Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. íþróttir______________________________________ Leikur númer eitt þúsund hjá Clough Einn þekktasti framkvæmdastjórinn í ensku knattspyrnunni, Brian Clough, sem stjórnar liði Nottingham Forest, nær merkum áfanga á laugardag er hann stjórnar Uði í 1000. skipti í ensku knattspyrnunni sem framkvæmda- stjóri. Clough, sem þekktur er fyrir að segja sína skoðun á hlutunum umbúða- laust, hefur verið framkvæmdastjóri í ensku knattspyrnunni síðustu 25 árin og starfað hjá fimm liðum. Hann hefur verið hjá Nottingham Forest síðustu tíu árin og ekkert fararsnið er á kappanum. Clough stjómar liði sínu á morg- un gegn Tottenham en í þeim 999 leikjum, sem hann á að baki, hefur lið undir hans stjóm sigrað í 456 leikjum, jafntefli hefur orðið niðurstaðan í 260 leikjum og í 283 leikjum hefur Clough mátt bíða ósigur. -SK Hver verður íþrótta- maður ársins hjá DV? í desembermánuði hefur lesendum DV gefist kostur á að kjósa íþrótta- mann ársins 1989. Hafa atkvæðaseðl- ar, sem birst hafa á íþróttasíðum blaðsins, streymt til DV og greinilegt að áhugi fyrir þessu kjöri er mikill á meðal lesenda blaðsins. Frestur til að skila inn atkvæðaseðlum rann út klukkan eitt í dag. Sá íþróttamaður, sem hlutskarp- astur verður í kjörinu, fær glæsileg verðlaun sem eru tvöfalt kássettu- segulband af Elta-gerð frá OPUS, Skipholti 7. Úrslit í kjörinu verða til- kynnt í þriðjudagsblaði DV 2. janúar. íþróttamaður ársins í fyrra, að mati lesenda DV, var Haukur Gunnars- son. -SK Góður sigur hjá unglingalandsliðinu - vann Kýpurbúa, 2-1, í gær ísland sigraði Kýpur, 2-1, í annarri umferð á alþjóðlegu móti unglinga- landsliða í knattspymu í ísrael í gær. íslendingar skomðu eina mark fyrri hálfleiksins þegar Bjarki Gunn- laugsson frá Akranesi skoraði á síö- ustu mínútu fyrri hálfleiksins. Á 67. mínútu bætti svo Ríkharður Daðason, Fram, við öðru marki fyrir ísland og staðan því 2-0. Eftir þetta mark gáfu íslensku leikmennimir aðeins eftir og leikmenn Kýpur sóttu fast aö marki íslands. Sókn þeirra bar loks árangur þegar um 9 mínútur voru til leiksloka en fleiri urðu mörk- in ekki þrátt fyrir þungar sóknir Kýpurbúanna. „Við erum ánægðir með stigin tvö en eftir að þeir náðu að minnka muninn var maður orðinn ansi hræddur. Liðsheildin var sterk í leiknum en Sigurður Sigsteinsson frá Akranesi var besti leikmaöur ís- lenska liðsins ásamt Ólafi Péturssyni markverði frá Keflavík. Tveir leik- menn íslenska liðsins léku sinn fyrsta landsleik í gær en það vom þeir Bjarki Pétursson, ÍA, og Finnur Kolbeinsson, Fylki,“ sagði Sveinn Sveinsson, fararstjóri íslenska liðs- ins, í samtali við DV í gær. -GH Ætla að setja gervi- efni á Laugavöllinn Miklar líkur eru taldar á því að gerviefni verði sett á frjálsíþrótta- völlinn að Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu á næstunni. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Skinfaxa sem Ungmennafélag íslands gefur út. Blaðið er óvenjuglæsilegt að þessu sinni, enda 80 ára þessa dagana. í Skinfaxa er rætt við Gunnar Jó- hannesson, formann HSÞ, og hann segir að máhð sé komið vel á veg. Og hann heldur áfram: „Það er kom- ið svo vel á veg að sveitarstjórnar- menn þeir sem málið snertir eru all- ir sammála um að þetta sé mál sem beri að stefna á og það á allra næstu misserum. Máhð er nú í ríkiskerfinu og unnið er að því að fá jáyrði frá ráðuneyti um að ríkið leggi sinn lög- bundna skerf til þessa máls úr íþróttasjóði." Loks segir formaður HSÞ: „Eins og ég sagði eru ahir sveit- arstjómarmenn gahharöir á að það beri að leggja í þessa framkvæmd." í viðtahnu við Skinfaxa leggur Gunnaráherslu á að hér sé um mikil- væg byggðasjónarmið' að ræða sem snerti aha byggð í Suður-Þingeyjar- sýslu. Það yrði mik'il lyftistöng fyrir íþróttir í Þingeyjarsýslum ef af þess- um framkvæmdum verður og raun- ar er ekki spurning hvort heldur hvenær gerviefni verður lagt á völl- inn. Ritstjóraskipti á Skinfaxa Eins og áður segir er Skinfaxi 80 ára um þessar mundir og veglegt af- mæhsblað nýkomið út. Rekstur blaðsins hefur þó gengið nokkuð erf- iðlega undanfarið, að sögn Þóris Har- aldssonar, varaformanns UMFÍ, og vinnur nefnd að thlögum varðandi áframhaldandi útgáfu blaðsins. Þá má geta þess að Ingólfur Hjörleifs- son, sem verið hefur ritstjóri blaðs- ins, lætur af störfum um áramótin vegna náms og er óráðið hver tekur við af honum. Ingólfur hefur ritstýrt Skinfaxa síðustu þrjú árin. -SK Jólagjöf kylfingsins Kylfingur af Suðumesjum, Bjarni Kristjánsson, náði draumahöggi allra kylfinga skömmu áður en jólahátíðin gekk í garð er hann fór holu í höggi á HólmsveUi í Leiru. Afrekið vann Bjarni á 16. braut vaharins. Árstíminn, sem Bjarni valdi fyrir draumahöggið, er undarlegur, svo ekki sé meira sagt, en afrekið er án efa hin besta jólagjöf. Þess má geta að fjöldi kylfinga fór holu í höggi á árinu og verða þeim sem það gerðu veittar viður- kenningar í dag, föstudag, klukkan 17 að Síðumúla 35 í Reykjavík. -SK • Jakob Sigurðsson er hér kominn fram hjá norsku varnarmönnunum og skorar eitt af mörkum íslenska landsliðsins. 46. sigur Islendinga á Norðmönnun ísland sýndi c - og sigraði sterkt lið Norðmanna, 25-22,1 gærkvö] ísland sigraði Noreg í landsleik í handknattleik í LaugardalshöUinni í gær- ■'kvöldi með 25 mörkum gegn 22. Staðan í hálfleik var 13-11, íslend- ingum í hag. íslendingar höfðu forystu aUan leiktímann, mest sex mörk yfir í fyrri hálfleik, 11—5. Byijunarlið íslands í leiknum var þannig skipað að Einar Þorvarðarson stóð í markinu, homamenn voru þeir Jakob Sigurðsson og Valdimar Grims- son, skyttur Kristján Arason og Alfreð Gíslason, leikstjórnandi Siguröur Gunnarsson og inni á línunni var Þorg- Us Óttar Mathiesen. Þannig var Uðið skipað nær allan leiktímann nema hvað Héðinn Gilsson skipti við Alfreð. Kristján Arason skoraði tvö fyrstu mörk íslands með þrumuskotum og hann kom einnig við sögu með tveimur glæshegum línusendingum á ÞorgUs Óttar Mathiesen sem gáfu mörk á fyrstu 10 mínútunum. Þegar 12 mínút- ur voru liðnar af leiknum var staðan 7-5. Þá komu mikU kaflaskipti í leikn- um, fyrst skoruðu íslendingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 11-5. Héldu þá margir að íslendingar myndu kafsigla Norðmenn. Norska hðið gafst ekki upp og skoraði fjögur mörk í röö og breytti stöðunni í 11-9. Staðan í hálf- leik var 13-11. í síðari hálfleik höfðu íslendingar frumkvæðiö og náðu tvisvar að komast fimm mörkum yfir. ÞorgUs Óttar var þá látinn fara vel út á móti stórskyt- tunni Östyn Havang, sem skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik, og við það riðlað- ist mjög sóknarleikur norska hðsins. Sigur íslands var aldrei í hættu, liðið hafði þetta þijú tU fimm mörk yfir allan hálfleikinn og lokatölumar í leiknum urðu 25-22. Margt gott sást í leik íslenska liðsins í gærkvöldi og með meiri samæfingu og fleiri landsleikjum á næstu misser- um ætti það að geta gert góða hluti í Tékkóslóvakíu á næsta ári. Þorgils Ótt- ar Mathiesen, fyrirliði íslenska lands- liðsins, var besti maður liðsins og nýtti færi sín á línunni geysUega vel, skoraði 7 mörk. Kristján Arason átti einnig góðan leik og samvinna hans og Þorg- Us Óttars í leiknum var frábær. Héðinn GUsson var frekar seinn í gang en þeg- ar á leikinn leið átti hann góða spretti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.