Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
15
Látið Þjóðleikhúsið í
Byggingamefnd, sem sérstak-
lega var skipuö til aö annast endur-
bætur á Þjóðleikhúsinu, lagöi fram
tillögur sínar fyrir nokkru. Tillög-
ur þessar voru birtar í blööum og
Öörum fjölmiðlum. Þar var rætt um
allmiklar breytingar. M.a. leggur
nefndin til að áhorfendasalnum
verði gjörbreytt og hann færður í
nýtískulegra horf, eitthvað í lík-
ingu við stærri salinn í Borgarleik-
húsinu nýja. Bent er á aö sjónlína
þurfi að vera betri fyrir leikhús-
gesti til þess að allt sjáist greinilega
sem fram fer á leiksviðinu. Fyrir-
hugað er að þessar framkvæmdir
hefjist í febrúar nk. en allt hlýtur
að vera í óvissu hvenær þeim muni
ljúka.
Tillögur og greinargerð
Mér virðist að eftir tillögum
nefndarinnar muni sætum fækka
um 100-130 eða jafnvel meira.
Reynsla undanfarinna ára hefur
margoft sýnt að sætin eru ekki of
mörg „þegar loðnan gefur sig“, eins
og sagt er á sjómannamáli. Þessi
mikli sætafjöldi - 660 - hefur oft
bjargað fjárhag Þjóðleikhússins í
erfiðu árferði.
Nærtækasta dæmiö er söngleik-
urinn Olíver sem sýndur var 36
sinnum á röskum mánuði á liðnu
hausti með afar góðri sætanýtingu.
Þá má nefna fjölmörg önnur leik-
verk sem sýnd hafa verið 50-70
sinnum á liðnum árum og nær
uppselt á allar sýningar þeirra.
Ennfremur má geta þess að Þjóð-
leikhúsið er eina leikhúsið á
landinu sem fram til þess hefur
með góðu móti getað rúmað bæði
KjáUarinn
Klemenz Jónsson
leikari og leikstjóri
óperur og viðamiklar ballettsýn-
ingar eða þar til Borgarleikhúsið
kom tíl sögunnar.
Það hefur komið fram í greinar-
gerð byggingarnefndar að Guðjón
Samúelsson, arkitekt Þjóðleik-
hússins, hafi á frumteikningum
byggingarinnar hugsað sér áhorf-
endasvæðið öðrimsi, þ.e. án svala.
En staðreyndin er sú að endanlegar
teikningar hans urðu á allt annan
veg, m.ö.o. eins og salurinn lítur
út í dag.
Því má aldrei gleyma að Þjóöleik-
húsið er og verður verðugur minn-
isvarði um brautryðjanda í ís-
lenskri húsagerðarlist. Þess vegna
vænti ég þess fastlega að þar verði
aðeins um að ræða venjulegt við-
hald og endurbætur en að ekki
verði gerðar róttækar breytingar á
áhorfendasvæðinu, eins og fram
kemur í tillögum nefndarinnar.
Útlit og útbúnaður
Segja má að skipulag, útlit og
aðbúnaöur leikhúsa sé tískufyrir-
bæri hvers tíma. Það sem þykir
nútímalegt og snjallt í dag getur
orðið úrelt og gamaldags að 20-30
árum liðnum. Ef gerðar verða rót-
tækar breytingar á áhorfendasal
núná mætti vel hugsa sér að eftir
25 ár komi fram hugmýndir um að
færa salinn aftur í sína upphaflegu
mynd.
Það er álit þeirra sem best þekkja
til að Borgarleikhúsið sé vel heppn-
uð bygging. Áhorfendasvæðið er á
i
einni hæð með upphækkuðum sæt-
um. En hver getur fullyrt að jafn-
mikil hrifning verði með núver-
andi fyrirkomulag að 50 árum liðn-
um? Hafa þá ekki komið fram ný
og breytt viðhorf?
Þá vaknar sú spurning hvort
nokkur ástæða sé til að hafa tvö
leikhús af sömu gerð í höfuðborg-
inni. Ég svara því neitandi. Hvað
myndu kirkjugestir segja ef kirkju-
loftið í Dómkirkjunni væri fært
niður til þess aö betur færi um þá
sem uppi sitja við kirkjulegar at-
hafnir?
Það er staðreynd aö hljómburður
í Þjóðleikhúsinu er mjög góður og
ekki hvað síst uppi á efri svölum.
Hver getur fullyrt að hljómburður-
inn raskist ekki við það að fjar-
lægja neðri svalirnar með æmum
tilkostnaði? Hljómburður leikhúsa
er talsvert sérstætt fyrirbæri sem
oft virðist erfitt að ráða við. Hann
hefur reynst mörgum arkitektum
hið mesta vandamál.
Enginn má skilja orð mín á þann
veg að ég sé á móti öllum breyting-
um innan veggja Þjóðleikhússins.
En þær verða þá að raska sem
minnst öllum heildarsvip leik-
hússins. Þaö má t.d. hugsa sér að
hljómsveitargryfjan verði stækk-
uð, ljósabrú gerð hagkvæmari og
ljóskösturum í sal komið betur fyr-
ir og að lyfta verði sett upp fyrir
hreyfihamlaða. Þá þarf að end-
urnýja raf-, vatns- og hitalagnir
sem fyrir löngu em orðnar úr sér
gengnar vegna skorts á viðhaldi í
rúm 40 ár. Stjórnvöld hverju sinni
eiga að sjá sóma sinn í því að hús-
inu sé vel viö haldið.
„Þjóðleikhúsið er eign allrar þjóðar-
innar og á því má ekki vinna nein
skemmdarverk. Það eru skattgreiðend-
ur þessa lands sem greiða allan kostn-
aðinn.“
Stendur vel fyrir sínu
Sá sem þetta ritar hefur starfað
í Þjóðleikhúsinu í röskan aldar-
fiórðung, bæði sem leikari og leik-
stjóri. Eg tel mig þar af leiðandi
þekkja vel til allra staðhátta. Þær
raddir hafa heyrst að stundum
gæti þess á sýningum að ekki sé
hægt með góðu móti að sjá allt sem
fram fer á sviðinu hverju sinni. Ég
fullyrði af margra ára reynslu að
það er hægt ef leikstjóri og leik-
myndateiknari eru samstiga um að
staðsetja leikmynd og leikara með
það í huga.
Sannleikurinn er sá að áhorf-
endasalur Þjóðleikhússins stendur
vel fyrir sínu og mun gera það um
ókomin ár. Það er algjör óþarfi að
fara að hrófla svo við honum að
úr verði einhver óskapnaður. Sal-
urinn er stílhreinn og glæsilegur
og ber vitni um listrænt handbragð
meistara síns. En hann þarfnast
þess að honum sé haldið viö, eins
og reyndar öllu húsinu, bæöi að
utan og innan. Þær breytingar, sem
ég hef áður greint frá, væru efa-
laust til bóta.
Að lokum þetta: Þjóðleikhúsið er
eign allrar þjóðarinnar og á því
má ekki vinna nein skemmdar-
verk. Það eru skattgreiðendur
þessa lands sem greiðá allan kostn-
aðinn. Ég vænti þess því fastlega
að Húsfriðunarnefnd og húsa-
meistari ríkisins íhugi mál sitt
gaumgæfilega áöur en fram-
kvæmdir hefiast um endurbætur
og viðhald á Þjóðleikhúsinu.
Klemenz Jónsson
Bókaflóð allt árið
Einu sinni hélt ég að íslendingar
væru mesta bókaútgáfuþjóð heims.
Því er gjarnan haldið fram á ís-
landi aö þar séu gefnar út fleiri
bækur en í öðrum löndum. Eins
og alkunna er koma þessar bækur
út að langmestu leyti rétt fyrir jól-
in.
Einhveijar bækur standa veru-
lega upp úr og verða „metsölubæk-
ur“ en aörar falla í skuggann og
seljast kannski ekki nema í örfáum
eintökum. Um jólaleytið eru ís-
lendingár yfirleitt mjög uppteknir
við jólaundirbúning á einn eða
annan hátt, þannig að það hlýtur
að verða lítill tími aílögu til bóka-
lesturs.
Bókagagnrýnendur dagblaðanna
sýna yfirnáttúrlega hæfileika með
því að lesa og taka til dóma fleiri
bækur á skemmri tíma en eölilegt
getur talist. Manni dettur í hug að
þar fari nú eitthvað fyrir ofan garð
eða neðan í öllum asanum.
Vinsældalistar prýðilegir
Seinustu vikurnar eða kannski
öllu heldur aðeins seinustu vikuna
fyrir jólin keppast dagblöðin um
að segja okkur vinsældatölur úr
bókabúöunum, eða hvaða bækur
seljast mest.
Það er alveg prýðilegt að fá þær
upplýsingar en ég sakna þess að sjá
ekki slíkar upplýsingar yfir allt
árið. Hvers vegna gefa bókaversl-
anir ekki út vinsældalista einu
sinni í mánuði allt árið? Þær eru
opnar allt árið og það hljóta að selj-
ast einhveijar bækur aðra mánuði
en desember.
Ótrúleg bókaútgáfa
í Bandaríkjunum
Svo ég víki aftur að upphafsorð-
um þessarar greinar um að því sé
gjarnan haldið fram að íslendingar
séu mesta bókaútgáfuþjóð í heimi
er ég farin að efast. Ég hef þó ekki
haldbærar neinar tölur máli mínu
til stuðnings en í Bandaríkjunum
Kjallarinn
Anna Bjarnason
blaðamaður
er gefmn út aragrúi af bókum allt
árið um kring og fialla þær um hin
margvíslegustu efni.
Maður opnar ekki svo blað, hvort
heldur um er að ræða dagblaö eða
vikublað, að þar séu ekki fleiri eða
færri greinar þar sem vitnað er í
þessa eða hina bókina.
Næstum því daglega má sjá og
heyra viðtal við höfunda bóka í
þeim fiölmörgu viðtalsþáttum sem
tröllríða bandarísku sjónvarpi um
þessar mundir.
Menn gefa út bækur um allt milli
himins og jarðar, barnauppeldi,
svefnvenjur, súrdeigsbakstur frá
örófi alda (með bókarkaupunum
fylgir meira að segja upphafsdeig),
ótal „hvemig á að.... “ bækur eru
í hillum bókaverslana, að ótöldum
skáldsögum um allt milli himins
og jarðar.
Seinustu ár hefur líka mikið bor-
ið á svokölluðum „Kiss and tell“
bókum, þar sem fólk kemur „hreint
til dyranna og segir frá hlutunum
umbúðalaust".
Nýjastar eru bækur fyrrverandi
forsetahjóna, Ronalds og Nancy
Regan. Hefur Nancy fengið mikla
gagnrýni fyrir að standa í svona
bókaskrifum, en í bók hennar er
allt tínt til og sagt umbúðalaust frá
áliti hennar á fólki sem hún hefur
hitt í forsetatíð eiginmannsins.
Hún vandar fólki ekki kveðjurnar
og ekki er ótrúlegt að mörgum
sárni eins og t.d. Raisu Gorbatsjov,
sem fær þann dóm hjá Nancy að
hún sé bæði frek og leiðinleg!
Aðrir hafa þó tekið upp hanskann
fyrir Nancy og segja að bókin sé
býsna vel skrifuð og hún eigi heið-
ur skilið fyrir aö senda frá sér þessa
bók.
Glæsilegasta bókaverslunin
í Denver
Mikið ber á bókaverslunum í
þeim borgum sem ég hef komið í
að minnsta kosti. í Denver er sú
alglæsilegasta bókaverslun sem ég
hef nokkru sinni komiö inn í, The
Tattered Bookstore. Það er verslun
upp á fiórar hæðir og er hver hæð
mjög víðáttumikil. Er bókum nokk-
uðu skipt eftir efni á hæðirnar og
á einni hæðinni var alltaf í gangi
eins konar bókamarkaður. Á
neðstu hæðinni voru allar nýjustu
bækurnar.
Og ekki virðist vanta viðskipta-
vinina. Þegar ég hef komiö í bóka-
verslanir hér i Bandaríkjunum er
þar jafnan mikill fiöldi fóíks og all-
ir að kaupa bækur.
í fyrstu eru bækur gefnar út í
„hard cover", það er í venjulegu
broti með hörðum spjöldum. Ef
bækurnar finna náð fyrir augum
almennings og gagnrýnenda eru
þær undireins gefnar út í kilju-
formi og kosta þá ekki nema brot
af upprunalegu verði.
Algengt verð á nýútkomnum
bókum hér er um 22 'dollarar í
venjulegri bókabúð. í bókadeild
þess „Hagkaups“, sem við verslum
í, má fá sömu bókina á 13 dollara.
Ef þú vilt bíða þar til bókin kemur
í kiljubroti færðu hana á 2,50-5
dollara.
Ég held að óhætt sé að fullyrða
að hér séu bækur ekki gefnar út í
skinnbandi með gylltum áletrun-
um nema um einhvers konar við-
hafnarútgáfu sé að ræða á klassísk-
um verkum heimsbókmenntanna.
Það er heldur ekki svo ýkja dýrt
að verða sér úti um þannig útgáf-
ur, enda gefnar út í svo gífurlega
stórum upplögum að óhugsandi
væri fyrir íslenskan markað að
hugsa um slíkt.
Er hægt að lækka útgáfu-
kostnað íslenskra bóka?
Hins vegar hef ég aldrei orðið vör
við að bók, sem er metsölubók á
íslandi, sé eitthvað ódýrari heldur
en sú sem selst ekki nema í fáum
eintökum.
Verð á íslenskum bókum hefur
þótt frekar hátt, þótt ég sé alls ekki
dómbær á hvort svo sé í raun eða
ekki. Eflaust finnst mönnum rit-
laun síst of há, en það er önnur
saga.
En getur ekki verið að hægt sé
að lækka framleiðslukostnað bóka
eitthvað með því að dreifa útgáf-
unni yfir lengri tíma? Ég veit af
eigin reynslu að gífurlegt álag er í
prentsmiðjum landsmanna sein-
ustu mánuði ársins vegna ,jóla-
bókaflóðsins".
Það hlýtur að hækka útgáfu-
kostnaðinn þegar yfirvinnulaun
koma á vinnslu bókanna, starfs-
menn prentsmiðja verða að leggja
nótt við dag til að koma bókunuin
út i tæka tíð og sumar koma ekki
fyrr en fáeinum dögum fyrir jól.
Það hækkar einnig auglýsinga-
kostnaðinn því dengja verður inn
rándýrum sjónvarpsauglýsingum.
Ég þykist vita aö höfundarnir fái
ekki meira fyrir bókina þótt þeir
skrifi nótt og dag en get ekki með
nokkru móti komið auga á af
hverju þeir þurfa endilega að skrifa
undir svona pressu eins og þeir
virðast gera þegar handritin berast
ekki í prentsmiðjuna fyrr en á síð-
ustu stundu.
Manni finnst líka að stundum
megi sjá það á bókunum að til
þeirra hefur veirð kastað höndum.
Á það einkum við um viðtals-
bækur, sem eru nánast líkari ófull-
geröu og óleiðréttu handriti en full-
unninni bók. Þá hefur segulbandið
verið sett í samband og viðmæl-
andanum komið af stað með einni
spurningu eða svo og síðan allt
vélritað upp og fariö beint í prent-
smiðjuna með árangurinn.
Það er mikil unun sem fylgir því
að lesa og eiga góðar bækur, - líka
jafnvel þótt þær séu ekki svo mjög
góðar. Það þarf að vera á færi allra
að geta látið eftir sér að kaupa
bækur.
Eiga útgefendur ekki næsta leik
með því að velta fyrir sér möguleik-
anum á því að dreifa bókaútgáf-
unni á lengri tíma og lækka til-
kostnaðinn, t.d. með því að sleppa
skinnbandinu og gyllingunni?
Anna Bjarnason
„Eiga útgefendur ekki næsta leik með
því að velta fyrir sér möguleikanum á
því að dreifa bókaútgáfunni á lengri
tíma og lækka tilkostnaðinn, t.d. með
. því að sleppa skinnbandinu og gylling-
unni?“