Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1990. 33 LífsstíU Krabbamein óeðlilega algengt í Borgamesi? ekki annað en kjaftasaga, segir læknirinn „Ég kannast viö þá sögu frá því núna í vikunni að fólk telji að tíðni kraþþameins sé óeðlilega há í Borg- amesi. Þetta vilja menn rekja til þess að rörin í hitaveitunni frá Deildar- tunguhver séu úr asbesti og er ekk- ert annað en kjaftasaga. Misskilningurinn er sá að asbest veldur aldrei krabbameini nema í lungum hjá mönnum sem hafa unnið í asbestryki og þeir verða helst að reykja líka til að vera í hættu. Um hitt eru engin dæmi að krabbamein hafi verið rakið til asbests í vatns- leiðslum,“ sagði Skúli Bjarnason, læknir í Borgarnesi, í samtah við DV. í Borgarnesi hefur sú saga gengið að asbest í rörum hitaveitunnar þar geti vahð krabbameini sem sagt er óvenjualgengt í Borgarnesi. Skúh sagði að ekkert benti til að krabba- mein væri algengara þar á staðnum en annars staðar á íslandi. Hins vegar benti Skúh á að sögur um óeðlilega tíðni sjúkdóma væru fljótar koma upp í litlum samfélögum ef nokkur tiIfeUi kæmu upp með stuttu milhbih. Staöreyndin væri sú að yfirgnæfandi líkur væru á að nokkur tilfelh af sama sjúkdómi greindust með stuttu millibih á af- mörkuðum svæðum og síðan engin í annan tíma. Tölfræðilegar líkur bentu th að þetta gerðist en það hefði ekkert með tíðni sjúkdóma að gera þegar til lengri tíma væri htið. Lögnin í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar er öll úr asbesti og það á einnig við um kaldavatnslögnina á Akranesi. Hitaveitan var lögð eftir að vitað var að asbest gæti valdið krabbameini í lungum. Engu að síð- ur var ákveðið að nota efnið í lögnina enda var fengið til þess leyfi frá heil- brigðisyfirvöldum. Annars staðar á Norðurlöndunum liggja nú fyrir tihögur um að banna notkun asbests með öllu. Þannig vUl svoköUuð „asbestnefnd" í Finnlandi láta setja innflutningsbann á asbest í landið um leið og bannað verður með öllu að nota það. Jafnframt er lagt til að kortlagt verði hvar asbest fyrirfinnst nú í landinu þannig að fljótar gangi að fjarlægja. það sem fyrir er. í Finnlandi er gert ráð fyrir að as- best verði hvergi í notkun áriö 2030. Nú er talið að þar í landi látist um 150 manns á ári úr lungnakrabba- meini sem rekja má tU asbestryks. -GK Asbestið í leiðslum Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar helur vakið upp ótta við að það valdi krabbameini sem á að vera óeðlilega algengt í Borgar- nesi. Skúli Bjarnason, læknir í Borgarnesi, telur þetta tilhæfulaust. 2.000 fyrrum valíumneytendur: Höfða mál gegn framleiðendum Valíum hefur nú orðið tilefni málaferla í Englandi. Rúmlega 2.000 neytendur lyfj- anna valíum og ativan í Bretlandi undirbúa nú málshöfðun gegn framleiðendum lyfjanna, að því er fram kemur í breska blaðinu Sunday Times nýlega. Ákærendur halda því fram að lyfin hafi verið sett á markað án þess að staðfest væri að notkun þeirra væri hættu- laus. Því er og haldið fram að fyrir- tækin hafi frá upphafi vitað að við langvarandi neyslu væri hætta á vanabindingu og framleiðendur hafi viljandi látið undir höfuð léggj- ast að láta lækna vita af þessari hættu. Valíum og ativan, sem eru í raun sama lyfið og eru einnig seld undir heitinu diazepam, teljast tíl róandi lyfja. Þau komu fyrst á markað um 1960 og eru mikið notuð enn, bæði hér á íslandi og annars staðar. í Bretlandi er talið að um 1 mUljón manna noti lyfin að staðaldri. Deil- ur um áhrif langvarandi neyslu hófust fyrir röskum tíu árum þegar breskur prófessor sýndi fram á með rannsóknum að langvinn neysla orsakaði fíkn og olli ýmsum aukaverkunum. Framleiðendur umræddra lyfja, Roche í Sviss og Wyeth í Ameríku, hafa lýst því yfir að málsókn verði mætt með fullri hörku og neita harðlega öUum ásökunum. Þó stefnan beinist fyrst um sinn að framleiðendum segja fufitrúar stefnenda að heilbrigðisyfirvöldt)g jafnvel einstakir læknar veröi látn- ir svara til saka. Fariö hefur verið fram á að sérstakur dómur verði skipaður í Bretlandi til þess að fjalla um þetta mál sérstaklega. í íslensku lyfjabókinni er varað við því að notkun umræddra lyfja hafi í för með sér ávanahættu. Ólaf- ur Ólafsson landlæknir sagði í samtali við DV að ekki væri vitað um nein málaferli hér á landi vegna téöra lyfja og ekki væri vitað til þess að neitt slíkt væri í undirbún- ingi. -Pá Þaö er hjátrú frá fyrstu árum þá megi ekki setja heitan mat. Hjátrú að ekki megi setja heitan mat í ísskáp Það er gömul trú að ekki megi setja heit matvæh í ísskápa. Margir hafa það því fyrir reglu að láta mat kólna áður en hann er settur í geymslu í ísskáp. Þessi trú á ekki við rök að styðj- ast og hefur ekki átt síðan fyrstu ísskáparnir komu á markaðinn. í upphafi voru þeir heldur slöpp kæhtæki og réðu ekki við að kæla heitan mat nema á löngum tíma og þá hafði allt annað hitnað í skápnum. Langt er hins vegar síðan ísskápar Neytendur urðu það góðir að óhætt er að kæla í þeim heitan mat. Steinunn Ingimundardóttir hjá Leiðbeiningastöð hús- mæðra sagði í samtali við DV að það væri meira að segja nauðsynlegt aö snöggkæla mat til að knma i vee fvrir örveru- myndum í honum. Þetta á sér- staklega við um mat sem er lítið soðinn. Til þess væru ísskápar auðvitað heppilegastir. Steinunn sagði að best væri að kæla matinn í lokuðu íláti til að gufa færi ekki um ísskáp- in og annar matur þar tæki ekki bragð. ísskápsins vegna er allt í lagi að kæla mat þar. Þaö eina sem gerðist væri að hann tæki ofurlítið meiri orku á með- an maturinn væri að kólna. -GK Gódar veislur enda vel! Efiir einn -ei aki neinn Úrval, ódyrara en áður. Náið í eintak strax. tirval tímarít fyrír alla FW«rttm*fSn Lærið að fljúga hjá fullkomnum flugskóla. + Bjóðum kennslu til einka- og atvinnuflug- mannsprófs. + Fullkomin 2 hreyfla flugvél til blindflugs- kennslu. * Flughermir. Greiðsluskilmálar og fyrirgreiðsla. f Gamia Fiugturninum Reykjavikurflugvelli 101 Reykjavlk Siml 91-28122 Kt. 651174-0239

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.