Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. 43 Lífestm Friðarljós í stjaka sem eykur öryggi og kemur í veg fyrir íkveikju. DV-mynd GVA Kertastjakar úr smídajámi Margir kjósa að láta stór kerti, svokölluð friðarljós, loga úti á tröpp- um um hátíðamar. Eiríkur Magnús- son og Hörður Sigurðsson reka Smíðagallerí í Mjóstræti 2 b. Þar eru seldir stjakar úr smíðajárni sem þeir hafa hannað og smíðað. Mikið öryggi er að slíkum stjökum sem koma í veg fyrir að kertið geti fokið og valdið íkveikju. Auk þess er skjól í stjökunum og logar því lengur á kertinu við erfiðar aðstæður. Stjakamir eru hinir laglegustu gripir og kosta 1.500 krónur stykkið. -Pá Hagstofa íslands: Strikar nöfn út af happdrættisskrám Vilji menn láta má nafn sitt út af nafnaskrám sem Hagstofa íslands sendir út til happdrætta og félaga- samtaka nægir eitt símtal til Hagstof- unnar eða ferð þangað til að útfylla sérstakt skjal. Við þetta hætta menn að fá heim- senda happdrættismiða, dreifibréf, auglýsingar og fleira sem flýtur inn með póstinum. Þetta gildir þó ekki um símnúmerahappdrætti. „Það er talsvert um að fólk notfæri sér þessa þjónustu," sagði starfs- stúlka á Hagstofu íslands í samtali við DV. „Þó er það mest merkjanlegt í desember þegar mesta hrinan af svona aukapósti dynur yfir.“ Þess munu dæmi að fólk fái áfram happdrættismiða þrátt fyrir að nafn þess hafi verið máð út af viðkomandi skrá. Það er þá vegna þess að sá sem sendir út happdrættismiðana eða dreifibréfin styðst við gamla og úr- elta skrá. Síminn á Hagstofu íslands er 26699 og gefa þarf upp nafn, heimilisfang og kennitölu. -Pá Flugbjörgunarsveitir: Bátur og tveir bílar Dregið hefur verið í happdrætti miða nr. 4241 og miða nr. 41457. Landssambands Flugbjörgunar- Númer annarra og smærri vinn- sveitanna. Fyrsti vinningur, Sóma inga verða auglýst nánar síðar. sportbátur, kom á miða nr. 42479. -Pá Tveir Toyota 4-Runner bílar komu á S í mahappdrætti Dregið var í símahappdrætti Saab 900, kom á miða nr. 97-11389, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á 3. vinningur, Citroen BX, kom á núða aðfangadag. Eftirtahn númer hlutu nr. 91-641309. Fjórir Citroen AX bílar vinning: 1. vinningur, Saab 9000, kom komu á miða nr. 91-21636, 91-615601, á miða nr. 95-36725, 2. vinningur, 91-30446,98-33844 og 98-11730. -Pá Styrktarfélag vangefinna: Vinningsnúmer Dregið var í happdrætti Styrktar- félags vangefinna á aðfangadag. 1. vinningur, Volvo 740 GLi, kom á miða nr. 75096. 2. vinningur, Suzuki Fox Samurai, kom á miða nr. 33404. 3.-10. vinningur, sem var bifreið að eigin vali fyrir kr. 700.000, féll á miða nr. 1906, 14582, 19881, 37019, 43848, 60766, 75455 og 99410. -Pá Ellingsen flugeldar - leiðrétting í umijöllun DV um flugelda í gær eins og hermt var í fréttinni. var rangt farið með verð á fjölskyldu- Einnig var ranglega staðhæft að pökkum frá Ellingsen. Birtur var opið væri hjá Ellingsen á gamlársdag listi yfir innihald eins pakka. Sá átti en svo er ekki. Beðist er velvirðingar að kosta 2.000 krónur en ekki 3.000 áþessummistökum. -Pá Af hverju ekki fisk- mánuður á fslandi? Lagt er til að febrúar verði sérstakur fiskmánuður á íslandi. Er einhver sérstakur fiskmánuður hjá okkur á íslandi? Ég spyr vegna þess að október var fiskmánuður hér í Bandaríkjunum. Það er að tilhlutan samtaka fiskiðnaðarins í Washing- ton DC að október hefur verið opin- ber fiskmánuður hér í landi sl. 34 ár. Neytendur eru óspart hvattir til þess að borða meiri fisk í fiskmánuð- inum. Auglýsingar um hollustu fisk- metis í blöðum og sjónvarpi eru áber- andi og í fiskborðum stórmarkað- anna mátti sjá alls konar kostatilboð á fiski. Gífurlegt úrval er hér af alls konar frystum fiskréttum sem aðeins þarf að hita í örbylgjuofni. En okkur, harðsvíruðum ýsuætum ofan af ís- landi, finnst frekar lítið til slikra rétta koma. Við viljum hafa matreiðsluna á fiskinum sem allra einfaldasta og Neytendur satt se'gja borðum við nú orðið ýsuna okkar bara soðna í vatni með nýjum soðnum kartöflum og bræddu smjöri (sem er auðvitað best að sé íslenskt, eins og ýsan). Steiktur fiskur hefur því nærri algerlega vikið af okkar borði eftir nærri tveggja ára dvöl hér ytra. Febrúar tilvalinn fiskmánuður á íslandi En víkjum að fiskmánuðinum. Það væri ekki úr vegi að gera einhvern mánuðinn að sérstökum fiskmánuði á íslandi. Mér fyndist þá við hæfi að það væri febrúar, þegar meira úrval er af fiskmeti alls konar á íslandi en aðra mánuði, þ.e. þegar vetrarvertíð- in stendur sem hæst og hrogn og glæ- nýr fiskur eru fáanleg upp á nærri hvem dag. Þeir hafa ekkert slíkt á boðstólum hér, í það minnsta hef ég aldrei orðið vör við hrogn eða lifur í fiskborðum stórmarkaðanna. Hér í Florida er yfirleitt gott úrval af nýjum fiski en það eru allt aðrar tegundir en við eigum að venjast á íslandi. Hér er hægt að fá nýjan tún- fisk, steinbítur er afar vinsæll og sverðfiskur er til í miklu úrvali, einn- ig makríll, grouper og snapper sem eru sjávarfiskar sem veiðast í hlýjum sjónum hér í grenndinni. Einnig eru til þorskur og ýsa, greinilega þídd flök og oft svo illa útlítandi að maður gæti ekki hugsað sér að matreiða fiskinn, hvað þá leggja sér hann til munns. Oft má sjá fól og hreisturslaus flök af smáýsu sem er lítið stærri en murta úr Þing- vallavatni. Það er óskemmtileg sjón. Mér hefur stundum dottið í hug að bjóðast til að útvega þeim almenni- lega ýsu eins og við eigum jafnan heima hjá okkur í frysti. Hins vegar má oft sjá sæmilega úthtandi lúðu en við höfum ekki lagt í að kaupa hana. Mjög gott úrval er hér af alls konar skel- og krabbafiski, að ógleymdum laxinum sem hefur reynst okkur vel þegar við höfum keypt hann. Laxinn er mikið grillaður hér og oftast boð- inn þannig á fiskveitingastöðunum. Við höfum þó fengið hann soöinn (gufusoðinn) hjá Red Lobster sam- kvæmt sérstakri beiðni. Hér höfum við fengið norskan lax sem er hrein- asta lostæti. Og ef borið er fram brætt smjör með matnum á veitingahúsum hér er hægt að vera alveg hundrað prósent viss um að það er smjör en ekki smjörlíki eins og því miður ger- ist á veitingahúsum í ónefndu landi í norðri. Anna Bjarnason, St. Cloud Florida INNLAUSNARVERÐ VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓEiS (1.FLB1985 Hinn 10. janúar 1990 ertíundi fasti gjalddagi vaxtamiða verötryggöra spariskírteina ríkissjóðs meö vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 454,50 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 909,00 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.090,00_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10-júlí 1989 til 10.janúar1990aðviðbættumverðbótum semfylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2771 hinn 1. janúar 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1990. Reykjavík, 29. desember 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.