Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Page 27
.FJMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR :1'990. 35 Fólk í fréttum Broddi Kristjánsson Broddi Kristjánsson badmintonleik- ari, Holtsgötu 12, Reykjavík, varö íslandsmeistari í einliöaleik karla í badminton um síðustu helgi. Eins og fram kom í íþróttafréttum DV á mánudaginn var er þetta í níunda sinn sem Broddi hreppir þennan tit- il en þar meö setti hann nýtt met því enginn hefur áöur orðið jafnoft Islandsmeistari. Broddi fæddist í Reykjavík 8.12. 1960 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann hóf skólagönguna í Landakotsskólanum, var síðan í Hagaskóla og lauk stúdentsprófi frá MS1981. Broddi var í íslenskunámi við HÍ1981-82 og stundaði síðan fé- lagsfræði viö HI samhhða íþrótta- iðkun sinni. Broddi er að öllum líkindum fremsti íslenski badmintonleikar- inn frá upphafi enda hefur hann náð einstökum árangri í íþróttagrein sinni. Hann hóf að æfa badminton hjá TBR sjö ára að aldri og tók þátt í sínu fyrsta móti tíu ára. Broddi varð unglingameistari í einliðaleik, tvOiðaleik og tvenndarleik 1978. Hann varð íslandsmeistari í meist- araflokki í einhðaleik 1980 og hefur unnið titilinn síðan, að tveimur árum undanskildum, ahs níu sinn- um. Hann varð einnig íslandsmeist- ari í tvfliðaleik 1980 og hefur ahs átta sinnum unnið þann titU. Þá hefur hann orðið íslandsmeistari í tvenndarleik fimm sinnum. Broddi hefur sigrað á fjölda ann- arra móta, hér á landi og erlendis. Hann er landshðsmaður í badmin- ton frá 1979 og hefur að baki flesta landsleiki eða ahs áttatíu og tvo leiki. Broddi var á þjálfaranámskeiði í Nyborg í Danmörku 1982 og hefur þjálfað unglinga í badminton. Þá er hann mikill áhugamaður um hesta- mennsku og hrossarækt. Unnusta Brodda er Helga Jó- hannsdóttir, f. 1966, sem stundar framhaldsnám í rafmagnsverkfræði í Danmörku, dóttir Jóhanns Ind- riðasonar rafmagnsverkfræðings og Helgu Jónasdóttur kennara. Broddi á eina systur. Sú er Kristín Berglind, f. 4.9.1958, húsmóðir í Reykjavík og fyrrv. landshðsmaður í badminton og margfaldur íslands- meistari í þeirri grein, en sambýhs- maður hennar er Páll Svansson, viðskiptafræðingur og starfsmaður hjá Reiknistofu bankanna, og eiga þautvosyni. Foreldar Brodda eru Kristján Benjamínsson, f. 5.Í0.1923, skrif- stofustjóri Sölufélags garðyrkju- manna, og kona hans, Hulda Guð- mundsdóttir, f. 5.12.1925, skrifstofu- maður hjá Sölufélagi garðyrkju- manna og fyrrv. íslandsmeistari í tvíhðaleik í badminton. Hálfbræður Kristjáns, sam- mæðra, eru Haukur, b. á Snorra- stöðum, kvæntur Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Gestsstöðum á Ströndum, Friðjón, sparisjóðsstjóri í Borgar- nesi, kvæntur Björk Halldórsdóttur úr Borgarnesi, og Jóhannes, for- stöðumaður Söfnunarsjóðs lífeyris- réttinda. Hálfsystur Kristjáns, sam- mæðra, eru Kristín, gift Grétari Haraldssyni, starfsmanni Eurocard, Helga, gift Indriða Albertssyni, mjólkurbússtjóra í Borgamesi, og Ehsabet, gift Baldri Gíslasyni kenn- ara. Kristján er sonur Benjamíns, borgarstarfsmanns í Reykjavík, bróður Kristjáns Jóhanns, stofn- anda og forstjóra Kassagerðar Reykjavíkur, fóður Agnars, for- stjóra Kassagerðar Reykjavíkur. Systir Berjamíns var Ingibjörg, kona Guðlaugs Jónssonar sem var lögregluþjónn og rithöfundur í Reykjavík. Hálfbróöir Benjamíns var Sigurður Pálsson vígslubiskup, faðir Olafs fréttamanns, Gissurar fréttamanns og Sigurðar, sóknar- prests á Selfossi. Benjamín var son- ur Kristjáns, b. á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi, Benjamíns- sonar, b. í Dalsmynni í Eyjahreppi, Gíslasonar. Móöir Benjamíns var Jóhanna Guðríður, systir Gott- skálks, fóður Ragnhildar læknamið- hs og afa Gottskálks Björnssonar læknis. Jóhanna Guðríður var dótt- ir Bjöms, b. á Stóra-Hrauni, bróður Gísla, langafa Magnúsar Gíslason- ar, formanns Verslunarmannafé- lags Suðurnesja. Bjöm var sonur Gottskálks, b. í Landbrotum, bróður Eggerts, langafa Guðmundar Egg- ertssonar prófessors og Guðnýjar, móður Sigmunds Guðbjamasonar, rektors HÍ. Gottskálk var sonur Gísla, prests í Hítarnesi, bróður Jóns, langafa Guðmundar Kamban, Sigvalda Kaldalóns og Guðrúnar, móður Gauks Jörundssonar, um- boðsmanns Alþingis. Gísh var son- ur Guðmundar, tukthúsráðsmanns í Reykjavík, Vigfússonar. Móðir Gísla var Guðrún Þorbjamardóttir „ríka“ í Skildinganesi Bjamasonar, langafa Ólafar, langömmu Jóhann- esarNordal. Móöir Kristjáns er Margrét, hús- freyja á Snorrastöðum, dóttir Jó- hannesar, b. í Skjálg, Jónatansson- ar, og Kristínar Benjamínsdóttur skáldkonu. Systir Huldu er Gyða, gift Haraldi Baldurssyni bankaútibússtjóra. Bróðir Huldu er Adolf símvirki í Reykjavík, kvæntur Erlu Þórðar- dóttur frá Akureyri. Hulda er dóttir Guðmundar, versl- unarstjóra og söngvara í Reykjavík, bróður Sigurðar, verktaka á Akra- nesi, fóður Halldórs ríkisendur- skoðanda. Systir Guðmundar er Þórdís, amma Sigurðar Símonar- sonar, sveitarstjóra á Egilsstöðum. Guðmundur var sonur Símonar, b. í Götu og síðar í Austurkoti á Vatns- leysuströnd, bróður Ragnheiðar, ömmu ívars Jónssonar, skrifstofu- stjóra Þjóðleikhússins. Símon var sonur Símonar, b. í Hahstúni, Eyj- ólfssonar. Móðir Símonar í Hahs- Broddi Kristjánsson. túni var Þorgerður Símonardóttir, systir Magnúsar, langafa Einars Bjarnasonar, prófessors og ríkis- endurskoðanda. Móðir Guðmundar var Gróa ljósmóðir Guðmundsdótt- ir, b. á Staðarhöfða, Ásmundssonar, b. á Þórustöðum í Svínadal, Guð- mundssonar. Móðir Guðmundar á Staðarhöfða var Sigríður Jónsdóttir frá Króki í Biskupstungum. Móðir Gróu var Steinunn Sæmundsdóttir, töflusmiðs og málara á Hehulandi, Gíslasonar, bróður Guðrúnar, móð- ur Guðmundar Guömundssonar skólaskálds. Móðir Huldu var Magnea, hús- móðir í Reykjavík, hálfsystir Stef- aníu, kaupkonu í verslun Ámunda á Hverfisgötunni. Magnea var dóttir Gísla, b. í Hólsbæ á Stokkseyri, Stef- ánssonar, b. á Bergsstöðum, Páls- sonar. Móðir Magneu var Magnea Magnúsdóttir, b. í Brandshúsum, Guttormssonar. Afmæli Benedikt Agnarsson Benedikt Agnarsson loðdýra- bóndi, Víðigrund 24, Sauðárkróki, erfimmtugurídag. Benedikt er fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Hann vann við bú- skap í fóðurhúsum frá 15 ára aldri th þrítugs en fór þá á sjóinn. Á sjón- um var hann fyrst í tvö ár og síðar aftur á annað ár en vann ýmis störf í landi á Sauðárkróki þess á mhh. Árið 1985 hóf hann loðdýrarækt að Breiðstöðum í Gönguskörðum, auk þess sem hann hefur unnið í fóður- stöðinni Melrakka á Sauðárkróki. Benedikt kvæntist þann 16.8.1970 Maríu Angantýsdóttur húsmóöur, f. 8.11.1949. Hún er dóttir Angantýs Jónssonar, pípulagningarmanns og innrömmunarmanns á Sauöár- króki, og Báru Jónsdóttur. Böm Benedikts og Maríu eru: Agnes Bára, f. 29.10.1970, verslunar- maður; Ásta Margrét, f. 26.2.1976; Jón Hallur Björgvin, f. 5.7.1977; Sigrún Elfa, f. 20.4.1983, og Sigfús Amar,f. 18.11.1989. Benedikt á níu systkini á lífi. Þau eru: Marsibil, húsmóöir á Sauðár- królti; Agnar, b. á Heiði í Göngu- skörðum; Jóhannes, búsettur í Reykjavík, starfsmaður Lýsis og mjöls; Hólmfríður, húsfreyja á Fagranesi á Reykjaströnd; Ásta, húsmóðir á Sauðárkróki; Ingibjörg, bankamaöur í Reykjavík; Anna Snæbjört, verslunarmaður í Reykjavík; Magnús, b. á Efri-Múla í Dalasýslu, og Sigurður, sjómaður á Sauðárkróki. Foreldrar Benedikts eru Agnar Hólm Jóhannesson, f. 11.3.1906, fyirum bóndi á Heiði í Gönguskörð- um, og Ásta Margrét Agnarsdóttir, f. 10.9.1916. Agnar er sonur Jóhannesar, b. í Kolgröf í Efribyggð og víðar, Jónas- sonar, b. í Litladal í Tungusveit, Jóhannssonar, b. á Minni-Ökrum og Stekkjarflötum, Hrólfssonar. Móðir Jónasar var Margrét Pét- ursdóttir frá Vatnsleysu. Móðir Jó- hannesar í Kolgröf var Ingibjörg Hinriksdóttir, hafnsögumanns í Hhðsnesi á Álftanesi í Gullbringu- sýslu, Guðmundssonar, og Herdísar Jónsdóttur. Móðir Agnars var Jóhanna Marsi- bil Benediktsdóttir, b. í Breiðagerði í Tungusveit, Jónssonar, b. á Smyrlabergi á Ásum í Austur- Húnavatnssýslu, Jónssonar. Móöir Benedikts var Marsibil Jónsdóttir skáldkona. Móðir Jó- hönnu Marsibhar var Agnes Jóns- dóttir, b. á Stóru-Seylu, Guð- mundsssonar, og Guðríðar Sæ- mundsdóttur. Ásta Margrét, móðir Benedikts, er dóttir Agnars, b. á Snæringsstöð- um í Vatnsdal, í Holtastaðakoti í Langadal og á Eyrarbakka, Þorláks- sonar, vinnumanns á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Guðmundssonar. Móðir Agnars var Anna Sigríður Davíðs- dóttir. Móðir Ástu Margrétar var Hólm- fríður Ásgrímsdóttir, vinnumanns í Ölfushreppi, Guðmundssonar, b. á Reykjum í Ölfusi, Jakobssonar, b. á Búrfehi, Snorrasonar, prests á Húsafelli, Björnssonar. Móðir Ásgríms var Valgeröur Pálsdóttir. Móðir Hólmfríðar var Þórunn Guðmundsdóttir. Guðmundur Emilsson Guðmundur Emhsson, sjómaður, útgerðarmaöur og síðar starfsmað- ur við fiskvinnslu, Ghsbakka 1, Seyðisfirði, er sjötugur í dag. Guðmundur fæddist á Landamóti í Seyðisfjarðarhreppi og ólst upp í foreldrahúsum í Hátúni í sömu sveit. Guðmundur byrjaði sex ára að beita og tólf ára var hann er hann hóf sína sjómennsku á opnum ára- báti. Hann var síðan á bátum frá Seyðisfirði, Ólafsvík og um skeið á fiskibátum Björns Péturssonar í Keflavík. Guðmundur hefur ætíð verið á bátum og stundað netaveið- ar, reknetaveiðar, hnuveiðar og síldveiðar. Hairn gerði síðan út eigin bát í félagi viö Ágúst Sigiujónsson í u.þ.b. fimmtán ár en síðustu árin hefur Guðmundur imnið við fisk- vinnslu á Seyðisfirði. Kona Guðmundar er Guðný Ás- mundsdóttir, f. 1922, dóttir Ásmund- ar Sigmundssonar, kaupamanns á Héraöi, og konu hans, Jarþrúðar Jónsdóttur. Guðmundur og Guðný eignuðust sex böm. Þau eru María, f. 18.7.1944, verkstjóri hjá Norðursíld á Seyðis- firöi, gift Kjartani Björgvinssyni trihusjómanni og eiga þau þijú böm; Jónas, f. 18.9.1948, verkstjóri hjá BYKÓ, kvæntur Aldísi Gústafs- dóttur, starfsmanni hjá Flugleiðum, en þau eiga saman eitt barn, auk þess sem Jónas átti fyrir eitt bam og Aldís þijú; Jarþrúður Dagbjört, f. 1950, en hún dó á fyrsta árinu; Valgerður Ljósbrá, f. 24.7.1951, eftir- litsmaður við fiskvinnslu, gift Kol- beini Agnarssyni, sjómanni á Seyð- isfirði og eiga þau þijú böm; Emh Theodór, f. 11.2.1955, verkamaður á Seyðisfirði, og Auðbjörg Bára, f. 28.9.1962, starfsmaður á Heilsu- gæslustöð Seyðisíjarðar, gift Agh Sölvasyni, forstöðumanni félags- heimhisins Herðubreið á Seyðisfirði og eiga þau tvö börn. Systkini Guömundar urðu ehefu og em tíu þeirra á lífi. Foreldrar Guðmundar vom Emh Theodór Guðjónsson, f. 10.5.1896, d. 11.1.1976, b. í Hútúni, og kona hans, Guðný Guðmundsdóttir, f. 6.8. 1896, d. 16.6.1974, húsfreyja. 80 ára 40ára Elís Sveinbjörnsson, Fjarðarbraut 48, Stöðvarfirði. Ásdís Ragnarsdóttir, Furugrund 17, Akranesi. 75ára Melbæl4,Reykjavik. Brvniólfur Sirrurðsson, Margrét Helgadóttir, Fehsenda, Þingvallahreppi. Dalseli 24, Reykjavik. Diljá Guðmunda Gunnarsdóttir, Sæbólsbraut 7, Kópavogi. . Uuðriður Oiafsdóttir, 70 3^3 Dalbraut8,Dalvík. VilhjálmurEmilsson, Laufósi 7, Eghsstöðum. uUOi'Uu J^OniUUU (JOUSuOllU't Kögurseh 1, Reykjavík. Jóna Björg Sigurðardóttir, 60 ára Lena M. Otterstedt, _ Tjarnarlundi 14B, Akureyri. Guðrún O. Óskarsdóttir, Flyöragranda20, Reykjavík. Ingibjörg Axelsdóttir, Unufehi 50, Reykjavík. Þorgerður Þorbjörnsdóttir, Þverholti 20, Keflavik. Ragnheiður Jónasdóttir, Reykholfi 2, Biskupstungnahreppi. Sigurður Björn Ingólfsson, Akurgerði 17, Akranesi. Svanhvít Magnúsdóttir, Klettagötu 15, Hafnarfiröi. Leiðréttingar Hörður Jóhannsson. í grein um Hörð, sem birtist þann 6.2., féh niður nafn unnusta Sædísar, dóttur hans. Hann heitir Kristján Gunnarsson nemi. Steingrímur, eiginmaður Arnheiðar Bjargar, er Ólason ekki Ólafsson. Hálísystkini Harðar vom sjö, en ekki sex eins og kom fram í greininni. Jón Sigurðarson. Móðir Jóns var Kolbrún, dóttir Regínu leikkonu, sem var systir Sigurðar Þórðarson- ar, aðalféhirðis Búnaðarbankans, sem var faðir Péturs Friðriks Ust- málara og Þórðar B. hjá Reikni- stofnun bankanna. Hún var ekki systir Sigurðar tónskálds. Móðir Regínu yar Hansína Linnet, en al- bróðir Hansínu var Kristján Linnet. í greininni, sem birtist þann 29.1. var aðeins getið um hálfbróður hennar, Axel. Sigurbjörg Ingvarsdóttir. Móðir Gísla Helgasonar, b. í Forsæti og síðar hreppstjóra í Vatnsholti í Flóa, var ekki Marín Guðmundsdóttir, heldur Ingibjörg Jónsdóttir, b. á Grafarbakka, Bárðarsonar, prests í Guttormshaga, Jónssonar. Greinin um Sigurbjörgu birtist þann 19.1. Ölvir Karlsson. í grein um Ölvi, sem birtist þann 1.2., féh niður nafn sonar hans fyrir hjónaband. Hann heitir Reynir Heiðdal Ölvisson, f. 14.6.1934, leigubílstjóri í Keflavík, kvæntur Sveinsínu Frímannsdóttur húsmóður og eiga þau íjögur börn. Móðir Reynis er Stefanía Axels- dóttir. Er hér með beðist velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.