Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
5
Fréttir
Skoðanakannanir komnar í tísku á Akureyri:
Þrír bæjarf ulltrúar hætta
og óvíst um tvo aðra
Akureyri: Hefðbundnu flokkarnir efna til skoðanakannana á meðan óánægðir ibúar i Glerárhverfi velta fyrir sér
framboði í vor.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Svo virðist sem skoðanakannanir
meðal flokksmanna og stuðnings-
manna þeirra hafi leyst af prófkjör
hjá stjómmálaflokkunum og a.m.k.
þrír af „stóru“ flokkunum, sem bjóða
fram til bæjarstjómarkosninganna á
Akureyri í vor, viðhafa skoðana-
könnun til að kanna vilja fólks um
skipan framboðslista. Úrslit þessara
skoðanakannana em ekki bindandi
fyrir uppstillingarnefndir. Alþýðu-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur skipa
meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar
á yfirstandandi kjörtímabili.
Þegar er ljóst að nokkrar breyting-
ar verða á mannaskipan í bæjar-
stjórninni því a.m.k. þrír bæjarfull-
trúar af ellefu sem nú sitja ætla ekki
fram aftur og óvíst er um aðra tvo.
Leynd yfir úrslitum
Framsóknarflokkurinn reið á vað-
ið og var með skoðanakönnun á dög-
unum. 61 flokksbundinn framsókn-
armaður tók þátt í þessari könnun
sem þykir slakt þar á bæ, en niður-
stöður könnunarinnar hafa ekki ver-
ið birtar og verða ekki birtar. Sam-
kvæmt heimildum DV varð þó Úlf-
hildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi
í efsta sæti og mun koma til með að
skipa það sæti á lista flokksins, Þór-
arinn E. Sveinsson mjólkursamlags-
stjóri verður þá í 2. sæti en í 3. sætið
hafa heyrst nöfn Þóm Hjaltadóttur,
formanns Alþýðusambands Norður-
lands, Guðmundar Stefánssonar
framkvæmdasljóra og Braga Berg-
manns, ritstjóra Dags. Sigurður Jó-
hannesson, sem skipaði efsta sæti hjá
framsóknarmönnum við síðustu
kosningar, fer ekki fram nú. Uppstill-
ingarnefnd Framsóknarflokksins er
að störfum og ætlar að tilkynna um
skipan listans um næstu helgi.
Sjálfstæðismenn voru með lokaða
skoðanakönmm um síðustu helgi
fyrir flokksmenn sína. Þar er sömu
sögu að segja og hjá framsóknar-
mönnum, allt lokað og læst og engar
upplýsingar að hafa. Allir bæjarfull-
trúar flokksins munu gefa kost á sér
áfram.
Ingólfur Árnason hjá Alþýðuflokki
sagði að flokkurinn myndi gangast
fyrir skoðanakönnun meðal flokks-
manna og stuðningsmanna flokksins
í næsta mánuði. Eins og hjá Fram-
sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki
verður niðurstaða könnunar ekki
bindandi fyrir uppstillingarnefnd.
Hjá krötum hafa tveir bæjarfulltrúar
af þremur lýst því yfir að þeir gefi
ekki kost á sér áfram, Freyr Ófeigs-
son og Áslaug Einarsdóttir, en Gísli
Bragi Hjartarson ætlar fram aftur.
Nýtt framboð?
Alþýðubandalagsmenn hafa ekki
tekið ákvörðun um hvernig þeir
hyggjast standa að framboðsmálum
sínum og að rööun á lista. Bæjarfull-
trúarnir tveir, Sigríður Stefánsdóttir
og Heimir Ingimarsson, hafa ekki
látið uppi hvort þeir gefa kost á sér
áfram.
Heyrst hefur aö Kvennalistinn
muni bjóða fram í kosningunum en
það hefur ekki verið staðfest. Þá hef-
ur heyrst um hugsanlegt framboð
óánægðra íbúa í Glerárhverfi, þar
yrði um þverpólitískt framboð að
ræða og á stefnuskrá yrði fyrst og
fremst að berjast fyrir hagsmunum
þeirra sem búa utan Glerár, en sum-
ir telja að sá bæjarhluti hafi verið
afskiptur hvað varðar ýmsa þjón-
ustu.
Bjóðum nú í nokkra daga stórkostlegan
afslátt af hljómtækjasamstæðum
ferðatækjum, geislaspilurum, mögnurum,
hátölurum, bíltækjum, örbylgjuofnum og
fleira og fleira.
SKIPH0LT7 'SÍMI 62 25 55