Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989.
141
Merming
Saga um
vináttu
Bókmenntir
Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Pappírs-Pésa kannast margir við úr sjónvarpinu.
Nú er sagan um hann komin út á bók eftir Herdísi
Egilsdóttur.
Maggi er lítill vinalaus strákur sem er nýfluttur og
verður fyrir aðkasti krakkanna í hverfmu þegar hann
reynir að vingast við þá. Einn og yfirgefinn teiknar
hann sér vin. ímyndunarafliö fer á kreik og hann óskar
þess að þessi litli pappírsvinur sinn öðlist líf. Og í
ævintýrum gerist alltaf eitthvað óvænt. Teikningin á
blaðinu fer smátt og smátt að bæra á sér. Á milli
Magga og Pappírs-Pésa þróast síðan sönn vinátta. Fyr-
ir óvitahátt Pésa, sem á auðvitað margt ólært í henni
veröld, eignast þeir félagamir marga vini í hverfinu.
En Pappírs-Pési er ekki mikill að burðum og lendir í
ýmsum hremmingum í leikjum krakkanna. Hann týn-
ist, dettur í drullupoll, rifnar, lendir til þerris á milli
dagblaða og út í öskutunnu. En krakkarnir finna hann
aftur og ákveða að laga Pésa og vera góðir við hann.
Fyrir krökkunum er Pappírs-Pési bráðlifandi vinur
sem sameinar þá.
í lokin lætur Herdís nokkrar spurningar fylgja til
umhugsunar. Þær eru ágætar fyrir foreldra til að
ræða við börnin sín um hvaða lærdóm megi draga af
sögu þeirra krakkanna og gefa tilefni til aö velta fyrir
sér vináttu almennt.
Fjöldamargar skemmtilegar og litríkar myndir eru
í bókinni eftir Bernd Ogrodnik. Þar eru dregin fram
ýmis sérkenni sem ekki eru nefnd í textanum en tala
þó sínu máli. Einn krakki með gleraugu, annar með
rautt hár og freknur og einn dökkur á hörund taka
höndum saman. Þannig undirstrika myndirnar vel
þann meginboðskap að allir eigi að geta veriö vinir
hvernig sem þeir líta út. Texti og myndir eru því ann-
að og meira en einhver smekkleg samsetning þar er
mikilvægt samspil sem gefur sögunni dýpri merkingu.
Herdís skrifar auðskiljanlegt og hpurt mál. Á já-
kvæðan hátt kemur hún á framfæri einfoldum boð-
skap um mikilvægi vináttunnar sem skemmtilegt er
að lesa. Prentverkið og frágangurinn er góður og út-
gáfan á allan hátt vönduð og falleg.
Pappírs-Pési.
Höfundur: Herdis Egilsdóttir.
Myndir: Bernd Ogrodnik.
Útgefandi: Mál og menning — 1989.
Herdís Egilsdóttir.
FLUGELDASALA
íþróttafélags heyrnarlausra
Klapparstíg 28
(á móti Rakarastofunni, Klapparstíg)
FJÖLSKYLDUPAKKI
30% AFSL., KR. 1.400,-
VINNINGSNÚMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
■ ■ . ......... Dregiö 24. desember 1989 ■ --
SUBARU LEGACY STATION 1.8 GL: 56601 79707 102893
500.000 KR. GREIÐSLA UPP í BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI:
11201 116460 136315 143386
FERÐ AÐ EIGIN VALI MEÐ SAMVINNUFERÐUM-LANDSÝN EÐA VÖRUR AÐ
EIGIN VALI FRÁ JAPIS EÐA HÚSASMIÐJUNNI FYRIR 100.000 KR.:
5601 20738 35906 57775 75585 94149 113450 158495 171465
12836 21353 38661 58949 81227 96443 117554 160779
14358 29585 45635 61247 90392 105769 143829 165279
■15517 35565 47666 70828 92755 109117 157550 167802
VÖRUR AÐ EIGIN VALI FRÁ HEIMILISTÆKJUM EÐA IKEA EÐA ÚTILÍFI
FYRIR 50.000 KR.:
2971 30846 51338 80940 95811 112041 128732 150092 174474
5315 31531 58603 81909 102736 116544 130322 151948 174782
13369 36355 62355 82535 104734 118296 130588 157179 175578
14975 37901 64628 83321 104894 120480 133527 159329 178334
17721 38645 64703 83930 105984 121681 139876 163341
23599 41207 68515 85864 108114 123248 144645 163423
26190 46190 76288 92637 109953 126830 145166 165875
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíð 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagið
þakkar landsmönnum
veittan stuðning.
§
ÍS - SHAKE - HAMBORGARAR - PYLSUR - SAMLOKUR
ALLT í FERÐALAGIÐ
Fyrfr jólín - um jólín - eftír jólín
URVAL - TIMARIT FYRIR ALLA
ÚFVAL - TÍMARIT í JÓLAFÖTUNUM