Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990. 5 DV Misnotkun á ofskynjunarsveppum eykst í Danmörku: Fréttir Hafa fundist á umferð- areyjum í Reykjavík Margar venjulegar sveppategundir geta í auknum mæli haft misnotkun í fór með sér í Danmörku á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt í danska dagblaðinu Politiken í síð- ustu viku en hún er aftur byggð á 5Vamr?SSdef °me 5 f KaA^e Sltovmattd ,.r. ’SSSSÆ&Z 'V. Hostelsvamp .T,tayn.;.“”„kompUce- ” u,re b>v«k- d.o»od.»de.»ggeI nger. ro.e”. forvekeler i rieiko i. » . ;fnge arter. /ampeoe tnefl í ,vorUgere „ pSdrager eig Sreiftninge'- t moligt orv'i.Urov.r,OJ.hv„det ,u.gift-ro“b,í?; blive meg.l ^v'ilrl.r begr»n«. Van.Wiwnende l»g«' vagt l GednlngsnoQ.o'18' Sptdsnogenha»| Sendinefnd Noröurlandaráðs til Sovét: Páll Pétursson verður formaður „Við viljum gjarnan leggja þeim öflum Uð í Sovétríkjunum sem vilja auka á lýðræði. Við myndum fagna því mjög ef við yrðum þessum frjáls- lyndari öflum að liði,“ sagði Páll Pét- ursson, þingmaður Framsóknar og tilvonandi forseti Norðurlandaráðs- þings. Páll verður formaður sendinefndar Norðurlandaráðs sem fer til Sovét- ríkjanna í vor. Stefnt er að því aö nefndin fari meðal annars til Eystra- saltsríkjanna og búist er við að rætt verði um aukin samskipti Norður- landanna og Eistlands, Lettlands og Litháen. í nefndinni verða fulltrúar úr fjárhagsnefnd Norðurlandaráðs, menningarmálanefndinni og félags- og umhverfismálanefndinni. Það var Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sem bauð nefndinni til Sov- étríkjanna á ferð sinni til Finnlands í haust. „Gorbatsjov hefur áhuga á að fá svona sendinefnd og það kemur heim og saman við þær hugmyndir sem um hefur verið rætt í Norðurlanda- ráði,“ sagði Páll. Á undanförnum árum hefur marg- sinnis verið rætt um aukið samstarf við Eystrasaltslöndin á Norðurland- aráðsþingi. Meðal annars hefur kom- íð fram sú tillaga að heimila þeim inngöngu í Norðurlandaráð þó sú til- laga hafi ekki hlotið mikinn hljóm- grunn. -gse Fjárhagsáætlun Garöabæjar: 540 milljóna króna tekjur Heildartekjur bæjarsjóðs Garða- bæjar eru áætlaðar 537,6 milljónir króna á þessu ári. Þar af eru útsvars- tekjur 413,4 milljónir. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1990. Fræðslumál eru sá málaflokkur. sem útheimtir mest fé, eða 94,9 millj- ónir. Framlög til almannatrygginga og félagshjálpar eru næsthæst, 58,1 milljón. Rekstrarafgangur bæjar- sjóðs er áætlaður 162 milljónir en það eru rúm 30 prósent af tekjum. Framkvæmdafé bæjarsjóðs Garða- bæjar er 312,6 milljónir króna. Stærsta framkvæmd ársins er mal- bikun og nýgbygging gatna. Kostnað- ur vegna gatnaframkvæmda er áætl- aður 127 milljónir. 30 milljónum verður varið til ný- byggingar leikskóla í nýju hverfi á austanverðum Arnarnéshálsi. Fyrir- hugað er að taka skólann í notkun í mars 1991. Auk þessa fara 10 milljón- ir í byggingu við Flataskóla, 15 millj- ónir til innréttinga og endurbóta í Heilsugæslu Garðarbæjar svo eitt- hvað sé nefnt. Einn sveppanna, sem blaðamaður DV fann á umferðareyju i Reykjavik haustið 1988, ásamt mynd af greininni i danska dagblaðinu Politiken. Á dönsku heita þeir, frá vinstri: Gödningsnögenhat, höstelsvamp og spids nögenhat. DV-mynd S skrifum í danska læknablaðinu, Uge- skrift for læger. Sveppirnir innihalda efnið psilocybin og við neyslu þeirra koma fram áhrif í ætt viö ofskynjun- arlyfið LSD. DV sagði frá því í september 1988 að á umferðareyjum í Reykjavík yxu sveppategundir sem innihalda efnið psilocybin. Sagði frá fólki sem sést haföi á fjórum fótum á stöðum eins og við Miklatorg og Höfða í leit að þessum sveppum. Nokkir aðilar höfðu samband við blaðiö í kjölfar fréttarinnar til að ausa af visku- brunni sínum en þeim bar ekki sam- an og myndin af sveppum þessum því heldur rughngsleg. Á mynd er fylgir frétt Politiken sést hins vegar að þar er á ferðinni alla vega einn þeirra sveppa sem blaðamaður fann í einum sveppaleiðangri á umferðar- eyium Reykjavíkur. í danska læknablaðinu segir að læknar viti enn lítið um reynslu Dana af neyslu sveppanna. Hins veg- ar segir að í öðrum löndum sé svepp- anna í sívaxandi mæli neytt sem vimuefnis. Sveppir þessir vaxa í stórum breið- um í Evrópu og eru einnig ræktaðir í heimahúsum. Áhrif þeirra virðast ekki vera margflókin og án meiri- háttar aukaverkana en fólk getur auðveldlega ruglast á þeim og eitruð- um sveppum. Þá er einnig varað viö neyslu áfengis samsvara sveppaát- inu. Danska læknablaðið vill vekja at- hygli heimilislækna, vaktlækna, lækna á slysavakt og geðdeildum á þessu fyrirbæri. -hlh A síldarhlaðborðinu má finna mikinn fjölda girnilegra síldarrétta, auk heitra rétta, og er verðinu mjög stillt í hóf. Síldarævintýrið stendur yfir í hádeginu alla virka daga. Síldarævintýri í hjarta Reykjavíkur Veitingahúsið Óðinsvé við Óðinstorg býður þessa daga upp á sann- kallað síldarævintýri í hádeginu, síldarhlaðborð þar sem finna má ókjör girnilegra og nýstárlegra síldarrétta. Það er hinn kunni matargerðarmeist- ari að Óðinsvéum, Gísli Thoroddsen, sem hefur veg og vanda af mat- reiðslu réttanna. „Við íslendingar eigum þetta úrvals hráefni, sjálft silfur hafsins, og það er svo sannarlega tími til kominn að við förum að setja metn- að og hugvit í fyrsta flokks matseld þessarar ágætu fisktegundar," segir Gísli Thoroddsen en hann býður upp á hátt á þriðja tug mis- munandi síldarrétta. „Við höfum alltaf haft hér fjölda fastagesta í hádeginu, sem kunna að meta góðan mat, og við erum ekki í minnsta vafa um að síldar- ævintýrið muni mælast vel fyrir hjá sælkerum borgar- innar. Við verðum með þetta á sérstQku kynningar- verði til að byrja með þann- ig að ekki ætti verðið að aftra neinum.“ Auk síldarréttanna verður alltaf boðið upp á a.m.k. einn heitan rétt á hlaðborð- inu en það stendur til boða í hádeginu alla virka daga. Og fyrir þá sem enn eru ekki komnir upp á bragð með síldina býður Óðinsvé auðvitað einnig upp á sinn fjölbreytilega hádegisverð- armatseðil. Auglýsing -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.