Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989.
13
Lesendur
Um aðild að EB:
Er herskylda
innifalin?
Jóhann Guðmundsson skrifar:
Þegar hæst ber umræðuna um
hugsanlega aðild okkar íslendinga
að Evrópubandalaginu minnist ég
þess aö hafa séð í lesendabréfi í DV
fyrir nokkru bollaleggingar eða jafn-
vel fullyrðingu einhvers sem skrifaði
um að herskylda væri á meðal þeirra
skuldbindinga, sem við íslendingar
hlytum að gangast undir ef við gerð-
umst aðilar að bandalaginu.
Ég hef ekki enn séð eða heyrt nein
svör við þessari fullyrðingu sem sett
var fram í bréfmu. Þetta þykir mér
með ólíkindum vegna þess að hingað
til hefur ekki staðið á umræðum þeg-
ar minnst er á hermál og ekki síst
ef þau tengjast okkur með einhverj-
um hætti,
Ég hlýt nú að áhta að ef þetta at-
riði tengist ekki umræðunni um þátt-
töku okkar í Evrópubandalaginu
eins og önnur sem hljóta að falla
undir sameiginlega stjórn sé ekki
nauðsyn að ræða annað sem minna
vegur. Varla getum við öll verið svo
barnaleg að halda að fiskur og frí-
verslun með fiskafurðir sé það eina
sem komi okkur við í tengslum við
bandalagið! - Það er meira að segja
svo að varla er minnst á óhefta fjár-
magnsflutninga milh landa eða
hvernig hægt sé að semja um aö
stemma stigu við óheftu vinnuafli frá
öörum löndum.
Það er vitaö að í öhum löndum
Evrópubandalagsins eru karlmenn
skyldaðir til að gegna herþjónustu
einhvem hluta ævi sinnar, venjulega
nokkra mánuði á yngri árum (á frið-
artímum, sjálfskipað á styrjaldartím-
um). Má ekki telja líklegt að sam-
einginleg stjórn verði á þessum mál-
um fyrir öll ríkin þegar þau hafa
sameinast að mestu leyti? Og hvers
vegna ættum viö íslendingar þá að
vera undanskildir ef við höfum sam-
einast bandalaginu að öðru leyti?
Er yfirleitt nokkur athugun í gangi
um eitt eöa annað en frjálsan fisk-
markað eða einhverjar undanþágur
á því sviði? Ég hefi ekki heyrt það. -
En hvað sem líður umræðum um
fiskverslun (þótt þær séu mikilváeg-
ar) hefur ekkert verið gert uppskátt
um það atriði sem snýr aö varnar-
málum, þátttöku í þeim á sameigin-
legum vettvangi bandalagsins og
hvort þátttaka leggur okkur þær
skyldur á herðar að koma á her-
skyldu eins og gerist í hinum ríkjun-
um. Hvernig væri nú að einhver eða
einhverjir, sem hafa þekkingu á mál-
unum, greindu okkur frá þessu?
!'*'.................
Ruglum ekki börnin. Þeir rauðu skulu blífa!
ímynd jólasveinanna:
Enga breytingu
Gauja hringdi:
Kona ein hringdi í þáttinn Þjóöar-
sál í útvarpinu nýlega og spurði:
Hver er kona jólasveinsins? - Hún
var að visa tíl skemmtilegs jólalags
sem leikið er alloft á útvarpsstöðvun-
um og ber þetta nafn. Sagðist hún
ekki vita til þess að jólasveinninn
ætti neina konu og taldi, að því er
virtist, þetta vera einhverja rang-
túlkun á ímynd jólasveina þeirra
sem við þekkjum. - Eða svo fannst
mér á tah hennar.
Viömælandi hennar og stjórnandi
Þjóðarsálar gaf lítið út á spurningu
konunnar og kvaddi svo konan. - En
þetta leiðir huga minn að þvi að nú
um stundir er eins og sumir hér séu
að reyna að koma einhverri annarri
ímynd jólasveina að, annarri en
hingað til hefur þekkst.
Maður sá t.d. að verið var að kynna
einhverjar fígúrur í Þjóöminjasafn-
inu og áttu sennilega að vera ímynd
þeirra „íslensku“ jólasveina sem
sumir vilja endilega koma á fram-
færi af „þjóðlegu" hugarfari. - Þessar
fígúrur voru klæddar lörfum (lopa-
peysum m.a. að sjálfsögðu) og voru
hinar álappalegustu ásýndar. Þarna
mátti sjá blessuð börnin sem boðin
voru til kynningarinnar til að reyna
að heilaþvo þau með þessari ímynd.
Jólasveinninn með hvíta skeggið í
rauða búningnum er sennilega ekki
lengur nógu góður fyrir bókmennta-
þjóðina!
Mér fannst þetta vera hin afkára-
legasta kynning og ekki þjóna nein-
um tilgangi öðrum en þeim að rugla
börnin í ríminu og koma því inn hjá
þeim að hinn venjulegi jólasveinn (í
rauða búningnum) væri ekki sá „eini
sanni“. - Einnig er farið að kynna
jólasveina með einhverjum afkára-
legum heitum og var eitt þeirra
kynnt í sjónvarpinu nýlega, „skyrj-
armur“! - Hvað á vitleysan að ganga
langt? Ég segi hins vegar; enga breyt-
ingu á jólasveinunum, þeir hafa þeg-
ar fengið fasta ímynd í hugum ungra
sem aldinna.
Um úrslit leikja
„NBA Vifta“ skrifar:
Ég vil þakka DV og Mogganum fyr-
ir umfjöllun um NBA deildina í
körfubolta. Það sem mér finnst þó
vanta þegar úrslit úr leikjum eru
birt að það kemur ekki fram hvort
liöiö er á heimavelli. - Það hefur
nefnilega mikið að segja að þetta sé
gert.
Ég legg einnig áherslu á að þið fylg-
ist vel með „Golden State Warriors"
á leið þeirra í úrslit. - Ég þakka svo
birtinguna.
pað finnst
mörgum
kjötið gott
frá okkur!
'ötið
Heil læri Frampartar Frampartar
heilir úrbeinaðir
889æ
2 iítrar
Mjúkís frá Kjörís
00
581
Svta«
Og
nýtt
úrvau
íiútou
slátruðu
ný
885.1?
Revktur
svínahnakki 890'°°
Pepsi 2 Itr. 109
389
JólaSlið - Vínber -
frá Sanitas: UJVSS Pepsí m llr- 99
2V4 lítr. frá New Vorlk!
Rautt Gevalia Kóngakaffi
5 lítrar
448-
238
14! ■oo
Lageröl rn V4 Itr. 39 • 00
Malt 4900 Malt 49;”kan flaskan - Sykurlaust
Sanitas Grape 1V2 lítr. 1 29-00
Sanitas 7-up . 2 lítr. 1 49 00
kaffi Vi kg.
199.00
Þýskt
gæðakaffi V4 kg.
199.oo
- Margt smátt
gerir stórt!
1V2 lítr. 129-0"
Móttökuvélar
fyrir dósir og _
flöskur eru í versluninni. Qgfjg ylddJI*
mat úr umbúðunum!
Opið í Garðabæ
á morgun laugardag frá kl. 10-18
á Gamlársdag frá kl. 9-13
og 2. jan. frá kl. 13-19
Hafir þú gleymt einhverju,
þá er opið í Garðabæ!
KJOTMIÐSTOÐIN
GARÐAT0RG11 GARÐABÆ
- LAUGALÆK 2
Ath. á Laugalæk er opið á laugardag frá kl. 9-16.