Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Síða 5
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990. 5 Fréttir Vistin um borð 1 Andra BA hefur staðið í 85 daga: „Vid spilum enn bridge“ - sagði Ásmundur Þór Ólafsson, fyrsti stýrimaður „Við erum búnir að pæla í gegnum tvær myndbandaleigur í Dutch Harbour, þær einu í bænum, og höf- um séð allt sem þar er í boði. Þess utan spilum við enn bridge og enn meiri bridge," sagði Ásmundur Þór Ólafsson, fyrsti stýrmaður á Andra BA, í samtali við DV. Skipið liggur enn fyrir utan höfn- ina í Dutch Harbour á Unalaskaey úti fyrir strönd Alaska. Þangað var skipið komið um jól og skipveijar hafa því beðið aðgerðalausir að mestu í ríflega fjörtíu daga við Al- aska. Togarinn lagði upp í vesturferðina frá Englandi 16. nóvember á síðasta ári, sigldi um Panamaskurð, norður með vesturströnd Ameríku og norð- ur í Beringshaf. Úthaldið hjá áhöfn- inni er því farið að nálgast þrjá mán- uði. „Ef við miðum við að hafa beðið hér í meira en fjörtíu daga þá verð Borgames: Framkvæmdir bæjarins í lágmarki Garöar Guöjónsson, DV, Vesturlandi: Drög að fjárhagsáætlun Borgar- ness gera ráð fyrir að framkvæmdir verði í lágmarki og að engin ný lán verði tekin á árinu. Fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram til fyrri um- ræðu og búist við að hún verði af- greidd í bæjarstjóm í lok mánaðar- ins. i.Við höfum verið í umfangsmikl- um fjárfestingum á undanförnum ámm og munum því einbeita okkur að því að greiða skuldir á þessu ári,“ sagði Eyjólfur Torfi Geirsson, forseti bæjarstjórnar, í samtali við DV. Eyj- ólfur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokks sem myndar meirihluta ásamt Al- þýðubandalagi og óháðum lista. Aö sögn Eyjólfs hafa framkvæmdir við íþróttavöll og fjárfestingar vegna atvinnumála verið bæjarsjóði mjög kostnaðarsamar á kjörtímabilinu. Akureyri: Góðar gjafir til Háskólans Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyri: Háskólanum á Akureyri hafa verið færðar 450 þúsund krónur í bóka- kaupasjóð að undanförnu. Akur- eyrarbær gaf 250 þúsund og Útgerð- arfélag Akureyringa 200 þúsund með þeirri ósk að þeim peningum yrði varið til kaupa á ritum vegna sjávar- útvegsdeildar skólans. Þá hafa skólanum borist fleiri gjaf- ir: ritverk um botngróður við strend- ur íslands, um hagfræði og skyldar- greinar, jarðfræði, læknisfræði og fleira. Reykjanesbrautin: Rúta rann út af Rúta frá SBK í Keflavík rann út af Reykjanesbrautinni í mikilli hálku í fyrradag. Ökumaðurinn var að koma að afleggjara viö Innri-Njarðvik og þurfti að hemla við gatnamótin þegar bíll kom þar að. Rútan rann út fyrir vegkantinn í hálkunni. Engin slys urðu á fólki og rútan skemmdist ekki. Önnur rúta var síðan fengin tii að draga hina aftur upp á veginn. -ÓTT Skipverjar á Andra BA hafa nú beðið eftir verkefnum i borð í skipinu i ríflega fjörtíu daga. Enn er ekkert ákveðið um hvort eitthvað verður unnið um borð eða hvað verður gert við skipið. ég að segja að ástandið um borð er gott. Biðin er þó auðvitað þreytandi og verst er þó að vita ekkert hvað tekur við,“ sagði Ásmundur. Síðustu daga hefur verið gott veður við Dutch Harbour. Ásmundur sagöi að skipveriun liði vel í blíðunni nú eftir slæman veðrakafla í janúar. Enn sem komið er reikna skipveriar með að vinna sandkola um borð. Vinnslubúnaðinum um borð var breytt strax og ljóst var að ekki feng- ist leyfi til að vinna þorsk. Vinna við breytingarnar tók þó skamman tíma og þá tók aðgerðaleysið aftur við. Ásmundur sagði að ágætis veiði væri á kolanum núna á miðunum við Dutch Harbour og ekkert því til fyrir- stööu um borð að hefja vinnslu. „Við bíðum enn eftir græna ljósinu að heiman. Ákvörðum um hvenær verður byrjað að vinna hlýtur að koma einhvern næstu daga. Við höf- um mikið langlundargeð og getum þess vegna verið hér einhverjar vik- ur enn. Ég vildi hins vegar hafa svar við spurningunni hvenær við erum búnir að fá nóg,“ sagði Ásmundur. Ragnar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri útgerðar Andra BA, sagði að enn væri ekki fullljóst hvort ráðist yrði í vinnslu sándkola um borð í skipinu. „Við eigum eftir að ræða betur við lánardrottna okkar um framhald málsins. Þá er enn ekki útilokað að við fáum heimild tii að vinna aðrar fisktegundir. Það hefur ýmsum möguleikum verið velt upp en engin niðurstaða er fengin enn,“ sagði Ragnar. -GK STÆRSTI BRIDGEVIÐBURÐUR ÁRSINS! Flugleiðamótið í bridge er árlegur stórviðburður fyrir íslenska bridgespilara. Mótið fer fram á Hótel Loftleiðum dagana 9.-12. februar. Að venju heimsækja okkur erlendir stórspilarar og ber þar einna hæst komu José Damiani, sem er forseti Evrópubridgesambandsins en hann þykir einnig mjög fær spilari. Aörir þekktir spilarar frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Svíþjóö veröa meðal gesta. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, mun setja mótið og segja fyrstu sögnina. Keppni á stórmóti Flugleiða skiptist í tvennt. Fyrra mótið er tvímenningur og spilað veröur frá kl. 20 á föstudaginn til um kl. 1 um nóttina - hafist aftur handa kl. 10 og spilaó fram að kvöldmat en þá verður verðlaunaafhending. Sveitakeppni verður spiluó sunnudaginn og mánudaginn og verður spilað fyrri daginn frá 13 til 24 með matarhléi. Á mánudaginn verður spilaö frá 15 til 22.30. Selt verður inn á mótið og geta menn annaðhvort keypt sig inn fyrir hvern dag fyrir sig eða á allt mótið í heild sinni. Allir þekktustu spilarar íslendinga verða með á mótinu og er þetta því mikill hvalreki á fjörur bridgeáhugamannsins. Bridgesamband Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.