Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 23
FÖSTUDÁGUR 29. DESEMBER 1989. 39 Fréttir Ásmundur Stefánsson: Viðræður aftur eftir áramót „Ég vonast til þess aö strax eft- ir áramót fái þessar viðræöur á sig alvarlegri blæ. Við höfum ver- ið að kanna forsendur verðlags- mála, svo sem landbúnaðarvara og svo framvegis. Næsta skref er þá að byggja á þeim grunni,“ sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands. Nokkrir af helstu samninga- mönnum vinnumarkaðarins hitt- ust á fundi í gær. Sá fundur var fyrst og fremst til að fara yfir stööu mála. Eftir áramót verður þráðurinn tekinn upp að nýju. „Ég vonast til að það verði tekið fast á þessu eftir áramót og að ekki líði langur tími þar til samn- ingar verða undirritaöir," sagði Ásmundur Stefánsson. Neskaupstaður: Ætla að klekkja á allaböllum Hjörvar Sigurjónsson, DV, Neskaupstað: Samtök unga sjálfstæöismanna á Neskaupstað voru stofnuö fóstudaginn 22. desember og voru á milli 40 pg 50 manns á stofh- fundinum. Fálagið hiaut nathið gieipnir og kosinn var formaður og stjórn á fundinum- Formaður er Viggó Hilmarsson en með- stjórnendur Magni Sigurðsson, Pálmi Stefánsson, Halldóra Baid= ursdóttir og Grímur Hjartarson. Markmið félagsins er að efla Sjálfstæðisflokkinn í Neskaup- stað og fella áralanga forustu Ál- þýðubandalagsins í kaupstaðn- um. Kristinn Pétursson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurl- andi, mætti á stofnfundinn en varaformaður ungra sjálfstæðis- manna, Guðlaugur Þ. Þórðarson, komst ekki þar sem flugvél hans varð frá að hverfa á Egilsstöðum vegna veðurs. íbúum fjölgar í Vestmanna- eyjum Ómar Garðarsson, DV, Vestm.eyjum: íbúar í Vestmannaeyjum voru 4815 hinn 1. desember sl. og er það í fyrsta skipti frá því um gos að íbúar eru fleiri en 4800 hér í Eyjum. Þessar upplýsingar lét Áki Heinz á bæjarskrifstofunni blaðinu í té. Frá 1. desember 1988 til sama tíma í ár var fjöldi að- fluttra 23 fleiri en brottfluttra. Brottfluttir eru 269 en aðfluttir 292. Á þessu tímabili létust 29, en fæðingar voru 77 og er mismun- urinn 48. Samtals er fjölgun hér 71 og eru íbúar því orðnir 4.815, en áriö 1972 bjuggu í Eyjum 5.228 eða fyrir gos. Fjölgunin er um 1,3%, sem er ekki langt frá landsmeðaltali. Loðnubresturinn: Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! IUMFERÐAR RÁÐ 350 milljóna króna tap fyrir Vestmannaeyjar Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Loðnubresturinn í haust hefur haft í för með sér hundruð miiljóna króna tap fyrir Vestmannaeyjar. Á vertíð- inni í haust fengu Vestmannaeyja- bátar á sjötta þúsund tonn af loðnu en á sama tíma í fyrra var saman- lagður afli átta loðnubáta frá Eyjum rúmlega 47 þúsund tonn og loðnu- bræðslurnar hér tóku þá á móti 26 þúsund lestum. Þessar uppiýsingar fékk fréttamað- ur DV hjá þeim Sigurði Einarssyni, Fiskimjölsverksmiðju FES, og Bern- harði Ingimundarsyni hjá FIVE. All- ir sem tengjast loðnuveiðum og loðnuvinnslu hafa borið lítið úr být- um og ef miðað er við síðasta ár læt- ur nærri að tapið sé nálægt 350 millj- ónum króna. Útflutningsverðmæti loðnuverksmiðjanna var um 200 milljónir króna í fyrrahaust og tap útgerða og áhafna nú um 160 millj ón- j ír. SJAIÐ VERÐIÐ! 5% sígr-afsláttur HANGILÆRI M/BEINI HAMBORGARHRYGGUR ■" 864'-™ 820 a M/BEINI 988'-“ 838 ift. HANGILÆRI, ÚRBEINAÐ HAMBORGARHRYGGUR, KR' ^310'™ llsiGR. ÚRBEINAÐUR KR'1 -598,-kr |5|Jstg„ HANGIFRAMPARTUR, ÚRBEINAÐUR KR. 984,- KR. 80 STGR Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleði- legs árs og þökkum samskiptinú árinu sem er að líða. Pú þarit ekki að leito tengra Grundarkjör Furugrund 3, Kópavogi, símar 4 69 55 og 4 20 62 Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 5 31 00 Stakkahlíð 17, Reykjavík, sími 3 81 21 Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík, sími 14879 VERSLANIR FYRIR ÞIG Afgreiðslutímar: Föstudag Kópav. og Reykjavík ... kl.9-20 Hafnarf .... kl.9-21 Laugardag Kópav. og Hafnarf.... .. kl. 11-18 Reykjavík .. kl. 11-18 Sunnudag Kópav. og Hafnarf.... .. . kl.9-12 L (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.