Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990.
Otgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON /
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF, ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Eina kreppuþjóðin
Við erum allt í einu sér á báti í hópi þjóða Stofnunar
efnahagsþróunar, OECD. íslendingar voru í fyrra eina
aðildarþjóðin, sem bjó við kreppu, og svo verður einnig
á þessu ári, samkvæmt spá stofnunarinnar. Móðurskip-
ið siglir sinn sjó, en íslenzka skektan hrekst undan veðri.
Yfirleitt höfum við farið í humátt á eftir öðrum þjóð-
um í nágrenni okkar. Þegar vel hefur árað í viðskipta-
löndum okkar, hefur okkur gengið vel að koma afurðum
okkar út á góðu verði. Þegar samdráttar eða stöðnunar
hefur gætt umhverfis okkur, hefur þetta gengið verr.
Fá dæmi eru þess, að alger skilnaður verði á siglingu
okkar og allra annarra þjóða í Stofnun efnahagsþróun-
ar, sem er klúbbur ríku þjóðanna í heiminum. Við bjugg-
um þó í fyrra við næstum 3% samdrátt efnahags, en
hinar þjóðirnar allar við hagvöxt, flestar vel yfir 3%.
Samkvæmt fyrri reynslu ætti okkur að hafa gengið
vel í fyrra og ganga vel á þessu ári. Vegna velgengni
viðskiptaþjóða okkar ætti verð íslenzkra afurða að vera
hátt. Og það er einmitt hátt um þessar mundir. Einka-
kreppa okkar stafar af öðru en utanríkisviðskiptum.
íslenzka einkakreppan er að verulegu leyti framleidd
af stjórnvöldum, einkum ríkisstjórninni, sem nú hefur
setið nokkuð á annað ár. Aðrir þættir hafa þó stuðlað
að vandræðum okkar. Ber þar hæst, hversu erfitt okkur
hefur reynzt að læra að laga okkur að raunvöxtum.
Þótt vextir hafi í nokkur ár oft verið jákvæðir, höfum
við haldið áfram að haga okkur eins og lánsfé væri eins
konar happdrættisvinningur. Við höfum ekki hert arð-
semiskröfumar í kjölfar breytingarinnar úr neikvæðum
vöxtum og gjafvöxtum yfir í raunverulega vexti.
Við mörg gjaldþrot og ríkisforsjá síðustu mánaða
hefur stungið í augu, að mörg gæludýra hins opinbera
hafa efnt til ú ármagnskostnaðar, sem fyrirfram mátti
vita, að mundi leiða til ófarnaðar. Arðsemi íjárfestingar-
innar gat ekki staðið undir raunverulegum vöxtum.
Annað atriði, sem líka hefur stuðlað að óförum íslend-
inga, er fastgengisstefna ríkisstjórnarinnar, sem sat
næst á undan þeirri, er nú situr. Stefnan var fundin upp
í nefnd bjargvætta undir stjórn núverandi formanns
vinnuveitenda og varð að tízkufyrirbæri, faraldri.
Fastgengisstefnan fór illa með sjávarútveginn árið
1988. Hún skekkti samkeppnisaðstæður hans og var
upphaf mikils taprekstrar, sem sjávarútvegurinn hefur
síðan ekki náð sér eftir' Hún veikti mótstöðu atvinnulífs-
ins, þegar ógæfan skall á með núverandi rikisstjórn.
Ofan á hefðbundna íjármunabrennslu í landbúnaði
upp á 7-8 milljarða árlega bætti nýja ríkisstjórnin ann-
arri eins 7-8 milljarða fjármunabrennslu í atvinnutrygg-
ingarsjóðum og hlutaíjársjóðum og í margvíslegri ann-
arri fyrirgreiðslu af hálfu velferðarríkis fyrirtækja.
Ríkisstjórn hefur frá upphafi verið önnum kafin við
að strengja björgunarnet undir hvers konar rekstur,
sem ekki stenzt arðsemiskröfur raunvaxta. Hún hefur
tekið ábyrgð af herðum stjórnenda fyrirtækja, sem nú
geta dansað á línu í trausti öryggisnetsins fyrir neðan.
Ríkisstjórnin hefur leitt arðleysi og tap til vegs með
margvíslegri fyrirgreiðslu. Svigrúm vantar til hagvaxt-
ar, því að jarðvegurinn er frátekinn handa gæludýrum,
sem brenna verðmætin. Ríkisrekin velferðarstefna
hnignandi atvinnurekstrar kæfir framtak þjóðarinnar.
Óbeit þjóðarinnar á vöxtum, fastagengi síðustu
stjórnar og björgunarforsjá núverandi stjórnar hafa
framleitt langvinna einkakreppu, séríslenzka.
Jónas Kristjánsson
Uppeldisleysi
í nútímanum
„Ó, Guö, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn....“
Það umhverfi, sem bðrnin okkar
hrærast í, er gerólíkt því sem við
vöndumst á þeirra aldri. Gildir þá
nánast einu hvort við erum fimm-
tug eöa þrítug - slíkar eru breyting-
ar allra síðustu ára.
Mörgum okkar voru að líkindum
settar alltof strangar reglur - opin-
skátt eða í formi „ósagðra .tilætl-
ana“. Sumir fóru i kringum regl-
urnar - lugu sig frá gerðum sínum
- ýmist með snilld eða af taum-
lausri óskammfeilni. Aörir lutu
reglunum þrátt fyrir hávær og
stundum býsna oröljót mótmæli
við foreldra og skóla. Stundum var
talað digurt viö félagana um fárán-
leikann i úreltum reglum og von-
lausum foreidrum, en þrátt fyrir
allt stjórnuðu tilætlanir „gamla
• fólksins" miklu eða settu mörgum
mörk sem héldu (oftast).
Upparnir
Sumum okkar vegnar vel í
neyslustreðinu - öðrum miður eins
og gengur. Flest eigum við það þó
sameiginlegt að vilja gjarna láta
líta út eins og allt sé í stakasta lagi
hjá okkur. Upparnir í hópnum ber-
ast á og brúka margvísleg gervi.
Ekki veit ég samt hvort þeirra
(lax)veiði er hótinu hamingju-
samari veiðiskapur en netadráttur
á höndum þeim sem leggja t.d. fyr-
ir sig trilluútgerð. Að sönnu eru
sagðar meiri sögur af laxveiðum,
en þjóðarsálin á nú samt meira
undir kvótabundinni skakveiði.
Hvað sem öðru líður þá er mikill
munur á þeim veiðum sem stund-
aðar eru sem lífsform til framfæris
sér og sínum og hinum sem til-
heyra neyslunni og alltof oft reyn-
ast eigingjörn útilokun m.a. frá
börnum og amstri uppeldisins.
Hversu margir skyldu það nú vera
sem forðast það návígi sem sam-
skipti fjölskyldunnar auðvitað
skapa. Návígi sem getur oröið svo
sárt og miskunnarlaust þegar illa
gengur, en er aftur á móti svo óvið-
jafnanlega gott, gefandi og mann-
bætandi þegar okkur tekst að deila
sorgum og gleði saman.
Uppruninn
Líklega hefur eitt af okkar verstu
glappaskotum í búsetuþróun á síð-
ustu áratugum falist í því að ganga
af stóríjölskyldunni dauðri. Að
„úrelda" afa og ömmur löngu fyrir
aldur fram og flokka fólk niður á
grundvelli aldurs til hvers konar
samskipta. Þó að við tækjum upp
sérbýli fyrir „kjarnafjölskylduna"
þurftum við alls ekki að sækja svo
stíft til fyrirmynda úr erlendum
stórborgum að við sitjum nú uppi
með það að hópur barna og ung-
menna þekkir lítt til afa og ömmu
- veit engin skil á ætt og uppruna
og hefur engin samskipti haft við
roskið fólk.
Foreldrar margra okkar ólust
upp við það að „uppeldi" var eitt-
hvað sem gerðist af sjálfu sér - eins
og það hefur alltaf gert. Þannig ól-
umst við líka upp - en eitthvað var
samt tekið að bresta undir lok 7.
áratugarins.
Uppeldisvenjumar sem við brut-
um á bak affur - sjálf sem hálffull-
orðnar manneskjur - hafa ekki
verið endurnýjaðar og eitthvað lít-
ið hefur komið í staðinn.
Tilboð um neyslu - afþreyingu -
viðtöku í einhverju formi (gláp,
hlustun, át, diskórangl, leiktækja-
nið) er hins vegar orðiö svo altækt
að börnin okkar hafa tæpast friö
til að hugsa - varla næði til þess
þroska sem upplag og erfðir standa
til. Þá gefst þeim heldur ekki færi
á því „sjálfsuppeldi“ sem eftir-
stríðsárin á íslandi innleiddu.
Sjálfsuppeldi kalla ég það, því
KjáUarinn
Benedikt Sigurðarson
skólastjóri
fáir hafa beitt - eöa veriö beittir -
markvissri ögun eða uppeldisað-
ferðum. Gegnir þá svipuðu hvort
við erum að tala um skólann eða
heimilin.
Skólarnir hafa - þangað til alveg
nýlega - lítt sinnt uppeldishlut-
verki heldur þóst vera uppteknir
af því að miðla „fróðleiksmolum".
„Skólarnir hafa - þangað til alveg
nýlega - litt sinnt uppeldishlut-
verki...“, segir hér m.a.
Allt fyrir það að jafnvel kennurum
hefur fundist það neikvætt að eiga
að „passa börn“. - Mér íinnst þvert
á móti að skólarnir eigi að vera
hreyknir af því að vera trúað fyrir
því að passa börn - trúað fyrir vel-
ferð og þar með menntun þeirra
og uppeldi.
Samskiptaumhverfi
Það eru gömul sannindi að eng-
inn er „fæddur maður“ - að mönn-
um verðum við einasta innan um
aörar manneskjur. (sbr. J.G. Herd-
er)
Slíku hættir nútímanum til að
gleyma þegar fjölmiölarnir eru
farnir að ráða yfir verulegum hluta
af vökutima barnanna okkar. Fjöl-
miðlar koma aldrei í stað mann-
legra samskipta og tölvur koma
aldrei i stað kennarans í skólanum.
- Hin nýja tækni er góður og oftast
gagnlegur þjónn, en hún er óhæfur
húsbóndi - og vonlaus uppalandi.
Staða barna sem fædd eru eftir
1980 er að þessu leyti gerólík að-
stæðum allra sem eldri eru. Við
megum ekki vanmeta áhrif sjón-
varps - videos - kassetturokks og
myndasagna eða „glansmynda-
rita“. Allir þessir miðlar eiga það
sameiginlegt að sýna óraunveru-
lega mynd af samhengi hlutanna -
stundum „plata“ þessir miðlar vilj-
andi.
Sú sjónreynsla sem myndmiðl-
arnir skila heim á stofugólf - með
nákvæmlega sama hætti og „frétt-
irnar“ birtast dag hvern - er mikl-
um mun alvarlegri og virkari að-
ferð til að vijla raunveruleikaskyn
smáfólksins heldur en munnleg
(eða bókleg) miðlun á hryllingi ís-
lendingasagnanna, þjóðsagnanna
eða Grimmsævintýra.
Spyrji svo hver maður sálfan sig
um sinn eigin beyg - þegar einsemd
eða kvíði' stóð okkur fyrir svefni.
Farísearnir
Líklega hættir okkur öllum
meira eða minna til að leita frið-
þægingar með svipuðum hætti og
„faríseinn forðum" svo sem vitnað
var til í upphafi þessa spjalls.
Kannski sjáum við ekki „bjálka
fyrir flísum" og trúum því í raun
og veru að uppeldi sé einungis áfátt
hjá fáeinum „aumingjum" - segj-
um þaö jafnvel fullum fetum.
Raunin er því miður í alltof mörg-
um tilfellum önnur.
Uppeldisleysi - afskiptaleysi -
vanhirða tilheyrði hér á árum áður
„undirmálsfólki“ eða þeim sem
ekki áttu margra kosta völ. Nú
hefur uppeldisleysið hreiðrað um
sig á „bestu. bæjum“. Menn láta
undir höfuð leggjast aö setja börn-
unum sanngjöm mörk - gleyma
því að þau þurfa á því að halda að
fylgja ákveðinni reglu.
Mönnum láist að vernda rétt
þeirra til að vera börn og þau fara
þess í staö að „leika fullorðins-
leiki“ langt fyrir aldur fram. Þau
temja sér e.t.v. það fráleitasta af
skemmtunarmáta þeirra eldri -
það sem enginn ætlaöist til í raun
og veru.
Málsmetandi fólk - upparnir -
velmegunarkynslóðin er orðin svo
heltekin af sjálfselsku og dýrkun á
eigin bílífi og blekkingum að þaö
er jafnvel farið að tilheyra neysl-
unni að bömin séu „út um allt“
fram eftir nóttu - á stefnulausum
þvælingi til kl. 3 að nóttu um helg-
ar - fara í 11-bíó.
Jafnvel heyrir maður ömmur og
afa tala um það eins og ekkert sé
sjálfsagðara að 13-14 ára krakkar
séu „á fóstu“. Fullorðinsleikirnir
eru orðnir svo sjálfsagðir að mati
þeirra sem „vilja tolla í tískunni"
að skólastjórinn er sagður óþolandi
íhaldssamur þegar hann heldur því
fram að vangadans sé fullorðins-
leikur sem ekki eigi erindi við 9-12
ára börn.
Erum við e.t.v. að reyna að vera
góð við okkur sjálf þegar við slepp-
um því að setja börnunum okkar
mörk sem við síöan fylgjum eftir?
Það geta ekki allar breytingar talist
„þróun“.
Benedikt Sigurðarson
„Menn láta undir höfuö leggjast aö
setja börnunum sanngjörn mörk -
gleyma því aö þau þurfa á því aö halda
aö fylgja ákveðinni reglu.“