Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1989, Side 24
24
MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 1989.
Meiming
Innan múranna
Bríet Héöinsdóttir og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum sinum í „Húsi Vernhörðu Alba“.
Þjóðleikhúsið sýnir:
HÚS VERNHÖRÐU ALBA
Höfundur: Federico Garcia-Lorca
Þýðing: Guðbergur Bergsson
Tónlist og áhrifshljóð: Hjalmar H. Ragnarsson
Leikmynd: Þórunn Sigriður Guðjónsdóttir
Lýsing: Ásmundur Karlsson
Leikstjórn: Maria Kristjánsdóttir
Þegar múrar hrynja verður fyrst aö fuUu
ljóst hvílíkri kúgun og grimmd er hægt aö
beita í skjóh valds og undirokunar. Múram-
ir, bæði þeir, sem eru rammlega byggðir og
hinir, sem eru ósýnilegir, fela valdbeitinguna
og henta einnig vel til þess að láta líta svo
út utan frá að allt sé í stakasta lagi innan
þeirra.
Litlu máh skiptir hvort heilu þjóðfélögin
búa þannig við frelsissviptingu eða hvort
harðstjórinn heldur sinni eigin fjölskyldu í
helgreipum valds og kúgunar. Eöli og til-
gangur valdbeitingarinnar er hinn sami
hvort heldur er.
Leikrit Federicos Garcia-Lorca um heimils-
harðstjórann, Vernhörðu Alba, hefur löng-
um veriö heimfært upp á stjómmálaástand-
ið, sem ríkti í heimalandi hans, Spáni, á þeim
ámm, þegar það var skrifað. Örlög höfundar-
ins sjálfs, sem var myrtur af útsendurum
falangista skömmu eftir að hann lauk við
það, árið 1936, undirstrikuðu sannleikann í
orðum hans og þau skilaboð sem heimurinn
mátti lesa úr verkinu.
Og nú um jólin, einmitt þegar Þjóðleik-
húsið fmmsýnir þennan magnaða fjöl-
skylduharmleik, hljóma orð Lorca enn sterk-
ar en ella, vegna þeirra heimssögulegu at-
burða, sem hafa verið að gerast síðustu daga.
Leikritið hefur tvisvar sinnum verið fært
upp hér á landi áður, og er skemmst aö minn-
ast sýninga Leikfélags Akureyrar nú í haust.
Sjónvarpið sýndi líka nýlega þáttaröð um
ævi Garcia-Lorca og einnig spánska kvik-
mynd, gerða eftir leikritinu um Vernhörðu
og dætur hennar.
Það er flarri lagi að bera þessar þrjár sýn-
ingar saman. Textinn er hráefnið, en síðan
kemur úrvinnslan, sem gerir hverja upp-
færslu að sérstöku og sjálfstæðu verki. Ur-
vinnslan fer að sjálfsögðu eftir efnum og
ástæöum á hverjum stað og tíma og þær
væntingar, sem gerðar eru fyrirfram, fara
hka eftir því, hver stendur að sýningum
hverju sinni.
Umgjörð sýningarinnar í Þjóöleikhúsinu
er dökk og dimm og háir veggir lykja um
þann kvennaheim sem höfundur lýsir í verk-
inu. Sviðið er þrengt með leikmyndinni og
gerist fyrri hlutinn innan dyra á heimhi
Vemhörðu Alba, en sá seinni í garðinum,
sem girtur er háum múr.
Þórunn Sigriður Þorgrímsdóttir er höfund-
ur leikmyndarinnar. Hún leggur áherslu á
sýnhega innhokun og það fangelsisandrúms-
loft, sem ríkir innan veggja heimilisins. Stór
og mikih stigi er þungamiðjan í sviösmynd-
inni í fyrri hlutanum og nýtir leikstjórinn
hann óspart til að skapa hreyfmgu.
Búningar voru hannaðir af Sigríði Guö-
jónsdóttur og voru mjög upp og ofan, e'nda
sinn úr hverri áttinni og mynduðu einkenn-
hegt stílrof sumir hverjir. Svörtu sorgar-
klæðin voru þó ágæt svo dæmi sé tekiö um
shkt.
Ekkjan, Vernharða, kemur í upphafl leik-
ritsins heim í hús sitt, frá jarðarfór eigin-
mannsins, ásamt fimm uppkomnum dætrum
sínum. Hún lýsir því yfir, að í átta ár skuli
sorgin ríkja í lífi þeirra, og engin þeirra fái
svo mikið sem að fara úr húsi.
María Kristjánsdóttir leikstjóri velur þá
leið að færa ýmislegt í verkinu nær okkar
stað og tíma. í stað þess að staðsetja at-
burðina í því innvígða spænska andrúms-
lofti, sem því er ætlað að gerast í, er farin
einhver- millheið. Þetta auöveldar að sumu
leyti túlkunina, sem þá þarf ekki að vera
kórrétt samkvæmt spánskri hefö, er veldur
um leið ruglingi, veikir hehdina og sam-
skipti kvennanna verða ekki eins trúleg fyr-
ir vikið.
Þetta verk byggist á aðstæðum sem eiga
rót aö rekja th aldalangrar kúgunar kvenna
og stéttaskiptingar, sem gerir það aö verkum
að samskipti einstaklinga eru háð óskráðum
lögmálum, sem ekkert getur haggað. Það er
erfitt að slíta leikritið úr samhengi við þenn-
an bakgrunn.
í uppsetningunni gætir óþarfa ofuráherslu,
eins og áhorfendum sé ekki fylhlega treyst
th að lesa á mhh línanna. Þetta var sérstak-
lega áberandi í fyrri hlutanum og alveg
óþarft, vegna þess aö textinn stendur alveg
fyrir sínu.
Yfirborðið skal vera slétt og fellt á heimili
Yernhörðu, hvaö sem tautar og raular.
Ástríöur og gagnkvæm tortryggni krauma
undir yfirborðinu, en tilfmningamar koma
framan af verkinu ekki svo berlega upp á
yfirborðiö.
Hugsanir og draumar allra systranna snú-
ast um hina forboðnu ávexti, karlmenn, og
þó einkum um einn, Pepe Romano (Róm-
verja). Hann er unnusti elstu systurinnar,
Angústías, sem komin er fast að fertugu, og
Vernharða hefur af náð sinni valiö henni
þennan heitmann.
Dæturnar bregðast á mismunandi hátt við
yfirgangi og miskunnarleysi móður sinnar
en beygja sig þó undir vöndinn allar nema
sú yngsta, sem í bjartsýni æskunnar heldur
að hún geti sloppið úr helgreipum hennar.
Hún nær ástum Pepes og þá er fjandinn laus.
Sigrún Waage er einlæg og fersk í hlut-
verki Adelu, sem horfir með hryllingi fram
á það, að verða eins uppþornuð og systur
hennar í innhokuninni. En hún náði hins
vegar ekki fyhhega tökum á að túlka þrjósku
hennar og síðan hyldýpi örvæntingar í lokin.
Helga Jónsdóttir leikur Angústías, sem móð-
irin segir að sé læpuleg. Hún hefur prýðilegt
útht í hlutverkiö, en geröi fullmikið úr vælu-
skap og undirgefni piparmeyjarinnar. Ragn-
heiður Steindórsdóttir mótaöi Magdalenu
skýrum dráttum og Guðrún S. Gísladóttir
Leiklist
Auður Eydal
var mjög sannfærandi, sem hin bæklaða
Martíríó. Leikur hannar var eftirminnilegur
og sterkur, persónan hehsteypt og skýr.
Tinna Gunnlaugsdóttir var látlaus í fremur
litlausu hlutverki Ameliu og Herdís Þor-
valdsdóttir fór á kostum í hlutverki ömm-
unnar Maríu Josefu.
Það vald, sem Vernharða hefur yfir dætr-
um sínum, verður skiljanlegt sé litiö á þann
jaröveg sem verkiö er sprottið úr. Hún vhl
fyrir hvern mun vernda stöðu sína og eignir
og besta ráðið er að viðhalda óbreyttu
ástandi. Th þess beitir hún öllum ráðum.
Þessi illvígi harðstjóri er í uppfærslu Þjóð-
leikhússins túlkaður af Kristbjörgu Kjeld.
Kristbjörg leikur á köflum „út á við“ í stíl
viö heildarsvip sýningarinnar. Á stundum
voru áherslurnar allt að því í Gestapo stíl
og undirstrikaöar með klæðnaði í ætt viö
einkennisbúninga fangavarða.
Sterkustu þættirnir í leik Kristbjargar voru
hins vegar, þegar hún slakaöi á og sýndi að
undir yfirborðinu bjuggu thfinningar, sem
að minnsta kosti í augum Vernhörðu sjálfrar
réttlættu harðstjórnina, þó að öðrum væru
boð hennar og bönn hlskiljanleg.
Hlutverk Vernhörðu er órjúfanlega tengt
hlutverki ráðskonunnar Poncíu, sem er augu
Vernhörðu og eyru, utan húss, sem innan. Á
mihi þeirra ríkir einhvers konar fiandvin-
átta, Vernharða getur ekki án Poncíu veriö,
hún þorir ekki í hana á sama hátt og dæturn-
ar, en heldur henni þó í skefium, ef á þarf
að halda. Briet Héðinsdóttir leikur Poncíu
og gerir persónunni ágæt skil eftir upphaf-
skaflann, en þar þótti mér túlkunin of yfir-
drifin.
(Sú hugsun læddist að mér oftar en einu
sinni i sýningunni, að stórfróðlegt heföi ver-
iö að sjá þær Kristbjörgu og Bríeti hafa hlut-
verkaskipti í verkinu. En það stóð nú reynd-
ar ekki til.)
Hjálmar H. Ragnarsson hefur samið tónlist
og áhrifshljóð, sem féllu vel að verkinu, þeg-
ar hljóðstyrk var sthlt í hóf. Lýsing Ásmund-
ar Karlssonar var mjög vel unnin, sérstak-
lega í seinni hluta verksins.
Þýðing Guðbergs Bergssonar er ný af nál-
inni, gerð fyrir þessa uppfærslu Þjóðleik-
hússins. Oröfærið er ákveðið og kjarnyrt og
hugnaðist ágætlega við fyrstu kynni.
Heimili Vernhörðu Alba er ákaflega magn-
að og stórbrotið listaverk, sem fyrir löngu
hefur unniö sér fastan sess í heimsbók-
menntunum. Sýning Þjóðleikhússins er
áhugaverð en náði því ekki á frumsýning-
unni að standa fyllilega undir þeim vænting-
um sem fyrirfram voru gerðar til hennar.
AE