Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 12
0
12
Spumingin
Ertu hlynnt(ur)
samstarfi íslendinga
með öðrum
norrænum þjóðum?
Ólafur Gunnarsson sælgætisgerðar-
maður: Já, ég er það og finnst við
eiga að taka meiri þátt í starfi með
öðrum Norðurlöndum.
Guðbrandur Þorkelsson ellilífeyris-
þegi: Svona í hófi. Við erum norræn
þjóð og við eigum að hafa einhver
áhrif.
Hólmfríður Sigurðardóttir húsmóðir
með meiru: Já, því ekki það.
Sigurbergur Baldursson tónlistar-
kennari: Já, það er ég svo sannarlega.
Gísli Jensson stýrimaður: Já, alveg
sjálfsagt mál.
Ólafur Björnsson, starfsm. Þróunar-
samvinnustofnunar: Já, eindregið og
það má vel auka það samstarf.
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990.
Lesendur_____________________________________________
1 m fcátfur
„u„tóos. ntann Sjál£aaÆj“- um r“ 1
'SfflSíSíaaS
Í3SS®&S5S-*
stssafer.tíS
tSSvoU
%£&***■
rf, aí Si Pálssy™ “*?
"‘•"‘.SÍSSíSfi
lotningu i ?rc''^fSv,arasa'nninBa 4
aöi um nygcf03
OV fyrir nokkrum ^
igSn mtnjjSS núver
ismcnn oen^bcirra.l«orstcml als
jndiformannpeirr
ekki^er
rislcaiiBta
otctngrt^ur sacrti kí j »
i uvovu^1".....— aaSSísass
ÍSSSETsl
i OármiI»r*ðt^e^ nokkmn. san— ,-0,v.^8“rogeiii*UJn p.
ssssu—-.......- tes
,rfl09inuma.
endurtekniim
Greinar þingflokksformannanna Páls Péturssonar og Olafs G. Einarssonar hafa birst að undanförnu i DV.
„ ... kunna að koma hugsunum sinum til skila,“ segir m.a. í bréfinu.
Framsókn hræðist
Þorstein mest
Helgi Sigurðsson skrifar:
Ég hef verið að lesa greinar í DV
eftir þá þingmennina Ólaf G. Ein-
arsson og Pál Pétursson. Þetta hafa
verið svona hnútuköst í garð hvor
annars, en Páll Pétursson, þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins, reið á vaðiö með grein
sína um samningana nýju. - Þar
bað hann - eiginlega krafðist þess
að formaður Sjálfstæðisflokksins
skyldi ekki dirfast að fara í ræðu-
stól til að gagnrýna samningana.
Nú er oft gaman að lesa svona
greinar þrátt fyrir hnútuköstin
sem eru uppistaðan í málflutningi
margra þingmanna. Og ekki var
mér annað en hlátur í hug er ég las
greinar þeirra þingflokksmann-
anna, Páls og Ólafs, því báðir eru
vel máh famir og kunna að koma
hugsunum sínum til skila.
Það sem mér finnst þó standa eft-
ir í skrifum þeirra hvor til annars
er að Páll Pétursson virðist vera
sýnu hræddari við Þorstein Páls-
son, formann Sjálfstæðisflokksins,
en pennavin sinn, Ólaf G. Einars-
son. AUt sem PáÚ er að skamma
Ólaf fyrir eignar hann Þorsteini
Pálssyni. - Biður svo Ólaf í lok
máls síns að taka gleði sína, hætta
þessum ólátum út í sig og halda
áfram að „þjónusta“ Þorstein Páls-
son í framtíðinni!
Það er nú eins og það er en lýsir
fyrst og fremst því hugarfari sem
Framsóknarflokkurinn ber til for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Það
hugarfar einkennist af engu ööru
en pólitískri hræðslu. Og þessi
hræðsla kemur víðar fram en í
skrifum Páls Péturssonar alþingis-
manns. - Hún kom t.d. vel fram í
sjónvarpsþættinum 19.19 á Stöð 2
sl. fimmtudagskvöld þar sem þeir
forsætisráðherra Steingrímur Her-
mannsson og Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
áttu orðræður saman.
í þessum þætti kom alveg greini-
lega fram að Framsóknarflokkur-
inn er kominn í varanlega vöm í
stjómarsamstarfinu við hina
flokkana og getur sig ekki hreyft
nema með uppáskrift annars hvors
þeirra eða helst beggja. Þaö var
mikill sjónarmunur á vinningi Þor-
steins í þessum orðræðum og kom
vel fram hversu rangan málstað
Framsókn hefur að veria í stjóm-
málum þessa dagana. - Það er m.a.
í þeirri geðshræringu sem einn öt-
ulasti stuðningsmaður ríkisstjóm-
arinnar innan Framsóknarflokks-
ins, Páll Pétursson finnur innri
hvatningu til aö að „álfast" og
„kálfast“ út í Þorstein Pálsson - í
gegnum þingflokksformann Sjálf-
stæðisflokksins.
Fækkun þlngmanna er brýn:
Hlustið á fólkið!
Reynir Guðmundsson skrifar:
Það er nú að færast í aukana að
fólk sem er að tjá sig um menn og
málefni á síöum dagblaða eða annars
staðar, t.d. í útvarpsþáttum sem leyfa
hlustendum að hringja inn áhugaefni
sín, láti í ljós óskir um að þingmönn-
um verði fækkað frá því sem nú er.
í þáttinn Þjóðarsál, sem var á dag-
skrá á rás 2 sl. þriðjudag (20. febr.)
hringdi m.a. kona sem bætti því við
mál sitt í lokin að hún sæi ekki hvers
vegna mætti ekki fækka þingmönn-
um og lagði til að alvarleg umræða
færi nú í gang um það hvort ekki
mætti að skaðlausu hafa talsvert
Frá Alþingi. - „Hugmyndinni um fækkun þingmanna verður ekki hampað
af þingmönnum sjálfum."
færri þingmenn en nú eru. En eins
og flestir vita eru þeir nú 63.
Þá brá svo við að stjórnandi þáttar-
ins, Sigurður G. Tómasson, fyrrv.
borgar- og varaborgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík, tók
þetta óstinnt upp, taldi öll tormerki
á að þetta væri gerlegt og raunar
ekki heppilegt heldur. - Sagði að það
færi ekki alltaf eftir íjölmenni þjóða
hve marga þingmenn væri heppilegt
að hafa. Þetta má auðvitað til sanns
vegar færa en aö mínu mati er þing-
mannaijöldi hér alltof mikill.
Við þessa upphringingu konunnar
í Þjóðarsálina minntist ég einmitt
þáttar sem þessi sami umsjónarmað-
ur Þjóðarsálar hafði fyrr í vetur (ef
ég man rétt) þar sem hann ræddi við
Guðrúnu Helgadóttur, forseta Sam-
einaðs Alþingis. Þar sagði hún nefni-
lega, spurð af Sigurði hvort þing-
menn væru of margir, að ef þing-
mönnum yrði fækkað myndi aö sama
skapi embættismönnum fjölga! - Já,
nema hvað! Fækkun þingmanna á
auðvitað ekki upp á pallborðið hjá
þingmönnum.
Ég skora hins vegar á almenning
að fylgja máhnu eftir varðandi fækk-
un þingmanna og ekki væri verra ef
einhver skoðanakönnunin tæki mál-
ið fyrir og birti niðurstöður um vilja
fólksins sjálfs.
ari“ í víðri
merkingu
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Þórður E. Halldórsson, fyrrv.
lögregluþjónn, svaraði bréfi er ég
skrifaöi í DV 6. febr. sl. undir fyr-
irsögninni „Ber að fækka þing-
mönnum“.
Þar kemst Þórður m.a. svo að
orði að ég teldi alla þá sem ekki
eru mér sammála „sleggjudóm-
ara“. - Að tama er mikill mis-
skilningur hjá þessum ágæta
manni. Ég virði fólk og skoðanir
þess meira en svo og tel mig ekki
alvitrari en guð.
Hins vegar finnst mér oft að
þegnar þessa lands mættu íhuga
máhn betur áður en af stað er
farið og tel ég það einnig heiha-
drýgra heldur en að láta hita
augnabliksins ráöa ferðinni. En
það brennur alltof oft viö.
Ég held að báðir geti verið sam-
mála um þetta. Þess vegna notaði
ég orðið „sleggjudómari“ og þá í
víðri merkingu þess orðs. - Hafðu
svo þökk fyrir ómakiö.
Mál Steingríms Njálssonar:
Boltinn
er hjá
dómsmála-
ráðuneyti
Faðir skrifar:
Einu sinni enn er svo komið að
Steingrímur Njálsson er í aðal-
fréttum ahra helstu íjölmiöla í
landinu. Hann sést leiða ungan
dreng inn á heimili sitt en sem
betur fór í þetta sinn kom vak-
andi borgari í veg fyrir að Stein-
grímur næði að fremja eitt
óhæfuverkið í viðbót.
Hvað skyldu vera margir ungir
menn og unghngar meðal okkar
í dag sem þjást af verkum þessa
manns? Verkum sem hafa verið
stunduð í áratugi, milh þess sem
maðurinn hefur setið í fangelsi
með alltof væga dóma. - Hvaða
lausn er það að hafa Steingrím í
gæsluvarðhaldi og svo í fangelsi
í einhvern tíma?
Einhvem tíma lýkur hann við
þann dóm sem hann hugsanlega
fær og þá hvaö? Sama hegðun
sýnir sig fyrr eða síðar því mað-
urinn er með afbrigðilega kyn-
hvöt eins og alþjóð veit og hann
ræður ekki við það. - Hve lengi
þurfa foreldrar í landinu aö búa
viö ótta um öryggi barna sinna
þar sem þessi maður og aðrir
slíkir eru til staðar?
Eftir vistun Steingríms á við-
eigandi stofnun í Svíþjóð og sem
greinilega hefur ekkert haft að
segja er hann nú kominn til
landsins. Hver veit með vissu
hvaða iðju hann hefur stundað
þá mánuði sem hann hefur verið
hér? Það er vel hugsanlegt að
sumir sem verða fyrir barðinu á
honum geti ekki sagt frá því
vegna skömmustu og andlegrar
vanlíðanar. Því er spurt hvað
verður gert?
í umræðunni um máhð á sínum
tíma kom uppástunga frá Svölu
Thorlacius lögfræðingi um
möguleika á vönun. Sú lausn
væri sjálfsagt sú besta þegar á
allt er htið. Nú er boltinn hjá
dómsmálaráðuneytinu. - En
hvað ætlar það að gera?
Ég tel engin úrræði önnur en
annaðhvort verði Steingrími
haldið í öryggisgæslu til að hægt
sé að vemda unga drengi fyrir
honum eða að hann verði ein-
faldlega vanaður. - Mál Stein-
gríms og verknaöir hans eru
komnir út í slíkar öfgar og ógöng-
ur að tími er kominn til að eitt-
hvað raunhæft verði gert og þaö
án tafar.