Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1989. Spumingin Hvað er þér minnisstæð- ast frá árinu sem er að líða? Jens Hjelm: Léleg pólítík og land- flótti. ívar Halldórsson: Ekkert sérstakt, og þó, ég gifti mig á árinu. Kristín Sigurðardóttir: Ég er búin aö vera úti í Hollandi og fegin að vera komin heim til íslarids. Árni Bóasson eldri og Árni Bóasson yngri: Það veit ég hreinlega ekki. Vigfús Guðmundsson: Það er af svo mörgu að taka. Lesendur______________________________________ Björgunarskýli á Hornströndum Tómas Einarsson skrifar: Slysavamir, bæði á sjó og landi, er forvarnarstarf sem helst þarf að vera í sifelldri umræðu. Menn leita sér þekkingar og bæta útbúnaðinn. Á síðri árum hefur starf slysa- varnamanna aukist mjög. Bylting varð t.d. þegar SVÍ eignaðist skóla- skipið. Námskeið í slysavörnum eru um borð í skipinu í höfnum víðs veg- ar á landinu. Þar er skólastofa búin bestu tækjum og skólinn kemur til nemendanna - öfugt við þaö venju- lega. En þótt mikið hafi verið gert eru mörg verk óunnin. Er nóg að kunna réttu handtökin við að sjósetja björg- unarbát og að komast um borð? Er ekki einnig nauðsynlegt að hafa „þéttriðið net“ björgunarskýla með ströndum fram til að hinir sjóhröktu menn geti átt lífsvon ef þeim auðnast að ná landi? - Sú staðreynd ætti öll- um að vera ljós. Á síðustu áratugum hefur byggð eyðst mjög í landinu, miklu meira en menn gera sér ljóst. í flestum fjarðarbotnum og á annnesjum um land allt voru býli áður fyrr. Víðast eru þessir staðir komnir í eyði. Þar standa tóftir einar. Fyrrum áttu sjó- hraktir menn þar víst skjól og að- hlynningu ef þá bar að garði. Nú heyrir það til liðinni tíö. Hornstrandir eru dæmi um slíka eygðibyggð. í upphafi aldarinnar munu nokkur hundruö manns hafa búið í Sléttu- og Grunnavíkurhrepp- um í Norður-ísafjarðarsýslu og nyrsta hluta Ámeshrepps í Stranda- sýslu. Nú er þessi landshluti í eyði, frá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd að Ingólfsfirði, að undanskildum bústað vitavarðar í Látravík við Hornbjarg. Allir sem þekkja Hornstrandir vita hve ströndin þar er hættuleg. Þver- smial Bar!,s»lk@ „I* Slétta para,átU |iörður rt Uvtrðlf. Furufjöröur pa peykia,i“ °þjarrian ® ^ sKi»ido * ðu. Bi^arfi f U, ota09ar DRÁNGAJÖKULL * Dran9 Eyvindarl\ Ófeigsfjöröur w \ Ingólfsfjöröur Björgunarskýli í Hornströndum @ Björgunarskýli i Sumarbústaöir DVJRJ „Björgunarskýli þyrftu aö vera á öllum stöðunum en ekkert hús er á 10 þeirra,“ segir m.a. i bréfinu. hnípt björgin ganga í sjó fram en miili þeirra eru grunnar víkur fyrir opnu hafi. Þar er oft ólendandi dög- um saman, ekki síst í rysjóttri vetrar- tíð. En meðfram þessari strönd er fjölfarin skipaleið milli landshluta og utar eru gjöful fiskimiö sem sótt er á frá Vestfjörðum og víðar að. Nú mætti ætla að sérstök áhersla hefði verið lögö á byggingu björgun- arskýla á Homströndum þegar þær lögðust í eyði. En svo virðist ekki vera. - Um það vitnar m.eðfylgjandi kort. Þar em nefndir 24 staðir. Að mínu áliti þyrftu björgunarskýli að vera á þeim öllum en ekkert hús er á 10 þeirra. Vert er að benda á að björgunar- skýlum fækkar eftir að komið er austur fyrir Hornbjarg. Það væri ákjósanlegt aö menn þyrftu aldrei á þessum skýlum að halda. En slysin gera ekki boð á undan sér og þess vegna er þeirra þörf. Á undanfornum árum hefi ég átt þess kost að ferðast um Hornstrandir og því kynnst þessu ástandi af eigin raun. Þessi skrif mín eru því sett saman í þeim tilgangi að vekja menn til umhugs- unar um þörfina og hvað gera skal til úrbóta. Hvaða jólasteik er þetta? H.E. skrifar: Maður heyrir oft og tíðum, einkum í útvarpsstöðvunum upp á síðkastið, að verið er að tala um .jólasteik- ina“! Fólk fyrir austan, sem lenti í veðurofsanum og varð fyrir þvi að tapa rafmagninu, fór á mis við jóla- steikina! - Fór það ekki einfaldlega á mis við jólamatinn (kvöldverðinn sem átti að vera heitur)? Ég sá svo grein í blaöi nú um helg- ina þar sem talaö var um , jólasteik" og, að mig minnir, með evrópsku sniði! - Jæja, hugsaði ég með mér, er þá „steikin" ættuð frá Evrópu eft- ir allt? Flest gott á nú aö koma þaðan! Ég held hins vegar aö það sem kall- ast „steik“ víðast um heim sé það kjöt sem eldað er við opinn eld eða glóðarsteikt og var upprunalega tíðk- að í Ameríku. Þaðan eru líka „stór- steikurnar" sem var neytt á ferðum landnemanna, frá austri til vesturs, en var svo seinna fariö að bjóða á veitingahúsum þar í landi. - Eftirlík- ingar af þeim bárust svo til gamla heimsins en þar eru allir svo fátækir og jafnframt nískir að þar verður aldrei um neina stórsteik aö ræða heldur aðeins eftirlíkingu, sneið sem skorin er við nögl og brettir upp á sig þegar hún nálgast hita. Og hvað jólasteikina áhrærir þá er þaö fyrirbæri náttúrlega ekki úr hverju sem er. Það verður t.d. aldrei hægt að tala um rjúpur sem jóla- steik, heldur ekki hangikjöt eða svinahrygg. Þetta veröur aldrei ann- að en þaö sem það er. Það er hins vegar hægt að kalla steikt lambalæri því nafni, svo og nautakjöt sem á að steikja eða glóða. Það er hins vegar hætt við að það veröi bara eftirlíking því hér er nú lítið annað en kýrkjöt á boðstólum yfirleitt. - Það er því lít- ið um steikur hér hjá okkur að öðru evrópska sniðinu, við tímum ekki að jöfnu. En þaö er rétt, við fylgjum nota steikur, síst af öllu jólasteikur. Lagt til atlögu við úrbeiningu stórgripalæris - af nauti eða kú. Lítil þjónusta á jólum: Lokað 2. joladag Sigurður Björnsson hringdi: Það viröist ekki ætla að batna þjónustan hjá okkur. Frægt er nú orðið öafnvel víða um heim með frásögn ferðamanna) hvern- ig verslanir ioka hér í Reykjavík yfir sumarmánuðina. Það er þó ekki eini tíminn því um jóhn snýst allt til verri vegar í þessum efnum og ílestir staðir í þjónustu- hlutverki, frjáisir sem opinberir, hafa lokað alla jóladagana. Nú bar jólin þannig upp á að aöfangadagur jóla var á sunnu- degi og var því talið sjálfsagt að loka verslunum þann dag og - það sem verra var - einnig flestum veitingahúsum. En látum það nú vera því reikna má með aö flestír boröi hátíðamáltíö að kvöldinu og því myndi ekki vera örtröð á veitingahús þami daginn. - En að ekki skyldi allt taka við sér 2. jóladag get ég ekki skilið. Ég og margir aðrir sem ekki bjuggu sig sérstaklega út fyrir 3 daga með matvæli eða annað lentu í vand- ræðum 2. jóladag. Margt af þessu fólki hefur reiknað með að hægt væri að fara út á hina ódýrari staði 2. jóladag til að borða. Ég kom t.d. viö á Svörtu pönnunni þennan dag. Þar stóð skýrum stöfum að þar væri lokað! Annars staöar þar sem ég reyndi var sömu sögu að segja. Hvergi í allri höfuðborg- inni var t.d. hægt að fá keypta kjúklinga til aö fara með heim, hvaö þá að hægt væri að boröa þá á staðnum. Ég var mest hneykslaður á Svörtu pönnunni þar sem ég hef notið ágætrar þjónustu og þar sem er seldur góður matur við frekar vægu verði. En að loka slíkum stað á degi sem heföi mátt búast við miklum viðskiptum, eins 2. jóladag, það tel ég óafsak- anlegt. - Raunar er ég svo móðg- aður og sár yfir þessu lokana- fargani að ég hef heitið því að fara ekki í langan tíma á neinn þessara staða i bráð og kannski lengd líka. Þeír mega alveg finna það, þessir aðilar sem reka svona þjónustustaði og aðra líka, að fólk tekur því ekki með þögninniþeg- ar viðskiptavinii' eru hunsaðir svona gjörsamlega. Jólaboð afa vel heppnað Gísli Gíslason hringdi: Mig langar til að hrósa sérstak- lega þeim aðilum á Stöð 2 sem höfðu veg og vanda af barnatíma Stöðvarinnar annan dag jóla, þættinum Jólaboði afa. Þessi var með þeim allra bestu (og reyndar var þátturinn jafnt fyrir alla ald- urshópa) sem maður hefur séð í sjónvarpi hér á landi. Þarna voru allir undantekning- arlaust samtaka og fóru með hlutverk sín frábærlega vel. Tón- listin var einkar smekkleg og vel flutt, ekki síst „Skottulágiö“ sem var á við það besta sem maður heyrir i svona þáttum erlendis. Ég vil ekki taka neinn sérstakan út úr en þeir aðilar, sem stjórn- uðu og sáu um þáttinn, eiga mik- inn heiður skilinn fyrir framlag- ið. Þama mátti sjá að svona þætti er hægt að gera, og þá vitum viö það. Eflaust er þetta fokdýr upp- færsla, það þekki ég ekki, en slíkt hlýtur að vera hægt að slípa með timanum, t.d, með því að nota sömu leiktjöld oftar en einu sinni, o.s.frv. - Ég vil þó ekki eyðileggja þáttinn með því að vera að tala um það sem ég þekki ekki. En Stöö 2 má vera hreykin af þessum jólaþætti fyrir börn - og full- orðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.