Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. 5 DV Davíð Scheving Thorsteinsson: Fréttir Sagði af sér sem varamaður í bankaráði TM’rrT'l Starfsmaöur Þ&E vinnur við að setja saman lóðs fyrir Akraneshöfn. DV- mynd Garðar Akranes: Nýr lóðs afhentur Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi: Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi hefur aíhent landshöfn- inni í Njarðvík og Keflavík nýjan lóðsbát en samsetning á öðrum er hafin fyrir Akraneshöfn. Bátarnir kosta hvor um sig um það bil 15 millj- ónir króna. Lóðsarnir eru ekki smíðaðir heldur settir saman hjá Þ&E. Allt efni í þá kemur tilsniðið frá Hollandi, allt nið- ur í pensla og önnur áhöld sem nota þarf við samsetninguna. Selfoss: 28 stúdentar útskrifaðir Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Fimmtíu nemendur voru braut- skráðir úr Fjölbrautaskóla Suður- lands, þar af 28 nýstúdentar, 2. í jól- um, að viðstöddu fjölmenni við hátíð- lega athöfn. Þór Vigfússon er skóla- meistari. Skólahald á þessari haustönn fór hið besta fram, áfalla- og tafarlaust. Nemendur í dagsskóla voru 594 þeg- ar flest var og um 170 í öldungadeild. Eru þá ótalin ýms námskeið sem fóru fram hér í skólanum og einnig í hér- aðinu á vegum Farskóla Suðurlands sem er deild úr Fjölbrautaskóla Suð- urlands. „Eftir að ég var kosinn íbankaráð Iðnaðarbankans ákvað ég hætta sem varamaður í bankaráði Landsbank- ans. Ég endursendi öll gögn sem mér voru send þaðan óopnuð og fór síðan fram á að verða ekki endurkosinn. Mér þótti einfaldlega ekki sæmandi að vera á báðum stöðum í einu,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sólar hf. Davíð var fyrir nokkrum árum kosinn varamaður í bankaráð Landsbankans af Sjálfstæðisflokkn- um. Síðan var hann kosinn í banka- ráð Iðnaðarbankans af hluthafafundi þar sem hann gegndi meðal annars formennsku. Hann sagðist hafa gert upp við sig að þarna gæti orðið hætta á hagsmunaárekstri og því hefði hann ákveðið aö hætta í Lands- bankanum. Það var hins vegar hans ákvörðun og sagðist Davíð aldrei hafa heyrt neitt um það frá sjálfstæð- ismönnum sem þó kusu hann - með- al annars Sverrir Hermannsson sem sat í þingflokki sjálfstæðismanna. Síðar var Davíð kosinn varamaður í stjóm Seðlabankans og sagðist hann ekki hafa óttast hagsmunaá- rekstur á milli þess starfa og stöðu hans í Iðnaðarbankanum. Seðla- bankinn væri það ólíkur viöskipta- bönkunum að ekki þyrfti að óttast hagsmunaárekstur. in mest og veroio oesi 5 eigin innflutningi á öllum okkar vörum stórum sem smáum Sjón er sögu ríkari - það fer enginn tómhentur frá okkur. f t fffgH SÖLUSTAÐIR KR-FLUGELDA í REYKJAVÍK: Flugeldastórmarkaður KR-heimilinu Frostaskjóii Flugeldastórmarkaður Faxafeni 11 (gegnt Hagkaupi Skeifunni) Tryggvagötu 18 (gegnt bílastæði Akraborgar) Sími 27181 UMBOÐS- OG SÖLUAÐILAR UTAN REYKJAVÍKUR Akureyri: Þór — i félagsheimilinu KA — í félagsheimilinu Keflavík: Knattspyrnuráð ÍBK — íþróttavallarhúsinu, Hafnargötu 6 (gamla Ungó), og söluskúrinn við Hæðarhvamm Selfoss: UMF Selfoss, knattspyrnu- ' deild — íþróttavallarhúsinu Hafnarfjörður: Haukar — handknattleiksdeild Vinnuskólinn v/Flatahraun og Vörubíiast. Hafnarfjarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.