Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGÚR 29. ÐESEMBER 1989. x>v Gífurlegar skemmdir eftir jarðskjálftann Endurreisa þarf stóran hluta borg- arinnar Newcastle i Ástralíu eftir iarðskjálftann sem reið þar yfir í fyrradag. Aö minnsta kosti níu manns létu lífiö í skjálftanum, að því er greint var frá í gærkvöldi. Lögregl- an hafði áður sagt að ellefu hefðu farist en seint í gærkvöldi hafði að- eins verið hægt að staðfesta lát níu manna. Hins vegar er óttast að fjöldi látinna geti verið miklu meiri þar sem enn hafa ekki allir náðst úr rústum klúbbs verkamanna þar sem flest líkin hafa fundist. Lögreglan taldi ekki útilokað að einhverjir gætu verið á lífi í rústun- um og benti á að nokkrum dögum eftir jarðskjálftann í San Francisco hefði fólk fundist á lífi. Lögreglan vildi hins vegar ekki tjá sig um þær fréttir starfsmanna klúbbsins aö tuttugu manns væri saknað. Aftur á móti væri vitað að tuttugu bílar hefðu verið i bílageymslunni í kjall- ara byggingarinnar. Á meðan björgunarstörfum var haldið áfram var eyðileggingin í borginni könnuð. Að sögn yfirvalda hafa orðið skemmdir á 75 prósent bygginganna í aöalviðskiptahverfmu og þarf ef til vill að jafna yfir hundr- aðbyggingarviðjörðu. Reuter Flest likanna fundust í rústum byggingar þar sem var klúbbur verkamanna. Símamynd Reuter Manuel Antonio Noriega, fyrrum einvaldur á Panama, situr enn í sendiráði Páfagarðs í Panama. Simamynd Reuter Stjómvöld í Panama: Vilja framsal Noriegas Margir Panamabúar, sem og stjómvöld þar í landi, vilja að Manu- el Antonio Noriega hershöfðingi, sem var einráður í Panama, komi fyrir rétt í Bandaríkjunum og svari til saka fyrir aðild að eiturlyfjasölu. í þeim hópi eru bæði embættismenn hinnar nýju stjórnar í Panama sem og kirkjunnar menn þar í landi. í gær safnaðist hópur Panamabúa saman nærri sendiráði Páfagarðs í Panama- borg, þar sem Noriega situr enn sem fastast, og kraíðist þess að hershöfð- inginn yrði framseldur til Bandaríkj- anna en þar er hann eftirlýstur. Bandaríkjastjórn hefur lengi viljað koma höndum yfir hershöfðingjann og í síðustu viku sendi Bush Banda- ríkjaforseti herlið til landsins, m.a. til að handtaka hann. En þrátt fyrir rúmlega tuttugu þúsund bandaríska hermenn í Panama gekk Noriega inn í sendiráð Páfagarðs í Panamaborg á aöfangadag, leitaði þar ásjár og hefur farið fram á að Páfagarður veiti hon- um pólitískt hæli. Bandaríkin og Panama vilja að Páfagarður fram- selji hershöfðingjann en beiðni þeirra hefur verið hafnað. Samningaviðræður um framtíð Noriegas standa enn. Að sögn stjórn- arerindreka er rætt um ýmsa mögu- leika, s.s. aö Noriega komi fyrir rétt í öðru landi en Bandaríkjunum, jafn- vel í Panama. Sumir halda því fram að það gæti reynst neyðarlegt fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, ef Noriega yrði dreginn fyrir rétt því að hann var í þjónustu CLA. Segja þeir að komi til réttarhalda yflr hon- um geti hann gripið til sömu ráða og Oliver North gerði í íran-kontra málinu, þ.e. krafist þess að ýmis leyniskjöl verði lögð fram í réttinum, skjöl sem gætu komið sér illa fyrir aöra en hann sjálfan. Bush forseti hefur vísað þessum vangaveltum á bug og segir það forgangsverkefni að Noriega verið dreginn fyrir dóm. Reuter FLUGELDASALA FJÖLSKYLDUPOKAR - 4 GERÐIR BLYS - ORGEL - GOS ALLAR STÆRÐIR FLUGELDA VERÐ OG GÆÐI VIÐ ALLRA HÆFI FRAMHEIMILIÐ VIÐ SAFAMYRI SÍMAR 680342/680343 v SKIPHOLT 21 (HORNI NÓATÚNS) Föstudagur 29. des........................kl. 10-22 Laugardagur 30. des.......................kl. 10-22 og að sjálfsögðu gamlársdagur, sunnudagurinn 31. des.....................kl. 10-16 KRINGLAN I NYJA MIÐBÆNUM Föstudagur 29. des.......................kl. 10-19 Laugardagur 30. des......................kl. 10-16 VISA/EURO ÁVÍSANIR GEYMDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.