Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989. Spumingin Hvað ætiarðu að gera á gamlárskvöld? Jón Otti Gíslason: Ætli ég veröi ekki heima í faömi fjölskyldunnar. Guðrún H. Guðlaugsdóttir: Ég verö heima. Kristján Sigmundsson: Ég reikna með aö vera heima meö fjölskyld- unni. Arnheiður Ingjaldsdóttir: Ég veit það ekki ennþá því ég er ekki búin aö ákveöa þaö. Ætli ég veröi ekki með vinkonum mínum. Hafdis Svavarsdóttir: Ég ætla aö vera í sveitinni og hafa það rólegt og skemmta mér. Margrét Þorgeirsdóttir: Ég ætla að fagna nýju ári á hefðbundinn hátt. Lesendur Á samkomu siðferðisskortsins: þessum þingmönnum þjóöarinnar, en hrífi áhugamenn um pólitík með sér í einhvern hugarheim uppfullan af andstööu og karpi um þau mál sem fólk telur að skipti svo miklu máh í daglegri afkomu, þá finnst mér vera um svo mikinn siðferðisbrest að ræöa hjá þessari valdamiklu stofnun sem Alþingi er, að ekki verður við unað. Auðvelt er að nefna mörg dæmi um svona athæfi en óþarft að nefna nema það nýjasta, þegar stofnunin setti niður svo um munar og varð tU þess að forsætisráðherra sá sérstak- lega ástæðu til að harma skrípaleik- inn, þegar hann var inntur eftir áliti. Einnig mætti bæta við máli sem nú nýlega hefur verið blásið út sem eitt mikilvægasta máhð í augnablik- inu, það að ræða þurfi og komast að niðurstöðu um afstöðu Alþingis til EFTA/EB viðræðnanna, og var látið Uggja að því að hún yrði að liggja fyrir áður en utanríkisráðherra mætti á viðræðufundi erlendis þann 19. þ.m. - AUt var það hjóm eitt þeg- ar til þurfti að taka, ekkert lá á og fundurinn var haldinn, án þess að Alþingi ræddi málið til fulls! Og verð- ur Uklega geymt þar tU þing kemur saman á ný. Hvað getur gert landsmenn frá- hverft virðingu fyrir löggjafarsam- komunni, ef ekki sá siðferðisbrestur sem lýsir sér í máUlutningi af þessu tagi. - Er Alþingi þá nokkuð annað samkoma siðferðisskortsins? Einar Árnason skrifar: Eftir einhverja þá mestu rimmu sem við höfum séð úr sölum Al- þingis á seinni árum og eftir að þing- menn hafa hver um annan þveran gert þessa samkundu, sem stundum er kölluð löggjafarsamkoma þjóðar- innar, en er ekkert annað en eins konar samkoma siðferðisskortsins í sinni einfóldu mynd - að athlægi, hefur nú allt fallið þar í ljúfa löð á ný. Menn eru farnir að draga í land með fyrri heitingar og sjálfstæðis- menn sækja fundi á ný - einnig í sameinuðu þingi undir forystu Guð- rúnar Helgadóttur. - Ég spái því að samkvæmt venju megi svo sjá þing- menn heilsast og óska hver öðrum gleðilegra jóla með faðmlögum, koss- um og tilheyrandi. Já, er það ekki einkennilegt, hvern- ig leikið er á strengi kjósenda og þeir látnir halda að á Alþingi sé talað í alvöru og menn meini það sem þeir segi? Ég er þeirrar skoðunar og áreiðanlega margir aðrir (því það eru ekki allir svo skyni skroppnir að þeir sjái ekki gegnum vefinn), aö á Alþingi fari fram sú stórkostlegasta blekking, sem höíð er í frammi á opinberum vettvangi hér á landi. Og ef þetta skyldi nú vera rétt, að þeim sé ekki eins leitt og þeir láta, „Er það ekki einkennilegt hvernig leikið er á strengi kjósenda?" segir m.a. í bréfinu. - Forseti Sameinaðs þings les því pistilinn i jólaönnunum. AIK í Ijúfa löð á ný Óskar hringdi: Laugardaginn 16. des. sl. tóku 9 manns sig saman og leigðu flugvél frá Arnarflugi fyrir leiðina Reykja- vík-Egilsstaðir-Reykjavík. Fólkið ætlaði að vera við jarðarfór á Seyðis- firði og átti véhn að bíða á meðan. Eftir langt flug til Egilsstaða fór svo að vélin gat ekki lent vegna dimm- viðris, sem skall á skömmu fyrir lendingu, og varð því að snúa við aftur til Reykjavíkur. Þar var lent í slæmu veðri eftir um 3 tíma flug (fram og til baka). Það sem merkilegast var við þetta allt var það að þegar fólkið kom til baka á skrifstofu Arnarflugs á Reykjavíkurflugvelh var því endur- greidd öll upphæðin sem það hafði greitt fyrir leigu á flugvélinni. Þetta kalla ég meiri háttar þjónustu og velvilja. Haukur Sigfússon og starfsfólk Arnarflugs, hafið þið bestu þakkir fyrir. - Það má vel koma fram sem vel er gert. Flugferðin endurgreidd Þórarinsson, Seyðisfirði, Lofað upp í ermina á Stöð 2: „Allt eftir ör- skamma stund“ m ■■ u Þognin Einar G. Pétursson skrifar: í greininni var ekki nefnt einu orði, í DV þriðjudaginn 19. desember á hverju dómarar byggja eínkum sl. birtist grein eftir Guðstein Þehg- úrskuröi sína um fjárræðissvipt- ilsson lækni undir heitinu „Til ingu. Eftir því sem ég veit best veit varnar öldruðum". Er þar hreyft eru það læknisvottorð, dómar fag- íhugunarverðu máh, þ.e. þegar manna um andlegt ástand viökom- gamalt fólk er svipt hárforræði. - andi,ogerfátítt,að mennséusvipt- Slík mál eru eðlilega mjög erfið og ir fjárforræði án læknisvottorðs. viðkvæm enda er þessari aðgerð Er rétt að minna á frétt, sem birt- ekki beítt og á ekki að beita fyrr en ist i Morgunblaöínu 24. ágúst 1989, i fulla hnefana. þar sem getið er dóma yfir konu í greininni er nokkuð rætt um fyrir að svíkja stórfé af gömlum dómara og gerðar kröfur til „að manni. í því máh er talað um „um- þeir geti gripið til eigin dómgreind- sagnir þriggja geðlækna og sál- ar, ef á þarf að halda." fræðinga". I grein sinni um íjár- Ekkierætluninaðverjalögfræð- ræðissviptingu hefði læknirinn inga og dómara en ástæðan fyrir' ekki átt að sleppa að nefna læknis- þessari athugasemd er ÞÖGNIN. - vottorð. Verömunur á könfekti: Það íslenska er dýrast Stöðvarhlustandi skrifar: Það finnst mér afar einkennileg skilgreining hjá þessari sjónvarps- stöð, sem mér finnst annars vera fjári góð og oft með eina efnið sem horfandi er á í sjónvarpi, að þulimir skuli ávallt, að loknum fréttalestri, telja upp það sem á eftir kemur en standa svo ekki viö að sýna það í þeirri röð sem það er talið upp. Það er þó ekki það versta, heldur hitt að fréttamenn eða þulirnir segi alltaf aö það sem á eftir fréttunum sé komi eftir örskamma stund. Þettá er orðiö að fóstum vana hjá Val- gerði, sem hefur það sem fasta setn- ingu aö segjameð bros á vör „... allt eftir örskamma stund“! Þetta stenst svo hvergi og alls ekki núna fyrir jólin, þegar allt er uppfullt af auglýs- ingum. Annars er Stöð 2 sú afþreying sem ég vildi ekki missa af og geri heldur ekki, svo lengi sem hún starfar. Það er ahtaf eitthvaö sem freistar manns og fréttirnar þar eru orðnar mjög góðar og eftir þær þarf maður ekki á öðrum sjónvarpsfréttum að halda það kvöldið - nema þá ef eitthvað spennandi kemur í lok fréttanna - „allt eftir örskamma stund“. Erla hringdi: Ég var að kaupa konfekt núna fyr- ir jólin og fór í verslun sem seldi úrval mismunandi tegunda, inn- lendra sem erlendra. Verðsaman- burður er orðinn manni tamur nú á þessum síðustu og verstu tímum og því tók ég mér tíma til að skoða teg- undir og bera saman. - Það sló mig eiginlega út af laginu að komast að því að íslenska konfektið var mun dýrara en það erlenda. Sem dæmi að taka skoðaði ég ýmsa 400 g kassa. íslenskt konfekt var á verðbilnu rétt yfir 700 krónum, 723, 745 og þar í kring. Erlent konfekt, t.d. Silhouette og margar fleiri teg- undir þýskar, á kr. 325 krónur. Allt í 400 g kössum. - Þetta er næstum óþolandi og maöur getur orðið argur yfir því að sjá erlent konfekt slá hinu íslenska svona hrikalega við í verði. Það er eitthvað meira en lítiö að hér hjá okkur þegar næstum hvað- eina sem hér er framleitt er oft um helmingi dýrara en sambærileg vara erlend. Ég vil hins vegar taka fram að mér finnst íslenskt konfekt það langbesta sem til er en þegar verð- munurinn er orðinn svona ofboðs- legur þá bara getur maður ekki sam- visku sinnar vegna annað en keypt það ódýrara. 0 En.þetta verður að fara að rann- saka betur ef við ætlum ekki að leggja íslenskan iðnað í rúst. Hvað er það sem veldur þessu? Eru álögur og skattheimta svona gífurleg á þennan rekstur? Er álagningin frá framleiðanda og hjá smásala svona óhófleg? Eru vinnulaunin orsök þessa háa verðs? - Eða eru innkaup- in svona ótrúlega hagstæð á erlend- um vörum? Spyr sá sem ekki veit, en það væri fróðlegt aö komast að hinu sanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.