Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1990, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1990.
15
Frádráttur vegna
hlutabréfakaupa
Eitt af síðustu verkum þingsins
fyrir jólahlé var að breyta lögum
nr. 9/1984 um frádrátt af skatt-
skyldum tekjum vegna íjárfestinga
manna í atvinnurekstri.
Hér er um veigamikla breytingu
að ræöa, tilraun til að örva menn
til að leggja fé í hlutabréfakaup,
tilraun til að auðvelda fyrirtækjum
að auka eigið fé sitt.
Þetta mál er gríðarlega mikil-
vægt. Eigið fé fyrirtækja hefur
rýmað mjög á undanfomum árum
og hefur jafnvel í undirstöðuat-
vinnugreinum komist niður fyrir
hættumörk. Lánsfé er dýrt þannig
að meðal þess sem mest er áríðandi
í þeirri uppbyggingu sem framund-
an er er að auka eigið fé fyrirtækja
sem atvinnulífið hvílir á.
Víðtæk samstaða
Um þetta mál myndaðist víðtæk
samstaða. Nokkrir stjómmála-
flokkar höfðu á stefnuskrá sinni
að gera breytingar á þessum lög-
um.
í Framsóknarflokknum hafði far-
ið fram talsverð umræða og álykt-
anir verið gerðar.
í margumræddu áliti þing-
mannanefndar Framsóknarflokks-
ins segir:
„Fyrirtækjum verði auðveldað að
auka eigið fé sitt með því að:
a) Skattfrádráttur vegna hluta-
bréfakaupa verði hækkaður.
b) Ákvæði, sem fyrirtæki þarf að
uppfylia til þess að hlutabréfa-
KjaUarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
kaup njóti skattfrádráttar, verði
rýmkuð, þ.e. lágmarksfjöldi
hluthafa, lágmarkshlutafé
o.s.frv.
c) Útgreiðsla arðs veröi frádráttar-
bær hjá fyrirtæki og skattmörk
rýmkuð hjá einstaklingi.
d) Tap af hlutafé verði frádráttar-
bært í rekstri svipað og tap ann-
arra eigna.
e) Stimpilgjöld af hlutabréfum
lækki úr 2% í 0,5%.
f) Lífeyrissjóðum verði heimilaö
að veria ákveðnu hlutfalh eigna
sinna til hlutabréfakaupa í at-
vinnurekstri."
Þessi ályktun þingmannanefnd-
arinnar var rædd á aðalfundi mið-
stjómar Framsóknarflokksins í
nóvember sl.
í framhaldi þeirra umræðna
gerði miðstjóm svofellda ályktun:
„Með róttækum breytingum á
lögum, m.a. skattalögum, verði
stuðlað að árle'gri þátttöku almenn-
ings í atvinnulífinu með kaupum á
hlutabréfum eða sambærilegum
áhættubréfum í fyrirtækjum."
Sjálfstæðismenn hafa undir for-
ustu Friðriks Sophussonar á tveim
þingum flutt frumvörp og þingsá-
lyktun er miðar að sama marki og
viðskiptaráðherra haföi lagt fram
í ríkisstjórn tillögur í svipaða átt.
Lagabreytingin
Því var það að fjárhags- og við-
skiptanefnd flutti frumvarp um
breytingu á áöumefndum lögum.
Fmmvarp þetta var í raun breyting
á fmmvarpi sem lá fyrir þinginu
frá Friðriki Sophussyni o.fl.
Meginatriði lagabreytingarinnar
eru þessi:
1. Hámarksfjárhæð sem draga má
frá skattskyldum tekjum verður
115.000 kr. fyrir einstakhng og
230.000 kr. fyrir hjón.
2. Fjárhæð umfram þessi frádrátt-
armörk er heimilt að flytja milla
ára og nýta til frádráttar næstu
fimm ár. Einstaklingur getur
þannig dregið frá skattskyldum
tekjum kr. 575.000 á fimm árum
en hjón 1.150.000 kr.
3. Varðandi skilyrðin sem hlutafé-
lag þarf að uppfylla til þess að
frádrátt megi nota var lág-
markshlutafé fyrirtækis lækkað
í 12 m. kr: og lágmarksfjöldi
hluthafa lækkaðurtor 50 í 25.
Þessi lög gilda við álagningu
skatta fyrir tekjuárið 1989. (
Aðrar nauðsynlegar
breytingar
Þótt hér sé um mikilvæga breyt-
ingu að ræða þarf meira til ef örva
á viðskipti með hlutabréf.
Rétt er að geta þess að Alþingi
samþykkti einnig frumvarp sem ég
flutti ásamt fleiri þingmönnum
Framsóknarflokksins um lækkun
stimpilgjalda á hlutabréfum úr 2%
í 0,5%.
Viðskipti á hlutabréfamarkaði
virðast hafa aukist talsvert með til-
komu hinna nýju laga.
Enn má nefna atriði sem vinna
þarf að.
1. Útgreiddur arður hlutafjár verði
ekki tvískattaður, bæði hjá fyr-
irtæki og einstaklingi.
2. Skattmörk arðs hjá móttakanda
verði hækkuð þannig að hluta-
bréf geti fremur keppt vdð
skuldabréf.
3. Til þess að hlutafélög skrái frem-
ur bréf sín á Verðbréfaþingi ís-
lands þarf að breyta 74. gr. laga
um tekjuskatt og eignaskatt en
þar segir að opinberlega skráð
hlutabréf skuli metin til eigna-
skatts á síðasta skráða gengi í
árslok.
4. Heimila þarf lífeyrissjóðum í
auknum mæli að kaupa hluta-
bréf.
5. Þeim aðilum, sem fjárfesta í
hlutabréfum, verði heimilað að
draga tap frá skattskyldum tekj-
um.
6. Setja þarf upp vdnnuhóp er vinni
að örvun viðskipta á hlutabréfa-
markaöi og kanna þarf hugsan-
legan möguleika vdðskiptavaka.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Eigið fé fyrirtækja hefur rýrnað mjög
á undanfórnum árum og hefur jafnvel
í undirstöðuatvinnugreinunum komist
niður fyrir hættumörk.“
Þeir viðhalda vitleysmini:
Aftur
Vart verður því á móti mælt að
mörg undanfarin ár hefur ekki ver-
ið hugað að hagsæld almennings í
landinu og hagsæld í aíkomu þjóð-
arbúsins ekki náð út í líf hins al-
menna borgara.
Hægt er að sýna með óhrekjandi
rökum að núverandi peninga-
hyggja er framsett í ákveðnum til-
gangi þess að færa fjármagn saman
í sem fæstar en stórar eignaeining-
ar. í peningastjómun undanfar-
inna ára er ekki vottur af vdrðingu
fyrir hagsæld þjóðfélagsins. - Þar
hefur kveðið svo rammt að að
helstu forystumenn á svdöi pen-
ingamála hafa upplýst næsta víta-
verða fávdsku í beinni útsendingu
hjá fjölmiðlum.
Vextir og verðbólga
Það bar við stuttu fyrir j ól að einn
helsti fjármálaráðgjafi þjóðarinnar
kvað upp þann úrskurð að vextir
gætu einungis lækkað ef veröbólga
lækkaði. - Þessum manni er einna
best kunnugt um að formúlur
hinna ýmsu vísitalna eru þannig
samansniðnar að vextir verða fyrst
að lækka til þess að verðbólga fari
niður á vdð. Til þess að vextir geti
lækkað verulega verður að taka
harkalega á innra skipulagi banka-
kerfisins.
Kostnaður þar vdð gagnaskrán-
ingu og gagnaúrvinnslu er marg-
falt dýrari en þörf er á. Ef þessi
þáttur væri tekinn til endurskoð-
unar telst mér til að spara mætti í
kostnaði bankanna sem næst 2,5 til
3 milljarða króna á ársgrundvelli.
Þama á ég m.a. vdð gagnaskrán-
ingu bankanna hjá Reiknistofu
bankanna.
Allir bankamir eru það vel búnir
eigin tölvum að þeim er engin vor-
kunn að skrá rekstur sinn á þær
en nota bara Reiknistofuna fyrir
samvdnnuverkefni, s.s. tékkareikn-
inga, skuldabréf, víxla og önnur
til hagsældar
ríkissjóðs verið hart nær upp á
sömu upphæð og tekjur þjóðfélags-
ins. Það þýðir sem sagt að ríkið
úthlutar öllu ráðstöfunaríjármagni
þjóðarinnar, með tilheyrandi
kostnaði. Þetta hefur þótt heldur
óþægilegt í umtjöllun og var því
tekið upp á því að bera saman út-
gjöld ríkisins við þjóðarfram-
leiðslu.
Þessi samjöfnuður er þvílík
heimska að það er óhugnanlegt að
vdrtustu menntamenn þjóðarinnar
skuli skrifa upp á svona loddara-
skap. - Vonandi gefst mér fljótlega
tækifæri til þess að sýna hversu
heimskulegt þetta er. Varlega áætl-
að telst mér til að færa mætti niður
fiárlög ársins 1990 um 25 til 30 pró-
sent, án þess að skerða á nokkurn
hátt þjónustu vdð almenning, ein'-
„Er hugsanlegt aö starfandi kerfis-
fræðingar sjái sér hag í því að viðhalda
þessari vitleysu til að geta hannað
ýmsan flækjubúnað 1 skráningarkerfi
ríkisins?“
Kjallariim
Guðbjörn Jónsson
fulltrúl
slík verkefni. Þetta mundi hafa í för
með sér sparnað á pappír upp á
mörg hundrað tonn á ári, til við-
bótar vdö spamað á skráningar-
kostnaði hjá Reiknistofu. - Einnig
mundi þetta auðvelda bönkunum
úrvdnnslu úr eigin gögnum.
Sparnaður ríkisins
Mikið hefur verið rætt um sparn-
að á vegum ríkisins undanfarin ár.
Það er hins vegar næsta undarlegt
hvað reikmmeisturum ríkisins hef-
ur tekist vel að horfa fram hjá hinni
augljósustu leið til lækkunar fiár-
laga.
Mörg undanfarin ár hafa fiárlög
ungis með því að fella niður talna-
leiki og tilgangslausar millifærsl-
ur. Þetta verður hins vegar varla
gert fyrr en á Alþingi koma menn
sem þora að leggja til atlögu við
stofnanaveldið í samfélaginu.
Aðhald og gagnaskráning
ríkisins
Eitt af því sem vdðhaldiö hefur
þessari óráðsíu og braðli, sem verið
hefur í ríkiskerfi okkar mörg und-
anfarin ár, er fádæma léleg gagna-
skráning. Það er næsta furöulegt,
með hliðsjón af því hve margt
menntafólk hefur farið á launaskrá
hjá ríkinu, hvað gagnaskráning þar
„Næsta litill vandi með nútima notkun á tölvum að hanna hugbúnað
sem sýnir nákvæma stöðu ríkissjóðs . . . eftir hvern vinnudag," segir
hér m.a.
er óralangt á eftir sinni samtíð.
Það má hins vegar færa rök fyrir
því að með því að viðhalda þessu
ófullkomna skráningarkerfi eru
fiölmargir aðilar að vdðhalda stöð-
um sínum og bitlingum. Einnig má
færa rök fyrir því að hið þekkta
ábyrgðarleysi stjómmálamanna og
stjórnenda stofnana eigi rætur í
þessu sama.
Eitt af brýnustu verkefnum ríkis-
ins er að láta hanna nýjan hug-
búnað fyrir nútíma heildarskrán-
ingu allra fiármunahreyfinga hjá
ríkissjóði og stofnunum hans. Þaö
er næsta lítill vandi, með nútíma
notkun á tölvum, að hanna hug-
búnað sem sýnir nákvæma stöðu
ríkissjóðs og stofnana hans eftir
hvern vdnnudag.
Samhhða þessu skráningarkerfi
væri hægt að hafa áætlanakerfi er
sýndi stjórnendum stöðu þeirra
innan áætlaðs útgjaldaþáttar í
hverjum mánuði. Það er næsta
furðulegt að ríkissjóður, sem gert
hefur kröfur á hendur atvdnnulíf-
inu í landinu um ráðdeild, aðhald
og spamað, skuh láta taka sig ber-
skjaldaðan með svona óráðsíu í far-
teskinu.
Skyldi ástæðan vera sú að stjórn-
málamenn og stjórnendur stofnana
treysta sér ekki til að standa
frammi fyrir því verkefni sem þeir
eru launaðir til? - Er hugsanlegt
að starfandi kerfisfræðingar sjái
sér hag í því að vdðhalda þessari
vdtleysu til að geta hannað ýmsan
flækjubúnað í skráningarkerfi rík-
isins?
Ýmsar tölur í áætluðum fiárlög-
um benda tvímælalaust í þá átt. -
Er ekki kominn tími til að gera
uppskurð á þessari þvælu og fara
að feta sig aftur í átt til almennrar
hagsældar? Mér hefur fundist það
í mörg ár.
Guðbjörn Jónsson