Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR'27. FEBRÚAR 1990. Fréttir Lánveitingar Atvinnutryggingarsjóðs ógætilegar? Ríkisendurskoðun telur 1.600 milljónir í hættu stjómarformaðurinn segir hins vegar „aðeins“ 800 milljónir tapast Enginn vafi er á að Atvinnutrygg- ingarsjóður muni tapa hundruðum milljóna af útlánum sínum á næstu árum. Það eru hins vegar skiptar skoðanir um hvort þetta tap geti numið um 800 milljónum króna eða allt að 1.600 milljónum eða jafnvel meira. í skýrslu Ríkisendurskoðunar seg- ir að um 15 til 20 prósent af útlánum sjóðsins geti tapast, eða 1,2 til 1,6 milljarðar. Gunnar Hilmarsson, for- maður stjómar Atvinnutryggingar- sjóðs, sagði hins vegar í samtali við DV að ekki væri ólíklegt aö um 10 prósent af útlánum sjóðsins gætu tapast vegna bágrar stöðu þeirra fyr- irtækja sem hann hefur lánað til. 10 prósent af útlánum sjóðsins eru um 800 milljónir. Gunnar taldi áætlun Ríkisendurskoöunar hins vegar of háa. í skýrslu Ríkisendurskoöunar kemur fram að stjórn sjóðsins hafi lánað um helmingi hærri upphæð en samstarfsnefnd lánastofnana at- vinnuvega hefur lagt til. Útlán sjóðs- ins eru nú að nálgast áttunda millj- arðinn. Stjórnin hefur því lánað um fjórum milljörðum meira til fyrir- tækja en samstarfsnefndin lagði til. Gunnar Hilmarsson sagði þær upp- hæðir, sem samstarfsnefndin lagöi til, einfaldlega ekki hafa dugað. í flestum tilfellum hefði allt eins verið hægt að sleppa því að lána fyrirtækj- unum og að lána þeim eins lítið og nefndin lagði til. Gunnar sagði Ríkis- endurskoðun ekki hafa lagt mat á hvor hefði haft rétt fyrir sér, nefndin eða stjórn sjóðsins. Sigurður Þórðarson vararíkisend- urskoðandi sagði hins vegar í sam- tali við DV að ráða mætti í mat Ríkis- endurskoðunar af því hversu stóran hlut útlánanna hún teldi í hættu, eða 15 til 20 prósent. Sigurður sagði að skýrsluhöfundar hefðu frekar reynt að fara varlega í áætlunum þannig að þessi 15 til 20 prósent væru frekar of lágt mat en of hátt. Samkvæmt heimildum DV hefur Byggðastofnun einnig metið útlán Atvinnutryggingarsjóös og komist að svipuðum niðurstöðum og Ríkisend- urskoðun. -gse Sjálfstæðismenn: Sigurður Ein- arsson féll um eitt sæti í Eyjum Sigurður Eínarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöövar- innar og bæjarfúlltrúi Sjálfstæð- isflokksins, féll um eitt sæti i prófkjöri sem haldið var í Vest- mannaeyjum um helgina. Við bæjarstjórnarkosningarn- ar 1986 skipaði Sigurður fyrsta sæti listans. Hann verður í öðru sæti í komandi kosningum. Nafni hans Jónsson, sem var í öðru sæti, skaust upp fyrir og verður í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins. Sigurður Jónsson fékk 366 at- kvæði í fyrsta sæti og 1.036 alls. Sigurður Einarsson fékk 526 at- kvæði í tvö fyrstu sæti og 950 alls. Bragi I. Ólafsson fékk 660 atkvæöi í fyrstu þrjú sæti og 1.095 alls. Bragi var íþriðja sæti 1986. Georg Þór Kristjánsson fékk 640 at- kvæði í flögur fyrstu sætin og 930 alls. Sveinn Rúnar Valgeirsson fékk 557 atkvæði í fimm fyrstu sætin og 816 alls. Ólafur Lárusson fékk 593 atkvæði í sex fyrstu sæt- in og 715 alls. Oktovia Andersen fékk 665 tilnefningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra fulltrúa af níu í bæjarstjórn Vestmannaeyja og er einn flokka í minnihluta. -sme ísafjörður: Jafntefli um annað sæti Tveir frambjóöendur uröu jafn- ir íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins á ísafirði. Ólafur Helgi Kristjáns- son fékk örugga kosningu í fyrsta sæti listans. Af 271 gildu atkvæði fékk hann 262, þar af 208 í fyrsta sæti. Jöfn í öðru sæti urðu Hans Georg Bæringsson og Sigrún C. Haildórsdóttir. Þau fengu 72 at- kvæði í fyrsta sæti. Hans Georg fékk alls 230 atkvæði og Sigrún C. fékk alls 188 atkvæði. Einar Garðar Hjaltason varö í fjóröa sæti, Helga Sigmundsdótt- ir í flmmta sæti og Kristján Kristjánsson i sjötta. Kjörnefnd kemur saman á morgun og ákveður framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn á nú fjóra bæjarfulltrúa og er í minni- hluta í bæjarsfjórninni. -sme Stofnendur Fjölskylduverndar hafa margir verið sviptir forsjá barna sinna af barnaverndaryfirvöldum. Fundarmenn voru um fimmtiu og kom fram hörð gagnrýni á félagsmálastofnanir og barnaverndarnefndir - sem á fundinum voru sagðar virða mannréttindi að vettugi með alræðisvaldi. DV-mynd Brynjar Gauti Fjölskylduvemd gagnrýnlr vinnubrögð bamavemdaryflrvalda: í bæklingi er mælt með amfetamíni fyrir börn - nýstofnuð samtök kreflast róttækra breytinga á bamavemdarlögum „Þung áhersla er lögð á að grund- vallarbreytingar fari fram varðandi núverandi starfshætti barnavernd- aryfirvalda. Fundurinn telur sjálf- sagt að mál, sem eru til umfjöllunar hjá barnaverndaryfirvöldum, megi leysa með „stuðningsúrræðum" við fjölskyldur sem eiga erfitt - í stað þess aö hóta eða grípa til harkalegra aðgerða eins og að taka bam af heim- ih. Núverandi ástand er ekki til þess að skapa traust milli fjölskyldna og stjómvalda. Fundurinn átelur sinnuleysi yfirvalda í málefnum bamavemdamefnda gagnvart böm- um og foreldrum þeirra,“ segir í fundargerð Fíölskylduvemdar, ný- stofnaðra samtaka sem hafa að markmiöi að vernda fjölskyldur gegn bamavemdaryflrvöldum. Bæði rannsóknar- opg dóms- aðili MeðUmir samtakanna telja flestir að þeim hafi verið gróflega misboöið af félagsmálastofnunum og bama- verndamefndum. Á stofnfundinum, sem haldinn var í TemplarahölUnni um helgina, voru um fimmtíu manns og hafa margir veriö sviptir forsjá yfir bömum sínum. AUir telja bama- verndaryfirvöld beita alræöisvaldi og að þau starfi bæði sem rannsókn- ar- og dómsaðiU. í bréfi frá stjórn samtakanna til menntamálaráðherra er áskorun þess efnis að lög um vernd bama og ungmenna skuli endurskoðuð. í bréf- inu harma fundarmenn að forystu- aðilar núverandi barnaverndarkerf- is skuU sjálfir vinna að smíði frum- varps til barnaverndarlaga. „Ofurvald" Samtökin telja að foreldrum skuU veittur skýlaus réttur til gagnaöflun- ar vegna mála sinna, fái afrit af skýrslum og gögnum til þess að eiga kost á að veija mál sín en það hefur til þessa verið nær ómögulegt. Fund- armenn lýstu yfir áhyggjum vegna „ofurvalds geðlækna og sálfræðinga sem ráða oft úrsUtum í viökvæmustu hagsmunamálum íjölskyldunnar", segir í ályktun sem var samþykkt. Samtökin vöktu ennfremur athygU á starfsháttum geðlækna og var vitn- að í bækling sem liggur frammi á skrifstofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar: „Er barniö þitt óvenjulega órólegt, eirðarlaust eða klunnalegt?" er spurt í bæklingnum. Þar stendur einnig: „Hægt er að hjálpa mörgum með athygUsbrest og ofurhreyfiþörf með lyfjum sem virka á miðtaugakerfið. Þekktust þessara lyíja eru amfetamín og ritalin sem valda ekki fikn hjá þessum hópi,“ segir í bækUngnum. Fundurinn mót- mæUr harðlega að böm, sem eru til vistunar á vegum barnaverndaryfir- valda, fái ofangreinda lyfjameðferð. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.