Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1990. Útlönd Sögulegur atburður í Sovétríkjunum: Skref í átt að fjölflokkakerfi - persónulegur sigur fyrir Gorbatsjov Sovétforseta Moskvubúi les Prövdu, málgagn sovéska kommúnistaflokksins. Miöstjórn sovéska kommúnista- flokksins tók í gær sögulegt skref í átt að fjölflokkakerfi í Sovétríkjun- um með því að samþykkja afnám einræöis flokksins. Samþykkt þessi var gerð á síðasta degi þriggja daga fundar miðstjómar flokksins en þar voru róttækar tillögur Mikhails Gor- batsjovs, forseta landsins og leiðtoga flokksins, um víðtæka uppstokkun í stjómarfari og hlutverki flokksins, ræddar og samþykktar nær óbreytt- ar. Með þessari samþykkt hefur mið- stjórnin þar með rutt veginn fyrir íjölflokkakerfi eftir sjötíu ára ein- ræði kommúnistaflokksins í þessu stærsta landi heims. Ákvörðun mið- stjómarinnar verður lögö fyrir báðar deildir löggjafarþingsins, fulltrúa- deild og æðsta ráð, til samþykktar. Ákvörðun miðstjórnarinnar í gær sýnir að Gorbatsjov hefur borið sigur úr býtum í valdabaráttu þeimi sem fréttaskýrendur segja hafa átt sér stað á fundinum. Þá er þetta einnig talinn mikill persónulegur sigur fyr- ir forsetann sem mátti þola mikla gagnrýni harðlínumanna á fundin- um fyrir að leggja fram svo róttækar tillögur, tillögur sem hann kallaði „mannlegan, lýðræðislegan sósíal- isma“. Gagnrýnin gekk jafnvel svo langt að einn nefndarmanna sakaði Gorbatsjov um að leiða landið fram á hengibrún stjómleysis. En þrátt fyrir þessi hörðu oröaskipti voru til- lögumar samþykktar í nær sinni upprunalegu mynd með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða, að sögn fulltrúa sem sátu fundinn. Breytingarnar í tillögunum felst að einræði flokksins verði afnumið, vald og áhrif embættis forseta aukið, fækkað veröur í miöstjórninni en þar sitja nú hátt í þijú hundmð fulltrúar og að sett verði á laggimar nýtt stjóm- málaráð, framkvæmdanefnd, þar sem fulltrúar allra fimmtán lýðvelda Sovétríkjanna. Þá verður embætti framkvæmdastjóra flokksins lagt niður og í staðinn sett á laggirnar embætti stjómarformanns. En á fundinum í gær varð ekki sú uppstokkun í forystunni sem margir Sovétmenn höfðu vonast eftir og enn eiga þar margir íhaldsmenn sæti. Því verður almenningur enn að bíða þess að hreinsun og endurnýjun í æöstu stöðum flokksins eigi sér stað. Einnig er óljóst hvenær og hvemig forysta flokksins hyggst staðfesta hinar nýju samþykktir með lögum. Því má bú- ast við að enn sé margt og mikið verk framundan. Valdaeinokun heyrir sögunni til Fulltrúar á miðstjórnarfundinum sögðu í gær að gengið heföi veriö til atkvæða um breytingu á sjöttu grein stjórnarskrár landsins en í þeirri grein er valdaeinokun flokksins tryggð. Greinin kveður á um „for- ystuhlutverk" flokksins í sovésku þjóðfélagi eða með öðmm orðum ein- ræði hans á sviði stjórnmálanna. „Hvað varðar sjöttu grein stjórnar- skrárinnar mun miðstjómin leggja fyrir æðsta ráðið tillögur að nýjum drögum. Þetta felur í sér ógildingu Fyrsti varaforseti Sovétríkjanna, Anatoli Lukyanov, ræðir við blaða- menn að loknum fundi miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins. Simamynd Reuter greinarinnar," sagði Júrí Shatalín, félagi í miðstjórninni, í samtali við fréttamenn að fundinum loknum í gær. Sjötta greinin verður þó við lýði þar til þingið hefur formlega fellt hana úr gildi. Sovéskir embættismenn sögðu að tillögur um breytingar væri að finna í nýjum drögum að breytingum á stjórnarskránni en þau drög verða lögð fyrir flokksþing í júní eða júlí næstkomandi. En enginn texti að þessum drögum hefur enn verið birt- ur opinberlega, hvorki í daghlöðum né öðrum fjölmiðlum og því er óljóst hvernig breytingunum verður hag- að. Tveir háttsettir embættismenn lögðu á það áherslu aö framtíð sjöttu greinar stjórnarskrárinnar væri undir löggjafarþinginu komin en breytingartillögur varðandi hana verða lagðar fyrir fulltrúardeild þingsins, neðri deild, sem og æðsta ráðið, •efri deild. „Ákvörðunin er undir þinginu komin. Margir eru hlynntir því að greininni verði haldið í stjórnarskránni en aðrir vilja hana feiga,“ sagði Anatoly Lukyanov varaforseti. Engar mannabreytingar Engar mannabreytingar í æðstu stöðum voru samþykktar á fundi miðstjórnarinnar að sögn Alexand- ers Jakovluev, náins samstarfs- manns Gorbatjovs og félaga í mið- stjórninni, þrátt fyrir að margir rót- tækir umbótasinnar hafi farið þess á leit að harðlínumönnum verði vikið úr miðstjórninni. Þetta kann að reynast alþýðufylkingunum svoköll- uðu, grasrótarsamtökum almenn- ings, mikið reicjarslag. Á sunnudag gengu tvö hundruð þúsund Sovét- menn um götur Moskvu til að krefj- ast umbóta og breytinga og margir hvöttu til þess að harðlínumaðurinn Jegor Lígachev yrði látin fjúka. Gorbatsjov hafði látið í það skína að mannabreytingar yrðu í æðstu stofnunum flokksins. En fréttaskýr- endur segja að líklega hefði forsetinn viljað beina kröftum sínum að því að fá tillögur sínar samþykktar á miðstjórnarfundinum og ákveðiö að láta hið viðkvæma mál, þ.e. manna- breytingarnar, bíða þar til á flokks- þinginu sem vald hefur til aö stokka upp í forystusveit flokksins. Reuter Mikhail Sergejevitsj Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra kommúnista, ásamt konu sinni, Raisu. Símamynd Reuter Gorbatsjov styrkir stöðu sína Mikhail Sergejevítsj Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, þykir enn á ný hafa sýnt póhtíska snilld sína; hann hrósaði sigri á miðstjórnar- fundi sovéska kommúnistaflokksins sem haldinn var í Moskvu síðast- liðna þrjá daga en þar tókst honum að telja flokksfélaga sína á að sam- þykkja víötækustu breytingar á stefnu flokksins frá þvi að bylting bolsévika átti sér stað í Sovétríkjun- um áriö 1917. Með þessum breyting- um telja fréttaskýrendur að nú hafi brautin fyrir fjölflokkakerfi í Sovét- ríkjunum veriö rudd. „Markmiö okkar er mannlegur, lýðræðislegur sósíalismi," sagði for- setinn á fundinum í gær. Hann sagði að kommúnistaflokkurinn þyrfti nú að undirbúa sig undir að deila völd- um með öðrum stjómmálaöflum og lagði grunninn að því að alræði flokksins verði afnumið. Fimm ár í embætti Frá því hann tók við leiðtogaemb- ætti flokksins í mars áriö 1985 hefur Gorbatsjov sýnt aftur og aftur kunn- áttu sína á stjórnmálasviðinu og tryggt stöðu sína í embætti. Skömmu eftir að hann komst til valda kom hann stuðningsmönnum sínum inn í hiö valdmikla stjórnmálaráð og hefur notfært sér völd sín til að koma sínum skoðanabræðrum aö. í apríl á síðasta ári fékk hann eitt hundrað gamla kommúnista til aö „segja af sér“ úr miðstjóm flokksins og fylgdi eftir þessu í september er hann stóð hann fyrir mestu hreins- unum innan flokks frá því hann tók við embætti. Sú uppstokkun leiddi til þess að fimm í forystuliði flokks- ins hurfu af vettvangi stjórnmál- anna. Treystir stöðu forseta Gorbatsjov heldur nú embætti for- seta og segja fréttaskýrendur að þeg- ■ar þing Sovétríkjanna hefur lagt blessun sína yfir samþykkt mið- stjórnarinnar frá í gær, eins og fast- lega er búist við, hafl forsetinn styrkt embætti sitt. Samkvæmt tillögunum fær forseti - sem er í raun núna bara formaöur Æðsta ráðsins - fullt fram- kvæmdavald með jafnvel enn meiri völd en nú er. Fréttaskýrendur telja að þó Gorbatsjov kunni að fá fullt framkvæmdavald muni hann halda stöðu sinni í forystusveit flokksins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.