Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1990, Qupperneq 32
-1 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstjórn - Auglýsingar ** Askrift - Dreiting: Simi FOSTUDAGUR 9. FEBRUAR 1990. Vopnafjörður: Óborin kvíga fær raflost \ Ein óborin kvíga drapst þegar raf- straumur lék um fjósið á Refsstöðum í Vopnafirði fyrr í vikunni. Rafmagn leiddi út frá þvottavél, sem þvær mjaltatæki, og fór í öll rör og bása í fjósinu. Snorri Hallgrímsson, sem var að störfum í fjósinu, sagðist hafa orðið var við að eitthvað var aö þegar hundurinn á bænum kom ýlfrandi til hans inn í mjaltahús. í fyrstu hélt Snorri að einhver kúnna hefði stigið á hundinn en þegar hann leit inn í fjósið sá hann að eitthvað var að. Kýmar höfðu þá slitið af sér mjalta- tækin í tryllingi. Þær stóðu eins utar- lega í básunum og þær gátu með bullandi niðurgang af hræðslu. Snorri slökkti á mjaltavélunum og hljóp inn í bæ eftir hjálp. Þegar Þórð- ur Pálsson bóndi kom út sló hann út rafmagnið. Þá kom í ljós að ein óborin kvíga hafði drepist. Hinar kýmar jöfnuðu sig að mestu eftir aö þeim hafði verið gefið. -gse Birting: Ekki með í kosningunum Skotmaður dæmdur í Sakadómi LOKI Þá sleppa rútukarlarnir við skandinavíunámskeiðið! Lóðsbáturtnn á Höfn fékk tóg í skrúfuna og fórst í stórsjó 1 Hornafjarðarósi: Hélt að loðnuskipið hvolfdist vfir mia segir sem júlía Imsland, DV, Höfct, Homaftrði: „Ein fyllan reis svo hátt að ég hélt að Keflvíkingur ætlaði að hvolfast yfir mig. Þá setti ég á fulla ferð afturábak til að forða mér en það var ólán mitt að tóg við akker- isfestina á lóðsbátnum hafði farið útbyrðis og ég bakkaði aUt í skrúf- una. Báturinn missti afl en ég vissi ekkert hvað hatði gerst,“ sagði Sigfús Harðarson á lóðsbátnum frá Höfti í Hornafirði í samtali við DV í nótt. Hann lenti í miklum hrakn- íngum við Hornafjarðarós i gær- kvöldi þegar hann var ásamt félaga sínum að lóðsa loðnuskipið Kefl- víking úr höfn. „Ég vissi reyndar ekki hvað haföi gerst fyrr en ég kom um borð í Keflvíking en þeir sáu að skrúfan á lóðsinum var fuU af böndum," heldur Sigfús áfram. Sigfús og Vignir höfðu flylgt Kefl- vtkingi inn til Hafnar laust fyrir kl. 18 þá um daginn, i sæmUegu veðri. Þegar löndun úr loðnuskip- inu var lokið á Höfn fylgdu þeir honum út aftur á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þá var komið haröaút- faU og verulega hafði versnað í sjó. „Þegar við erum komnir þarna ut fyrir þá er ég á eftir á Ióðsinum en Vignir Júlíusson hafnsögumað- ur um borð í Keflvíkingi. Ég ætlaði að taka hafnsögumanninn yfir til mín þarna fyrir utan ósinn. Það er ekki hægt í ósnuum í svona hörð- um útföUum. Við fórum út fyrir Hvanney og út á Grynnsli. Þar er alltaf sléttara og betra og oft gott að komast miUi skipa. Ég sé fljótlega að það eru helvíti háreistir garðar sem koma og mér líst ekkert á þetta. Það var orðin svo mikil ferð á okkur austur með faUinu að mér leist heldur ekkert á að snúa við; tók frekar þann kost að skýla mér við skipið og keyra bara þétt upp að því. Það tókst viö fyrsta brotið svo kom hvert brotið af öðru á hlið á knmunginn þar tU óhappið varð og tógið lenti í skrúf- unni. Þaö voru stanslausar ágjafir og okkur bar ört austur með strönd- inni upp að austurfjörunni og lóös- báturinn stjórnlaus og aflvana. Við vorum fljótlega komnir austur fyr- ir skerin, austan við ósinn og segja má að skipverjar hafi verið á sein- asta snúingi að ná mér áður en allt rækí upp. Þeir köstuðu bjarghring um borð til mín, Ég fór í hann, stökk svo í sjóinn og var dreginn um borð í skipið og það gekk aUt mjögvel.“ Lóðsinn rak upp í Austurfjöruna við Hornafjarðarós og eyðUagðist þar. Gúmbáturinn úr lóðsbátnum er fundinn og þilfarsplanka úr hon- um var fariö að reka á fjörur i morgun. Það er því Ijóst að lóðs- báturinn fer ekki oftar á flot. litlu mátti muna að Keflvíkingur færi upp í íjöru á cftir lóðsbátnum. Sigfús Haröarson taldi að skip- verjar þar heföu sýnt mikið snar- ræði við björgunina við afarerfiðar aðstæður. Fundur sem Birting hélt í gær- kvöldi ákvað að félagið skuU ekki hafa afskipti af borgarstjómarkosn- ingunum. Fundurinn var haldinn í framhaldi af þeirri ákvöröun Al- þýðubandalagsfélags Reykjavíkur aö bjóða fram G-Usta í komandi kosn- ingum. Það er því greinUegt að ekki verður af neinu sameiginlegu framboði minnihlutaflokka í Reykjavík. Ekki er enn vitað hvort Alþýðiiflokkurinn haldi sér við fyrri ákvörðun um að bjóða ekki fram undir nafni flokks- ins. -sme Öryggisvörðurinn fyrrverandi sem hóf að skjóta úr byssu í kjallar- aíbúð við Sogaveg í Reykjavík snemma um morgun í ágúst, hefur verið dæmdur í Sakadómi Reykja- víkur. Maðurinn var dæmdur í fjög- urra mánaða fangelsi skUorðsbundið í þrjú ár. Skotvopnið var gert upp- tækt. r Hjörtur Aðalsteinsson sakadómari kvað upp dóminn. -sme Sleipnismenn: Verkfall á morgun Það er oft fjör í lauginni. Krakkarnir virðast vel kunna að meta ný leiktæki sem búið er að setja í Laugardalslaugina. Á myndinni virðist sem þetta séu stórir lakkrískonfektmolar, en svo mun alls ekki vera. DV-mynd GVA „Ég var með tveggja tíma sáttafund á fimmtudag og hann var algerlega árangurslaus. Sleipnismenn hafa ekkert slegið af kröfum sínum opin- berlega þótt þeir hafi rætt eitthvaö um það ófornúega. Ég sé enga ástæðu tíl aö boða sáttafund alveg á næst- unni og því sé ég ekki betur en að tU þessa fimm daga verkfalls komi sem Sleipnismenn hafa boðað til frá og með morgundeginum," sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari í morgun um kjaradeUu Sleipnis- manna. Eins og áður hefur komið fram í DV krefjast rútubUstjóramir í Sleipni 100 prósent kauphækkunar. Atvinnurekendur aftur á móti bjóöa það sama og samið var um á hinum almenna vinnumarkaði á dögunum. Sleipnismenn munu ætla að boða aftur verkfall þegar Norðurlanda- þing hefst hér á landi í lok þessa mánaðar. Þá koma tU landsins nokk- ur hundruð eriendir þingfuUtrúar og myndi verkfaU rútubílstjóra meðan þinghald stendur valda miklum erf- iðleikum. -S.dói NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Uti að aka í 40 ár Þjóðar SALIN býr í Rás 2. Nýtt númer: 68 60 90 FM 90,1 - útvarp með sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.