu Ceausescus í aðalstöðvum kommúnistaflokksins var mikiö safn dýrmætra listaverka og Elena geymdi þar einnig fjölda pelsa. Hún hafði mikinn áhuga á tækni og vís- indum og hafði komið sér upp til- raunastofu þar sem áhöldin vom úr gulli. Dóttir þeirra hjóna, Zoia, sem hefur verið handtekin, virðist hafa haft jafnmikið dálæti á hinum göfuga málmi. Vogin, sem hún notaði til að vigta matinn handa hundunum sín- um, var nefnilega úr gulli. Zoia var gripin með skrín fullt af skartgrip- um. í fómm hennar voru einnig mörg umslög með peningum í. Zoia og Valentin, kjörsonur Ceau- sescus, virðast hafa haft lítinn áhuga á stjórnmálum en aðrir ættingjar hans því meiri. Álls voru þijátíu þeirra í lykilstöðum í þjóöfélaginu. Ekki er vitað um örlög þeirra en yngri sonur Ceausescus, Nicu, hefur verið gripinn. Viðurkennd Meðal þeirra sem viðurkennt hafa hina nýju stjórn í Rúmeníu em yfir- völd í Kína og utanríkisráðherra ír- ans, Ali Akbar Velayati. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni vegna heim- sóknar Ceausescus til íran nokkrum dögum áður en honum var steypt. Velayati rak í gær sendiherra íran í Búkarest fyrir að hafa ekki upplýst um ástandið í Rúmeníu og íranska útvarpið greindi frá því að Rauði krossinn í íran væri reiðubúinn að senda sjúkragögn til Rúmeníu. Sjú- kragögn frá ýmsum þjóðum erú nú farin að berast til landsins. Rauði krossinn í Ungverjalandi greindi frá því að öryggissveitirnar hefðu lagt hald á nokkra bíla merkta Rauða krossinum. Reuter,TT, NTB og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.