Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Side 13
FIMMTUDAGUR Si 13 Lesendur Linsur í smásölu: Hroðaleg álagning Þorsteinn Einarsson skrifar: Ég var aö lesa grein í Tímanum um aö brögö væru aö því að augn- læknar væru orðnir smásalar fyrir augnlinsur, en þær er að vísu einn- ig hægt að kaupa í gleraugnaversl- unum eins og áður. - Þetta er nýtt fyrirbæri hér á landi, að ákveðinn hópur sérfræðinga stundi smásölu á varningi sem tengist sérgrein þeirra. Um þetta hafði landlæknir að- spurður af blaðamanni Tímans lít- ið annað að segja en þetta: „Þú get- ur unnið á Tímanum og átt hálft Morgunblaðið. Þú gætir setið á Al- þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið ritstjóri Tímans"!! Og bætti því reyndar við að þessi fram- kvæmd augnlæknanna væri lögleg en hins vegar mætti deila um hvort þetta væri heppilegt út frá siðferði- legum sjónarmiðum. - Já, það er ekki furða þótt aðstoðarlandlæknir haldi því fram að sérfræðingavald- ið innan læknastéttarinnar sé orðið umtalsvert. En talandi um þessa linsusölu augnlæknanna, er þaö alveg hroða- legt að heyra að hnsuparið sem kostar í innkaupi í kringum 2000 kr. þegar allt er tahð (eftir að inn- flytjandi hefur lagt 100% á vöruna, sem er tollfrjáls og laus við opin- berar álögur) skuh selt á um 9.000 krónur og allt upp í 12.400 kr. ef maður er að fá sér linsur í fyrsta sinn)! Þótt frjáls álagning sé á augnlins- um og engin opinber gjöld, finnst mér eins og svo mörgum öðrum, að frjálsræðið sé hér helst til frjáls- lega meðhöndlað - af þeim er síst skyldu, mönnum sem hafa þegið menntun sína af hinu opinbera ókeypis að mestum hluta. Það er kannski ekki að ástæðulausu að fólk er farið að draga í vírinn með að fara til augnlækna - nema í bráðathfehum. Þeir feta ekki í fót- spor Kristjáns heitins Sveinssonar sem gaf flestum sínum sjúklingum viðtöhn. En þetta linsumál hef ég ekki séð fjallað um nema í Tímanum um helgina síðustu en er þess virði aö tekið verði fyrir sérstaklega. Það er ef til vhl ekki hægt að gera neitt í þessu máli annað en að þegja sem fastast. Ef þetta er orðin eina tekju- lind augnlæknanna þá er náttúr- lega synd að taka lifibrauðið frá þeim en álagningin á linsurnar er jafnhroðaleg fyrir það og vel þess virði að ræða þetta mál af alvöru. Annað eins er nú tekið fyrir. Andramálið á Alþingi: Hvað varð um þingmennina níu? Árni Árnason hringdi: Ég hlýddi á mjög góðan og skh- merkilegan fréttaskýringaþátt í Rík- isútvarpinu sl. sunnudag (4. febr.). Þar var m.a. verið að ræða og út- skýra hið svokallaða Andramál, þ.e. hvers vegna skipið Andri I BA væri kominn th Alaska og biði þar verk- efnalaus. Reynt var að útskýra þann misskilning sem augsýnhega hefur verið á ferðinni af hálfu íslenskra stjórnvalda svo og forráðamanna út- gerðarfyrirtækisins. íslenskir embættismenn voru sendir til Bandaríkjanna th þess að freista þess að leysa máhð en allt án árangurs. Reyndar hafa foráðamenn útgerðarfyrirtækis skipsins Andra látið þau orð falla að engum sé hér um að kenna og að ekki muni verða leitað að neinum sökudólgi í þessu máli. Annað hefur tveimur alþingi- mönnum fundist er þeir hófu máls á því í utanþingsumræðum á Alþingi að ríkinu bæri að greiða það tjón sem hlytist af siglingu Andra BA til Al- aska og fóru mikinn í málflutningi sínum. í fréttum um máhð kom einnig fram að ahs níu þingmenn hefðu Frá Alþingi. Alþýðubandalagsþingmaðurinn Skúli Alexandersson stóli og lýsir bótaábyrgð ríkisins i Andramálinu. ræðu- boðað þátttöku sína í máhnu á Al- þingi og ætluðu að standa viö bakið á hinum tveimur sem fyrstir hófu máls á bótaábyrgð ríkisins. Enn hef- ur ekkert bólað á þessum niu þing- mönnum th að taka Andramáhð upp í hehd sinni. Við erum enn að bíða. En kannski einhverjir þeirra hafi séð að sér og vhji forðast að láta bendla sig við þann málflutning að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt þeg- ar sjálfir eigendur útgerðarfyrirtæk- isins hafa frábeðið sér að leitað verði að sökudólgi í máhnu. FRAMREIÐSLUMENN - FRAMREIÐSLUMENN Almennur félagsfundur verður haldinn að Óðinsgötu 7, Reykjavík, kl. 15 miðvikudaginn 14. febrúar nk. Dagskrá: Samningarnir. Stjórnin Fundarboð Framhaldsstofnfundur samtakanna Hjálpum börnum verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 1990 að Borgartúni 6, kl. 20.30. Á dagskrá er eftirfarandi: Páll Ásgeirsson, formaður bráðabirgðastjórnar, setur fundinn. Kveðja frá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Tillögur um nafn félagsins, Halla Þorbjör.nsdóttir. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Barnaverndarráðs íslands, segir frá frumvarpi að nýjum barnaverndar- lögum. Sagt frá Nordisk Operasion Dagsverk, Ólafur Loftsson, formaður Bandalags sérskólanema. Al- mennar umræður. Stjórnarkjör. Önnur mál. Bráðabirgðastjórn n FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR SlÐUMÚLA 39 - 108 REYKJAVlK - SlMI 678500 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Breytt aðsetur - breytt símanúmer. Þann 13. febrúar nk. opnar Félagsmálastofnun nýjar skrifstofur í Síðumúla 39. Nýtt símanúmer er 678 500. i Síðumúla 39 flytur eftirtalin starfsemi: Aðalskrifstofa Félagsmálastofnunar úr Vonarstræti 4. Hverfi fjölskyldudeildar fyrir austurbæ, Árbæ og Graf- arvog úr Síðumúla 34. Húsnæðisdeild úr Síðumúla 34. Heimilishjálp úr Tjarnargötu 20. Öldrunarþjónusta úr Tjarnargötu 20. I Vonarstræti 4 verður fyrst um sinn hverfi fjölskyldu- deildar fyrir mið- og vesturbæ, sími 625500. Viðtals- beiðnir virka daga kl. 9-10. í Þingholtsstræti 25 verður áfengisráðgjafadeild Fé- lagsmálastofnunar, sími 11596. Viðtalstími áfengis- fulltrúa verður mánudaga-miðvikudaga og föstu- daga kl. 11-12. Símatími sömu daga kl. 9-10 í síma 678500. Vegna ofangreindra flutninga verður skrifstofa Fé- lagsmálastofnunar lokuð föstudaginn 9. febrúar og mánudaginn 12. febrúar en opnuð að nýju þriðjudag- inn 13. febrúar á fyrrgreindum stöðum. .WrAf A v ■ — < HARLITANIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.