Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1990. 3 Fréttir Staðnað atvinnullf á Islandi: Islendingar dragast langt aftur úr iðnþjóðunum I stað þess að vera meðal tekju- hæstu þjóöa í heimi geta íslendingar nú búist við að hrapa hratt niður þennan hsta á næstu árum. Miðað við spár um hagvöxt á ís- landi og helstu iðnríkjunum á næstu árum má reikna með að þjóðartekjur íslendinga á mann verði mun lægri en verður annars staðar á Norður- löndunum um aldmót og þjóðartekj- ur hér verði undir meðaltali iönríkj- anna. Þetta er mikið fall miðað við að íslendingar voru fyrir fáeinum árum með um 33 prósent meiri tekjur en var að meðaltali í iðnríkjunum. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í iðnríkjunum verði um 3 prósent á næstu árum. Þjóðhagsstofnun spáir hins vegar að hagvöxtur á íslandi verði ekki nema um 1,6 prósent þegar þeirri kreppu sem verið hefur hér að undanförnu linnir. Til þess að verða aftur með um 33 prósent meiri þjóðartekjur en eru að meðaltah í iönríkjunum þyrftu ís- lendingar hins vegar að ná um 4,8 prósent hagvexti á ári fram til alda- móta. Jafnvel þótt tvö álver og síldar- ganga frá Noregi bættist við tiltölu- lega staðnaö atvinnulíf íslendinga eru litlar líkur á að íslendingum tak- ist að ná tæplega 5 prósent hagvexti á ári og þar með sæti sínu meðal tekjuhæstu þjóða heims. Árið 1986 voru íslendingar sjötta ísland að dragast aftur úr Þjóöarframleiösla á mann á íslandi og í OECD-ríkjunum í þúsundum Bandaríkjadala I OECD eru 25 ríki. Þar á meöal eru flest öflugustu efnahagsveldi heimsins en einnig lönd á borö viö Tyrkland, Júgóslavíu og PortúgaU sem líslendingar hafa ekki borið sig saman viö til þessa. Línuritiö sýnir | meöaltal allra OECD-ríkjanna. 1960 1970 1980 1990 2000 tekjuhæsta þjóð heims. Árið 1987 fóru þeir enn ofar en ástæða þess er meðal annars rangt skráð gengi. Ef fram fer sem horfir geta íslendingar hins vegar búist við að verða í kring- um fimmtánda sætið um næstu alda- mót. Hagfræöingar hafa bent á að ís- lendingar séu að dragast aftur úr nágrönnum sínum í hagvexti. I miðju góðærinu 1987 benti Þorvaldur Gylfason prófessor þannig á í grein í Vísbendingu að íslendingar gætu búist við minni hagvexti á næstu árum. í óútkominni bók sinni, Al- mannahag, mun hann fjalla nánar um þetta mál. í máli Þorvaldar kemur fram að setu íslendinga meðal tekjuhæstu þjóða á undanförnum árum megi fyrst og fremst skýra vegna útfærslu landhelginnar og mikillar aukningar á atvinnuþátttöku kvenna, fyrir utan þá staðreynd að ísland er gjöfult land. Ástæðan fyrir því að íslending- ar séu nú að falla niður í miðlungs- tekjur sé að þeim hafi mistekist að byggja upp atvinnulíf sem geti tekið við af sjávarútveginum við að halda hér uppi hagvexti svipuðum og í ná- grannalöndunum. Hér á síðunni er línurit sem sýnir þjóðartekjur á mann á íslandi og að meöaltali í OECD-ríkjunum frá 1960. Við línuritið hefur verið bætt spá um aukningu þjóðartekna fram til alda- móta. Sú spá byggist á spá Þjóð- hagsstofnunar og OECD ásamt spá um mannfjölda frá Hagstofu íslands. Á línuritinu sést vel hvernig forskot íslands er að étast upp og hvernig það hverfur á næstu árum. -gse Nyjung á Islandi Svalahurðir úr límtré. Nú getum vlð boðið svalahurðir úr límtré þar sem kjarnviður er límdur á risju. Það dregur úr spennu sem annars myndast við rakabreytingu frá umhverfinu og eykur jafnframt styrk efnisins þannig að minni hætta er á vindingi og svignun í hurðinni. Þetta leysir af hólmi Oregon-furu sem hefur verið notuð til þessa í mörg ár, með misjöfnum árangri. Við bjóðum einnig sérstök dropnef, hæði á hurðina sjálfa og fyrir ofan hurðir og fög, til þess að fyrirbyggja að það vatn, sem lekur niður vegginn fyrir ofan, leiti inn á milh karms og hurðar eða fags. Slíkir hlutir þóttu sjálfsagðir hér áður fyrr, en hafa því miður orðið útundan í þeim mikla hraða sem einkennt hefur allar byggingaframkvæmdir síðustu áratugi. AUir okkar gluggar, fög og svalahurðir, eru gerð fyrir hið Qölbreytta úrval af lömum og læsingum frá IPA sem hægt er að nota án nokkurra breytinga eða fyrirhafna. /// iý.\v-\v\N W/// wm TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT, HAFNARFIRÐI SlMAR: 54444, 54495 V/WW/A í//(áW \\\\\v ^ ....... '//////////y \\\f \\> S\\ FYRSTIR OG FREMSTIR í HURÐASMÍÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.