Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Side 26
34 FÖSTUÐÁGUR 9. FEBRÚAR 1990. Andlát Elin Helga Magnúsdóttir, Sólvalla- götu 17, Reykjavík, lést 8. febrúar á heimili sínu. Krístjana Ingimundardóttir, Garö- vangi, Garði, andaðist að morgni 8. febrúar á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Sigurgeir Tómasson málari lést í Landspítalanum 2. febrúar. Jarðarfarir Valdimar Einarsson, Skólabraut 2, Grindavik, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14. Einar Stefónsson rafeindavirkja- meistari, Smáratúni 5, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14. Guðný Tómasdóttir lést 2. febrúar. Hún fæddist á Læk í Leirár- og Mela- hreppi 11. nóvember 1912. Hún var dóttir Tómasar Ingimarssonar og Guðrúnar Hallsteinsdóttur. Guðný giftist Sigurþóri Narfasyni en hann lést árið 1982. Þau hjónin eignuðust tvö böm. Útfór Guðnýjar verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 13.30. Garðar Óskarsson lést 30. janúar. Hann fæddist 27. júlí 1927 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Óskar Jón- asson og Magnea Ólafsdóttir. Garðar starfaði lengst af við vélgæslu í skip- um. Árið 1972 byggði hann sér eigið verkstæði þar sem hann vann að ýmsum viðgerðum. Eftirlifandi eig- inkona hans er Guðrún Magnús- dóttir. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Útför Garðars veröur gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 13.30. Margrét Hallgrímsdóttir lést 31. jan- úar. Hún fæddist í Hafnarfirði 12. janúar 1920, dóttir hjónanna Hall- gríms Jónssonar og Jónínu Jóns- dóttur. Margrét giftist Guðjóni Klem- enzsyni, en hann lést árið 1987. Þau hjónin eignuðust fimm böm og eru fjögur á lífi. Útfor Margrétar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Ólafur Tryggvason, Túnbrekku 7, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ól- afsvíkurkirkju laugardaginn 10. fe- brúar kl. 14. Jarðsett verður að Hellnum sama dag. Sætaferðir frá BSÍ kl. 9. Oddur Friðriksson rafvirkjameistari, Smiðjugötu lla, ísafirði, sem lést 1. febrúar, verður jarðsunginn frá ísa- fjarðarkapellu laugardaginn 10. fe- brúar. Útför Ólafs Inga Þórðarsonar mjólk- urfræðings, Borgarbraut 45, Borgar- nesi, verður gerð frá Borgames- kirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14. Bílferð verður frá BSÍ kl. 11. Ný herrafataverslun í Fákafeni Ný herrafataverslun var opnuö í byrjun febrúar aö Fákafeni 11 og ber hún nafniö „Herrafataverslun Birgis" en eigendur eru Birgir Georgsson, sem veriö hefur verslunarstjóri í Herraríki undanfarin 5 ár, og Guörún Bjömsdóttir sem hefur verið innkaupastjóri fatnaðar hjá KRON og Mikiagarði undanfarin 3 ár. A boðstól- um eru herrafatnaður frá m.a. Gant, Webmore, Camel og Chris Martin. Auk þess peysur, skyrtur, bindi, sokkar og flest það sem karlmanninn vanhagar inn. Lögð verður áhersla á persónuiega þjón- ustu. Aðkoma að Fákafeni er úr Skeif- unni og einnig frá Skeiðarvogi. Næg bíla- staeði em við verslunina og er síminn 31170. Innilegasta þakklœti sendi ég öllum sem glöddu mig með heimsókn sinni, gjöfum og skeytum á áttrœðisafmœli mínu, 3. jan- úar sl. Guði blessi ykkur öll. Kær kveðja. ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR Bakkavegi 1, Þórshöfn URVAL - með eitthvað handa öllum. Úrval tímarit fyrir alla Afmæli dv Jómnn Bjamadóttir Jómnn Bjamadóttir, fyrrv. ljós- móðir, Freyjugötu 1, Reykjavík, er niutíuáraídag. Jórann er fædd að Geitabergi í Svínadal í Borgarfirði. Hún lauk ljósmæöraprófi árið 1922 og var ljós- móðir H valfj arðarstrandaramdæm- is 1922-’28. En starfaði sem ljósmóð- ir á Akureyri á áranum 1929-’68. Jórunn giftist þann 31.12.1936 Jóni Elíasi Jónssyni, vélstjóra í Reykja- vík og síðar á Akureyri, f. 12.6.1912, d. 30.8.1942. Foreldrar hans voru Jón Oddsson, verkamaður í Reykja- vik, og Sigríður Sigurðardóttir frá Ármúla. Sonur Jórannar og Jóns er Bjarni, f. 3.3.1937, kvæntur Kristínu Sig- urðardóttur húsmóður, og eiga þau tvö böm: Jórunni og Bjama. Systkini Jórannar: Steinunn, f. 17.3.1895, látin, var gift Jóni Péturs- syni, látinn; Jórann, f. 26.9.1898, d. 8.11. sama ár; Bjarni, f. 29.10.1901, látinn, læknir, var kvæntur Regínu Þórðardóttur leikkonu, látin; Sigríð- ur, f. 20.6.1905, giftÞorkeliSveins- syni, Björg, f. 26.1.1909, var gift Jón- asi Ólafssyni, látinn. Foreldrar Jórannar voru Bjarni Bjamason, f. 4.1.1866, d. 31.12.1928, hreppstjóri, oddviti, sýslunefndar- maður og b. á Geitabergi í Svínadal, og Sigríður Einarsdóttir húsfrú, f. 14.8.1866, d. 27.5.1955. Bjami var sonur Bjama, b. í Stóra-Botni í Hvaifirði, Helgasonar, b. í Stóra-Botni, Erlingssonar, b. í Stóra-Botni, Árnasonar. Móðir Helga var Margrét Sveins- dóttir. Móðir Bjama Helgasonar var Steinunn Gísladóttir, b. á Miðsandi, Sveinssonar, og Sigríðar Ámadótt- ur. Móðir Bjama á Geitabergi var Jórunn Magnúsdóttir, b. á Þyrli, Þorvaidssonar, Guðmundssonar. MóðirMagnúsarvarÓlöfMagn- . úsdóttir. Móðir Jórunnar frá Þyrli var Elísa Eyjólfsdóttir, b. í Steins- holti, Magnússonar, og Jórunnar Erlingsdóttur. Sigríður, móðir Jórunnar ljós- móöur, var dóttir Einars, b. í Litla- Botni í Hvalfirði, Ólafssonar, b. á Efri-Brú í Grímsnesi og Svartagili í Þingvallasveit, Jónssonar, b. á Búr- felli, Vernharðssonar. Móðir Einars var Ragnhildur Beinteinsdóttir, b. á Breiðbólstað í Jórunn Bjarnadóttir. Ölfusi og lögréttumanns, Ingimund- arsonar, og Vilborgar Halldórsdótt- ur, biskups á Hólum, Brynjólfsson- ar. Móðir Sigríðar var Sigríður Helga- dóttir, b. í Stóra Botni. Bjami Helga- son, b. í Stóra Botni, og Sigríður Helgadóttir vora systkini. Jórann dvelur á sjúkrahúsi þessa dagana. Tilkyniiingar Félag eldri borgara Göngu-Hrólfur hittist nk. laugardag kl. 11 að Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag, kl. 14 frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansað. Húnvetningafélagið Félagsvist spiluð á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Félag Snæfellinga og Hnappdæia í Reykjavík Árshátíðin verður laugardaginn 10. fe- brúar í Goðheimum, Sigtúni 3. Húsið opnað ki. 18.30. Heitur veislumatur, vönduð skemmtidagskrá. Miðasaia í Sig- túni 3, fimmtudag 8. feb. frá kl. 16-18 og fóstudag 9. feb. frá kl. 16-18. Nánari upp- lýsingar í símum 611421, Ema, og 40308, Emma. Leikhús Yfir 50 sýningar á Ljósi heimsins Leikfélag Reykjavikur er með fjögur verkefni á fjölum Borgarleikhússins. Á htla sviðinu eru komnar yfir 50 sýningar á Ljósi heimsins og á stóra sviðinu er Höll sumarlandsins, báðar sýningamar unnar upp úr bók Halldórs Laxness, Heimsijósi. Sýningum á Höll sumar- landsins fer fækkandi. Nýlega var frum- sýnt á stóra sviðinu Kjöt eftir Ólaf Hauk Símonarson sem gerist bakatil í kjötbúð. Bamaleikritið Töfrasprotinn gengur fyr- ir fullu húsi hveija helgi. Æfmgar em hafnar á nýju leikriti eför Sigurð Pálsson sem heitir Hótel Þingveliir. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson og er frumsýning fyrirhuguð um miðjan mars. Ný bílasala að Bíldshöfða Ný bílasala var opnuð í byijun febrúar undir nafninu Nýja bílasalan að Bílds- höfða 8 þar sem Bifreiðaeftirlitið var áður til húsa. Mjög góð aðstaða er fyrir bíla bæði innandyra og utan og vel fer um viðskiptavini í hinum vistlegu húsakynn- Styrkjum úthlutað úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins Nýlega var í annað sinn úthlutað styrkj- um úr Rannsóknasjóði Krabbameins- félagsins sem stofnaður var í framhaldi af Þjóðarátaki gegn krabbameini 1986 en hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á krabbameini. Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni vom: Helgi Tóm- asson, til rannsókna á sambandi notkun- ar getnaðarvamarpillu og krabbameins í brjósti, Hildur Harðardóttir, tii rann- sókna á nýju einstofna mótefni gegn um. Eigandi og aðalsölumaður er Sigþór Guðmundsson sem áður var sölustjóri Citroendeildar Globus hf. og síðustu árin sölustjóri notaöra bíla hjá Jöfri hf. Opið er virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 10-17. Síminn er 673766. krabbameinsfrumum, upprunnum frá eggjastokkum, Jóhannes Bjömsson, til rannsókna á lífhegðun, vefjaafbrigðum, ónæmisvefjafræði og kjamsýmeiginleik- um bijósksarkmeina, Kristrún Bene- diktsdóttir, Bjami A. Ágnarsson, Guðjón Baldursson og Jón Hrafnkelsson, til rannsókna á sarkmeinum í mjúkvefjum á íslandi. Samanlögð upphæð styrkjanna var 1450 þúsund krónur. Tekjur sínar hefur sjóðurinn einkum af húsaleigu á jarðhæð Skógarhlíðar 8, auk vaxta af stofnfé. Fjölmiölar í dagskrá sjónvarpsins er ekki mikið eftir af því sjónvarpi sem ég man fyrst eftir. Það er helst að á mánudögum séu frekar sýnd betri leikrit. Það hefur þó brugðist æ oftar á undanfömum árum. Stundum veit ég ekki lengur hvaða dagur er þegar ég sit fyrir framan sjónvarpið. Breskar nátt- úrulifsmyndir og bandarískir gam- anþættir virðast geta birst á skján- um hvaða dag vikunnar sem er nú oröiö. í gærkvöldi fékk éghinsvegar gamlan vin aö orna mér við. Þá birt- ist Bengt Feldreich (eða þaö minnir mig að kappinn heiti) á skjánum meö nýjan hóp nóbelsverðlauna- hafa. Þá vissi ég upp á hár að nú voru jólin liðin og enn nokkrar vik- urframaðbolludegi. Það var notalegt að hlusta á Bengt og spekingana. Flestura spurning- unum höfðu aðrir spekingar svarað á undanförnum árum. Sum svörin vora keimlik svörum eldri nóbels- hafa. Ekkert var gert til þess að telja áhorfendum trú um annað. Samt gripu spekingarnir smátt og smátt athyglina og héldu henni. Hápunkturinn komsíðanþegar Bengt spurði spekingana um vís- indalegt innsæi, eins og hann hefur gert frá því ég var barn. Þá vissi ég að sumt í veröldinni breytist ekki þrátt fyrir allan hraö- ann og hávaðann. Þó skyldi ég aldr- ei segja aldrei; því hvar era nú sirk- us Biily Smart og Vínartónieikarnir ánýársdag? Gunnar Smári Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.