Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 3
FÖSTUDAGUR 9. FEBRUAR199o! dv - Fréttir Reykjavikurskákmót: Tvær milljónir í verðlaun Á eftir stórveldaslagnum í skák í mars verður haldið Reykjavíkur- skákmót - það 14. í röðinni. Er gert ráð fyrir að mikið af stórmeisturun- um verði hér eftir og tefli á Reykja- víkurmótinu en heildarverðlaun verða tvær milljónir króna. 1. verð- laun verða 600.000 krónur en þar að auki fá stórmeistarar yfir 2600 elo- stig 60.000 krónur í komuþóknun. Sagði Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri mótsins, að búist væri við að mikið af skákmeisturunum skrái sig á mótið þegar þeir koma til landsins. Þegar hafa nokkrir skákmenn til- kynnt þátttöku og má þar nefna Gulko, Seirawan, DeFirmian, Kudr- in, Browne og Benjamin sem allir eru stórmeistarar. Þá ætia Svíarnir Tom- as Ernst, Tom Wedberg og Rikard Winsnes aö vera með og Daninn Erl- ing Mortensen. Hollendingarnir Ku- ijf og Nyboer verða einnig með og þá hafa ýmsir minni spámenn til- kynnt komu sína. Þá er gert ráð fyr- ir að íslensku stórmeistaramir verði flestir með. Erlendir skákmenn yfir 2300 stig fá að vera með en íslendingum nægja 2200 stig. Mótið verður 11. umferðir eftir svissnesku kerfi og verður dag- ana 17. til 30. mars. -SMJ Staðsetning álvers: Skaðar málið að gera ákveðna kröfu - segir iðnaðarráðherra Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra telur að það sé ekki álviðræðunum til framdráttar að gera ákveðnar kröfur um staðsetningu álvers. Þetta kom fram á Alþingi í gær þegar iðn- aðarráðherra var að svara fyrir- spurn Inga Bjöms Albertssonar sem spurði um það hvort unnið hefði ver- ið aö því að nýtt álver risi á Grund- artanga við Hvalfjörð. Iðnaðarráðherra sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um stað- setningu álvers en margir kostir, þar á meðal Hvalfjörður, heföu verið kynntir fyrir álfyrirtækjunum. Vitn- aði iðnaðarráðherra til athugunar staðarvalsnefndar sem hefði komist að því að Hvalfjöröur væri heppileg- ur að mörgu leyti. Þá sagði ráðherra að forstjóri Hoogovens fyrirtækisins hefði fyrir skömmu farið upp á Gmndartanga til að skoða staðinn. -SMJ A-Skaftafellssýsla: Aftur sama fjölgun og kynskipting Júlía Imsland, DV, Hö£n: Samkvæmt manntali 1. desember sl. voru 1639 með lögheimili á Höfn. íbúum haföi fjölgað um 42 frá fyrra ári. í Austur-Skaftafellssýslu fædd- ust 25 drengir og 24 stúlkur sl. ár og svo skemmtilega vill til að það er sama tala og sama skipting milli kynja og var árið áður. 3’ SKIUÐ SKATTFRAMTAU W w ITÆKATIÐ Skattframtali 1990 vegna tekna 1989 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseola áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af laununr SÍÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ERIO FEBRÚAR. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Fínnland i febrúar - Ferðaskrífstofan >4LÍS simí 652266 Eínstök ferð tíl Helsínki dagana 25. febrúar tíl 2. mars nk. HELSINKI Gístíng 5 nætur frá kr. 28.200 STOKKHÓLMUR/HELSINKI 5 nætur (sigling) frá kr. 42.500 Aðeins þessi eina ferð LENINGRAD/HELSINKI HELSINKI/FLUG OG BÍLL 5 nætur frá kr. 42.300 PANTIÐ STRAX frá kr. 22.500 FERÐASKRIFSTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.