Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990. Fréttir______________________________dv Innrétting dómhúss kost- ar 60 þúsund á fermetra frumteikningar að innréttingunum liggja þegar fyrir „Það hafa verið geröar frumteikn- ingar að innréttingum á Útvegs- bankahúsinu og húsi ríkisins að Borgartúni 7 fyrir nýtt dómhús. Fyrstu útreikningar sýna að nýjar innréttingar kosta um 60 þúsund á fermetra,“ sagði Tryggvi Sigurbjarn- arson verkfræðingur sem unnið hef- ur fyrir dómsmálaráðuneytið ogíjár- málaráðuneytið að útreikningum á kotnaði við að koma upp nýju dóm- húsi. Þrír möguleikar eru taldir koma til greina fyrir dómhús. Sá fyrsti er að kaupa Útvegsbankahúsið við Lækj- artorg sem ríkið hefur forkaupsrétt á eftir að bankinn var seldur á síðasta ári. Talið er að húsið kosti um 200 milljónir króna. Annar er að innrétta hús ríkisins að Borgartúni 7 að nýju eftir að skrifstofur ATVR verða flutt- ar þaðan og starfsemi Ríkisendur- skoðunar þar verði einnig flutt. Þriðji möguleikinn er að byggja nýtt hús. Tryggvi sagði að dómstólarnir, sem verða í nýja dómhúsinu, þyrftu allt að 4000 fermetra gólfrými og kostað- ur við aö breyta húsunum yröi aldr- ei undir 200 milljónum. Nýtt hús væri talið kosta álíka og Útvegs- bankahúsið meö endurbótum, eða ríflega 400 milljónir. Húsnæðið við Borgartún ætti því að verða ódýrast því ríkið á húsið fyrir en það gæti þó leitt til þess að kaupa yrði annað hús undir aðra starfsemi á vegum ríkisins síðar. „Það ber á það að líta að með kaup- um á Útvegsbankahúsinu er fundin endanlega lausn á húsnæöi fyrir dómstólana," sagði Óli Þ. Guðbjarts- son dómsmálaráðherra. Hann vildi þó ekki segja hvaða kost hann teldi að yrði endanlega fyrir vahnu en að hálfu ráðuneytanna hefur engin ákvörðun verið tekin. Það er stjórn íslandsbanka sem þrýstir á að ríkið ákveði sem fyrst hvort ríkið ætlar að nýta sér for- kaupsréttinn á Útvegsbankahúsinu en bankinn á það nú. Tryggvi Sigur- bjarnarson sagði að tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu aðganga frá málinu fyrir mánaðamót. Þegar væri búið að reikna kostnaðinn út laus- lega og fyrir mánaðamótin ætti að vera hægt að leggja fram nákvæmari útreikninga. -GK Reynir Traustason, DV, Flateyri: Gyllir, togari Flateyringa, er búinn að vera stopp síðan 23. október, eða í rúmlega tvo og hálfan mánuð, en þá stoppaði skipið vegna kvótaleysis. Útgerðin notaði tímann til áramóta til endumýjunar og lagfæringa á búnaði skipsins. Ný vinnslulína var sett upp á milliþilfari, grandaraspil endumýjað og togspilið tekið í gegn auk annars viðhalds. Grétar Kristjánsson útgerðarstjóri sagði í samtali við DV að klössunin hefði kostað 35 milljónir. Togarinn fiskaði fyrir 135 milljónir króna á síðasta ári en 1987 fiskaði skipið fyrir 137 milljónir þannig að tekjur útgerð- ar og áhafnar hafa dregist saman um 50% á tveimur árum. Orsök þessa eru annars vegar heildarsamdráttur í afla svo og áhrif kvótakerfisins á aflamark skipsins. Áformað var að skipið færi til veiöa um áramót en þá komu fram óvænt- ar bilanir í gír skipsins og togspili. Fimm dómarar skipaðir til fimm mánaða: Mannskapurinn á Gylli að taka veiðarfæri um borð. DV-mynd Reynir Togarinn Gyllir á Flateyri: Helmings samdráttur í tekjum Forseti íslands skipaði Jón Finn- bjömsson, fulltrúa yflrborgarfógeta í Reykjavík, héraðsdómara við Lög- reglustjóraembættið á Keflavíkur- flugvelli í gær. Áður höfðu verið skipaðir fjórir héraðsdómarar að til- lögu dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins. Samkvæmt heimildum DV mun kostnaður við hvem héraðsdómara vera um þrjár milljónir króna þá tæpu fimm mánuði sem dómaramir eru skipaöir. Alls mun skipun þess- ara fimm dómara því kosta ríkið um 15 mihjónir. Mánaðarlegur kostnað- ur ríkisins við við embætti hvers dómara er um hálf milljón. Að sögn Óla Þ. Guðbjartssonar dóms- og kirkjumálaráðherra mun ráðuneyti hans reyna að mæta þess- um útgjaldaauka með einhvers kon- ar hagræðingu. „Til dæmis vom tveir bæjarfógetar skipaðir í stöðu héraösdómara og embætti þeirra sameinuð öðrum. í því er fólginn ákveðinn sparnaður. Við munum svo reyna að skera niður útgjöld og hagræða þar sem við get- um í dómskerfinu og í ráðuneytinu. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 47 nýjum stöðugildum við dóms- og kirkjumálaráðuneytið og það er ekki ólíklegt að héraðs- dómararnir falli undir þær nýráðn- ingar. Það er nær ógerlegt að segja til um hver kostnaðurinn við hvern héraðs- dómara verður á endanum. Það er langt frá því að dæmið hafi verið reiknað til fullnustu," sagði dóms- og kirkjumálaráðherra. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneytinu, verður lagt niður nýtt fulltrúastarf við ráðuneytið en ekki hafði enn ver- ið ráðið í það. Kostnaði við hinn nýja héraðsdómara við lögreglustjóra- embættið á Keflavíkurflugvelli verð- ur mætt á þann hátt. -J.Mar Baldur Oskarsson, fulltrúi neytenda í sex manna nefndinnl: Þessi aðferð er tómt rugl „Ég þori ekkert að fullyrða um hvort áburðarnotkun bænda er ofá- ætluð hjá okkur í sex manna nefnd- inni. Hitt er annað mál að þessi að- ferð, sem notuð er til verölagningar á landbúnaðarafurðum, er tómt rugl,“ sagði Baldur Óskarsson, sem er foringi þriggja manna hóps neyt- enda í sex manna nefndinni sem ákveður verð iandbúnaðarafurða. Baldur sagði að sex manna nefndin styddist við búreikninga bænda sem og skattframtöl þeirra við útreikn- inga sína. Síðan væri nefndin að búa til líkan af einhveiju meðalbúi sem í raun væri ekki til og reikna út kostnað bænda út frá því. „Og þvi miður er þetta fullt af skekkjum. Lögin um verðlagningu landbúnaðarafurða eru út í hött. Eg hef margsinnis bent á þetta. Ég hef líka spurt hvers vegna launþegasam- tökin neita að skipa fulltrúa sína í sex manna nefndina. Og þegar mað- Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða. Áburðarnotk- un ofáætluð - kom í ljós viö útreikninga í sambandi við kjarasamnmgana Áiu.^amntinin bxmáa er cinn arafurfa verulega niöur. Hiuui ''"Sa'mGO luita" Áburöamotkun bænda er elnn atærsti pbsturinn i vertHagsgrund- velli iandbúnaðarvara. Og í út- reikningum, sem íramkvæmdir voru i sambandi við komandi kiarasamninga^kon^ iiúa aö araíuröa verulega niöur. Htuut sagöi aö undanfama daga heföu verkalýösfélögín veriö aö kynna þaö sem menn heföu veriö aö ræöa í kjarasamningaviöræöunutn og heföi bvi alls staöar verið veUekiö__ vegar vera í athugun aö vinna málinu fylgi og koma meö þetta í næstu samningum. Siguröur T. Sigurðsson, formaö- ur Hllfar i Hafnarflröi, sagöi aö 6 iaueardag heCöu stiömlr ailra Frétf DV i gær um að áburðarnotkun bænda sé ofáætluð um 15 prósent í verðiagsgrundvelli landbúnaðarvara. ur spyr man enginn lengur hvers vegna þau neituðu að skipa fulltrúa í nefndina. Launþegasamtökin eru með hagfræðinga sem geta reiknað þetta allt út miklu betur en við sem ekkert höfum á bak við okkur. Það getur því aldrei fariö hjá því að í okkar útreikningum séu skekkjur," sagði Baldur. Því má skjóta hér inn að það var upp úr sólstööusamningunum 1977 sem launþegasamtökin drógu full- trúa sína út úr sex manna nefndinni vegna óánægju með störf nefndar- innar og ríkisstjórnarinnar sem þá sat. Helga K. Möller kennari á einnig sæti í sex manna nefndinni. Hún tek- ur undir með Baldri og segir að þau eigi ekki annarra kosta völ en að leita til sérfræðinga úti í bæ um útreikn- inga fyrir sig. „Útkoman verður síðan sú að nið- urstöður útreikninganna eru jafn- margar og sérfræðingarnir sem við leitum til. Þetta gengur ekki leng- ur,“ sagði Helga K. Möller. -S.dór Störf símsmiða: 40-fyrirspumir á fyrsta degi „Á fyrsta degi bárust um 40 fyr- irspumir um störf símsmiða. þetta eru menn sem gætu byijað á námssamningi hér og sem að- stoðarmenn," sagði Þorgeir K. Þorgeisson, framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma, í samtali við DV. Störf þeirra símsmiða sem hafa sagt upp störfum hjá stofn- uninni voru auglýst laus til um- sóknar um helgina. Fj ármálaráðuneytið og Félag íslenskra símamanna sömdu í gær um hækkun á óhreinindaá- lagi sem getur munið frá eitt til fimm þúsund krónum eftir vinnu. „Með samingnum eru komnar skýrar línur í máhn. Við bíðum nú eftir að sjá hve margir sím- smiðir draga uppsagnir sínar til baka. Við vitum að sumir hafa hug á því,“ sagði Guðmundur Bjömsson, aðstoðar póst- og símamálastjóri. -GK Ölvaður ökumaður var fluttur slasaður á sjúkrahúsið í Keflavík í íyrradag eftir að hann hafði misst stjórn á bíl sínum og ekiö á ljósa staur. höfði. Maðurinn hlaut meiösl á Bfllinn stórskemmdist við árekst- urinn og gekk framendi hans um þijátíu sentímetra inn eftir ákeyrsluna á ljósastaurínn. Tals- vert tjón varö einnig á staurnum sem bognaöi mikið. -ÓTT H ver dómari kostar um þrjár milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.