Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
Viðskipti
Skattheimta íslenska ríkisins
Milljarftor
110
100
0H---------------------L
Heildarskatttekiur
rikisina somkvaemt
tjírlagafrumvarpi
Heildarskatttekjur íslenska ríkisins eru áætlaðar um 91 milljarður á árinu.
Til viðbótar er 15 milljarða duiinn skattur vegna einokunar í íslenskum land-
búnaði. Raunveruleg skattheimtð íslenska ríkisins er því um 106 milljarðar
króna. Guðmundur Ólafsson segir að samkvæmt því séu íslendingar komn-
ir f hælinn á Svíum i skattheimtu.
Skattar á nevtendur
vegna einokunar i
islenskum landbúnaði
Raunveruleg
skattheimta
Islenska rikisins
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur:
Einokun íslensks landbúnaðar
kostar neytendur 15 milljarða
- bróðurparturinn af staðgreiðslunni fer til ríkisins 1 að styrkja landbúnaðinn
„Hver vinnandi Islendingur er um 1 til 2 klukkustundir á dag að vinna fyr-
ir viðhaldi einokunarkerfisins í íslenskum landbúnaði. Síðan vinnur hann
meira til að hafa fyrir niðurgreiðslum ...“
Á íslandi eru 4700 bændur. Greiðsla ríkisins upp á um 8 milljarða á ári í
niðurgreiðslur, útflutningsuppbætur og beina styrki til landbúnaðarins gerir
um 1,7 milljónir á hvern bónda á ári eða um 140 þúsund krónur á mánuöi.
Það að bróðurparturinn af þeirri staðgreiðslu skatta sem einstaklingar greiða til ríkisins fari í landbúnaðinn hækk-
ar matarkostnað hvers heimilis um tugþúsundir á mánuði.
Guðmundur Ólafsson, hagfræðing-
ur og starfsmaður Hagfræðistofnun-
ar Háskóla íslands, segir að íslenskir
neytendur þurfi að borga 15 milljörö-
um meira fyrir landbúnaðarvörur
og ýmsar aðrar vörur, sem eru í sam-
keppni við landbúnaðarvörur, vegna
þess aö innflutningur landbúnaðar-
vara er bannaður. Með öðrum orð-
um, einokun íslensks landbúnaðar
kostar neytendur 15 milljarða á
þessu ári. Þetta er dulinn skattur sem
kemur til viðbótar viö þann 91 millj-
arð króna sem Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra ætlar að inn-
heimta í skatta á þessu ári.
„Sé þessum 15 milljörðum bætt viö
þann 91 milljarð sem ríkið áætlar að
innheimta í skatt á þessu ári fæ ég
ekki betur séð en við íslendingar sé-
um komnir í hælinn á Svíum varð-
andi skattheimtu," segir Guðmund-
ur Ólafsson.
Tekjuskattur
einstaklinga
10,9 milljarðar
rök fyrir því að heildarskattur á
neytendur vegna einokunar íslensks
landbúnaðar hljóði í heildina upp á
um 15 milljarða króna.“
Guðmundur segir ennfremur að
vinnumarkaðurinn íslenski sé um
120 þúsund vinnandi menn. „Þessi
15 milljarða viðbótarskattur, sem er
vegna einokunarkerfisins í íslensk-
um landbúnaði, gerir því um 125
þúsund krónur í aukaskatt á hvern
vinnandi mann á ári.“
„í vinnustundum talið merkir
þetta að hver vinnandi maður á ís-
landi er um 1 til 2 klukkustundir á
dag að vinna fyrir viðhaldi einokun-
arkerfisins í landbúnaði. Síðan vinn-
ur hann meira til að hafa fyrir niður-
greiðslum, útflutningsuppbótum og
öðrum styrkjum til landbúnaðarins,
sem ríkissjóður greiðir beint.“
Guðmundur segir énnfremur að
samkvæmt fjárlögum þessa árs áætli
ríkið að verja um 8 milljörðum króna
í niðurgreiðslur, útflutningsupp-
bætur og ýmsa aðra beina styrki til
landbúnaðarins.
Þess má geta að áætlaður tekju-
skattur einstaklinga á árinu er um
10,9 milljarðar króna. Miðað við 8
milljarða beinar greiðslur ríkisins til
landbúnaðarins fer bróðurparturinn
Ríkið eyðir megninu af tekjuskatti
einstaklinga í landbúnaðinn. Sam-
kvæmt mati Guðmundar Ólafssonar
nema niðurgreiðslur, útflutnings-
uppbætur og aðrir beinir styrkir rík-
isins til landbúnaðarins um 8 mill-
jörðum á þessu ári og því fer bróð-
urparturinn af þeim sköttum, sem
dregnir eru af launafólki, beint í
landbúnaðinn.
Að sögn Gumundar er talið að
beinn umframkostnaður neytenda,
sem hlýst af innflutningsbanni á
landbúnaðarvörur, sé á bilinu 10 til
15 milljarðar króna. Það er sú upp-
hæð sem islenskir neytendur myndu
spara ef leyft væri að flytja inn land-
búnaðarvörur erlendis frá.
„Ef við tökum millitöluna og segj-
um að þessi beini umframkostnaður
sé 12,5 milljarðar bætast við þá tölu
um 2,5 milljarðar vegna þess að aðrar
vörur, sem eru í samkeppni við land-
búnaðarvörur, eins og djús, gos-
drykkir og smjörlíki, eru á hærra
verði í skjóli þess að verð-á land-
búnaðarvörum hérlendis er með því
hæsta í heiminum."
Og áfram: „Þetta þýðir að færa má
af því sem einstaklingar greiða í stað-
greiðslu skatta beint í að styrkja
landbúnaðinn.
Loks má geta þess að um 4700
bændur eru áíslandi. Samkvæmt því
gerir 8 milljarða greiðslan úr ríkis-
sjóði í niðurgreiðslur, útflutnings-
uppbætur og aðra beina styrki til
landbúnaöarins um 1,7 milljónir
króna á hvern bónda á ári eða um
142 þúsund krónur á mánuði.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 11-12 Bb
3jamán. uppsögn 11,5-13 Úb,V-
b,Ab
6 mán. uppsögn 13-14 Úb,V-
b.Ab
12mán.uppsögn 12-15 Lb
18mán. uppsögn 26 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp
Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 10-12 Bb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 0,75-1,5 Allir
nema
Sp
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum Innlán gengistryggð 21 Allir
Bandarlkjadalir 7-7,5 Sb
Sterlingspund 13-13,75 Úb,Bb,- lb,V- b.Ab.
Vestur-þýskmörk 6,75-7 Úb.lb,- Vb.Ab
Danskar krónur 10,5-11,0 Úb.lb,- Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð <%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) 27,5 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31,5-32,75 Lb.Bb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggð 32,5-35 Lb.Bb
. Skuldabréf Útlántilframleiðslu 7,25-8,25 Úb
Isl. krónur 28,5-33 Lb.Bb,
SDR 10,75 Allir
Bandaríkjadalir 10,25-10,5 Allir
nema Úb.Vb
Sterlingspund 16,75 Allir
Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Allir
nema Lb
Húsnæðislán Llfeyrissjóðslán 3,5 5-9
Dráttarvextir 40,4
MEÐALVEXTIR
óverðtr. des. 89 Verðtr. des. 89 31,6 7,7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravlsitalajan. 2771 stig
Byggingavísitala jan. 510 stig
Byggingavísitala jan. 159,6 stig
Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan.
VERÐBRÉFASJOOIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,590
Einingabréf 2 2,525
Einingabréf 3 3,020
Skammtímabréf 1,568
Lifeyrisbréf 2,308
Gengisbréf 2,029
Kjarabréf 4,532
Markbréf 2,410
Tekjubréf 1,898
Skyndibréf 1,370
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 2,213
Sjóðsbréf 2 1,689
Sjóðsbréf 3 1,552
Sjóðsbréf 4 1,305
Vaxtasjóösbréf HLUTABRÉF 1,5625
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 400 kr.
Eimskip 400 kr.
Flugleiðir 162 kr
Hampiðjan 172 kr.
Hlutabréfasjóður 168 kr.
lönaðarbankinn 180 kr.
Skagstrendingur hf. 300 kr.
Útvegsbankinn hf. 155 kr.
Verslunarbankinn 153 kr.
Olíufélagið hf. 318 kr.
Grandi hf. 157 kr.
Tollvörugeymslan hf. 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.