Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. Afmæli Ólafur Skúlason Ólafur Skúlason biskup, til heimilis aö Biskupsgarði, Bergstaðastræti 75, Reykjavík, er sextugur í dag. Ólafur fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og ólst upp í foreldrahúsum, lengst af í Keflavík. Hann lauk stúdentspófi frá VI1952 og embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1955. Ólafur stundaði framhalds- nám og sótti ýmis námskeið við bandaríska háskóla fyrir starfandi sóknarpresta á staiísárum sínum þar vestra en auk þess stundaði hann guðfræðinám í skóla alkirkju- ráðsins í Bossey í Sviss 1960. • Ólafur var prestur íslenska safn- aðarins í Montain í Norður-Dakota 1955- 59 og í Keflavík 1959-60. Hann varð fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóð- kirkjunnar 1960-64 og var prestur í Bústaðaprestakalli í Reykjavík 1964-89. Hann var í stjórn Hins ís- lenska kirkjufélags í Ameriku 1956- 59, í stjórn Prestafélags íslands 1970-79 og formaður þess 1974-79. Ólafur var formaður æskulýðs- nefndar þjóðkirkjunnar 1964-67 og í barnaverndarráði íslands 1975-78. Hann var dómprófastur 1976-83 og vígslubiskup 1983-89. Ólafur kvæntist 18.6.1955 Ebbu Guðrúnu Brynhildi Sigurðardóttur, f. 5.12.1935. Foreldrar hennar eru Sigurður Þ. Tómasson, forstjóri í Reykjavík, og kona hans, Maggý Flóventsdóttir. Ólafur og Ebba eiga þrjú börn. Þau eru: Guðrún Ebba, f. 1.2.1956, kenn- ari í Reykjavík, gift Stefáni Halli Ellertssyni stýrimanni og eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi, f. 1981, og Brynhildi, f. 1987; Sigríður, f. 9.8. 1958, húsmóðir og háskólanemi, gift Höskuldi Hrafni Ólafssyni, við- jskiptafræðingi og deildarstjóra hjá |Eimskipafélagi íslands í Reykjavík, jog eiga þau tvö börn, Ólaf Hrafn, f. 1981, og Ásgerði, f. 1987; Skúli Sig- urður, f. 20.8.1968, laganemi við HÍ. Systkini Ólafs eru Helgi, f. 4.9. 1933, leikari og leikstjóri, kvæntur Helgu Bachmann leikkonu; Móeið- ur, f. 10.2.1938, ökukennari, gift Birni Björnssyni, lögregluþjóni í Keflavík; Ragnheiður, f. 12.3.1943, píanókennari, gift Sævari Helga- syni, málara í Keflavík. Systir Ólafs, samfeðra, er Kristrún, f. 9.2.1927, gift Þóri Geirmundssyni, verka- manni í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Skúli Odd- leifsson, f. 10.6.1900, d. 3.1.1989, umsjónarmaður í Keflavík, og kona hans, SigríðurÁgústsdóttir, f. 11.4. 1902, d. 16.11.1961. Faðir Skúla var Oddleifur, b. í Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi, Jónsson, b. á Hellishólum, Jónssonar, b. og dbrm. á Kópsvatni, Einarssonar, b. í Berghyl, Jónsson- ar, b. í Skipholti, Jónssonar, bróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Skúla var Helga, systir Önnu, ömmu Jóns Skúlasonar póst- og símamálastjóra. Anna var dóttir Skúla, alþingis- manns í Berghyl, bróður Jósefs, langafa Ólafs ísleifssonar, fyrrv. efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinn- ar. Annar bróðir Skúla var Þorvarð- ur, afi Sigurgeirs Jónssonar ráðu- neytisstjóra. Þriðji bróðir Skúla var Hannes, langafi Ástu, móður Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Hannes var einnig langafi Ástu, móður Hólmfríðar Karlsdóttur. Fjórði bróðir Skúla var Jón, langafi Önnu, móður Hjartar Torfasonar hrl. Systir Skúla var Margrét, lang- amma Björgvins Vilmundarsonar bankastjóra og Gunnars Arnar list- málara og Þórðar Steinars hrl. Gunnarssona. Önnur systir Skúla var Helga, amma Ólafs Halldórsson- ar handritafræðings. Sigríöur var dóttir Ágústs, al- þingismanns í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, bróður Guö- mundar, fóður Ásmundar biskups. Ágúst var sonur Helga, b. í Birtinga- holti, bróður Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti, fóður Magnúsar, prófasts og alþingismanns á Gils- bakka, föður Péturs, ráðherra, al- þingismanns og bankastjóra, föður Guðmundar hrl., Ásgeirs, bæjarfó- geta í Kópavogi, Stefáns, aðstoðar- bankastjóra Landsbankans, og Pét- urs, forstjóra Fiskafurða. Systir Pét- urs ráðherra var Ragnheiður, amma Jakobs Frímanns Magnús- sonar hljómlistarmanns. Þá var Andrés hreppstjóri afi Þórðar hæstaréttardómara, föður Magnús- ar, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins á íslandi, föður Andr- ésar blaðamanns. Loks var Andrés hreppstjóri langafi Guðmundar í Guðmundssonar, ráðherra og sendiherra. Helgi var sonur Magnúsar, al- þingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafsdóttir, b. í Efra-Seli, Magnússonar, og konu hans, Malín- ar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni, Þorsteinssonar, ættfóður Kóps- vatnsættarinnar. Móðir Helga var Katrín Eiríks- dóttir, b. ogdbrm. á Reykjum, Vig- fússonar, ættfoður Reykjaættarinn- ar, langafa Sigurgeirs Sigurössonar biskups, föður Péturs biskups. Móð- ir Sigríðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen, læknis og alþingis- manns á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna amtmanns og skálds. Skúli var sonur Vigfúsar, sýslumanns á ■ Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarins- sonar, sýslumanns á Grund í Eyja- firði, Jónssonar, ættföðurThorar- Olafur Skulason. ensenættarinnar. Móðir Skúla var Steinunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar og konu hans, Rannveig- ar Skúladóttur landfógeta Magnús- sonar. Móðir Móeiðar var Sigríður Helgadóttir, konrektors í Skálholti, Sigurðssonar og konu hans, Ragn- heiðar Jónsdóttur, systur Valgerð- ar, konu biskupanna Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónsson- ar, ömmu Steingríms Thorsteins- sonar, skálds og rektors, og langömmu Níelsar Finsen, nóbels- verðlaunahafa í læknisfræði. Biskupshjónin taka á móti gestum í Biskupsgarði, Bergstaðastræti 75, Reykjavík, milli klukkan 15 og 19 á afmælisdaginn. Theódóra Guðlaugsdóttir Frú Theódóra Guðlaugsdóttir, Snorrabraut 40, Reykjavík, áður húsfreyja á Hóli í Hvammssveit í Dalasýslu og á Vatni í Skagafirði, er níutíu ára í dag. Theódóra hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Hún stofnaði Kven- félagið Guðrúnu Ósvífursdóttur í Hvammssveit í Dölum og var for- maður þess í 20 ár. Formaður Breið- firska kvenfélagasambandsins var hún í nokkur ár og hún átti lengi sæti í skólanefnd Kvennaskólans á Staðarfelli. Hún var einnig í full- trúaráði Kvenréttindafélagsins um margra ára skeið. Eftir að Theódóra hætti sveitabúskap starfaði hún sem matráðskona á Skálatúni í þrjá vet- ur. í þrjú ár starfaði hún í fata- geymslunni á Hótel Borg. í kjöt- búðinni Borg hefur hún unnið frá árinu 1972 og allt fram til þessa. Eiginmaður Theódóru var Óskar Kristjánsson frá Breiðabólstaö á Fellsströnd. Hann lést árið 1980. Óskar var búfræðingur að mennt; eftir að hann hætti búskap starfaði hann um árabii hjá Samvinnutrygg- ingum. Börn Theódóru og Óskars eru: Hulda, starfsmaöur í samgöngu- ráðuneytinu, og á hún tvo syni: Þor- steinogóskar. Marinó, trésmiður, kvæntur Ingi- ríði Örnólfsdóttur, útibússtjóra í Samvinnubankanum, og eiga þau tvær dætur: Örnu og Theódóru. Gréta, gift í Ohio í Bandaríkjurt- um, og á hún eina dóttur, Lísu. Uppeldisbörn Theódóru og Óskars eru Agnar Breiðfjörð Kristjánsson og María Kristjánsdóttir. Systkini Theódóru voru ellefu en þau eru öll látin: Jónas, skáld; Elín- borg og Þórdís, dóu kornungar; Guðrún, bæjarfulltrúi í Reykjavík, gift Einari Kristjánssyni húsa- smíðameistara; Jóhanna, bókavörö- ur á Borgarbókasafninu, var gift Kristni Sigurðssyni bryta; Lára, gift Tryggva Siggeirssyni verslunar- manni; Ingibjörg, dó ung; Ólöf, fyrst gift Thorkel Hansen, síðar Hannesi Merði Þórðarsyni íþróttakennara; Kristín, dó ung; Guðmundur Skúli, forstjóri Kaffibrennslu KEA á Ak- ureyri, kvæntur Guðríði Aðal- steinsdóttur; Kristján, hæstaréttar- lögmaður, ritstjóri Vísis og síöast stjórnarformaður Loftleiða, kvænt- Theódóra Guðlaugsdóttir. ur Bergþóru Brynjólfsdóttur. Foreldrar Theódóru voru séra Guðlaugur Guðmundsson, f. 20.4. 1853, d. 20.3.1931, síðast prestur á Stað í Steingrímsfiröi, og Margrét Jónasdóttir, f. 16.12.1867, d. 12.3. 1954. Baldur Kristjónsson Til hami afmælið 2í ngju með ). desember 80 ára 60ára Anna Guðrún Bjarnadóttir, Ökmm, Seltjarnarnesi. Jenný Kristófersdóttir, Aðalstræti 17, Akureyri. Þóra R. Stefánsdóttir, Suðurhólum 16, Reykjavík. Andrés Einarsson, Hmna2, Hörgslandshreppi. Erla Sigurðardóttir, Urðarstekk 9, Reykjavík. Guðríður Hansdóttir, Vatnsstíg 11, Reykjavík. Þorgerður Halldórsdóttir, Stigahlíð 4, Reykjavík. 75 ára 50 ára Anna Friðriksdóttir, Þómnnarstræti 127, Akureyri. Björgvin Jón Pálsson, Suðurgötu 36, Sandgerði. Guðlaug Margrét Bjömsdóttir, Heiðmörk 13, Hveragerði. Arabella Eymundsdóttir, Dvergabakka 20, Reykjavík. 40 ára Árni Andersen, 70 ára Dvergholti 22, Mosfellsbæ. Bergljót Pétursdóttir, Kvíholti 4, Hafnarfirði. Elisabet Þórdís Guðmundsdóttir, Fífuseli 37, Reykjavik. Hrafnhildur Pálmadóttir, Merkjateigi 8, Mosfellsbæ. Þorgeir Jón Pétursson, Langholtsvegi 183, Reykjavík. Einar Júlíussson, Túngötu 14, Sandgerði, Guðbjörg Runólfsdóttir, Efri-Ey 1, Leiðvallahreppi. Ögmundur Ingvar Þorsteinsson, Fannarfelli 10, Reykjavík. Baldur Kristjónsson. Baldur Kristjónsson íþróttakenn- ari, Kópavogsbraut 69, Kópavogi, er áttatiuáraídag. Baldur er fæddur í Útey í Laugar- dal. Hann gerðist íþróttakennari í Reykjavík áriö 1934, fyrst hjá ýms- um íþróttafélögum, lengst hjá ÍR. Hann kenndi einnig í nokkrum skól- um. Baldur var íþróttakennari við Miðbæjarskólann frá árinu 1942 þar til skólinn breytti um starfsemi. Frá þeim tíma kenndi hann við Austur- bæjarskólann til ársins 1973. Eftir það var hann prófdómari í skyldu- sundi skólanna á Reykjavíkursvæð- inutil ársinsl988. Baldurkvæntistþann 21.12.1940 Vilborgu Halldórjdóttur húsmóður, f. 13.5.1920. Hún ér dóttir Halldórs Teitssonar sjómanns og Ingibjargar Jónsdóttur húsmóður í Hafnarfirði. Foreldrar Baldurs voru Kristjón Ásmundsson, bóndi og búfræðing- ur, og kona hans, Sigríður Berg- steinsdóttir. Bjami Kristinsson Bjami Kristinsson framkvæmda- stjóri, Langagerði 7, Reykjavík, er fimmtugurídag. Hann er sonur Bjameyjar Helga- dóttur, sem er búsett á Húsavík, og Kristins Bjamasonar sem er látinn. Eiginkona Bjarna er Guðrún Garðarsdóttir og eiga þau fjögur börn. Bjami og eiginkona hans taka á móti gestum á heimili sínu í dag frá kl. 20. Auður Ásgeirs- dóttir Auöur Ásgeirsdóttir, Colorado Spring í Coloradofylki í Bandaríkj- unum, er fertug í dag. Auöur er fædd og uppalin í Kefla- vík, dóttir Ásgeirs Hálfdánar Ein- arssonar skrifstofustjóra, f. 5.5.1923, og Guðrúnar Ólafsdóttur húsmóð- ur, f. 9.10.1926. Eiginmaður Auðar er Gerald Tallaly. Auður Ásgeirsdóttir. Bjarni Kristinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.