Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990.
27
LífsstOl
Skattar af afskráðum bílum:
Öngþveiti hjá Bifreiðaskoðuninni
- ráðuneyti heimilar niðurfellingu
Margir hafa orðið fyrir barðinu á innheimtumönnum ríkissjóðs vegna ógreiddra bifreiðagjalda af afskráðum bílum. Nú hefur verið heimiluð niðurfelling
slíkra gjalda að mestu.
Fyrr í þessum mánuði gerði hið
opinbera gangskör að því að inn-
heimta vangoldin bifreiðagjöld. Öng-
þveiti skapaðist í bækistöðvum Bif-
reiðaskoðunar íslands vegna þess að
fjöldi rukkana var sendur út á bif-
reiðir sem eigendur töldu sig hafa
afskráð.
„Fólk hefur gegnum tíðina, sem
vonlegt er, misskibð muninn á því
að leggja númer inn tímabundið ann-
ars vegar og hins vegar afskráningu
sem er önnur aðgerð,“ sagði Karl
Ragnarsson, forstjóri Bifreiðaskoð-
unar. „Þó að númer bifreiðar séu
lögð inn til geymslu telst hún ekki
afskráð og áfram eru innheimt bif-
reiðagjöld af henni. Mýmörg dæmi
eru um að fólk hafi síðar hent bifreið-
unum en ekki hirt um að afskrá þær
formlega."
Vegna þessa máls sendi fjármála-
ráðuneytið bréf til innheimtumanna
bifreiðagjalda, dagsett 19. febrúar sl.,
þar sem gefin er heimild til niðurfell-
ingar bifreiðagjalda að mestu í shk-
um tilvikum.
í bréfinu segir: „Ráðuneytið hefur
ákveðið að heinúla innheimtumönn-
um að feUa niður bifreiðagjald af bif-
reiðum þegar þær eru afskráðar sem
ónýtar frá og með næsta gjaldtíma-
biU eftir að númer hafa verið lögð
inn.
TU skýringar skal eftirfarandi
dæmi tekið: Númer af bifreið eru
lögð inn 15. nóvember 1988. Bifreiðin
er síðan afskráð sem ónýt 15. febrúar
1990. Eigandi bifreiðarinnar getur
sótt um það til innheimtumanns að
gjaldið verði feUt niður frá 1. janúar
1989 tíl og með 30. júní 1990 enda
sýni hann fram á að númerin hafi
verið lögð inn á umræddum tíma og
bifreiðin afskráð sem ónýt. Nauðsyn-
legt er að öU önnur gjöld, sem kimna
að vera í vanskUum af bifreiöinni,
séu greidd tíl þess að heimUt sé að
feUa niður bifreiðagjald samkvæmt
framanskráðu." -Pá
Seljandi ábyrg-
ur fyrir til-
kynningu eig-
endaskipta
„Áður var kaupandi bifreiðar
ábyrgur fyrir því að tilkynna eig-
endaskipti en það gaf aUs ekki
góða raun og því var því breytt
þannig að seljandi er nú ábyrg-
ur,“ sagði Karl Ragnars, forstjóri
Bifreiðaskoðunar Islands, í sam-
taU við DV.
Bifreiðaskoðun fylgist ekki með
því að eigendaskipti séu tilkynnt
heldur er það tUkynnt tU þeirra
með eyðublaði sem fæst á öUum
pósthúsum. Skráður eigandi bif-
reiðar er ábyrgur fyrir stöðu-
mælasektum, áfóUnum bUreiða-
gjöldum og því tjóni sem bifreiðin
kann að valda. DV er kunnugt
nm filvik þar sem fólk hefur lent
í verulegum vandræðum vegna
þess að eigendaskipti bifreiðar
hafa ekki verið tilkynnt og sektir
og tjón hafa kostað skráðan eig-
anda umtalsverð fjárútlát.
„Samkvæmt reglugerð er okk-
ur ekki skylt að hafa umsjón með
þessum málum nema að því
marki sem tilkynningar eru
sendar inn,“ sagði Karl Ragnars.
-Pá
Þjóðarátakgegn
krabbameini
Krabbameinsfélagið hefur
ákveðið að efna í þriðja sinn tU
þjóðarátaks gegn krabbameini í
vor og nú updir kjörorðinu, Til
sigurs. Því fé sem safnast skal
verja til fræðslu um heilbrigða
lífshætti, til stuðnings krabba-
meinssjúklingum og til rann-
sókna á krabbameini.
Dagana 31. mars og 1. apríl er
gert ráð fyrir að gengið verði í
öll hús um land allt. Marsmánuð-
ur allur verður svo helgaður bar-
áttumálum félagsins og kynningu
á svonefndum heilsuboðorðum.
Þjóðarátak gegn krabbameini
var árin 1982 og 1986. Fyrir féð,
sem safnaðist 1982, var aðstaða
félagsins stórbætt með kaupum á
Skógarhlíð 8. Féð, sem safnaðist
1986, gerði félaginu kleift að tak-
ast á við ný verkefni, svo sem
heimahlynningu krabbameins-
sjúklinga og rannsóknir í sam-
einda- og frumulíffræði. -Pá
Verðlagseftirlit Dagsbrúnar:
Síminn er að springa
„Síminn er að springa síðan við
opnuðum. Það er tekið á móti kvört-
unum og upplýsingum," sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, formaður
Dagsbrúnar, í samtali við DV.
Dagsbrún opnaði á fóstudag sér-
staka skrifstofu í húsnæði sínu að
Lindargötu 9 þar sem rekið verður
verðlagseftirlit í samvinnu við fjölda
annarra félaga. Starfsmaður hefur
verið ráðinn og er svarað í síma
624230 frá kl. 9-12 á morgnana.
„Við viljum með þessu skapa að-
hald í verðlagsmálum eins og samn-
ingar kveða á um. Þetta er gert í
Neytendur
góðri samvinnu við Verðlagsstofnun
og Neytendasamtökin en báðar þess-
ar stofnanir hafa ásamt viðskipta-
ráðuneytinu heitið okkur stuðningi
og aðgangi að upplýsingum.
Það sem okkur dreymir um er að
þátttaka félaganna verði svo góð að
við getum verið með 60-80 manna
sveit úti um allt land sem fylgist með
verðlagi á vörum og þjónustu," sagði
Guðmundur.
Skrifstofan verður rekin um
þriggja mánaða skeið til reynslu.
Guðmundur vildi lítið segja um
Leifur Guðjónsson, starfsmaður verðlagseftirlits verkalýösfélaganna, á skrifstofunni í húsnæði Dagsbrúnar við
Lindargötu.
•
framhaldið annað en að starf af þessu
tagi þyrftu verkalýðsfélög að vinna
til þess að skapa aðhald.
„Við höfum áhuga á því í framtíð-
inni að styrkja Neytendasamtökin
verulega," sagði Guðmundur. „Við
teljum ekki að það séu allt glæpa-
menn sem eru í verslun og viðskipt-
DV-mynd KAE
um en þeir hafa gott af því að vita
að það er fylgst með þeim.“ -Pá
fiölgaö úr tæplega 5.000 í í 14.000 á 2 starfsmenn í 5,5 stöðum en fyrir
árum.Þessadaganastenduryfirher- tveimur árum voru stöðurnar 2,5.
ferð til þess að fjölga félögum í sam- Skrifstofan er opin frá kl. 9.00-16.00
tökunum og er stefnt að því að þeir alla virka daga. Samtökin hafa fengið
verði 20.000 áður en langt um líður. nýjan síma, 625000.
-Pá
„Gömlu skrifstofurnar voru að
springa utan af starfseminni," sagði
Jóhannes Gunnarsson, formaður
samtakanna, í samtah við DV.
„Við verðum mjög vör við aukinn
áhuga fólks á neytendamálum.
Þannig bárust í janúar í fyrra 350
erindi til kvörtunar- og leiðbeininga-
þjónustu samtakanna en tæplega
1.000 erindi í janúar síðastliðnum."
Á skrifstofu samtakanna vinna 9
/ Bifhjólamenn \
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
|Jur^ERÐAR
v________________/
Neytendasamtökin hafa flutt bæki-
stöðvar sínar í nýtt húsnæði á Skúla-
götu 26 á 3. hæð. Mikil gróska er í
starfi samtakanna og hefur félögum
Neytendasamtökin hafa flutt starfsemi sina að Skúlagötu 26,