Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990.
9
Utlönd
Óvæntur ósigur Ortega
Sandínistar í Nicaragua, sem í ára-
tug stóöust vopnaöa baráttu kontra-
skæruliöa, urðu aö lúta í lægra haldi
fyrir konu í friðsamlegum kosning-
um á sunnudaginn. Hún, Violeta
Chamorro, bannaði allar sigurhátíð-
ir og rétti þar með fram sáttahönd
til friðar.
En í gærkvöldi kom til átaka í
Managua milli ungra sandínista og
stuðningsmanna stjórnarandstöð-
unnar sem voru að fagna kosninga-
sigrinum. Að sögn sjónarvotta komu
sandínistar fyrir vegatálmum á sum-
um götum í miöborginni. Óeiröalög-
regla beitti táragasi til að reyna að
bæla niður óeirðirnar.
Þegar talning atkvæða var skammt
á veg komin var Ijóstað almenningur
í Nicaragua, sem var orðinn þreyttm-
á efnahagskreppunni og borgara-
stríðinu, hafði hafnað Daniel Ortega
forseta og vahð í staðinn Violetu
Chamorro, sem gefur út blaðið La
Prensa.
Úrshtin, sem komu flestum á óvart,
eru talin geta orðið til þess að endi
verði fljótt bundinn á skæruhemað
vinstri sinna í Mið-Ameríku. George
Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir
að úrslitin væru sigur fyrir lýðræðið
og að endi hefði verið bundinn á víö-
tæka byltingardrauma Ortega.
Þegar búið var að telja atkvæði frá
82 prósentum kjörstaða í gærkvöldi
hafði Chamorro hlotið 55,2 prósent
atkvæða en Ortega 40,8. Jafnvel
hörðustu stuðningsmenn Chamorro
áttu ekki von á þessum niðurstöðum.
Chamorro, sem nýtur stuðnings
Bandaríkjamanna, var forsetafram-
bjóðandi kosningabandalags fjórtán
sundurleitra flokka, Uno, sem sam-
einuðust í baráttunni gegn sandínist-
um. í gærkvöldi voru úrsht þing-
kosninga þau að Uno hafði hlotið
54,8 prósent atkvæða og sandínistar
40,7.
Chamorro þykir lifandi tákn þeirr-
ar sundrungar sem einkennt hefur
Ortega óskar Chamorro til hamingju með sigurinn.
Nicaragua frá því að byltingin var
gerð 1979. Hún er af ríkum ættum
og var gift Pedro Chamorro, sem í tíð
Somoza einræðisherra var ritstjóri
dagblaðsins La Prensa og harður
andstæðingur einræðisherrans.
Óeirðalögregla í Managua rekur stuðningsmenn Chamorro að lögreglubil.
Til átaka kom i gærkvöldi milli ungra sandínista og stuðningsmanna hins
nýkjörna forseta Nicaragua. Simamynd Reuter
Pedro var myrtur af þjóðvarðliðum
Somoza 1978 og í kjölfar morðsins á
eiginmanninum fór Violeta að taka
þátt í stjórnmálum. Þegar Somoza
var steypt af sandínistum 1979 tók
Violeta þátt í stjóm þeirra en sagði
sig fljótlega úr henni vegna ágrein-
ings um stjómarstefnu. Síðan hefur
hún verið harður andstæðingur
sandínista.
Ortega, sem verið hefur forseti Nic-
aragua frá 1984, játaði sig fljótlega
sigraðan í gær og hét því að virða
úrshtin á meðan Chamorro hvatti til
þjóðarsáttar. „Úrshtin sýna að Nic-
araguabúar vilja lifa við lýðræði, í
friði og umfram allt við frelsi," sagði
Chamorro, fyrsta konan í rómönsku
Ameríku sem kjörin er forseti bein-
um kosningum.
Flestir Nicaraguabúar virtust
furöu lostnir yflr fréttunum um að
sandínistar hefðu tapað fyrir sam-
tökum sem Bandaríkjamenn hefðu
komið á laggirnar. Allan daginn í
gær hringdu hlustendur til ríkisút-
varpsins og báðu fyrir samúðar-
kveðjur til Ortega.
Uno-samtökin höfðu lofað að binda
enda á stríðið og afnema herskyldu.
Bændum var heitið því að þeir
myndu halda eignum þeim sem þeim
voru afhentar er sandínistar inn-
leiddu umbætur sínar. Þeim var
einnig lofaö að eigur þær sem gerðar
voru upptækar yrðu afhentar aftur
Símamynd Reuter
eða bætur greiddar.
Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær að það fyrsta sem
tekið yrði til athugunar hjá Banda-
ríkjastjórn væri afnám efnahags-
refsiaðgerða þeirra sem settar voru
á gegn Nicaragua 1985.
Leiðtogar kontraskæruliða sögðu
að þeir myndu ekki leggja niður vopn
fyrr en Chamorro hefði fengið fuh
völd í hendurnar og her sandínista
leystur upp. Chamorro verður ekki
sett í embætti fyrr en 25. apríl og
hafa menn áhyggjur af því að valda-
skiptin gangi ef til vill ekki snurðu-
laust fyrir sig þrátt fyrir fuhyrðingar
Ortega um fuha samvinnu. Reuter
mm
TIL SÖLU
M. Benz 230 E, árg. ’87, sjálfskipt-
ur, rafdr. rúöur, centrallæsingar,
tvívirk sóllúga, ABS-bremsukerfi,
hleöslujafnari, o.fl. o.fl.
Nissan Micra GL, árg. ’89, ekinn
11 þús. km, hvítur, útvarp, kass-
etta. Fallegur bíll.
VW Golf CL, árg. '87, ekinn 42
þús. km. 5 dyra, útvarp, kassetta.
Einnig á staðnum: Daihatsu
Rocky '87, Cherokee Laredo ’85
og '86, Volvo 740 ’86, Volvo 240
’82, Toyota Corolla ’88, Ch.
Monza Classic ’88, Chrysler E-
class '84.
Vegna mikiliar sölu
vantar allar gerðir
bíla á staðinn
BÍLASALAN
Smiðjuvegi 4 - Kópavogi,
simi 77202
Opið laugardaga
Vinningstölur laugardaginn
24. febr. ’90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.473.872
n fujsgAMiJS Z. 4af5@^) 3 143.357
3. 4af5 108 6.869
4. 3af 5 4.049 427
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.374.718 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Violeta Chamorro, nýkjörinn forseti Nicaragua, heilsar stuðningsmönnum sinum í gær.
Simamynd Reuter