Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
Útlönd
Vinningstölur laugardaginn
13. jan. ’90
Manuel Noriega:
Á hann millj
ónir í þýsk-
um banka?
Manuel Antonio Noriega, fyrrum
einvaldur í Panama, kann að hafa
aðgang að milljónum dollara sem
geymdir eru á bankareikningum í
V-Þýskalandi, að því er bandaríska
sjónvarpsstöðin NBC skýrði frá ný-
lega. í frétt stöðvarinnar sagði að
Noriega, sem nú er í vörslu banda-
rískra yfirvalda og á yflr höfði sér
réttarhöld vegna meintrar aðildar að
fíkniefnasmygli, hefði aðgang að
reikningi í Deutsche Sud-Amerikan-
ische Bank í Hamborg. Þar gæti ver-
ið um að ræða inneign upp á margar
milljónir dollara. I fréttinni var
raunar haft eftir starfsmönnum
bankans að þar væri ekki neinn
Bandaríkin:
Hálft tonn
af rusli
á mann
í Bandaríkjunum faiía til 160
milljónir tonna af úrgangi á ári
að því er sérfræðingar telja. Það
þýðir að hvert mannsbarn skilur
eftir sig rúmlega hálft tonn. Að-
eins um tíu prósent af þessum 160
milljónum tonna fara til endur-
vinnslu og milli tíu og fimmtán
prósent fara í brennslu. Þá eru
eftir 130 milljónir tonna af rush
sem þarf að koma fyrir, þ.e. grafa
í jörðu niöur.
Skortur fer að verða á landi þar
sem hægt er að urða úrganginn.
Að því er fram kemur í álitsgerð
þingnefndar, er kannaði þessi
mál, verða áttatíu prósent sorp-
hauga Bandaríkjanna fullir inn-
an tveggja áratuga. Og leitin að
heppilegum landsvæðum til urð-
unar úrgangs verður æ erfiðari
eftir því sem árin líða vegna
hertra reglna um umhverfis-
vernd sem og mikillar andstöðu
almennings. Niðurstaða nefndar-
innar er því sú að svo gæti farið
að Bandaríkjamenn verði uppi-
skroppa með staði þar sem þeir
geta urðað ruslið sitt.
Vandamál þetta var mikið í
sviðsljósinu fyrir nokkrum árum
þegar ruslaprammi frá New York
var á siglingu á Atlantshafl,
Mexíkóflóa og Karíbahafi svo
mánuðum skipti í leit að heppi-
legum stað til að losa sig við farm-
inn. Skipið fékk hvergi að leggja
aö og fór að lokum til New York
á nýjan leik.
Úrgangi, sem losaður hefur. ver-
ið í sjóinn, hefur skolað upp á
strendur Bandaríkjanna. Fyrir
tveimur árum skolaði notuðum
sprautunálum upp á nokkrar
baðstrendur. í kjölfarið greip
mikil hræðsla um sig meðal al-
mennings og háværar raddir
heyrðust um hættuná samfara
shku.
Þingnefndin, sem vitnað var í
fyrr í greininni, hefur komist að
þeirri niðurstöðu að hægt sé að
minnka umfang úrgangs mikið,
m.a. með meiri endurvinnslu sem
og betri hönnun umbúða, svo
notkun hættulegra efna í umbúð-
ir minnki eða verði algerlega
hætt. Umhverfisverndarstofnun
Bandaríkjanna hefur lagt til að
endurvinnsla verði aukin og að
fiórðungur alls úrgangs fari til
endurvinnslu. Reuter
reikningur á nafni Noriegas en einn-
ig sagt að bandarísk yfirvöld hefðu í
fórum sínum skýrslur þar sem fram
kæmi að Noriega ætti þar reikning.
Frá því að Noriega var handtekinn
ogfærður í járnum til Bandaríkjanna
hafa bandarísk yfirvöld reynt að
finna leynireikninga hans í bönkum
víðs vegar um heim og frysta inn-
stæðurnar. Nokkrir bankar í Sviss
og Frakklandi hafa þegar fryst inn-
eignir hans, að því er NBC skýrði
frá. Þar var um að ræða innstæður
sem nema um 25 milljónum dollara.
Noriega er talinn eiga eignir upp á
allt að tvö hundruð milljónir dollara.
Reuter
i only one person;
| oan fly into ;
I tlie USA for less i
i tlia.n ,£90.
m
VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 2.395.250
2.4 TÆ 1 416.115
3. 4af5 76 9.444
4. 3af 5 2.806 596
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.201.485 kr.
Margir hafa nýtt sér handtöku Manu-
els Noriega, fyrrum einvalds i Pa-
nama, í auglýsingaskyni. Meðal
þeirra er flugfélagið Virgin Atlantic.
Þessi auglýsing birtist í bresku
sunnudagsblaði nýverið. Þar segir
að aðeins einn maður geti ferðast
til Bandaríkjanna fyrir minna en 90
pund. Símamynd Reuter
Hvíldu þig nú á
skammdeginu
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
«1
Nú gefst einstakt tækifæri til
aö hvíla sig dálítið á íslenska
skammdeginu og bregöa
sér í stutta ferö yfir pollinn.
Þú getur valiö um tvær af
skemmtilegustu borgum
Evrópu til aö slappa af og
láta þér líða vel. Þetta tilboð
gildir fyrir janúar og febrúar
en athugaóu aö aöeins er
selt í þessar feróir í janúar
þannig aö þótt þú ætlir ekki
aó leggja land undir fót fyrr
en í febrúar veróur þú aó
tryggja þér miöa fyrir mán-
aðamótin.
Útsölutíminn
í Amsterdam
Útsölurnar eru þegar hafnar
í Amsterdam. Þar er verölag
aó vísu hagstætt allt áriö en
þó best á þessum tíma. Not-
aóu tækifærið. En jafnvel
þótt þig langi ekkert til aó
versla getur þú fundiö þér
nóg að gera í Amsterdam.
Veturinn er sá tími sem
menningar- og skemmtana-
líf er í hvað mestum blóma.
Heimsfrægar hljómsveitir,
bæöi popp- og sinfóníu-,
heilla hvorar sinn aódáenda-
hópinn og Rembrandt og
van Gogh eru á næstu grös-
um. Og láttu endilega eftir
þér að fara á indónesiskan
veitingastaó og fá þér 26
rétta „rijstaffel“. Þaó kostar
ótrúlega lítió.
Hamborg allra
árstíða
Útsölurnar í Hamborg hefjast
29. janúar og standa í tvær
vikur. Hamborg er fræg fyrir
aö þar er hægt aó fá mjög
„vönduó merki“ á sérlega
góöu verði. En Hamborg er
ekki síður borg menningar,
lista og skemmtana. Þú átt
erindi til Hamborgar allt árið.
I
Amsterdam i
„l
____!
Hamborg
Lágmúla 7, sími 84477, Austurstræti 22, sími 623060