Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990
7
Sandkom
Fréttir
andskotalaust
Þaðmunekkí
skotalaustaö
komasaman
framboöslista
sjálfstœöis-
mannaáAkur-
eyrifyrirkosn-
ingarnarívor.
Vitað hefur
veriðum
ágreiningvarð-
andi 3. sætið sem Jón Kr. Sólnes fókk
S forvali flokksins, en í það sæti hafa
sumir áhuga á að fákonu. Heimildir,
sem koma úr „innsta hring", segja
að fletri ágreiningsethi séu uppi og
sé viða tekist á. Erfxtt er að fá frekari
upplýsingar varðandi þennan fram-
boðsvanda því menn sem vita hvað :
er að gerast segj a að best só aö þegja
og blanda sér ekki í málið.
Allaballarfengu
heimaverkefni
Óllufriðsam-
legramunvera
hjáallaböllum
áAkureyri,
ennsemkomið
era.m.k.
Flokksbundnir
fcnguscnda
heimtilsín
lísta nxeö nöfn-
um ogáttuað
raðaþeimuppí
xeirri röð sem þeir viþa sjá þá á líst-
anum. Einnig máttu þeir koma með
öllögur um fleiri nöfn. En þeir fengu
fleira. Með fylgdibeiðni um að félag-
ar létu afhendi rakna peningafram-
lag til þingilokks allaballa, mánaðar-
legan styrk sem yrði jafnvel greiddur
meðgreiðslukortum.
Baráttan harðnar
Þeirsem
þurfaaðlosna
viðgömluhíl-
anasínaáAk-
ureyri hatnatl
ýmissakosta
völþegarþeir
haiaaxtlaömeö
bílanasínaá
bíiasölu. Ekki
eru fa>rri en sex
bílasöluríbæn-
um og nú er enn ein að bætast í hóp-
inn. Sá sem stendur að bakí henni
er Stefán „hótelkóngur" Sigurðsson
og ætlar hann að bjóða upp á inniað-
stöðu fjair um 100 bíla. Menn eru
ekki á eitt sáttir um þetta framtak
Stefáns, sumir fagna því að einhverj-
ir þori aö ráöast í framkvæmdir á
þessum síðustu og verstu tímum en
aörir segja að þeir sem hafa þann
kjark ættu aö íínna sér eitthvað ann-
að að gera en að fara inn á markað
sem sé fullsetinn. Baráttan um við-
skiptavinina á bflasölum Akureyrar
hefur verið hörð og má vænta frekari
sviptinga þegar nýja bílasalan verður
opnuð um næstu helgi.
Raunir
hótelmanna
Raunírhótel-
fólksáAkur-
eyriafvöldum
veðurs voru
miklaráþess-
umtimaásið-
astaári.Það
brástvarlaí
febrúarog
marsaðhelg-
arveðriðvar
afarslæmtog
ekki flogið ámilli Reykjavfluir og
Akureyrar. Þetta þýddi að farþegar í
s vokallaðar helgarpakkaferöir kom-
ust ekki norður og hótelin sem höiðu
verið fullbókuð stóðu hálftóm. - Að
undanfömuhefurþettaástandeirm-:
ig gert vart við sig og er lítið arrnað
hægt að gera en að blóta veðurguðun- ■
um. Þó varsíðasta nelgi undantekn- ,
ing. Farþegar komust norður en síö-
an ekki til baka á sunnudag og voru
xsnn fyrir norftan um miðjan dag í ý
gær. Þegar þetta gerist eruþaðhótel-
in sem græða en gestirnir verða að
sjálfsogðu að horga meira. Þóttljótt
sé að segja þaö, þá er þetta nákvæm-
lega það sem einn hótelmaður hafði
á orði á dögunum að væri „hið besta
mál“.
Umsjón: GyHi Kristjánsson
Vélsleðakapparnir samankomnir við rætur Hofsjökuls.
Bandaríkjamenn á vélsleðum um hálendi íslands:
Hægt að selja vél-
sleðaferðir erlendis
- segir bandaríski blaðamaðurinn Jim Beilke sem fór 1 ferð um hálendið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það tekur tíma að byggja upp
ferðamannaþjónustu eins og þessa
en ég hef þá trú að hægt verði að
selja vélsleðaferðir til íslands í
Bandaríkjunum," segir bandaríski
blaðamaðurinn Jim Beilke sem var
einn 7 Bandaríkjamanna sem tóku
þátt í ferð vélsleðamanna um hálendi
Islands á dögunum.
Þessi ferð var skipulögð af banda-
rísku ferðaskrifstofunni Deckers
Snow Venture Tours en það er ferða-'
skrifstofa sem sérhæfir sig í ævin-
týraferðum að vetrarlagi. Flugleiðir
og Bílaleiga Akureyrar urmu einnig
að skipulagningu ferðarinnar sem
segja má að hafi verið reynsluferð,
og framhald slíkra ferða mun senni-
lega að miklu leyti ráðast af því
hvemig Bandaríkjamönnunum lík-
aði þessi ferð.
'Ekki var annað að heyra á Jim
Beilke en að hann væri í sjöunda
himni, enda lék veðrið við ferðalang-
ana. Farið var frá Akureyri í fylgd
reyndra vélsleöamanna þaðan, ekið
inn ísi lagða Eyjafjarðará, upp Viil-
ingadal og inn Nýjabæjarfjall, yfir
Urðarvötn og að Laugarfelli. Vegna
sjókomu var ekið eftir „lóran“ en því
höfðu Bandaríkjamennirnir ekki
kynnst áður. í Laugarfelli var komið
í skála sem Akureyringar hafa byggt,
upphitaðan með heitu vatni, og þar
er einnig heit laug sem farið var í
um nóttina.
Næsta dag var ekiö að Hofsjökli í
góðu og björtu veðri og um kvöldið
var þorrablót í skálanum að Laugar-
felli. Þeiðja daginn var haldið heim
á leið og komið niður Þormóðs-
staðadal í Eyjafjörð.
„Ég varð ekki var við annað en
mikla ánægju með ferðina hjá þessu
fólki,“ sagði Vilhelm Ágústsson hjá
Bílaleigu Akureyrar. Hann var einn
þeirra sem tóku þátt í ferðinni og
skipulögöu hana. „Það er hægt að
bjóða þessu fólki upp á ýmislegt sem
það þekkir alls ekki, afar fjölbreyttar
leiðir á hálendinu og eitt og annað
sem kemur því mjög á óvart. Ég vona
aft hæRt verði að taka þessar ferðir
jbílftjihverjum mæli, erida upplagt
-úiftrey»eitthvaö nýtt í ferðamanna-
á þeim árstená þegar
tiótel ier u illa nýtt hér á landi og flug-
Bandarísku vélsleðamennirnir, sem tóku þátt i ferðinni, komnir úr snjónum
á hálendinu í snjóinn á Akureyri. DV-mynd gk.
vélar, sem koma til landsins, einn-
ig,“ segir Vilhelm.
„Margt fólk í Bandaríkjunum gerir
sér rangar hugmyndlr um ísland;
heldur að hér sé ekkert nema snjór
og ísjakar. Það þarf því að taka tíma
í það að kynna landið. Fyrir okkur
sem fórum í þessa ferð verður hún
ógleymanleg, ekki bara það sem við
sáum heldur einnig fólkið sem fór
með okkur. Það var ekki aðeins að
mj ög vel væri hugsað um okkur held-
ur lögðu menn sig fram um að
skemmta okkur á allan hátt,“ segir
Jim Beilke.
Bolholti 6
Janúar- og febrúarnámskeiðin voru fullbókuð.
Þess vegna ætlum við að bæta við einu nám-
skeiði í mars.
snyrtifræðingur
framkvæmdastjóri
hárgreiðslumeistari
Unnur
Fjölbreytt námskeið fyrir alla.
Léitið upplýsinga.
Símar 687580 - 687480 kl. 16-19.
Unnur Arngrímsdóttir
Sími 36141
- .