Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1989, Blaðsíða 8
FOS'TUMGTJR 29. DESÉMBÉR 1989.
Utlönd
Rúmenía:
Ættingjar Ceausescu
hjónanna handteknir
Á þessari mynd má sjá skópar
sem var í eigu Elenu Ceausescu,
fyrrum forsetafrúr Rúmeniu.
Skórnir eru skreyttir demöntum.
Símamynd Reuter
Miklu átaki til hjálpar Rúmenum
hefur veriö lileypt af stokkunum
víös vegar um heim og háfa al-
þjóðlegar hjálparstofnanir brugðist
skjótt viö. Evrópubandalagið, sem
þegar hefur heitið 7,6 milljóna doll-
ara matvæla- og lyfjaaðstoð, mun
senda lið sérfræðinga til landsins
til að kanna hversu mikla aðstoð
Rúmenar þarfnist í framtíðinni.
Reuter
Rúmenskur hermaður stendur vakt í svefnherbergi fyrrum forsetahjóna Rúmeníu. Almenningur fékk í gær
að skoða hýbýli þeirra hjóna en þau bjuggu í vellystingum. Símamynd Reuter
Nýir valdhafar í Rúmeníu
styrktu í gær stöðu sína á valda-
stóli með því að tilnefna fleiri ráð-
herra í bráðabirgðastjórn sína og
heita því að afnema eins flokks
stjómkerfl sem ríkti í landinu á
tímum harðstjórans Ceausescus. í
bráðabirgðastjórninni eiga nú sæti
níu menn.
Og í gær voru þrír nánir ættingj-
ar Ceausescu-fjölskyldunnar hand-
teknir. Systir harðstjórans fyrrver-
andi, Elena Barbulescu, var hand-
tekin með mikla fjármuni á sér. Þá
var sonur hennar einnig tekinn í
vörslu yfirvalda. Eldri bróðir Nic-
olae Ceausescus, Marin Ceausescu,
fannst látinn í Vín í gær og er talið
að hann hafi svipt sig lífi.
Þjóðfrelsishreyfíngin, sem hefur
í raun stjórnað landinu frá því að
byltingin sem leiddi til falls Ceau-
sescus og síðar aftöku hans hófst í
síðustu viku, tilnefndi í gær sjö
nýja ráðherra í stjórn sína. Andrei
Plesu, einn helsti andstæðingur
stjómar Ceausescu, tók við emb-
ætti menningarmálaráðherra og
Matanasie Stanculescu embætti
efnahagsráðherra. Þá tilkynnti
Þjóðfrelsishreyfingin að eins flokks
kerfið yrði afnumið.
Ekki em allir ánægðir með hin
nýju stjómvöld í Rúmeníu og hafa
andstæðingar kommúnismans
staðið fyrir mótmælum á götum
höfuðborgarinnar. Margir hæst
settu embættismennirnir í bráða-
birgðasfjóminni em kommúnistar
sem Ceausescu rak frá völdum. Svo
til engin stjórnarandstaða var til
staðar í Rúmeníu þegar Ceausescu
var velt úr stóh. Hann og fjölskylda
hans voru einráð í landinu, komm-
únistaflokkurinn var eini löglegi
stjómmálaflokkurinn og ekkert
andóf leyft.
Stjórnvöld hafa lagt að lands-
mönnum að hafa hemil á reiði sinni
gegn kommúnistum og stuðnings-
mönnum harðstjórans fyrrverandi
en heyrst hefur að hðsmenn örygg-
issveita Ceausescus, Securitate,
hafi verið teknir af lífi. Um miðjan
dag í gær rann út sá frestur sem
stjómin gaf hðsmönnum Securit-
ate til að leggja niður vopn eða
deyja eha. Öryggissveitir hafa stað-
ið fyrir skyndiárásum og bardög-
um æ síðan Ceausescu var steypt
af stóli. Vestrænir stjómarerind-
rekar vara þó við því að enn sé
hætta á bardögum.
Langþráð þögn ríkti í Búkarest í
gær eftir að borgarbúar urðu vitni
að hörðustu götubardögum sem átt
hafa sér stað í Evrópu frá síðari
heimsstyijöldinni. Víðs vegar á
götum borgarinnar má sjá logandi
kerti og blómsveiga til minningar
um þá sem létu lífið í bardögum
öryggissveita og hersins.
Mikil örtröð var í matvöruversl-
unum í borgum og bæjum í gær
því að Rúmenar neyttu færis og
fóra í verslunarleiöangur. Hillur
verslana fylltust allt í einu af áður
ófáanlegum matvælum; kaffl,
ávöxtum og grænmeti. Á valdatíma
Ceausescus var mikill matarskort-
ur í landinu því að harðstjórinn
varði mestöhum fjármunum þjóð-
arinnar til að borga erlendar skuld-
ir landsins. Til þess að ná því tak-
marki lagði hann efnahag landsins
og iðnað þess í rúst. Erfitt verk bíð-
ur þvi hinnar nýju stjórnar.
Landbúnaðarsérfræðingar
bráðabirgðastjórnarinnar skýrðu
frá því í gær að Ceausescu-stjórnin
hefði gróflega falsað framleiðslu-
tölur. Uppskera og framleiðsla í
landbúnaði væri mun minni en
áður hefði verið haldið fram.
11
rfl
FLUGELDAMARKAÐUR
I
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF FLUGELDUM, KÖKUM O.FL. Á HAGSTÆDU VERDI.
VINSÆLU FJÖLSKYLDUPAKKARNIR FÁANLEGIR í FJÓRUM STÆRÐUM:
mm3
Barnapakki
Kx. 1.200,-
a ll'
SS
Kr. 1.400,-
Kr. 2.300,-
Iir. 3.200,
AÐALÚTSÖLUSTAÐUR HJALLAHRAUNI 9. EINNIG STRANDGATA 28, FJARÐAR
GÖTUMEGIN OG FORNUBÚDIR V/SMÁBÁ TAHÖFNINA.
Flugeldasýning í kvöld,
29. des., kl. 20.30
að Hjallahrauni 9
B J ORGUNARS VEIT FISKAKLETTS
HJALLAHRAUNI 9, HAFNARFIRÐI - SÍMI 651500
Opið kl. 10-22 og á gamlársdag til kl. 16.