Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
11
Leikkonan Liv Ullmann varð vitni að ofbeldi lögreglumanna gegn vietnömskum flóttamönnum i Hong Kong.
Gagnrýni vísað á
bug í Hong Kong
Yfirvöld í Hong Kong hafa vísað á
bug gagnrýni mannréttindasamtak-
anna Amnesty International á með-
ferðina á víetnömskum tlóttamönn-
um. Sagði talsmaður stjómarinnar
að ásakanir um að bátafólkið væri
beitt ofbeldi ættu ekki við rök að
styðjast.
Amnesty gagnrýndi einnig þá
stefnu yfirvalda í Hong Kong að
draga bátafólkið í dilka og aðgreina
„raunverulega" flóttamenn frá þeim
sem aðeins eru að flýja slæmt efna-
hagsástand í Víetnam. í flóttamanna-
búðunum í Hong Kong eru fjörutíu
og fjögur þúsund sem ekki hafa verið
flokkaöir sem raunverulegir flótta-
menn. Auk þeirra eru þar þrettán
þúsund flóttamenn sem komu fyrir
sumarið 1988 þegar allt bátafólkið
var viðurkennt sem flóttamenn.
í skýrslu Amnestys eru einnig
nauðungarflutningar á flóttamönn-
unum frá Hong Kong til Víetnam
harðlega gagnrýndir.
Leikkonan Liv Ullmann heimsótti
í síðustu viku flóttamannabúðirnar
í Hong Kong á vegum Barnahjálpar-
sjóðs Sameinuðu þjóöanna. Sagði
hún aðstæðurnar í flóttamannabúð-
unum minna á útrýmingarbúðir nas-
ista. Kannaði leikkonan sérstaklega
aðstæður kvenna og barna. Mikil
þrengsli voru í búöunum, fjölskyldu-
meðhmir voru oft ekki í sömu búð-
um. Allir flóttamennirnir voru núm-
eraðir og ef menn vissu ekki um
númer annarra fjölskyldumeðlima
vissu menn ekki hvar hægt væri að
flnna þá.
Liv Ullmann er þeirrar skoðunar
að yfirvöld reyni að kalla fram of-
beldi meðal bátafólksins til þess að
geta réttlætt meðferðina á þvi. Sagð-
ist hún hafa séð lögreglumann slá til
konu sem kom hjólandi. Og í hlíð
fyrir ofan einar flóttamannabúðirn-
ar gengu lögreglumenn um og beindu
byssum að flóttamönnunum.
Reuter,TT,DN
Búlgaría:
Alræði kommúnista afnumið
Búlgarskir kommúnistar bundu í
gær enda á alræði kommúnista-
flokksins og fylktu sér þar með á
bekk með mörgum ráðamönnum
Austur-Evrópuríkja. Þá hafa búlg-
örsk stjórnvöld lagt til viðræður við
fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Þær
viðræður, svokallaðar hringborðs-
umræður, munu hefjast í dag. Álíka
atburðir og þeir sem áttu sér stað í
Búlgaríu í gær hafa þegar átt sér stað
í mörgum ríkjum Austur-Evrópu.
Andrei Lukanov, einn fulltrúa
stjórnarinnar í fyrirhuguðum við-
ræðum við stjórnarandstöðuna,
sagði að eitt hið fyrsta sem þátttak-
endur viðræðnanna myndu fjalla um
væri kosningarnar sem fram eiga að
fara síðast á árinu. Leiðtogar stjórn-
arnandstöðunnar hvöttu til þess á
fjöldafundi á sunnudag að kosning-
um verði frestað þar til í nóvember
svo stjórnarandstöðuflokkarnir fái.
betri undirbúningstíma. En þeir vilja
samt sem áður að aukakosningar til
þings fari fram í mars næstkomandi
til að fá nýtt fólk inn á þing í stað
þeirra sem harðlínumaðurinn Todor
Zhivkov kom inn áður en honum var
Steyt. Reuter
Útlönd
Yfirvöldum
líkt við
Ceausescu-
stiórnina
Axel Ammendrup, DV, Osló:
Sjómenn í Norður-Noregi fóru i
verkfall í gær, sama dag og þorsk-
veiðar áttu að hcfjast við Lofoten.
Með verkfallinu vilja sjómennirnir
mótmæla fiskveiðipólitík stjórn-
valda og segjast ekki hefja veiðar
fyrr en stjórnvöld breyta því sem
þeir kalla gerræöisiega úthlutun
þorskveiðikvóta.
Sjómennirnir segja það hagstæð-
ara fyrir þá að láta bátana liggja
við biyggju en að eyða eldsneyti til
að tína upp þau fáu kvikindi sem
þeim sé úthlutað af skilningslitlum
yfirvöldum. Þá hafa samtök sjó-
manna og útgerðarmanna í Norð-
úr-Noregi hvatt sjómenn til aö
hreyfa ekki báta sína að svo stöddu.
Sjómenn og samtök þeirra viður-
kenna að vissulega sé ekki mikill
þorskur til skiptaima en aö vel
mogi deila honum á réttlátari máta.
Til að mynda fær ekki nema um
fjórðungur þeirra sem veitt hafa
j)orsk á þessum slóðum undanfarin
----7--------------------------
Arulestur
Og áran teiknuð.
Hvað er það sem þú vilt gera betur eða
breyta? ^
I áru er hægt að lesa út persónulelka, kosti,
galla, heilsufar o.m.f.l.
Reyndu að kynnast Sjjálfum þér betur og
pantaðu tíma í lestri. Sími 91-622273
Friðrik Páll Ágústsson
ár útdeilt kvóta í ár.
íbúar Noröur-Noregs eru míög
háðir fiskveiðum og vinnslu aflans
og er þar því víða heitt í kolunum
þessa dagaria. Baráttusamtök
kvenna í Norður-Noregi hafa hvatt
sjómenn til að sigla bátum sínum
suður og loka Oslóarhöfh og þvinga
þannig stjómvöld til að breyta
þorskkvótaúthlutuninni. Og I
guðsþjónustu í bæ nokkrum tæpti
klerkur á kvótamálinu og sagði
hann byggðastefnu norskra stjórn-
valda helst minna á vinnubrögð
Ceausescustjóminnar i Rúmeniu.
Sjómennirnir lýstu- því yfir í bréfi
til Jan P. Syse forsætisráðherra í
gærkvöldi að þeir myndu ekki snúa
aftur til vinnu fyrr en kvótaúthlut-
uninni hefði verið breytt og eða að
framlög ríkisins til sjómanna yrðu
aukin í 2,5 milljarða norskra króna.
Ætti ríkið til að myndí að standa
straum af vaxtagreiöslum af lánum
vegna bátakaupa og aöstoða illa
stadda sjómenn og fjölskyldur
þeirra til að koma sér upp húsnæðL
HAGÆÐA MYNDBANDSTÆKIFRA
VERÐ AÐEINS KR.
29.950,-
stgr.
NEC 9063
• einföld þráðlaus fjarstýring.
• kYrrmyndarfærsla áfram, ramma fyrir
ramma.
• hraðspilun.
• sértengíng ,,scart“ íyrír t.d. stereo
sjónvarpstækí.
• 14 daga upptökumínní.
• klukka og teljarí. .
• íslenskur leíðarvísir.
HUÓMCO
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005