Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. Fréttir__________________________________ Fólksfjöldi á landinu: Tæplega sex prósent fækkun á Patreksf irði - um 57 prósent þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu íslendingum fjölgaði 1.792 á síðasta ári þrátt fyrir að bamsfæðingar væru mjög margar á árinu. Þetta er aðeins 0,71% fjölgun. Mestu munar að 1100 fleiri fluttu frá landinu en fluttu til landsins. íslendingar eru nú 253.482. Á höfuö- borgarsvæðinu búa 143.902, eða 56,8% þjóðarinnar. Flestir landsmenn búa í Reykjavík, eða 96.727. Það em 38,2% þjóðarinnar. Kópavogur er annað stæsta sveitarfélag landsins með 15.926 íbúa eða 6,3%. Hafnarfjöröur er í þriðja sæti meö 14.546 íbúa, eða 5,7%. Akureyri er fjórða stærsta sveitarfélagiö með 14.099 íbúa, eða 5,6%. í Keflavík búa 7.436 íbúar. Höfuðborgarsvæðið Eins og áður sagði búa 143.902 á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík er fjölmennasta sveitarfélagið, Kópa- vogur er næstur og þá Hafnarfjörð- ur. í Garðabæ búa 6.882. í Mosfellsbæ búa 4.184 og á Seltjarnarnesi 4.083. Fjölgun varö í öllum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu, mest í Bessastaðahreppi, 6,1%. Minnst varð fjölgunin í Garðabæ, 0,6%. Suðurnes Á Suðurnesjum búa 15.085, eða 6% landsmanna. Keflavík er fjölmennast sveitarfélaga á Suðurnesjum en þar búa 7.436. í Njarðvík búa 2.398 og í Grindavík 2.143. Samtals fjölgaði Suðumesjamönn- um um 0,9% á árinu. Af einstökum byggðarlögum varð fjölgunin mest í Keflavík, 1,8%; íbúum fækkaði um 1,8% í Njarðvík og um 1,5% í Sand- gerði. Vesturland Á Vesturlandi búa 14.663. íbúum fækkaöi um 154 á árinu. Þar búa nú 5,8% þjóðarinnar. Akranes er fjöl- mennast byggðarlaga á Vesturlandi með 5.348 íbúa. í Borgamesi búa 1.695. í Stykkishólmi búa 1.227 og í Ólafsvík 1.186. Fólksfækkun varð í öllum sveitar- félögum á Vesturlandi, mest í Stykk- ishólmi, eða 2,1%. í Ólafsvík fækkaði íbúum um 1,4% og um 1% á Akra- nesi. Vestfirðir Á Vestfjörðum búa nú 9.840 manns. Þeim fækkaöi um 257 á þessu ári. ísafjörður er sem fyrr fjölmennasta byggðarlagið með 3.455 íbúa. Bolung- arvík kemur næst með 1.218. Fækk- un varð í öllum sveitarfélögum nema Bolungarvík, þar fjölgaði um einn íbúa. Mest varð fækkunin á Patreksfirði, en þar fækkaði íbúum um 56, eða 5,7%. Þrátt fyrir margar barnsfæðingar á árinu er fjölgun þjóðarinnar ekki nema 0,71 prósent. Brottflutningur af landinu hefur þarna mikil áhrif. Norðurland vestra íbúar á Norðurlandi vestra eru 10.447 en voru 10.551 fyrir ári. Fækk- unin nemur einu prósenti. Sauðárkrókur er fjölmennasta byggðarlagið, með 2.497 íbúa. Á Siglufirði búa 1.808 og á Blönduósi 1.084. íbúum fækkaði í öllum byggðarlög- um, nema á Sauðárkróki og Blöndu- ósi. Á Sauðárkróki fjölgaði íbúum um 19. Á Blöndupsi fjölgaði um einn íbúa. Mest varð fækkunin á Siglu- firði, 2,7%. Norðurland eystra Á Norðurlandi eystra búa 26.112 manns, eða 10.3% allra landsmanna. Þeim fjölgaði um 37 á árinu. Flestir búa á Akureyri, eða 14.099. Á Húsa- vík búa 2.478. Á Dalvík 1.454 og 1.191 á Ólafsfiröi. Dalvíkingum fjölgaöi um 1,7%. Ól- afsfirðingum um 1% Akureyringum um 0,9% en Húsvíkingum fækkaði um 0,8% Austurland Á Ausurlandi búa 13.200 manns, eða 5,2% landsmanna. Austfirðing- um fjölgaði um 33 á árinu. Flestir búa á Neskaupstáð, eða 1.748. Á Höfn búa 1.639. Á Egilsstöðum búa 1.386. Á Eskifirði búa 1.095 og á Seyðisfirði búa 991. Mest varð fjölgunin á Höfn, eða 49 íbúar sem gera 3,1%. íbúum Nes- kaupstaðar fjölgaði um 2,0%. Suðurland Á Suðurlandi búa 20.209 en voru 20.0% árið 1988. Flestir búa í Vest- mannaeyjum, eða 4.800. Á Selfossi búa 3.848. í Hveragerði 1.586 og í Ölf- ushreppi, sem er aðallega Þorláks- höfn, búa 1.516. Mest varð fjölgunin á Selfossi, eöa 2%. í Ölfushreppi varð fjölgunin 1,7%. í Vestmannaeyjum fjölgaði íbúum um 1,2%. -sme Lítið framboð af fiski í Englandi og Þýskalandi - verðið að sama skapi mjög hátt England. Lítið framboð hefur verið af fiski í Bretlandi um þessar mundir. Aðeins eitt skip hefur landað þar síðan í fyrri viku. Bv. Stapavík seldi í Grimsby 18. desember 1989 alls 39,5 lestir fyrir 5,128 milij. kr. Meðalverð var 129,62 kr. kg. Þorskurinn seldist á 132,32 kr. kg, ýsan á 118,09 kr. kg, koh 151,59 kr. kg og smálúða og blandaður flat- fiskur 438,09 kr. kg. Fiskur seldur úr gámum var alls 1.423.737,75 kg. Heildarsalan var 177,257 millj. kr., meðalverð 124,50 kr. kg. sem við blasir, en það ekki skilað árangri, segir í Tsukiji Bulletin. Sá viiji kom fram á fundunum að japanskir kaupmenn gerðu áætíun um hver framleiðslan yrði á næsta ári en ársframleiðslan nú er 670.00Ó- 680.000 tonn og fer veiðin aðallega fram við Nýja-Sjáland, Argentínu og heima við Japan. Innflutningur er talinn munu verða svipaður og hann var á síðasta ári, eða 120.000 tonn, til viðbótar þeim 360.000 tonnum sem voru í birgða- geymslum frá síðasta ári. Buhetin hefur fengið ACD Heigwey Fiskmarkaðimir Ingólfur Stefánsson 9,00 n.kr. eða um 83 kr. ísl. kg. Rúss- ar hafa aftur á móti keypt síld af Norðmönnum og hafa þeir greitt 1,50 n.kr. fyrir kg sem er nálægt 13,80 ísl. kr. kg. Sjómennimir segja að betra sé að selja Rússum en setja síldina í gúanó. Eina skipið sem selt hefur i Þýska- landi aö undanförnu ertogarinn Ottó N. Þorláksson. Norskur lax I spænskum fjörðum Atlantshafslaxinn hefur þolað vel hinn mikla hita sem er í fjörðunum á Spáni, sem getur orðið allt að 22°C. í Orlifirðinum í Gahcíu hefur spænskt fyrirtæki komið fyrir 16 eld- isgirðingum og hafa þrjár tegundir verið settar til eldis í þeim. Tegund- imar eru lax, urriði og „pigvar" sem mun kallast sandhverfa á íslensku. Á undanfömum árum hafa verið fram- leidd í þessum firði 150 tonn af Kyrra- Selt magn kg Verðí erl.mynt Meðalverð Söluverð pr. kg ísl. kr. Kr. pr. kg Sundurliðun eftir tegundum: Þorskur 731.678,25 999.572,15 1,37 98.882.380,13 135,14 Ýsa 438.415,00 514.942,00 1,17 50.955.760,42 116,23 Ufsi 64.525,00 41.237,90 0,64 4.080.469,47 63,24 Karfi 29.445,00 16.790,60 0,57 1.662.347,01 56,46 Koli 22.935,00 45.739,30 1,99 4.520.817,87 197,11 Grálúöa 12.865,00 10.205,40 0,79 1.007.844,48 78,34 Blandað 123.874,50 163.206,38 1,32 16.147.711,31 130,36 Samtals: 1.423.737,75 1.791.692.63 1,26177.257.221,92 124,50 Þýskaland. Lítið framboð hefur veriö af fiski í Þýskalandi að undanförnu. Eina skipiö, sem selt hefur þar, er bv. Ottó N. Þorláksson sem seldi alls 134,4 tonn fyrir 18,786 mihj. kr., meðalverð 139,86 kr. kg. Karfi seldist á 115-160 kr. kg, ufsi á 115-130 kr. kg, þorskur- inn seldist á 133 kr. kg. Japan. Erfiðleikar em í framleiðslu á kol- krabba. Þrír fundir hafa verið haldn- ir á þessu ári og ræddur sá vandi, Ltd., sem er fylgirit FNI, tíl að gera úttekt á markaönum fyrir næsta ár á innflutningi. 1988 nam innflutning- ur 40% á Tsukin markaðnum í Jap- an. Búist er viö aukningu á næsta ári. Rússar selja 9000 tonn af fiski til Noregs Norðmenn hafa keypt ahs 9000 tonn af fiski af Rússum á þessu ári. Nú nýlega hafa þeir keypt 2000-2500 tonn af þorski. Verö á þorskinum er Efnahagsbandalagið: Norðursjávarkvótinn Árið 1990 Árið 1989 þorskur 120 þúsund tonn ýsa 68 þúsund tonn lýsa 60-70 þúsund tonn koli 185 þúsund tonn síld 514 þúsund tonn Veiðar vestan við Skotland þorskur 18.400 tonn ýsa 19.500 35.000 tonn lýsa 11.000 16.000 tonn hafslaxi. Eftir eins árs eldi Atlants- hafslaxins vom seld 10 tonn af 1-2 kg laxi, á síðasta ári voru framleidd 80-100 tonn af laxi. Nú hefur verið stofnað norskt- spænskt fyrirtæki um eldisstöðvarn- ar í firðinum og heitir það „Esteiro Seafarm". Stytt og endursagt úr Fiskaren Fransmenn veiða við Marokkó Tveir franskir togarar verða viö thraunaveiðar á „cephalopus“ úti fyrir Marokkó í 3 mánuði. Þessum veiðum lýkur í janúarlok. Fransmenn hafa greitt fyrir veiði- leyfin 300.000 FF. Spænskur skipstjóri er fiskiskip- stjóri á þessum thraunaveiöum og er hann frá Vigo. Áhöfn er ahs 22 menn og þar af eru 2 menn frá Kóreu sem leiðbeina um pökkun á afurðun- um. Japanskir tæknimenn verða einnig í veiöiferðinni. Gert er ráð fyrir sölu aflans í Jap- an. Nýlega hefur verið ákveðið verð á vorgotsíld sem söltuð er um borð í skipunum. Inni í verðinu er tunnu- verð. 1. Runnsöltuð shd: 1. flokkur, þar sem aðeins fara 1-3 stykki í khóið, 42,60 kr. kg. 2. flokkur með 3-5 stk. í kílói, 35,15 kr. kg. Hausskorin og söltuð shd: Stærðarflokkur 2-4 stykki af haus- skorinni síld, 48,10 kr. kg. 2. stærðarflokkur, 4-6 stk. í kílói, 38,85 kr. kg. Söltuð síldarflök: 1. fl. 71,70 kr. kg. 2. flokkur 56,42 kr. kg. Ef síldin er pökkuð í bláar plasttunn- ur bætast við verðið 1,85 kr. á kíló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.