Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. 11 Sviðsljós Tatum ber ljósmyndara Það fór heldur betur í skapið á henni Tatum O’Neal þegar ljós- myndari nokkur rakst á hana á Heathrowflugvellinum í London. Ljósmyndarinn smellti myndum af henni og börnum hennar, Kevin og Sean, í gríð og erg. Tatum reidd- ist mjög ljósmyndaranum og skip- aði honum að hafa sig á brott en hann lét sig ekki. Tók þá Tatum tösku sem hún var með og barði ljósmyndarann svo að stórsá á honum. Þegar Tatum hafði barið hann eins og hana lysti öskraði hún á hann að hann skyldi láta hana í friði hér eftir. Hins vegar herma fregnir að ljósmyndarinn hyggist kæra Tatum fyrir grófa líkamsár- ás. Tatum með sonum sínum, Kevin og Sean, Jin Li er tveggja ára en vegur 50 kíló. Risabamið Jin ti Þeirfræguogríku... Carolina prinsessa skandalíseraði heldur betur í samkvæmi nú fyrir skömmu. Hún sá sinn ektamann, Stefano, á tali við huggulega stúlku. Það fór víst eitthvað í taugamar á henni því allt í einu klæddi hún sig úr skónum og dreif sig upp á borð þar sem hún fór aö dansa, viðstödd- um til mikillar ánægju. Það leið hins vegar ekki á löngu að Stefano sá til konu sinnar og brást reiður við. Hann skellti henni á öxlina og skundaði með hana út. Diana Ross hefur ákveðið að dóttir henn- ar skuli líkjast henni eins og nokkur kost- ur er. Aumingja bamið þarf vist að læra öll þau lög sem mamman syngur og þeg- ar hún heldur hljómleika þarf barnið að koma með henni klætt í sams konar föt og hún og með eins greiðslu. Til að halda dótturinrú betur við efnið fær hún ríflega vasapeninga ef hún stendur sig í stykk- inu. Þá vitið þið það. Loksins brosir Marianna Borg, en hún er best þekkt fyrir að hafa eitt sinn verið gift tenniskappanum Birrú Borg. Ástæð- an fyrir ánægju Mariönnu er víst sú að hún á von á barni innan skamms. En hún hefur reynt í mörg ár að eignast barn án árangurs þar til nú. Bamið borðar allt sem að kjafti kemur og biður stöðugt um mat, seg- ir mamma hans Jins Li litla. Dreng- urinn er einungis tveggja ára en veg- ur heil 50 kíló. Sá litli, stóri á heima í Chikan í Kína og er að verða jafnþungur og faðir hans enda pabbinn smávaxinn. Fái hann ekki að borða nagar hann allt sem hönd á festir, segir mamma hans. Jin Li var stór nýfæddur en ekki er vitað nákvæmlega hversu stór hann var þar sem ungbamaeftirliti er mjög áfátt á heimaslóðum hans. Konumar í þorpinu þar sem hann býr segjast aldrei hafa séð jafnstórt og digurt ungbarn og hann. Allt frá fyrstu stundu hefur Jin Li grenjað eftir mat; þegar hann var sex mánaða borðaði hann 15 fullar skál- ar af núðlum yfir daginn. „í dag borðar hann heilan fisk í mál og þar á eftir borðar hann fulla skál af hrísgijónum með grænmeti. Við höfum ekki ráð á að kaupa allan þann mat sem hann þarf svo faðir hans fer út á hverri nóttu til að veiöa fisk handa honum," segir mamma hans. Ef matseðill barnsins er skoðaður kemur í ljós að í morgunmat borðar hann fimm skálar af núðlum, tvær skálar af hrísgrjónum og eitt kíló af fiski. í hádeginu borðar hann fimm skál- ar af núðlum, fjórar skálar af hrís- gijónum og eitt og hálft kíló af fiski. A kvöldin borðar hann svo eitt stykki kjúkling, eitt og hálft kíló af fiski, fimm skálar af núðlum og eina skál af hrísgijónum og í eftirrétt borðar hann svo ávexti. Jin Li nýtur þess svo sannarlega að borða, hann grýtir ekki matnum í kringum sig heldur fer hann beina leið upp í munninn á honum og það- an ofan í maga. Læknar, sem hafa skoðað þetta risabarn, segja að það verði að skammta ofan í hann mat því með sama áframhaldi muni Jin Li vega 150 kíló þegar hann veröur 7 ára gamall. Ef hann verður ekki dáinn þá því þessi mikh líkamsþungi reyn- ir mjög á hjartað. JASMIN VIÐ BARÓNSSTÍG VERSLUNIN HÆTTIR EFTIR JÓL Fata- og gjafavörulager, búðarborð (2) og kassi, fataslár og hengi, verslunarinnréttingar og hillur, flúrljós o.m.fl. Selst á mjög sanngjörnu verði. Vinsamleg- ast hafiðsamband I s. 11625 (á daginn) eða 23958 (á kvöldin). Hattar, húfur, knöll í ÁRAMÓTAVEISLUNA Opið laugardag, Hallarmúla og Austurstræti, kl. 10-13, Kringlunni 10-16 AÐAL- FUNDUR í samræmi við ákvarðanir hluthafafundar 26. júlí sl. er nú boðað til aðalfundar Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1990. Verður fundurinn haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, miðvikudaginn 17. janúar 1990 oghefstkl. 16:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um nýjar samþykktir fyrir félagið. Breytingar frá núverandi samþykktum felast aðallega í breytingum á tilgangi og starfsemi s félagsins, sem lúta að því að félagið hætti bankastarfsemi og verði m.a. eignarhaldsfélag um hlutabréf í íslandsbanka hf., sbr. samþykkt hluthafafundar 26. júli sl. varðandi kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og samruna rekstrar Iðnaðarbankans við rekstur þriggja annarra viðskiptabanka. 3. Önnur mál, löglega upp borin. 4 Tillaga um frestun fundarins. Bankaráð boði til framhaldsfundar sem haldinn vetði í síðasta lagi fyrir lok aprilmánaðar nk. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þekra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. janúar nk. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 10. janúar nk. Reykjavík, 20. desember 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. tðnaöarbankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.